Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Síða 26
Helgarblað 26.–28. júlí 201426 Skrýtið Sakamál J ohn Felton Parish fæddist 4. júlí, 1933, í Dallas-sýslu í Texas í Bandaríkjunum og þegar þessi saga hefst hafði hann aldrei komist í kast við lögin. Þeir sem hann þekktu lýstu honum sem hæglætismanni. Hann hafði verið vörubílstjóri í tuttugu ár og hafið störf fyrir Western-flutn- ingafyrirtækið í september 1980, eftir að hafa unnið fyrir Jewel T- vöruhúsið um átta mánaða skeið. En líf John hafði ekki verið dans á rósum; hann var skilinn við eigin- konu sína og hafði tapað í forræðis- deilu vegna barna þeirra skömmu áður en hann gekk berserksgang í Grand Prairie í Texas og sallaði nið- ur sex manns. Samstarfsfólk hans hjá Jewel T hafði reyndar kvartað yfir honum, sagði hann vera vand- ræðagemsa og einn yfirmanna þar krafðist þess að hann yrði tekinn úr verktakastarfi sem Western-flutn- ingafyrirtækið vann fyrir Jewel T, og varð sú raunin. Launadeilur Ekki bætti það stöðu mála að John hafði deilt við Western-flutninga- fyrirtækið um hálfs mánaðar skeið áður en hann greip til byssunnar; deilan stóð um laun sem John taldi sig eiga inni hjá fyrirtækinu, um 1.600 Bandaríkjadali. Eddie Ulrich, yfirmaður hjá Western, hafnaði þeirri fullyrðingu og fannst John, að sögn bróður hans og vina, sem hann væri hundsaður og var orðinn dauðþreyttur á öllu saman. Eitthvað brast hjá John Felton þann 9. ágúst, 1982, og þegar upp var staðið lágu sex manns í valnum og þrír særðust í tveimur vöruhús- um í Grand Prairie. Lokatilraunin Um áttaleytið að morgni 9. ágúst kom John í byggingu Western og hugðist ræða við Eddie Ulrich, gera lokatilraun til að fá 1.600 dalina sem hann taldi sig eiga inni. Í farteskinu hafði John hálfsjálfvirka skamm byssu og .38 kalíbera marg- hleypu. Þegar John sá fram á að hann fengi sínu ekki framgengt lét hann byssurnar tala og skaut Eddie og vörubílstjóra, Martin Moran, og Moody Smith framkvæmdastjóra, sem einnig voru viðstaddir. Síðan tók hann trukk traustataki og ók neðar í götuna þar sem skrifstofur Western voru til húsa. „Þá ert þú dauð“ Þar beið John ekki boðanna og skaut til bana ritarann Wywonne Kohler of særði móttökudömuna Ruth James og framkvæmdastjór- ann Burnett Hart. Ruth fékk skot í öxl og háls en Burnett var skotinn í höfuðið. John tók skrifstofustúlkuna Vicki Smallwood í gíslingu um stund meðan hann reyndi að finna framkvæmdastjóra að nafni Mike. „Ef hann er ekki við, þá ert þú dauð,“ sagði hann við Vicki. Eftir árangurslausa leit að Mike ákvað John þó að sleppa Vicki því hún var eiginkona kunningja John. Næsta stopp; Jewel T Að þessu loknu ók John til Jewel T- vöruhússins sem var í um sjö kíló- metra fjarlægð. Þegar hann síð- an yfir gaf vöruhúsið lágu þar tveir menn í valnum; Dave Bahl sölu- stjóri og Rick Svoboda rekstrar- stjóri. John setti byssuhlaupið upp að kjálka Ricks og hleypti af skaut hann síðan beint í andlitið. Yfirmaður í sendingadeild Jewel T, Robert Sarabia, særðist þegar hann hljóp undan John en slapp með skrekkinn. John yfirgaf bygginguna og tók stefnuna á vöruflutningabíl sem var þar fyrir utan. Bílstjórinn, Carl Lorentz, sá sitt óvænna og lagði á flótta en braut á sér annan fót- legginn í asanum. Lögreglan skerst í leikinn John tók vöruflutningabílinn og yfirgaf athafnasvæði Jewel T og ók, með lögregluna á hælunum, á ofsahraða niður í miðbæ Grand Prairie. Eftir um tveggja kílómetra eltingarleik kom John að vegatálma sem lögreglan hafði komið upp. Þar lenti hann í skothríð lögreglunn- ar með þeim afleiðingum að hann ók á eina lögreglubifreiðina og einn lögreglumaður endasentist í loftköstum þvert yfir veginn. Lög- reglumaðurinn lifði af, en fékk gat á lungun og margbeinbrotnaði. John ók að lokum á annan bíl og velti vöruflutningabílnum. Honum tókst að komast úr úr bílnum og með því að láta kúlunum rigna yfir lögregluna tókst honum að komast inn í nærliggjandi byggingu. Skotfæri John voru nánast upp- urin og tæpum hálftíma eftir að hann banaði Eddie Ulrich féll fyrir skotum lögreglunnar. n Blóðugur n John fannst hann illa svikinn af vinnuveitanda n greip til byssunnar„Ef hann er ekki við, þá ert þú dauð. hálftími Hæglætismaður John Felton Parish snappaði að lokum Western Transport John Felton Parish ók sem óður væri niður í miðbæ Grand Prairie þar sem hildarleiknum lauk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.