Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Page 46
Helgarblað 18.–21. júlí 201446 Menning Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Flogið milli feitra manna Eitt margræðasta svipbrigði sem nokkur ásjóna getur sýnt er þegar gengið er inn eftir gangi á flugvél og horfst er í augu við fólkið sem situr í næstu sætum við mann. Það er eitthvert um- komuleysi í þessum svip, ein- hver blanda af beyg og kvíða, en samt þessi eftirtekt og vænting, jafnvel spenningur, ég segi kannski ekki ofvæni, en stund- um tilhlakk. Á bak við spurnar- augun sem fylgja þessu sérstæða svipmóti eru næsta ágengar hugrenningar; skyldi vera þarna barn sem grætur alla flugleiðina, einhver angandi fylliraftur, sí- kjaftandi háviti, kannski fretandi og illa þefjandi puttalingur á heimleið, eða máski bráðhuggu- leg kona sem spáir fyrir mann í töfraspil alla guðslanga leiðina. Í samfélagi flugfarþega er allt gall- erí mannlífsins samankomið – og þar af leiðandi er það eins og hver annar vinningur að hreppa góðan og geðþekkan sessunaut. En ekki var það svo í þetta sinn. Ég var á leiðinni millum Denver og San Fransisco í Vestur heimi, einn eins og mað- urinn getur verið með sjálfum sér – og eftir því sem óákveðnun skrefum mínum fjölgaði inn eft- ir flugvélaganginum á stuttum Fokkernum virtist sem fyrir mér ætti að liggja að deila aftasta bekknum með tveimur stór- vöxnum karlmönnum. Og það hefði sosum getað verið í lagi ef þeir hefðu ekki báðir verið jafn stórkostlega vaxnir á þverveginn og þeir voru á hæðina. Þarna beið mín aðþrengt miðsætið, eitt og stakt, en báðir þessir verð- andi sessunautar mínir voru af þeirri stærðargráðunni að þurfa tvö sæti hvor með framlengda sætisól um sig miðja. Um stund fannst mér sem fætur mínir og hugur væru ekki á sömu leið – og vitaskuld hefði ég betur snúið við ef ég hefði haft eitthvert hugboð um hvað það var sem beið mín næstu klukkustund yfir Klettafjöllun- um. Vélin hafði varla sagt skil- ið við flugbrautina að annar mannanna var ekki einasta sofnaður ofan í eigið brjóst heldur virtist af mókinu að ráða sem hann væri fallinn í ómegin, altént einhvern dvala eða svefndá. Og alla leiðina talaði hann upp úr svefni, stöku orð á stangli og sum hver svo hávær og skríkjandi að fólkið í næstu sætum hafði á tilfinningunni að ég væri að gera manninum eitt- hvað illt. Hinn var sýnu óþægilegri, raunar ívið feitari en sá sem sat mér á stjórnborða og því var ég með meiri vara á mér gagnvart honum. Ég taldi mig einfaldlega vera í hættu af að kremjast und- ir honum þar sem hann hallað- ist smám saman að mér, einhver staðar á milli svefns og vöku – og að síðustu fallinn í sama dásvefninn og stórmennið hin- um megin við mig. Ég fann hvernig vömb- in á honum lagaði sig að rýr- um skrokki mínum og því næst þegar öll undirhakan vall yfir á litlu öxlina mína. Og svo kom höfuðið allt, steinsofnað á herð- um mér, með freyðandi munn- vatnið við það að leggja af stað niður hökuna. Þeir vöknuðu báðir í lendingunni. Og vissu sjálfsagt aldrei af mér þarna í miðsætinu. Sigríður Regína Sigurþórsdóttir Kvikmynd Deliver Us From Evil IMDb 6,5 RottenTomatoes 30% Metacritic 40 Leikstjórn: Scott Derrickson Aðalhlutverk: Eric Bana, Édgar Ramírez og Olivia Munn Handrit: Scott Derrickson og Paul Harris Boardman 118 mínútur Hræðileg mistök eða tilvonandi „költ“-mynd? S em hrollvekja er Deliver Us from Evil af bestu gerð, ef hrollurinn sem átt er við er aulahrollur. Sumar kvikmynd- ir rúlla niður gæðaskalann af því- líku afli að drifkrafturinn ýtir þeim einhvern veginn aftur upp og þær enda á því að fara hinn svokallaða hring. Þær dansa á fínni línu sem aðskilur hörmulega illa framkvæmd verk frá hlægilegum og skemmtilega sjálfsmeðvituðum verkum. Nokkuð algengt er að þessar kvikmyndir séu hrollvekjur, enda er það vandmeð- farin list að hræða líftóruna úr heil- um sal spenntra kvikmyndagesta. Það er erfitt að segja til um það hvort Deliver Us From Evil nái þessu hár- fína jafnvægi en hún er hlægilega hallærisleg hvort sem hún er það á góðan hátt eða slæman. Þessi einkennilega mynd skeytir saman hefðbundinni sögu djöful- legra anda og harðnagla lögreglu- spennu með afskaplega vafasamri útkomu. Lögreglufélagarnir eru einstaklega fjarri sinni heimaslóð og eins göfugt og það er að troða nýjar slóðir mistekst þessi tilraun. Ekki bætir úr skák að við upphaf kvik- myndarinnar er því lýst yfir að hér sé á ferð saga byggð á sönnum at- burðum. Á veraldarvefnum má finna heimildaþætti um lögregluþjóninn Sarchie sem starfar nú sem særingar- maður í New York-borg en myndin byggist á bókum sem hann hefur skrifað um ævintýri sín. Viðtölin við þennan velviljaða mann klingja við- vörunarbjöllum og senda kjánahroll niður eftir hryggsúlunni. Í mörgum tilfellum gengur það upp að hrella áhorfendur með sögum byggðum á slíkri vitleysu, en í Deliver Us From Evil er stefnan tekin í ranga átt og vit- leysan afhjúpuð í stað þess að skapa drungalega frásögn. Oftar en ekki tekur það tíma og fjarlægð að finna hið hlægilega í hallærislegum samræðum og yfir- drifnum „bregðu“ atriðum. Svona verk öðlast yfirleitt ekki stöðu „költ“- myndar fyrr en nokkur ár hafa liðið, en sem dæmi má nefna kvik- myndina The Happening sem laum- ar á költ-töfrablöndunni og hefur smám saman öðlast vinsældir með árunum. Það er því með fyrirara sem Deliver us from Evil fær eina stjörnu. Hún hefur nefnilega tækifæri á að sanna sig á næstu árum og gæti jafn- vel bætt á sig stjörnum. n Stærsta hvalasafn Evrópu úti á Granda Þ ann 14. ágúst næstkom- andi hyggst athafnamað- urinn Hörður Bender opna stærsta hvalasafn í Evrópu úti á Granda. Þar verða til sýnis, í tæplega tvö þúsund fermetra sal, líkön af öllum hvalategundum sem synda um Íslandsmið. „Hval- irnir voru að koma til landsins í gámum í þessari viku, bæði beina- grindur og full líkön, og við erum bara að fara að setja þá saman. Við verðum með 23 hvali í fullri stærð,“ segir Hörður en líkönin verða þó ekki gerð úr raunverulegum hval- beinum enda myndi lýsislykt þeirra fljótlega svæla alla safngestina út. Safnið er alfarið fjármagnað af einkaaðilum, án nokkurrar að- komu hins opinbera, en auk Harðar á fjárfestingarsjóðurinn Landsbréf- Icelandic Touristic Fund hlut í safninu. Aðdráttarafl „Við sjáum það að stór hluti allra ferðamanna fer í hvalaskoðun. Það er gífurlegur áhugi fyrir hvölun- um,“ segir Hörður sem telur að hvalasafnið verði ekki einungis skemmtileg af- þreying fyrir hinn almenna ferða- mann á Íslandi, heldur gæti safnið orðið sjálfstætt að- dráttarafl fyrir þá fjöl- mörgu sem ferðast gagngert til að skoða og fræðast um hvali. „Árlega fara 30 millj- ónir manna í hvala- skoðun víðs vegar um heiminn. Við teljum að safnið muni hjálpa til við að draga hing- að ferðamenn. Ísland þarf að eiga alvöru hvalasafn.“ Líflegt á Granda Safnið verður úti á Granda, nánar tiltekið í vöruskemmu við hliðina á Krónunni. Það bætist í þá sístækk- andi og fjölbreyttu flóru sem fyr- ir er á svæðinu. „Okkur fannst vel við hæfi að vera þarna við höfn- ina og Grandi er náttúrlega sá staður í bænum þar sem grósk- an er mest. Þarna eru spretta upp eins og gorkúlur veitingahús, söfn, listasmiðjur; þetta er rosalega dýnamískt svæði og við teljum að við munum passa þarna inn í eins og flís við rass.“ Á móti hvalveiðum Líkönin sjálf eru frá- leitt það eina á safninu sem mun vekja athygli og kátínu ferðamanna og annarra áhugasamra. „Nei, nei. Við verðum líka með fræðslustöðvar þar sem fólk get- ur fræðst um hvalinn og skoðað hann bæði að innan og utan. Síðan verður þarna minjagripaverslun og lítil veitingaaðstaða,“ segir Hörður. Hann segir að safnið ætli sér að vera í góðu samstarfi við hvalaskoðun í landinu og vonar að tilkoma þess styrki þá atvinnugrein – og öfugt. En verður hægt að gæða sér á hvalkjöti í kaffiteríunni? „Nei, við erum alfarið á móti hvalveiðum. Við teljum þær tímaskekkju.“ n baldure@dv.is n „Ísland þarf að eiga alvöru hvalasafn“ n Vilja ekki selja hvalkjöt Hvalir á safninu Höfrungar - Dolphins n Mjaldur – Beluga whale n Náhvalur – Narwhal n Hnísa – Harbour porpoise n Blettahnýðir – White beaked dolphin n Leifturhnýðir–Atlantic white sided dolphin n Léttir / höfrungur– Common dolphin n Stökkull – Bottlenose dolphin n Rákahöfrungur – Striped dolphin n Háhyrningur – Killer whale n Grindhvalur – Long finned pilot whale Svínhvalaætt n Andarnefja – Northern bottlenose whale n Skugganefja – Cuvieŕ s beaked whale n Króksnjáldri – Blainville ś beaked whale n Norðsnjáldri – Sowerby ś beaked whale Búrhvalaætt n Búrhvalur – Sperm whale Skíðishvalir – Baleen whales n Norðhvalur – Bowhead whale n Sléttbakur – Right whale n Sandlægja – Gray whale n Hnúfubakur – Humpback whale n Steypireyður – Blue whale n Langreyður – Fin whale n Sandreyður – Sei whale n Hrefna – Minke whale Hörður Bender Segir ferða- menn hafa gríðarlegan áhuga á hvölum. Komnir til landsins Hvalirnir komu í síðustu viku. Sýningarsalurinn Safnið verður opnað þann 14. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.