Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Qupperneq 21
Helgarblað 26.–28. júlí 2014 Umræða 21
Gjörólíkt á
allan hátt
Sigríður Gunnarsdóttir ræðir íslenska og franska matarmenningu. – DV
Við eigum að slíta öllum
stjórnmálalegum tengslum
Birgitta Jónsdóttir vill slíta stjórnartengslum við Ísrael. – DV
Ég hef enga skýringu
á þessu stigi
Halldór Halldórsson um fækkun kvenna í æðstu stöðum sveitarfélaga milli ára. – DV
Húsnæðisvanda þarf að leysa
M
ikilvægasta verkefni rík
isins í húsnæðismálum
er að tryggja húsnæðis
öryggi og gera fólki kleift
að eignast húsnæði á við
ráðanlegu verði. Á síðastliðnu ári
hefur Samfylkingin lagt fram marg
víslegar tillögur um nauðsynlegar
aðgerðir, sem hafa því miður ekki
hlotið brautargengi. Á sama tíma
virðist sem ríkisstjórnin skilji ekki
þann vanda sem við er að glíma eða
hafi í það minnsta lítinn áhuga á að
leysa hann.
Leiguverð hefur hækkað mikið á
undanförnum árum, meira en hús
næðisverð og verðlag. Fjölskyldur
velja frekar að leigja en að kaupa
húsnæði og íbúðir eru í auknum
mæli leigðar út til ferðamanna. Af
leiðingin er sú að leigjendur verja
of stórum hluta tekna sinna í leigu
greiðslur. Í sumum tilvikum hafa
fjölskyldur misst hóflegar leiguíbúð
ir vegna verðhækkananna og líklega
munu fleiri lenda í sama vanda. Of
fáar íbúðir eru á leigumarkaði, jafnt
á höfuðborgarsvæðinu sem úti um
allt land. Stjórnvöld verða að stöðva
þessa þróun.
Betri leigumarkaður
Nýr meirihluti í Reykjavík undir for
ystu Samfylkingarinnar hefur sett
fram raunhæfar áætlanir um fjölg
un leigu og búseturéttaríbúða um
2.500–3.000 íbúðir á næstu fimm
árum. Sú stefna mun leiða til þess
að fleiri hagkvæmir valkostir munu
opnast fjölskyldum í húsnæðisleit.
Ríkið þarf líka að koma að upp
byggingu leigumarkaðar. Þess vegna
lagði þingflokkur Samfylkingarinn
ar fram tillögur um bráðaaðgerðir
á Alþingi síðastliðið haust. Við þær
var almennur stuðningur, en ríkis
stjórnin treysti sér engu að síður ekki
til að hrinda þeim í framkvæmd.
Hækka þarf húsaleigubætur og
taka upp eitt kerfi húsnæðisbóta.
Þannig yrði bundinn endi á það
óréttlæti að ríkið styðji eigendur
húsnæðis meira (í formi vaxtabóta)
en leigjendur (í formi húsaleigu
bóta). Skýr ásetningur allra flokka
um að þessi mismunun yrði
afnumin mundi ein og sér greiða fyr
ir fjármögnun leigufélaga. Byrjað var
að hækka húsaleigubætur í tíð síð
ustu ríkisstjórnar en ný ríkisstjórn
fór af þeirri braut.
Ríkið á að ganga fyrir samkomu
lagi við sveitarfélög og aðila vinnu
markaðarins um styrki til leigufélaga
sem skuldbinda sig til langtíma
reksturs og til að láta umfram arð
ganga til frekari uppbyggingar á
leiguhúsnæði.
Nýta á ónýttar lóðir ríkisins til
uppbyggingar á leiguhúsnæði. Gera
á tekjur vegna útleigu einnar íbúðar
undanþegna fjármagnstekjuskatti.
Ef þessar tillögur verða að
veruleika þá má stórauka framboð á
leiguíbúðum og hraða uppbyggingu
á heilbrigðum leigumarkaði. Í þing
lokasamningum í vor tókst að halda
tillögunum á lífi þegar þeim var vísað
til ríkisstjórnarinnar. Í haust munum
við ganga eftir svörum ríkisstjórnar
innar um aðgerðir. Dýrmætur tími
hefur tapast. Töfin bitnar á leigjend
um og ungu fólki sem á engan kost til
að komast í sína fyrstu íbúð.
Lausnir ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin var kosin út af loforð
um í húsnæðismálum. Efndirnar
eru rýrar. Skuldaniðurfellingar leysa
ekki skuldavanda þeirra sem eiga við
hann að glíma. Þvert á móti fær stór
eignafólk og tekjuhæsta fólk lands
ins mestar niðurfellingar. Fólk á
leigumarkaði er skilið eftir en það er
sá hópur sem býr við minnsta hús
næðisöryggið og húsnæðiskostnað
ur sem hlutfall af tekjum er hæstur.
Fólk í búseturéttaríbúðum er líka
skilið eftir.
Þegar bent var á þessa aug
ljósu ósanngirni vísuðu stjórnar
liðar ítrekað til vinnu húsnæðis
málaráðherra um framtíðarskipan
húsnæðis mála. Í vor lauk þeirri
vinnu án þess að nein fyrirheit væru
um að neinu nýju fjármagni yrði veitt
til þeirra sem helst þurfa á að halda.
Ekkert um átak í uppbyggingu leigu
íbúða eða fjölgun félagslegra íbúða.
Engin fyrirheit um fjármagn til að
hækka húsaleigubætur.
Það er án efa jákvætt skref að
þróa íslenska húsnæðiskerfið í átt til
danskrar fyrirmyndar. En sú breyting
leysir ekki allan vanda. Á meðan við
erum föst með íslenska krónu og
búum í haftaumhverfi munu íslensk
heimili bera tvöfalt hærri kostnað
af íbúðarkaupum en evrópsk. Þann
langtímavanda þarf að leysa með að
ild að ESB og upptöku evru. n
„Fólk á leigumark-
aði er skilið eftir en
það er sá hópur sem býr
við minnsta húsnæðisör-
yggið og húsnæðiskostn-
aður sem hlutfall af tekj-
um er hæstur.
Árni Páll Árnason
formaður Samfylkingar
Kjallari
Myndin Gulur „ís“, eins og sólin Veðráttan á höfuðborgarsvæðinu og nánast landinu öllu hefur ekki verið íssölum hliðholl og sólin sjaldséður gestur. MYND HÖRÐUR SVEINSSON
Mest lesið
á DV.is
1 17 milljónir glataðar Engar eignir fengust upp í
17 milljóna kröfur sem lýst var í bú
J-EinnÁtta ehf., einkahlutafélag Jóns
Þórs Sigurðssonar. Félagið var tekið til
gjaldþrotaskipta þann 16. apríl og er
skiptum nú lokið.
41.966 hafa lesið
2 „Ég var ekki ein af þeim“ Þegar Olga Romanovich var
fjögurra ára var henni rænt af mann-
ræningjum. Hún var seld til sígauna-
fjölskyldu, eða Rómafólks, sem greiddi
mannræningjunum í gulleyrnalokkum
fyrir hana. Nafni hennar var breytt og
hjá nýju fjölskyldunni hét hún Maria
Preyda.
38.772 hafa lesið
3 Æddi nakin inn á bens-ínstöð Afgreiðslukonu á bens-
ínstöð í Póllandi brá heldur betur í brún
þegar ung, nakin kona kom askvaðandi
inn á stöðina á dögunum.
37.343 hafa lesið
4 Þurftu að skila inn skjali sem er ekki til Íslenskur
maður og bandarísk eiginkona hans,
sem er gengin fimm mánuði, hafa gefist
upp á íslenskum útlendingayfirvöldum.
Konan hefur ekki enn fengið dvalarleyfi
hér á landi þrátt fyrir að umsókn um
slíkt hafi legið inni hjá Útlendingastofn-
un frá því síðastliðið haust.
35.992 hafa lesið
5 Þessi voru meðal farþega MH17 Fréttavefur
BBC birtir í dag nokkrar frásagnir af fólki
sem var um borð í flugi MH17 Malaysian
Airlines, sem skotin var niður. Á meðan
yfirvöld reyna að komast til botns í
harmleiknum syrgja ættingjar og vinir
farþeganna og hefur BBC tekið saman
viðbrögð þeirra sem birst hafa á samfé-
lagsmiðlum og í öðrum fjölmiðlum.
31.838 hafa lesið