Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 26.–28. júlí 201412 Fréttir I nnflutningur hingað til lands frá Ísrael hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin og náði hámarki árið 2011 þegar Íslendingar fluttu inn vörur frá Ísrael að andvirði rúms eins milljarðs króna. Á síðasta ári nam innflutningur frá Ísrael tæp- um 720 milljónum og á fyrstu fimm mánuðum þessa árs nam innflutn- ingur á vörum frá Ísrael rúmum 312 milljónum króna. Af innflutt- um vörum frá Ísrael til Íslands fer langmest fyrir efninu natríumtrífos- fat. Á 16 mánaða tímabili, frá janúar 2013 til maí 2014, var þetta efni flutt inn fyrir andvirði rúmlega 203 millj- óna króna. Þá voru einnig flutt inn önnur fjölfosföt að verðmæti tæp- lega 25 milljóna króna. Á tímabil- inu voru alls flutt inn 1.136.825 kíló af natríumtrífosfati frá Ísrael, sem gera rúmlega 1.000 tonn. Þetta eru því rúmlega 70 tonn á mánuði. Efnið er einnig flutt inn frá öðrum löndum, til dæmis Kína og Belgíu, en ekkert innflutningsland kemst með tærnar þar sem Ísrael hefur hælana í þess- um efnum. Rúmlega helmingur alls natríumtrífosfats sem flutt er hingað til lands kemur frá Ísrael. Ísraelsk efni í íslenskum matvælum Samkvæmt upplýsingum frá Mat- vælastofnun eru trífosföt meðal annars notuð sem matvælaauka- efni (E-451) og sem aukaefni í fóð- ur dýra. Einnig má nota efnið við vinnslu á blautverkuðum saltfiski og frystum fiski. Þá má nota efnið í mörg önnur matvæli, svo sem unn- ar kjötvörur, osta, bragðbætta drykki og fleira. Ætli íslenskir neytendur því að sniðganga allar vörur sem fluttar eru inn frá Ísrael gætu íslensk mat- væli því einnig þurft að fara á svarta listann. Þess má geta að aðeins er leyfilegt að nota natríumtrífosfat í afar litlu magni við matvælafram- leiðslu og því ekki hægt að útskýra þennan mikla innflutning eingöngu með henni. Í svari frá Matvælastofn- un segir að miðað við magnið hljóti efnið að vera notað í annan iðnað að mestu leyti. Hjá tollstjóra fengust þær upplýs- ingar að það sé fyrst og fremst fisk- iðnaðurinn sem noti natríumtrífos- fat hér á landi. Efnið sé notað til þess að binda vökva og koma í veg f yrir að fiskurinn missi þyngd. Þá megi einnig nota efnið í sápugerð og sem rotvarnarefni í matargerð. Neytendur hvattir til að sniðganga Ísrael Heimsbyggðin hefur fylgst agndofa með atburðum fyrir botni Mið- jarðarhafs en eins og kunnugt er hafa enn á ný brotist út blóðug átök á Gaza. Ísraelskar herþotur hafa varp- að sprengjum á almenna borgara og um síðustu helgi hóf ísraelski herinn landhernað á svæðinu. Íslendingar eru meðal þeirra sem fordæmt hafa árásir Ísraelshers og krafðist Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þess meðal annars í síðustu viku að ísraelsk stjórnvöld stöðvuðu árás- ir sínar á Gaza. Því miður dugir for- dæming skammt hjá herlausri þjóð og standa Íslendingar vanmáttugir gagnvart ástandinu. Íslenskir neyt- endur geta hins vegar sýnt hug sinn í verki og sniðgengið vörur frá Ísrael. Meðal þeirra sem hvatt hafa íslenska neytendur til þess að sniðganga ísraelskar vörur að undanförnu er Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hún birti mynd af ísraelskum kryddjurtum á Face- book- og Twitter-síðum sínum í síð- ustu viku og hvatti aðra til þess að gera slíkt hið sama. Úttekt á innflutningi DV tók saman upplýsingar um verð á innflutningi frá Ísrael á tímabilinu janúar 2013 til maí 2014. Upplýsingar um innflutningstölur eru fengnar á vef Hagstofu Íslands og eru teknar saman eftir tollskrárnúmerum. Mið- að er við verð vörunnar kominni um borð í flutningsfar í útflutningslandi, það er fyrir utan viðbættan kostnað sem fellur á vöruna þegar henni er skipað upp í innflutningslandi. Paprikur og lárperur Töluvert af matvælum er flutt inn hingað til lands frá Ísrael. Helst ber að nefna lárperur (avocado) en á þessu tímabili var keypt inn fyrir rúma 41 milljón króna af ávextinum. Íslendingar fluttu einnig inn nýjar matjurtir, til að mynda steinselju, fyrir andvirði tæplega 25 milljóna króna og þá nam innflutningur á nýj- um paprikum tæplega 18 milljónum króna á tímabilinu. Önnur matvæli sem flutt eru inn hingað til lands eru til dæmis ný ber, döðlur, fíkjur, mandarínur, greipaldin, kryddjurt- ir og síróp. Athygli vekur að inn- flutningur á lýsispillum og öðrum vítamínum frá Ísrael nam rúmlega 18 milljónum króna á þessu tímabili. Grænmetisvörur á borð við græn- metisbuff og grænmetispylsur frá fyrirtækinu Hälsans kök hafa fengist hér á landi og koma frá Ísrael. Nafnið kann að hljóma sænskt en vöru- merkið er í eigu ísraelska fyrirtæk- isins Tivall. Önnur vörumerki eru til að mynda Jaffa-ávextir og Kadem- lárperur. Ísraelskar snyrtivörur Snyrtivörur af ýmsu tagi eru fluttar inn frá Ísrael. Frá janú- ar 2013 til maí 2014 nam inn- flutningur á snyrtivörum frá Ísr- ael rúmlega 102 milljónum króna. Þar af nam innflutningur á sjampói og öðrum hársnyrtivörum tæplega 43 milljónum króna. Meðal verslana sem selja snyrti- vörur frá Ísrael eru The Pier en all- ar snyrtivörur í þeirri verslun koma frá Ísrael. Þetta eru snyrtivörumerk- in Sea of Spa og Pure Dead Sea. Þá selur Rúmfatalagerinn einnig vör- ur frá ísraelska framleiðandanum Pure Dead Sea, þar á meðal hand- áburð, handsápu og baðsalt. Þá fást Dr. Fischer-snyrtivörur í ýmsum verslunum en þær koma einnig frá Ísrael. Fyrirtækið er einnig skráð í Brussel en þar er vörunum pakk- að fyrir evrópskan markað. Þess má einnig geta að snyrtivörurnar frá Dr. Melumad eru einnig frá Ísrael en íslenska fyrirtækið Volare selur vörurnar hér á landi. Líkt og hjá Her- balife fer salan að mestu fram í gegn- um svokallaða söluráðgjafa en sam- kvæmt heimasíðu Volare á Íslandi eru þeir á áttunda tug talsins. Optískar vörur og afskorin blóm Ýmislegt annað er flutt inn hingað til lands frá Ísrael. Má þar nefna lyf, prentliti, íblöndunarefni fyrir sement, steinlím og steypu, hluta í prent- og ljósritunar- vélar og hluta og fylgihluti í tölvur. Þá eru fluttar inn ýmiss konar plöntur frá Ísrael á borð við græðlinga og kvisti, lifandi afskorin blóm og greinar. Innflutningur á gleraug- um, linsum og öðrum optískum vör- um frá Ísrael nam tæpum 64 millj- ónum króna á tímabilinu sem hér er til skoðunar. Af rafmagnsvör- um voru fluttir inn svokallaðir rof- ar fyrir <1000 V að andvirði rúm- lega 37 milljóna króna á tímabilinu og þá nam andvirði þjófa- og bruna- varnarkerfa og annarra rafmagns- hljóðmerkja- eða -ljósmerkjatækja innfluttum hingað til lands frá Ísrael alls rúmum 13 milljónum króna. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is n Gífurlegt magn af natríumtrífosfati flutt inn frá Ísrael n Rúmlega 70 tonn á mánuði Ísraelskt efni í íslenskum mat Ísraelskt efni notað í fiskiðnaði Natríumtrífosfat er fyrst og fremst notað til þess að binda vökva í fiski hér á landi. Handáburður frá Ísrael Ísraelsku snyrtivörurnar frá Pure Dead Sea eru meðal annars seldar í The Pier og Rúm- fatalagernum. Vörur frá Volare Sölufull- trúar fyrir ísraelska snyrtivörufyrir- tækið Dr. Melumad eru tæplega átta- tíu hér á landi. Lárperur frá Ísrael Ís- lendingar fluttu inn lárperur fyrir rúma 41 milljón á tímabilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.