Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 54
Helgarblað 18.–21. júlí 201454 Fólk Stolt af syninum Stjörnuparið Logi Bergmann sjónvarpsmaður og Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra, er greinilega stolt af syni sínum. „Sko drenginn minn. Strax kominn á forsíðu!“ skrifar Logi á Facebook-síðu sína þegar birt var mynd af Val Hólm, syni þeirra, í frétt á heimasíðu stéttar- félaganna í Þingeyjarsýslum. Val- ur starfar á nýju hóteli sem opn- að var í Mývatnssveit í júní, Hótel Laxá. „Þetta er gaman að sjá! Valur Hólm, sonur minn, forsíðudreng- ur ásamt Braga vini sínum í um- fjöllun um hið glæsilega Hótel Laxá í Mývó,“ stendur undir deil- ingu Svanhildar á fréttinni. Manuela selur fötin sín n Tískupíur með markað n Farin að skrifa um tísku Þ að kemur svona tímabil þar sem maður er kominn með ógeð á öllu í skápunum. Ég er þar og er búin að taka vel til í skápunum þannig að ég verð með rosa mikið fínt sem ég ætla að losa mig við,“ segir Manuela Ósk Harðar- dóttir sem ætlar ásamt fleiri annál- uðum tískupíum að halda markað á sunnudaginn. Það er vefsíðan Króm.is sem stendur fyrir markaðnum en Manu- ela hóf nýlega að skrifa tískupistla á þá síðu. Að hennar sögn verður fjölbreytt úrval á markaðnum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Við erum svo margar saman og allar svo ólíkar. Elfa frá Nike verður til dæmis, þannig að það verður fullt af íþróttadóti líka og svo ætla ein- hverjar að vera líka með heimilisdót þannig það verður alls konar í boði. Síðan verða tískubloggararnir Þór- unn Ívars og Alexsandra Bernharð og förðunarfræðingurinn Steinunn Edda svo einhverjar séu nefndar. Þetta verður skemmtilegt og fjöl- breytt,“ segir hún. Manuela er nú í sumarfríi en byrj- ar sitt annað ár í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í haust. Nýlega hóf hún að skrifa pistla á Króm.is og einbeitir sér þar að tísku. „Ég er mjög spennt fyrir þessu og held að það verði skemmtilegt að skrifa þarna í vetur með skólan- um,“ segir hún. Markaðurinn verður á Smiðju- vegi 11 á sunnudaginn og stendur frá klukkan 12 til 17. n viktoria@dv.is Tæmir skápana Manuela er búin að tæma fataskápana heima hjá sér og ætlar að selja góssið á markaði um helgina. Mynd IngrId KarIs Garðar Thór og Tinna skilin Garðar Thór Cortes tenór og Tinna Lind Gunnarsdóttir eru skilin. Þau höfðu verið saman síðan árið 2000 en þau giftu sig árið 2007 og eiga einn son saman. Garðar Thór er einn fremsti söngvari landsins og sló ungur í gegn í þáttunum um Nonna og Manna. Tinna Lind er leikkona og lék meðal annars í myndinni Desember og í leik- ritinu Fló á skinni. GrínAri sigrar heiminn Ari Eldjárn var fljótur að heilla Íslendinga með gríni sínu og glensi. Nú hyggst hann sigra heiminn. „Ég mun flytja uppistand í Badteatret í Nyhavn á morgun (föstudag) klukkan 18:00. Allt grín fer fram á english/danglish!“ skrifar Ari á Facebook-hópinn Ís- lendingar búsettir í Kaupmanna- höfn og fær ágæta „læk“ upp- skeru. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ari leggur land undir fót og breiðir út íslenska grínfagnaðar- erindi þeirra Mið-Ísland manna. Hann hefur meðal annars haldið uppistand í Bretlandi, Finnlandi og í Svíþjóð og hlotið fyrir tals- vert lof. „Sársaukinn gleymist ekki svo glatt“ n Tobba í skýjunum með frumburðinn n Þreytan hverfur við að horfa á hana E kkert getur undirbúið mann undir þennan rússíbana sem móðurhlutverkið er,“ segir Þorbjörg Marinósdótt- ir eða Tobba eins og hún er gjarnan kölluð. Tobba er nýbökuð móðir en hún og unnusti hennar, Karl Sigurðsson Baggalútur og fyrr- verandi borgarfulltrúi, eignuðust sitt fyrsta barn þann 6. júlí. Það var heilbrigð 16 marka stúlka sem kom í heiminn og eru foreldrarnir eðli- lega í skýjunum með frumburðinn. „Kalli einstaklega góður pabbi“ „Barnið er svo blítt og gott. Öll þreyta hverfur við að horfa á hana. Við erum í skýjunum með hana og hvort annað. Kalli er einstaklega góður pabbi og ég þakklát fyrir að hafa hann heima við. Það eru mikil forréttindi,“ segir Tobba glöð. Hún segir fæðinguna hafa gengið vel en viðurkennir að vissulega hafi hún verið orðin þreytt á að bíða þar sem hún gekk tæpar tvær vikur fram yfir og var sett af stað. „Fæðingin gekk vel en það þurfti að setja mig af stað svo útvíkkunin gerðist mjög hratt og ég skammast mín ekki fyrir að segja að þetta var ákaflega sárs- aukafullt og ég er nú frekar hörð af mér,“ segir hún og er ekki búin að gleyma sársaukanum sem fylgdi því að koma barninu í heiminn. Mesta samsæri í heimi „Það að sársaukinn gleymist strax daginn eftir er mesta samsæri í heimi. Ég elska barnið mitt og myndi gera þetta aftur hvenær sem er fyrir hana en sársaukinn gleym- ist ekki svo glatt! Ég dauðkvíði því að næsta ólétta vinkona spyrji mig út í fæðinguna og ég þurfi að ákveða hvort ég eigi að taka þátt í samsærinu til að hræða hana ekki!“ segir Tobba sem er óhrædd við að orða hlutina eins og þeir eru. Baun fær nafn í næstu viku Búið er að ákveða nafn á dóttur- ina en það er leyndarmál þar til í næstu viku. Hingað til hefur hún verið kölluð Baun en það nafn festist við hana strax í móð- urkviði. „Mannanafnanefnd leyfir víst ekki Baun Karlsdóttir,“ segir Tobba hlæjandi og bætir við: Jón Gnarr hefur bent okk- ur á það. En Baunarnafnið á ör- ugglega eftir að loða við hana í ein- hvern tíma.“ n „Það að sársaukinn gleymist strax daginn eftir er mesta samsæri í heimi. Fyrsti göngutúrinn Tobba og Kalli í fyrsta göngutúrnum. nýbakaðir foreldrar Kalli og Tobba með dóttur sína upp á fæðingadeild. yndislegt Tobba er alsæl í móðurhlutverkinu. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.