Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 18.–21. júlí 201442 Sport Krísan á Englandi n Úrvalsdeildin sögð hafa eyðilagt enska knattspyrnu n Ungir enskir leikmenn fá ekki séns B reskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort slælegt gengi enska landsliðsins í knattspyrnu sé fórnar- kostnaðurinn af því að gera ensku deildina eina þá skemmtileg- ustu í heimi, með taumlausri inn- reið útlendinga. Enskir knattspyrnu- menn í heimsklassa verða sífellt fágætari og verðmiðinn á efnileg- um enskum leikmönnum er kominn upp úr öllu valdi. Því til stuðnings má nefna kaup Manchester United á varnarmanninum Luke Shaw fyrir 30 milljónir punda. Til samanburð- ar keypti Chelsea Cesc Fabregas á 27 milljónir punda. Fá ekki sénsinn Þetta leiðir af sér að liðin horfa í síauknum mæli til annarra landa þegar þau leita að nýjum leik- mönnum, sem ýtir enn undir það að Englendingarnir komist ekki að. Bestu liðin hafa enga þolinmæði til að gefa ungum, óreyndum leikmönnum úr akademíu liðsins séns. Þess vegna verða þeir ekki góðir. Þeir fáu sem verða góðir koma úr minni félögum – og eru keyptir þaðan á unglingsár- unum. Yfirleitt verður það hlutskipti þeirra að spila með varaliðum félag- anna, þar til þeir eru lánaðir annað eða leystir undan samningi. Bestu ensku leikmennirnir eru heldur ekki lengur lykilmenn í bestu liðunum á Englandi. Það kristallaðist í Brasilíu; enska liðið hafði ekki burði til að komast í 16 liða úrslit. Eitt stig úr þremur leikjum varð niðurstað- an. Önnur 92-kynslóð, sem hélt uppi spilamennsku Manchester United svo árum skipti, er ekki sjáanleg. Grátlega fáir leikmenn Daily Mail fjallar um þetta á vef- síðu sinni. Hér fyrir neðan er greining þeirra á því hvaða leik- menn úr nokkrum af toppliðunum í Englandi hafa komið upp úr ung- lingaakademíum félaganna. Hér er aðeins horft til þeirra leikmanna sem hafa spilað fimm leiki eða fleiri fyrir félögin í úrvalsdeildinni, frá stofnun ensku Úrvalsdeildar- innar árið 1992. Þeir sem spiluðu sína fyrstu leiki fyrir þann tíma eru ekki taldir upp – enda varpar mið- illinn þeirri spurningu hvort stofn- un úrvalsdeildarinnar, það ár, hafi eyðilagt enska knattspyrnu. Það verður að segjast að á þessum 22 árum eru þeir grátlega fáir. Mark- verðir (þá sjaldan það á við) og varnarmenn eru taldir upp fyrst, þá miðjumenn og loks sóknar- menn. n Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is Southampton Tímabil í úrvalsdeild: 15 Uppaldir leikmenn: 17 n Luke Shaw, James Ward-Prowse og Calum Chambers spiluðu allir mikið fyrir félagið á liðinni leiktíð, en þeir eru uppaldir hjá félaginu. Shaw kom við sögu fyrir hönd Englands á HM um daginn og er genginn til liðs við Manchester United, fyrir 30 milljónir punda. Adam Lallana, sem stóð sig frábærlega á síðustu leiktíð gekk til liðs við Southampton 12 ára gamall frá Bournmouth, og spilaði meira en 200 leiki fyrir félagið. Þess má geta að Bournmouth fékk 25 prósent söluandvirðisins þegar hann gekk í raðir Liverpool á dögunum. Fall Southampton úr úrvalsdeildinni 2005 varð til þess að ungir leikmenn fengu tækifæri – og það hefur sannarlega hjálpað félaginu. Southampton á að baki 15 leiktíðir í ensku úrvalsdeildinni og félagið hefur komið allnokkrum leikmönn- um til manns; eða 17 talsins. Þeirra á meðal eru Arsenal-leikmennirnir og landsliðs- mennirnir Theo Walcott og Alex Oclade-Chamberlain. Annar leikmaður sem kveðið hefur að er Nathan Dayer, útherjinn sem spilað hefur meira en 80 leiki fyrir Swansea. Byrjunarlið: Enginn markvörður Calum Chambers (12- ) Martin Crainie (04-07) Wayne Bridge (98-03) Luke Shaw (12- ) James Ward-Prowse (11- ) Adam Lallana (06-14) Nathan Dyer (05-09) Theo Walcott (05-06) Alex Oxlade-Chamberlain (10-11) Steve Basham (96-99) Arsenal Tímabil í úrvalsdeild: 22 Uppaldir leikmenn: 14 n Allt frá því Arsene Wenger tók við Arsenal árið 1996 hafa margir útlendingar spilað fyrir klúbbinn. Arsenal varð fyrsta fé- lagið til að mæta með 16 manna hóp til leiks án þess að í hópn- um væri einn Englendingur. Það gerðist gegn Crystal Palace í febrúar 2005. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart hversu fáir enskir leikmenn hafa á þessum langa tíma komið upp úr unglingaakademíu félagsins. Tony Adams, Paul Merson og Ray Parlour höfðu allir spilað fyrir félagið áður en úrvalsdeildin var stofnuð. Síðan þá hafa aðeins 14 uppaldir Englendingar náð fót- festu í liðinu. Þeirra á meðal eru Jack Wilshere og Kieran Gibbs. Ashley Cole er líklega besti varnarmaðurinn sem hefur komið úr smiðju Arsenal hin síðari ár. Nokkrir leikmenn sem ólust upp hjá Arsenal hafa náð fótfestu í ensku úrvalsdeildinni með öðrum liðum; svo sem Steve Sidwell og David Bentley. Þá má nefna, Wenger til varnar, að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberla- in komu báðir ungir til félagsins. Byrjunarlið: Stuart Taylor (97-05) Justin Hoyte (02-08) Gavin McGowan (92-98) Matthew Rose (94-97) Ashley Cole (98-06) Emmanuel Frimpong (11-14) Adrian Clarke (93-97) Jack Wilshere (08- ) Stephen Hughes (95-00) Kieran Gibbs (07- ) Paul Shaw (91-97) Everton Tímabil í úrvalsdeild: 22 Uppaldir leikmenn: 24 n Everton hefur ávallt búið yfir öflugu unglingastarfi og hefur fjárhagsstaða félagsins gert það að verkum að treysta hefur þurft á akademíuna. Tony Hibbert, Leon Osman og Francis Jeffers eru kunnugleg nöfn en þeir voru allir í liðinu sem vann FA Cup unglingaliða árið 1998. Wayne Rooney kom upp úr akademíunni árið 2002 og er hann sá leikmaður sem náð hefur lengst af þeim 24 leikmönnum sem komið hafa upp úr unglingastarfi félagsins. Sem kunnugt er var hann seldur fyrir stórfé til Manchester United árið 2004. Ross Barkley er annar leikmaður sem vert er að nefna en þessi stórefnilegi leikmaður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þá er Jack Rodwell alinn upp hjá Everton en hann var seldur til Manchester City árið 2012 fyrir 15 milljónir punda. Þó að félagið hafi framleitt góða útispilara á undanförnum árum hefur enginn markmaður úr unglinga- starfinu leikið fimm leiki eða fleiri í úrvalsdeildinni. Byrjunarlið: Enginn markvörður Tony Hibbert (00-) Peter Clarke (99-04) Neil Moore (92-97) Michael Ball (96-01) Jack Rodwell (07-12) Gavin McCann (95-98) Leon Osman (00-) Ross Barkley (10-) Wayne Rooney (02-04) Francis Jeffers (97-01) Manchester City Tímabil í úrvalsdeild: 17 Uppaldir leikmenn: 14 n Eins og flestum er kunnugt hefur Manchester City tekið stakkaskiptum eftir að Sheik Mansour keypti félagið árið 2008. Áður en hann tók við stjórnartaumunum hafði félagið verið í mikilli lægð um margra ára skeið og flakkað á milli efstu og næstefstu deildar Englands. Áður en Mansour keypti félagið voru ófáir uppaldir leikmenn á meðal lykilmanna þess. Má þar nefna Michael Johnson og Joey Barton sem báðir eru að vísu löngu farnir frá félaginu. Michah Ric- hards er í raun eini leikmaðurinn sem var hjá City fyrir yfirtökuna. Hann telst þó ekki uppalinn því hann gekk í raðir City frá Oldham þegar hann var 14 ára. Oldham mun fá tuttugu prósent af söluverðmætinu verði Richards á annað borð seldur. Daniel Sturridge er leikmaður sem margir telja að hafa alist upp í herbúðum City. Hann var hins vegar keyptur frá Coventry árið 2003. Eins og að ofan greinir eiga flestir þeir leikmenn sem skipa byrjunarliðið hér að neðan það sameigin- legt að hafa spilað með félaginu áður en Sheik Mansour keypti félagið. Byrjunarlið Enginn markvörður Richard Edghill (93-02) Nedum Onuoha (04-12) Rae Ingram (93-98) Stephen Jordan (00-07 Shaun Wright Philips (99-05) Joey Barton (02-07) Michael Johnson (06-12) Lee Croft (04-06) Bradley Wright Philips (04-06) Ishmael Miller (05-08)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.