Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 34
Helgarblað 18.–21. júlí 201434 Neytendur
Brauðið kemur
frosið frá Belgíu
n 1.800 tonn af frosnu brauðmeti flutt inn á rúmu ári n Bakarameistari hefur áhyggjur af þróuninni
V
axandi hluti brauðs og
bakkelsis, sem meðal
annars er selt í lágvöru
verðsverslunum og bensín
stöðvum hér á landi, er
framleitt í útlöndum. Jón Albert
Kristinsson, formaður Landssam
bands bakarameistara, segir þessa
þróun ala á einsleitni í stað fjöl
breytni. Stórir hveitiframleiðendur
í Austur og VesturEvrópulöndum
hafi sett upp verksmiðjubakarí sam
hliða hveitiframleiðslunni og selja
svo bakarísvörurnar um allan heim.
„Hvort sem þú kemur inn á hótel í
Jóhannesarborg eða í Reykjavík – þú
færð alls staðar „sama“ rúnnstykkið
með morgunmatnum,“ segir Jón Al
bert.
Fækkun í faginu
Í frétt sem birtist í Bændablaðinu
í byrjun mánaðar kom fram að
1.800 tonn af frosnu deigi og brauði
hafi verið flutt inn til landsins á 14
mánaða tímabili, frá mars árið 2013
til loka apríl á þessu ári. Það gerir
meira en hundrað tonn á mánuði.
Jón Albert segir bakarameistara ekki
geta keppt við þennan innflutning, að
minnsta kosti ekki á jafnræðisgrund
velli. Fækkun hafi orðið í faginu, enda
þurfi ekki faglærðan bakara til þess að
skella hálfbökuðum, frosnum brauð
um inn í ofn. „Þetta horfir við okk
ur sem alveg gífurleg samkeppni að
utan. Að sjálfsögðu erum við hlynnt
ir því að samkeppni ríki á þessum
markaði en það hallar svolítið á okk
ur, sérstaklega hvað varðar markaðs
verð sem er hærra hjá okkur en hjá
þessum stóru fyrirtækjum. Við reyn
um bara að gera okkar besta, vanda
handverkið og búa til góða vöru. Það
er okkar mottó.“
Krónubrauðið frá Belgíu
Krónan er meðal verslana sem selja
nýbakað brauð og bakkelsi sem
keypt er hálfbakað og frosið. Sig
urður Gunnar Markússon, fram
kvæmdastjóri innkaupasviðs hjá
Krónunni, segist sjálfur flytja inn
stóran hluta þess hingað til lands,
aðallega frá Belgíu. Þá sé hluti
brauðmetis, sem bakað er í Krón
unni, keyptur frá Myllunni. „Eitt
hvað af því sem kemur frá Myllunni
er innflutt en eitthvað búa þeir til
sjálfir,“ segir Sigurður Gunnar en get
ur ekki gefið upp nákvæmlega hvaða
vörutegundir eru innfluttar og hverj
ar eru framleiddar hér á landi. Þess
má geta að um þrjátíu mismunandi
vörutegundir fást nýbakaðar í versl
unum Krónunnar.
Sigurður segist ekki merkja aukn
ingu í innflutningi á frosnu brauð
meti hjá Krónunni síðustu ár en
sem hlutfall af heildarbrauðsölu í
Krónunni sé þetta tiltölulega létt
vægt. „Ég sel miklu meira af annarri
vöru sem kemur beint frá íslenskum
bakar íum. Þá er ég að tala um heim
ilisbrauð, kökur, flatkökur og margt
annað,“ segir Sigurður.
Neytendur afgreiða sig sjálfir
Eitt af því sem Jón Albert gagnrýnir
er aðgengi neytenda að brauði og
bakkelsi í stórmörkuðum. Viðskipta
vinir afgreiði sig gjarnan sjálfir og
geti gengið að vörunni óáreittir. „Við
skiptavinir tína vöruna sjálfir í poka
úr opnum rekkum og henda jafn
vel til baka. Enginn er til staðar til
að fylgjast með hvort fólk fari með
hendurnar í brauðið eða til að fræða
neytendur um innihald eða uppruna
vörunnar. Í bakaríunum höfum við
afgreiðslufólk sem þekkir innihald
vörunnar og getur frætt neytendur
um það,“ segir Jón Albert.
Varðandi aðgengi neytenda að
vörunum segir Sigurður Gunnar
það ekki einskorðast við brauðmeti,
heldur megi segja það sama um
ávexti og ýmsar aðrar vörur. „Þetta
er allt í lokuðum boxum hjá okkur,
nema baguettebrauðin sem eru í sér
poka sem er opinn að ofan. Þarna er
unnið í samráði við heilbrigðiseftirlit
sem er meira að segja strangara hér
á landi en víða í Evrópu,“ segir hann.
Hvað varðar innihaldslýsingar segir
Sigurður Gunnar þær að sjálfsögðu
vera til staðar. „Þær eru ekki á vör
unni sjálfri því hún er í lausu,“ segir
hann. „En þar sem þetta er verð
merkt er á miðanum tegundarheiti,
verð og innihaldslýsing.“
Engar upprunamerkingar
Töluvert hefur verið rætt um upp
runamerkingar á vörum hér á landi
að undanförnu, sér í lagi í tengslum
við innflutt nautakjöt. Í reglugerð
frá árinu 2005 um merkingu mat
væla segir meðal annars um vör
ur í lausasölu að skylt sé að merkja
matvæli með upplýsingum um upp
runa eða framleiðsluland ef skortur
á slíkum upplýsingum gæti villt um
fyrir neytendum hvað varðar réttan
uppruna matvælanna. Aðspurður
hvort nýbakað brauð í Krónunni sé
merkt upprunalandi segir Sigurður
Gunnar að svo sé ekki. „Við höfum
unnið með heilbrigðiseftirliti við
að finna út hvernig hentugast sé að
selja og merkja þessar vörur og höf
um ekki fengið ábendingu um upp
runa, en að sjálfsögðu í framhaldi af
þessari umræðu munum við einfald
lega taka það upp að hafa merkingar
um upprunaland,“ segir Sigurður
Gunnar.
Innfluttar vörur í bakaríum
Eftirminnilegt er þegar Fréttablaðið
vakti athygli á því árið 2008 að hluti
af því bakkelsi sem selt er í bakarí
um Bakarameistarans væri erlend
vara. Kleinuhringir, pekanvínar
brauð, Berlínarbollur og smjörhorn
(croissant) væru innflutt frosin og
síðan þídd og bökuð í bakaríun
um. Jón Albert segir þetta þó sáralít
inn hluta af þeim vörum sem seld
ar eru í bakaríum. „Sölumennirnir
sem selja innfluttar frosnar vörur til
verslananna koma auðvitað í bak
aríin líka og reyna að selja þær þar.
Einn og einn freistast kannski til að
prufa,“ segir Jón Albert. Sjálfur seg
ist hann aðeins selja innflutta frosna
kleinuhringi (donuts) í sínu bakaríi
en hann á og rekur Björnsbakarí.
„Mín skoðun er sú að bakarar eigi
ekki að grípa til þess að selja fleiri
innfluttar vörur í von um að ráða
betur við samkeppnina. Við eig
um að vera betri en þeir. Kúnnarnir
munu kunna að meta það og koma
þá frekar til okkar.“ n
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
Hefur áhyggjur af þróuninni Jón Albert Kristinsson, formaður Landssambands bak-
arameistara, segir þróunina valda einsleitni á markaði. MyNd Hörður SvEINSSoN
Keypt hálfbakað og frosið að utan
„Í framhaldi af þessari umræðu munum
við einfaldlega taka það upp að hafa
merkingar um upprunaland,“ segir Sigurður
Gunnar Markússon, framkvæmdastjóri inn-
kaupasviðs hjá Krónunni. MyNd Hörður SvEINSSoN