Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Síða 7
Helgarblað 26.–28. júlí 2014 Fréttir 7 Nánari upplýsingar á rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga 2014 eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra; www.rsk.is og www.skattur.is. Barnabætur, vaxtabætur og inneign vegna álagningar verður greidd út 1. ágúst. Upplýsingar um greiðslustöðu veita tollstjóri og sýslumenn. Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskatt stjóra, dagana 25. júlí til 8. ágúst 2014 að báðum dögum meðtöldum. Kærufresti lýkur 25. ágúst 2014. Álagningu skatta á einstaklinga er lokið skattur.is Baugskona verður útgefandi 365 Jón Ásgeir styrkir tök sín á fréttastofu með ráðningunni Á fimmtudag var tilkynnt að Kristín Þorsteinsdóttir hefði verið ráðin útgefandi 365 og verður hún því yfirmaður fréttastofu fyrirtækis- ins. Hún ber að auki ábyrgð á störfum fréttastofu gagnvart nýjum forstjóra, Sævari Frey Þráins syni. Samkvæmt fréttatilkynningu mun aðalritstjóri, Mikael Torfason, áfram stýra dagleg- um rekstri fréttastofu. Kristín verður þó yfirmaður Mikaels. Má segja að hún sé innmúruð í þann hóp sem stendur við hlið Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en hún var um árabil kynningarstjóri Baugs sem og Iceland Express. Síðast- liðin tvö ár hefur Kristín setið í stjórn 365 en lætur nú af stjórnar störfum. Kristín skrifaði í fyrra afar um- deilda grein í Fréttablaðið. Þar sagð- ist hún telja að enginn hafi gerst sekur um refsiverðan verknað í aðdraganda bankahrunsins 2008 og telur hún að sérstakur saksóknari vegi að saklausu fólki og sagði hann fremja réttarmorð. „Flestir sakborningarnir eru milli þrítugs og fertugs, vel menntað fólk sem hafði starfað í fjármálaheiminum í örfá ár eftir langt nám. Það taldi sig eiga framtíðina fyrir sér. Ekkert þeirra er grunað um ofbeldi svo ég viti. Það fékk eftirsótt störf í nýlega einkavædd- um bönkum, sem hrundu líkt og margir bankar í nálægum löndum. Í aðdraganda hrunsins lentu lítt reynd- ir íslenskir bankamenn í erfiðri stöðu. Oft stóðu þeir frammi fyrir eintómum vondum kostum, sem eflaust voru af- leiðing af fúski – oftast fúski einhverra allt annarra manna,“ skrifaði Kristín. Dóttir Kristínar, Ólöf Skaftadóttir, er blaðamaður á Fréttablaðinu. Hún hefur líkt og móðir hennar komið Jóni Ásgeiri til varnar. Er hann stefndi Svav- ari Halldórssyni, fyrrverandi frétta- manni, fyrir meiðyrði skrifaði Ólöf í athugasemdakerfi DV: „Það hlýtur að mega stefna öðrum en útrásarvíking- um? Þá sérstaklega fjölmiðlamönn- um með flenniegó …“ Hún hjólaði einnig í Jón Gerald Sullenberger í athugasemdakerfi DV. n hjalmar@dv.is Uppgjörið bara fyrir íslensku- mælandi Rannsóknarskýrslan ekki enn verið þýdd yfir á ensku Skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis um aðdraganda og orsak- ir íslenska bankahrunsins er einungis skiljanleg þeim sem kunna íslensku. Ljóst er þó að efni hennar varðar mun fleiri en Íslendinga, enda olli hrunið árið 2008 fjárhagslegu tjóni sem teygði sig langt út fyrir landsteinana. „Þetta er efni sem kemur miklu fleirum en Íslendingum við,“ segir Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingar- innar, í samtali við DV. Á síðasta kjörtímabili lagði Margrét tvívegis fram þingsá- lyktunartillögu um að skýrslan yrði þýdd. Þór Saari, fyrrver- andi þingmaður sama flokks, hvatti upphaflega til þess innan forsætisnefndar, þar sem hann hafði stöðu áheyrnarfulltrúa, að skýrslan yrði þýdd yfir á ensku en fékk litlar undirtektir. Í kjöl- farið lagði Margrét fram þings- ályktunartillögu sem tekin var til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en dagaði svo uppi. Meðflutningsmenn tillögunnar voru Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari og Eygló Harðardóttir. „Tjónið af hruninu teygði sig út um allan heim. Okkur ber sið- ferðileg skylda til að hafa þetta efni aðgengilegt á fleiri tungu- málum, að minnsta kosti á ensku,“ segir Margrét sem enn vonast til þess að skýrslan verði þýdd í heild sinni einn góðan veðurdag. „Ef gera á þessa at- burði almennilega upp sem var að minnsta kosti tilgangurinn í orði kveðnu, þá verður skýrslan að vera aðgengileg öllum þeim sem urðu fyrir tjóni.“ Skýrslu rannsóknarnefndar- innar, sem samanstóð af þeim Páli Hreinssyni, Tryggva Gunnarssyni og Sigríði Bene- diktsdóttur, var skilað þann 12. apríl árið 2010 og olli talsverðu fjaðrafoki á Íslandi. Um er að ræða einhverja bestu sagnfræði- legu heimildina sem til er um bankahrunið og orsakir þess; at- burði sem margsinnis hefur verið fjallað um erlendis, bæði í fjöl- miðlum og fræðiritum, án þess að íslenskrar þýðingar á skýrsl- unni nyti við. Umdeildur útgefandi Kristín hefur starfað við hlið Jóns Ásgeirs um árabil. Líkir Framsókn við Breivik Bjarni Jónsson, varaformað- ur Siðmenntar, flutti á dögun- um erindi við minningarathöfn sem Ungir jafnaðarmenn héldu vegna fjöldamorða And- ers Behring Breivik á Útey árið 2011. Þar setti hann voðaverk- in í samhengi við meðal annars kosningabaráttu Framsóknar- flokksins í síðastliðnum sveitar- stjórnarkosningum. Bjarni segir að öfl svo sem íslenski Fram- sóknarflokkurinn, norski Fram- faraflokkurinn, breski sjálfstæð- isflokkurinn UKIP og Jobbik í Ungverjalandi væru af sama sauðahúsi og Breivik.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.