Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Side 30
Helgarblað 26.–28. júlí 201430 Lífsstíll F jallaskálinn á Hveravöllum var þéttsetinn þegar Hjalti Gunnarsson, hestamaður og öræfajarl, hélt þar upp á 60 ára afmæli sitt í liðinni viku. Margir vina hans voru komnir langt að þrátt fyrir að um einhvern verst hirta þjóðveg landsins væri að fara. Fer vikulega yfir Kjöl „Ég er ánægður með hvað margir komu og þrátt fyrir að ekkert sé hugsað um veginn hingað ákvað ég að halda veisluna hérna, mér þykir vænt um Hveravelli,“ segir Hjalti. Hann hefur öðrum oftar riðið yfir Kjöl, fór fyrst árið 1974, tvítugur að aldri, með félögum sínum úr Gnúp- verjahreppi á Landsmót hesta- manna í Skagafirði. Síðan hefur hann farið leiðina að minnsta kosti 200 sinnum. „Ég fór mikið með ferðafólk og var leiðsögumaður hjá hesta- mannafélögum sem vildu fara þessa leið, en árið 1992 byrjaði ég að fara hér um reglulega með útlenda ferðamenn og síðustu tólf árin hef ég farið vikulega yfir Kjöl, tíu vikur á ári.“ Rifjuðu upp ferðir Sumir þeir sem héldu ræður í afmæl- inu rifjuðu upp ferðir með Hjalta og lýstu hinu tignarlega stóði þegar tugir hesta skeiðuðu um óbyggð- irnar. Sögðu að hvergi í víðri veröld væri eins gaman og á Hveravöllum, nema hvað stöku morgnar gætu ver- ið erfiðir. Raddsterkir Skagfirðingar voru mættir og tók vel undir í kofan- um en Hjalti sagði kofann hafa þolað öll veður í áratugi svo líklega stæð- ist hann hinn hljómmikla söng. Því var haldið fram að ferð yfir Kjöl án Hjalta væri eins og áma án áfengis. Ferðafólk hefur lýst ferðum með honum um Kjalveg í litlu skyggni og dimmum veðrum. Þeir sem til þekkja telja að ratvísi hans nálgist það sem Fjalla-Eyvindur var þekktur fyrir. Áreiðanlegri en GPS-tæki „Ég þekki leiðina orðið nokkuð sæmilega og er þokkalega ratvís. Get meira að segja státað af því að hafa ratað betur en GPS-tæki. Fyrir tveimur árum fórum við nokkr- ir ríðandi í slóð Reynistaðarbræðra að Beinhóli. Vinur minn mikill var í fararbroddi með GPS-tækið. Þegar leið á ferðina fór ég að ókyrrast yfir stefnunni og nefndi það en var um- svifalaust kveðinn í kútinn. Við ætt- um bara 300 metra eftir og ég skyldi bara vera rólegur. Loks kom að þar sem tækið pípti og sagði okkur vera komna, en það var enginn Bein- hóll. Ég sneri hópnum við og eftir tvo kílómetra stóðum við í þreifandi byl við sjálfan Beinhól. Ég hef aldrei villst í hestaferðum þó stundum hafi skyggnið verið lítið,“ segir Hjalti. Vill á eftir Eyvindi Í þessum ferðum Hjalta yfir Kjöl eru fyrst og fremst útlendir ferðamenn sem vilja komast í snertingu við óravíddir öræfanna og njóta fjör- legra frásagna af útilegumönnum, svaðilförum og framliðnu fólki sem fylgir þeim hvert fótmál. Eyvindur Jónsson úr Hlíð í Hrunamannahreppi og sveitungi Hjalta deilir stórafmæli með hon- um en Eyvindur hefði orðið 300 ára á þessu ári. Til heiðurs þessum mesta og sannasta útilegumanni þjóðarinnar komu Hvervellingar upp minningaskildi um Eyvind. Hjalti afhjúpaði skjöldinn og hélt stutta tölu um samkennd sína með Eyvindi. „Eyvindur var afsettur af kerfinu, hann var svo sannarlega fangi frels- isins. Kannski síðastur Íslendinga til að hafna okinu og skóp sér líf úti- legumannsins með henni Höllu sinni. Þau hafa sýnt okkur öðrum betur hvernig ástin blómstrar í frels- inu,“ sagði Hjalti. „Eins og allir vita eru Hveravellir höfuðból þeirra og hér reis ástin þeirra kannski hæst. Mig hefur oft langað á eftir Eyvindi; yfirgefa allt þetta kerfi sem þrengir sér upp á mann og meira að segja þarf maður að borga fyrir alla afskiptasemina. Þau Eyvindur og Halla eru fyrir- mynd sem vert er að huga að. Ég er þess fullviss að við eigum sama af- mælisdag og því held ég upp á af- mælin okkar og hver veit nema ég eigi eftir að leggjast út með henni Ásu minni.“ n Guðmundur Sigurðsson Á afmæli með Fjalla-Eyvindi n Hjalti öræfajarl sextugur n Gæti hugsað sér að verða útilegumaður Kjötsúpa Ása Dalkaris, eiginkona Hjalta, hrærir í einum kjötsúpupottinum af þremur. Veislugestum var borin verulega góð kjöt- súpa og talið að sjálfur Fjalla-Eyvindur hefði ekki gert hana betri. Skjöldur afhjúpaður Hjalti Gunnarsson, Gunnar Guðjónsson, skálavörður, og Heiða Lovísa Gunnarsdóttir við minningarskjöld um Fjalla-Eyvind. Hamingjusöm á Hveravöllum Afmælis- barnið með henni Ásu sinni í fjallakofanum. Fimm öpp fyrir líkamsræktina Það er ekki óalgengt að sjá fólk með símana sína í ræktinni nú á dögum, enda eru fjölmörg snjall- símaforrit sérstaklega hönnuð með líkamsrækt í huga. Það er því ekki úr vegi að nýta sér tækni nútímans til að ná betri árangri í líkamsræktinni, fylgjast með framförum og fá hvatningu til að mæta. n Official 7 Minute Workout App Þetta sniðuga snjallsímaforrit inniheldur 36 ólíkar æfingar og 13 skipulögð æfingaprógrömm auk þess sem notendum gefst kostur á að hanna sitt eigið sjö mínútna æf- ingaplan. Þannig get- ur hver og einn valið æfingar sem honum henta auk þess að ákvarða lengd hvíldarpása á milli æfinga og fjölda endurtekninga í hverri æf- ingu. Þá er einnig hægt að velja þá tónlist sem viðkomandi vill hafa með æfingunum. n SixPackAbs Ókeypis snjallsíma- forrit sem veitir not- endum aðgang að leiðbeining- um að rúmlega 20 styrkjandi æfingum. Æfingarn- ar eru sýndar með tölvugerðum fígúrum en farið er nákvæmlega í hvernig framkvæma á hverja æf- ingu til að tryggja að réttri tækni sé beitt og minnka meiðslahættu. n Gym PocketGuide Þetta snjallsímaforrit býður upp á fjölda ólíkra æfinga- prógramma sem byggjast á því sem notandinn hefur valið, svo sem vöðvauppbyggingu eða grenningu. Öll prógrömmin eru aðgengileg hvort sem síminn er tengdur við net eður ei og því fullkomið app til að nota í ræktinni. Í forritinu eru einnig nákvæmar leiðbeiningar með æfingum ásamt myndum og hlekkjum að leiðbeiningamynd- böndum með hverri æfingu. n Strenght Calc Natty Edition App sem er sérstaklega hannað með lyftingafólk í huga. Hægt er að velja um nokkrar ólíkar lyft- ingarútínur sem og ólík matarplön eftir því hvern- ig mataræði hver notandi vill vera á. Þá er hægt að setja inn hæð, þyngd, aldur og þær þyngdir sem viðkomandi er að lyfta og fylgjast nákvæmlega með framförum. n MapMy Fitness Afar gagnlegt app fyrir fólk sem hreyfir sig utandyra. Hægt er að velja á milli um 600 ólíkra æfinga en auk þess má velja úr fjölda ólíkra leiða til að ganga, hlaupa eða hjóla. Þá geta notendur einnig fengið allar upplýsingar um líkamsræktina, svo sem vegalengd, tíma og fjölda brenndra hitaeininga svo eitthvað sé nefnt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.