Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Qupperneq 2
Helgarblað 26.–28. júlí 20142 Fréttir R eynir Þór Jónasson, annar mannanna sem grunað- ir eru um stórfellda líkams- árás í Grundarfirði þann 17. júlí síðastliðinn, er ný- kominn af skilorði. Árið 2012 fékk hann tveggja mánaða skilorðsbund- inn dóm til tveggja ára fyrir líkams- árás á þáverandi heimili hans. Hann reyndi þá meðal annars að krækja út augu barnsmóður sinnar og þá- verandi sambýliskonu. Skilorð rann út í lok síðastliðins marsmánað- ar. Gæsluvarðhaldi Reynis var lengt um mánuð á fimmtudag sem og hins mannsins sem er þýskur rík- isborgari. Báðir voru þeir í áhöfn Baldvins NC 100, sem lá þá við bryggju. Reynir er fyrrverandi Ís- landsmeistari í vaxtarrækt. Fórn- arlambinu er enn haldið sofandi og er með mjög alvarlega höfuðáverka. Traðkaði á höfðinu Aðstandandi mannsins sem ráð- ist var í Grundarfirði segir í samtali við DV að Reynir hafi verið sá sem „kláraði“ manninn. Hann lýsti at- burðarásinni á þann veg að eftir að fórnarlambið yfirgaf Baldvin NC 100 þar sem hann hafði verið um borð ásamt árásarmönnunum hafi þeir komið hlaupandi á eftir honum. Þýski maðurinn átti þá að hafa sleg- ið manninn í jörðina með þeim af- leiðingum að hann féll með höfuðið á bryggjukantinn. Þá hafi Íslendingur- inn, Reynir traðkað á höfði hans og veist að honum með höggum. Í úrskurði Héraðsdóms Vestur- lands, sem birtur var á vef Hæsta- réttar síðastliðinn miðvikudag, kem- ur fram að vitni að árásinni hafi séð brotaþola deila við tvo aðila á hafnar- svæðinu í Grundarfirði. Frásögn vitnis staðfestir í öllum megindrátt- um lýsingu aðstandenda mannsins. Fjarlægja þurfti stóran hluta höf- uðkúpu fórnarlambsins vegna alvar- legra höfuðáverka. Reyndi að stinga fingrum undir augu Í dómnum gegn Reyni árið 2012 kemur fram að hann hafi aðfaranótt sunnudagsins 31. janúar 2010 hrint sambýliskonu sinni í gólfið og svo hent henni til þegar hún stóð á fæt- ur. Enn fremur settist hann ofan á konuna þar sem hún lá í hjónarúmi þeirra snemma um sunnudags- morgun og tók hann kverkataki „svo hún náði vart andanum og auk þess reynt að stinga þumalputta og vísifingri sömu handar inn und- ir sitt hvort augað.“ Skömmu síðar gaf hann henni þungt högg á hægri upphandlegg. Eftir þessa atlögu var konan með áverka „undir báðum augum, á hálsi, báðum upphand- leggjum og öxlum, brjóstum og mjaðmabeini.“ Áfallastreita eftir árásina Eitt þeirra skjala sem lagt var fyrir dóminn var greinargerð um sál- fræðileg áhrif ofbeldisins. „ Konan hefur sýnt merki áfallastreitu og er enn haldin einkennum þess, þ.e. endurupplifanir, martraðir, tilfinn- ingadoða, fælni í mannlegum sam- skiptum, starfsgeta hennar er skert og færni í að takast á við daglegt líf og þær ákvarðanir sem því fylgja. Sjálfsmat og sjálfsmynd hefur beðið hnekki. Þó svo A hafi smám saman verið að ná sér á strik á hún án efa eftir að þurfa að þola afleiðingar ofbeldisins í framtíðinni,“ segir í greinargerðinni. Hún er metin óvinnufær þegar greinargerðin var skrifuð sumarið 2011. Neitaði sök Í vitnisburði sínum við réttarhöld neitaði Reynir allri sök. Að hans sögn var honum og þáverandi sam- býliskonu hans boðið í samkvæmi eftir lokun skemmtistaða aðfara- nótt sunnudags. Að hans sögn hafði samkvæmið lognast út eftir að fauk í konuna vegna reykinga innandyra. Hafi hann því næst lagst til svefns. „Þar sem ég vakna uppi í rúminu að hún er organdi á mig sko, bara al- veg snarbrjáluð,“ sagði Reynir. Hann þvertók fyrir að hafa tekið konuna kverkataki sem og að hafa sett fingur undir augu hennar. Reynir bar fram þau rök að áverkar konunnar hefðu verið eftir hann en tilkomnir vegna sjálfsvarnar. Dómari taldi þessa skýringu ekki trúverðuga. n DæmDur fyrir n Reynir Þór grunaður um líkamsárás í Grundarfirði n Var á skilorði árás á Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Grunaður Reynir Þór er grunaður um stórfellda líkamsárás í Grundarfirði. Hann fékk skilorðsbundinn dóm til tveggja ára árið 2012 fyrir líkamsárás. barnsmóður Íslandsmeistari Reynir Þór er fyrrverandi Íslandsmeistari í vaxtarrækt. Hundrað greindust með sýkingu Matvælastofnun biður almenning um að gæta hreinlætis Á síðasta ári greindust um 100 einstaklingar hér á landi með kampýlóbaktersýkingu en á undanförnum árum hafa um 50–120 einstaklingar greinst með sýkinguna árlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þeir sem nú hafa verið að grein- ast eru frá mismunandi stöðum landsins og ekki að finna hjá þeim sameiginlega uppsprettu sýkingar- innar. Kampýlóbakter er algeng bakt- ería um allan heim og smitar bæði menn og dýr. Bakterían smitast yf- irleitt með menguðum matvæl- um, en smit með vatni er einnig vel þekkt. Meðgöngutími sýkingar- innar, þ.e. tími frá smiti þar til ein- kenna verður vart, er yfirleitt 2–4 dagar en getur verið 1–7 sólar- hringar. Einkenni geta verið lítil en oft veldur sýkingin miklum niður- gangi sem getur verið blóðugur, ógleði, uppköstum, krampakennd- um kviðverkjum og hita. Veikindin ganga yfirleitt yfir án meðferðar á nokkrum dögum en stöku sinnum þarf að beita sýklalyfjameðferð. Fólk er beðið um gæta almenns hreinlætis, sérstaklega við mat- reiðslu á viðkvæmum matvælum, gæta þess að möguleg smitefni berist ekki úr hráum matvælum svo sem úr kjöti í soðin/steikt matvæli eða salöt, gæta vel að fullnægjandi hitun mat- væla, t.d. þegar grillað er, og góðri kælingu á geymdum mat. Einnig þarf að gæta þess að neyta einungis hreins og ómengaðs vatns. n ritstjorn@dv.is „Konan hefur sýnt merki áfallastreitu og er enn haldin ein- kennum þess Ábending um hugsan- lega tælingu Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu barst ábending um mann sem hafði hugsanlega reynt að tæla barn á brott í Grafarvogi í gærmorgun. Árni Þór Sigmunds- son aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa fengið lýs- ingu á manni sem hefði hugsan- lega átt hlut að máli. „Þetta var hins vegar frekar óljóst. En sá maður féllst á að koma á stöðina til viðræðna, sýndi samvinnuþýðu og ber af sér sakir. Við erum bara að skoða þetta og rannsaka, það er lítið annað um málið að segja,“ sagði Árni Þór í samtali við DV.is um málið. Þvottur Hreinlæti er lykilatriði þegar kemur að því að koma í veg fyrir smit. Hætta við Öskju Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra gaf út tilkynningu á föstudag þess eðlis að enn væri hætta vegna berghlaupsins í Öskju. Síðastliðinn mánudag varð hrun úr brúnum Dyngju- fjalla við Öskjuvatn sem orsak- aði flóðbylgju. Vísindamenn hafa farið yfir rannsóknir vikunnar og telja þeir ólíklegt að sambærilegt hlaup geti orðið aftur. Þrátt fyrir það er enn talin vera mikil hætta á frekari skriðuföllum að minnsta kosti næsta ár. Almannavarna- deild hvetur þá sem verða á ferð við Öskju að virða þær lokanir og merkingar sem þar eru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.