Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Qupperneq 18
Helgarblað 26.–28. júlí 201418 Neytendur Rúmlega 900 kaloríur í vefju F ríða Rún Þórðardóttir, nær­ ingarfræðingur og næringar­ ráðgjafi, gerði nýlega saman­ burð á nokkrum tegundum af skyndibita hér á landi út frá upplýsingum um næringargildi og skammtastærðir. Niðurstöðuna má sjá á meðfylgjandi töflu. Fljótt á litið virðast tveir staðir, sem báðir gefa sig út fyrir að vera hollari valkost á skyndibitamarkaði, standa sig verst. Athygli vekur að Sesar Naanwich­ vefja frá Saffran inniheldur rúmlega 900 kaloríur og 70 grömm af fitu. Þá eru um 770 hitaeiningar í BBQ Burrito­vefju frá Serrano. Að sögn Fríðu Rúnar er málið hins vegar ekki svo einfalt. Hollari valkostir „Þetta eru hollari valkostir, það er ekki spurning,“ segir hún. „Að minnsta kostir þegar við horfum á hluta af hráefninu, það er grænmeti og tómatar, magurt kjúklingakjöt, fræ, baunir, jafnvel heilkorna vefja.“ Fríða Rún segir að þó svo að hitaein­ ingarnar séu ansi margar í réttunum frá Saffran og Serrano þá séu mál­ tíðirnar bæði stærri og veglegri. Þær endast því lengur en til að mynda pylsa með öllu sem inniheldur 380 hitaeiningar. „Sjálfri finnst mér meira sláandi að sjá tölurnar fyrir pepp­ eróníveisluna frá Domino's. Þetta eru ekki nema tvær sneiðar, sem jafnast á við að borða rúmlega eina brauð­ sneið með áleggi hvað magn í mag­ ann varðar. Fimm hundruð kaloríur og þú verður tiltölulega fljótt svangur aftur. Hlutfall fitu er einnig mjög hátt í pítsusneiðunum, eða 38 prósent, á meðan burrito­vefjan frá Serrano inniheldur fullt af grænmeti og góð­ um næringarefnum. Þá finnst mér einnig sláandi að sjá að ein pylsa með öllu innihaldi nærri því fjögur hundruð hitaeiningar. Yfir helming­ ur þeirra kemur úr fitu og þá inni­ heldur pylsan nánast engin næring­ arefni. Fólk verður ekki lengi satt af henni. Þess vegna er mikilvægt að horfa á þessa töflu í réttu samhengi.“ Minni skammtar Sé sérstaklega rýnt í réttina sem innihalda flestar kaloríur, Sesar Naanwich­vefjuna hjá Saffran og BBQ Burrito­vefjuna frá Serrano, má spyrja sig hvort skammtarnir séu einfaldlega of stórir. Aðspurð hvort 916 kaloríur séu ekki heldur mikið fyrir eina máltíð, þar sem ráðlagð­ ur dagskammtur fyrir meðal mann­ eskju sem ekki æfir íþróttir sé á bil­ inu 2.200–2.700, segir Fríða Rún: „Það er svolítið mikið fyrir einstak­ ling sem hreyfir sig lítið sem ekkert en fyrir íþróttamann eða mann sem vinnur erfiðisvinnu þá er slík máltíð temmileg sem stærsta máltíð dags­ ins. Hins vegar má alveg skoða hvort minnka megi sósuna á Naanwich eitthvað aðeins. Þó er rétt að athuga að það er ekki mikið af mettaðri fitu í þeirri máltíð sem er mjög jákvætt.“ Meðvituð um skammtastærðir Aðspurð hvort skammtarnir mættu vera minni segir Fríða Rún: „Þetta með skammtastærðirnar er alltaf erfitt að meta almennt. Skoða þarf orkuþörf hvers og eins út frá hreyf­ ingu og hvar fólk er statt í lífinu. Ertu að hreyfa þig lítið sem ekkert eða ertu að hjóla eða ganga til og frá vinnu og jafnvel að æfa íþróttir eða hlaup? Ertu kannski ófrísk eða með barn á brjósti og jafnvel að hreyfa þig samhliða?“ spyr Fríða Rún. „Margir eru ekki alveg meðvitaðir um eðli­ legar skammtastærðir og því þarft fólk að vera meðvitað á meðan það er að borða og gæta þess að hætta þegar nóg er komið. Ef fólk fer oft á sama skyndibitastaðinn er auðvelt að læra inn á skammtastærðir rétt­ anna og velja sér eftir því sem best hentar hverju sinni. Margir kenna stærri skömmtum um vaxandi offitu en magnið sem við borðum og hvað við veljum stendur og fellur með okkur sjálfum.“ Fríða segir mikilvægast að hafa nóg af grænmeti í máltíðinni. „Mig grunar að margt ungt fólk og margir sem borða á skyndibitastöðum fái jafnvel stærstan hluta þess grænmetis sem það borðar einmitt úr réttum eins og stórum samlokum, Burrito og sambærilegum máltíðum.“ Pylsan verst Fríða Rún segir því alls ekki nóg að horfa eingöngu á fjölda kaloría. Einnig þurfi að taka mið af stærð máltíðar og þeim næringarefnum sem máltíðin inniheldur. Hún segir að í raun sé marktækast að reikna næringargildið út frá hundrað grömmum. Hins vegar hafi ekki verið aðgengilegar upp­ lýsingar um næringargildi á hund­ rað grömm né þyngd hverrar mál­ tíðar á vef KFC og Domino's. Þess vegna hafi verið ákveðið að reikna út næringarinnihald á hvern skammt sem grunnviðmið fyrir alla réttina, enda fái neytendur einn skammt í hendur en ekki hundrað grömm. Séu KFC og Domino's því undanskil­ in þessari könnun af framangreind­ um ástæðum, og næringargildi eftir­ standandi rétta tekin saman út frá hundrað grömmum, kemur í ljós að pylsa með öllu kemur í raun verst út – en hundrað grömm af henni inni­ halda 257 kaloríur. Hundrað grömm af Sesar Naanwich frá Saffran inni­ halda 229 kaloríur, Fabrikkuborgar­ inn 191 kaloríu, BBQ Burrito frá Serrano 164 kaloríur. Subway­bátur­ inn er með fæstar kaloríur, eða alls 109 kaloríur á hundrað grömm. Framkvæmdin Taflan er unnin út frá upplýsingum um næringargildi og skammtastærð­ ir af vefsíðum skyndibitastaðanna. „Þetta var mismikil vinna fyrir hvern skyndibita fyrir sig,“ segir Fríða Rún. Sum fyrirtæki gefi upp nákvæmar upplýsingar um næringargildi hverr­ ar máltíðar á vefsíðu sinni, til dæm­ is KFC, Subway og Saffran, á meðan önnur gefi upp næringargildi hvers skammts af hráefni, líkt og Serrano. Í tilviki pylsunnar var keypt pylsa með öllu, hvert hráefni vigtað jafnóðum og það var sett í brauðið og nær­ ingargildið síðan reiknað út frá upp­ lýsingum af vef Matís. Rétt er að taka fram að þeir réttir sem teknir eru með í þennan sam­ anburð eru dæmi af matseðli hvers staðar og segja því ekki til um alla réttina á hverjum stað. Margir sleppa sósunni eða nota minna af henni, sumir sleppa brauðinu eða borða aðeins helminginn. Sama gildir um hrísgrjónin og þá sleppa því miður sumir grænmetinu. Töfluna má hins vegar nota til samanburðar og getur hver og einn borið sinn uppáhalds­ skyndibita saman við hana svo fremi sem næringargildis upplýsingar og þyngd er gefið upp. n n Samanburður á næringargildi nokkurra skyndibita n Ekki er allt sem sýnist Samanburður á skyndibitum Subway Kalkúns- og skinkubátur 6“ Kalkúnsbringa ásamt ferskri skinku. Ríkulegt magn af fersku grænmeti, borið fram í nýbökuðu brauði. Magn: 225 g Orka: 247 kcal Fita: 3,2 g Kolvetni: 42,4 g Prótein: 16,4 g KFC Ristuð, heit Twister-vefja með kjúklinga- lundum, fersku grænmeti og léttri piparmajónessósu. Magn: 1 stk. Orka: 540 kcal Fita: 28,3 g Kolvetni: 42,3 g Prótein: 19,4 g Serrano BBQ Burrito með kjúklingi, hrísgrjónum, svörtum baunum, fersku salsa, maís, nýskornu káli, BBQ-sósu, nachos-flögum og sýrðum rjóma Magn: 467 g Orka: 766 kcal Fita: 20,4 g Kolvetni: 111,2 g Prótein: 28,7 g Domino's Pítsa; Pepperóníveisla á klassísku pítsudeigi með pítsusósu og osti. Magn: 2 sneiðar af stórri pítsu Orka: 493 kcal Fita: 20,8 g Kolvetni: 32 g Prótein: 46,2 g Pylsusali Pylsa með öllu Magn: 148 g Orka: 380 kcal Fita: 22,7 g Kolvetni: 33,5 g Prótein: 12,3 g Saffran Sesar Naanwich með kjúklingalundum, fersku salati, graskersfræjum, parmesa- nosti og keisaradressingu Magn: 400 g Orka: 916 kcal Fita: 70,4 g Kolvetni: 40,8 g Prótein: 29,6 g Hamborgarafabrikkan Fabrikkuborgari með 120 g hágæða ungnautakjöti, osti, fersku, nýskornu grænmeti og Fabrikkusósu. Magn: 286 g Orka: 545 kcal Fita: 28,3 g Kolvetni: 34,6 g Prótein: 37,1 g Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Hitaeiningarnar segja ekki allt Fríða Rún segir mikilvægt að taka mið af stærð máltíðar og þeim næringarefnum sem máltíðin inniheldur. MYND BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON „Sjálfri finnst mér meira sláandi að sjá tölurnar fyrir pepperóníveisluna frá Domino's.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.