Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Síða 16
Helgarblað 26.–29. júlí 201416 Fréttir Erlent MILLJÓNIR Í HÆTTU VEGNA MENGUNAR n Þetta eru menguðustu staðir jarðar n Ógn við fjölmarga íbúa M illjónir íbúa um allan heim eru í bráðri hættu vegna mengunar. Á hverju ári birtir Blacksmith-stofnunin, óháð alþjóðleg umhverfis- verndarsamtök, skýrslu um meng- uðustu staði jarðar. Allir eiga þessir staðir sameiginlegt að fólk býr í næsta nágrenni þeirra og börn eru sérstak- lega berskjölduð vegna mengunarinn- ar. Hér að neðan er stiklað á stóru um menguðustu staði jarðar árið 2013 að mati stofnunarinnar. Auk þeirra staða sem nefndir eru hér að neðan sem skora býsna hátt á lista stofnunarinnar má nefna Chernobyl í Úkraínu og olíu- svæðin við óshólma Níger-fljóts í Ní- geríu. Niðurstöður Blacksmith-stofn- unarinnar má sjá í heild á vefsíðunni Worstpolluted.org. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Citarium-vatnasvæðið Land: Indónesía Mengunarvaldur: Efni eins og kadmíum, blý, króm og skordýraeitur Hefur áhrif á: 500 þúsund íbúa beint, 5 milljónir óbeint Citarium-vatnasvæðið á eyjunni Jövu á Indónesíu þekur um þrettán þúsund ferkílómetra svæði og er því gríðarstórt. Milljónir íbúa reiða sig á vatn úr Citari- um-ánni, bæði til neyslu og til notkunar á ræktunarsvæðum. Á undanförnum árum hefur aukinnar mengunar orðið vart á svæðinu og er þar ekki síst um að kenna gríðarlegri notkun á skordýraeitri og öðrum hættulegum efnum sem notuð eru í iðnaði. Þannig hefur magn blýs mælst þúsundfalt yfir þeim mörkum sem sett eru vegna neyslu á drykkjarvatni. Önnur efni mælast einnig langt yfir hættumörkum. Yfirvöld í Indónesíu hafa að undanförnu gripið til ráðstafana vegna mengunarinnar og hafa heitið því að verja 500 milljónum Bandaríkjadala til að tækla vandamálið á Citarium-vatnasvæðinu. Kabwe Land: Sambía Mengunarvaldur: Blý Hefur áhrif á: 300 þúsund íbúa Kabwe er næstfjölmennasta borg Sambíu, en hún er um 150 kílómetra norður af höfuð- borginni Lusaka. Í könnun sem gerð var árið 2006 kom í ljós að magn blýs í blóði barna í Kabwe var fimm til tíu sinnum hærra en ráðlagt er. Ástæðan er mengun vegna vinnslu í blýnámum í og við borgina sem staðsett er á hinu svokallaða Koparbelti. Árið 1902 fundust miklar blýnámur við borgina þar sem stjórnlaus vinnsla fór fram um áratugaskeið með tilheyr- andi áhrifum á íbúa. Bræðsla á málmgrýti fór fram án eftirlits á 20. öldinni en mörg hættuleg efni sluppu út í andrúmsloftið í bræðslunni. Dzerzhinsk Land: Rússland Mengunarvaldur: Hættuleg efni Hefur áhrif á: 300 þúsund íbúa Á Sovéttímanum var Dzerzhinsk miðstöð framleiðslu á ýmiss konar efnum og vopnum, þar á meðal kjarnorkuvopnum. Þó að aðeins hafi dregið úr umfangi framleiðslunnar er enn þann dag í dag að finna mikilvægar efnaverksmiðjur í og við borgina sem telur um 250 þúsund íbúa. Talið er að á árunum 1930 til 1998 hafi um 300 þúsund tonn af efnaúrgangi verið grafin í jörðu í Dzerzhinsk og nágrenni borgarinnar. Nokkrum árum seinna, eða árið 2007, mældust hættuleg efni, þar á meðal díoxín og tjörusýra, í grunnvatni við borgina – þúsundfalt yfir viðmiðunarmörk- um. Hlaut borgin þá vafasömu nafnbót í Heimsmetabók Guinness árið eftir að vera mengaðasta borg heims. Mengun í borginni hefur haft áhrif á íbúa. Tíðni krabbameina hefur aukist mjög í Dzerzhinsk á undan- förnum árum og eru lífslíkur íbúa þar með því lægsta sem gerist í heiminum. Geta karlar vænst þess að verða 42 ára og konur 47 ára samkvæmt Worstpolluted.org. Hazaribagh Land: Bangladess Mengunarvaldur: Aðallega króm Hefur áhrif á: 160 þúsund íbúa Í Bangladess eru skráðar 270 sútunarstöðvar og þar af eru 90% til 95% þeirra allra staðsettar á 25 hektara svæði í Hazaribagh. Flestar eru þær gamlar, úr sér gengnar og í þeim notast við úrelta tækni. Um átta til tólf þúsund manns starfa í þessum verksmiðjum. Talið er að á hverjum degi losi þessar verksmiðjur um 22 þúsund lítra af eitruðum úrgangi, þar á meðal krómi sem getur valdið krabbameini. Þessi úrgangur ratar gjarnan út í Buri- ganga-ána sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir íbúa Dhaka, höfuðborgar Bangladess. Og heimili starfsmanna þessara verksmiðja eru við verk- smiðjurnar þar sem úrgangurinn er losaður. Þetta er ekki eina hættan sem steðjar að íbúum Hazaribagh því stöðug nálægð við stórhættuleg efni veldur íbúum ógleði, höfuðverk og kláða svo dæmi séu tekin. Íbúar Hazaribagh eru um 185 þúsund talsins. Kalimantan Land: Indónesía Mengunarvaldur: Kvikasilfur og kadmíum Hefur áhrif á: 225 þúsund íbúa Kalimantan er í raun indónesíski hluti eyjunnar Borneó. Hinn hlutinn tilheyrir Malasíu og Brunei. Kalimantan skiptist í fimm héröð en í tveimur þeirra, Mið- og Suður-Kalimantan, sjá þúsundir íbúa sér farborða með gullgreftri og -vinnslu. Fátækir gullgrafarar nota kvikasilfur til að hreinsa gull af grjóti og sandi. Þegar búið er að nota kvikasilfrið er það einfaldlega losað út í náttúruna og er áætlað að um þúsund tonn af kvikasilfri sleppi út í náttúruna með þessum hætti í Kalimantan. Kvikasilfur breiðist mjög auð- veldlega út í andrúmsloftinu og getur því valdið usla víða, meðal annars í dýraríkinu. Yfirvöld í Indónesíu hafa stigið skref á undanförnum árum til að minnka losun kvikasilfurs út í náttúruna. Agbogbloshie er úthverfi Accra, höfuðborgar Afríkuríkisins Gana. Á þessu svæði er að finna einn mesta ruslahaug heims af svoköll- uðu e-rusli (e. Electronic waste), eða rafrusli. Hér er um að ræða rusl sem verður til vegna ónýtra tölva, sjónvarpa, örbylgjuofna, þvottavéla, ísskápa og annarra raftækja. Í umfjöllun Worst- polluted.org kemur fram að um 215 þúsund tonn af notuðum raftækjum séu flutt til Gana á hverju ári. Mörg þessara raftækja eru í slæmu ásigkomulagi; hægt er að nýta einhver þeirra áfram á meðan önnur fara í varahluti og brotajárn. Flestir þeirra sem vinna við að finna heillega hluti á rafruslahaugunum í Agbogbloshie leggja á það áherslu að finna og komast yfir kopar sem leynist í rafmagnsköplum margra raftækja. Frauðplast er notað til að brenna snúrurnar í sundur og skapar þetta hættu á blýmengun í andrúmsloftinu og víðar. Blýmagn í jarðveginum við Agbogbloshie er feiknamikið, eða 45 falt yfir hættumörkum. Agbogbloshie Land: Gana Mengunarvaldur: Blý Hefur áhrif á: 40 þúsund íbúa Agbogbloshie Þetta eru ekki kjöraðstæður til að starfa í.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.