Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Side 40
Helgarblað 26.–28. júlí 201440 Fólk Reka lestina Í sjötta sæti listans er breski sjarmörinn Liam Neeson, Ben Affleck í því sjöunda, Christian Bale í áttunda, Will Smith í níunda og Íslands- vinurinn Mark Wahlberg í tíunda. Allir eru þeir með um og undir fjóra milljarða í tekjur. Robert Downey Jr. toppar Forbes-tekjulista yfir karlleikara R obert Downey Jr. þénaði mest allra karlleikara í Hollywood á tímabilinu júní 2013 til júní 2014, eða tæp- lega níu milljarða króna. Vinsældir Iron Man 3 riðu ekki við einteyming á tímabilinu og skiluðu leikaranum, sem var með ákvæði í samningnum sem tryggði honum hluta ágóðans, góða fúlgu. Leikar- inn þarf að líkindum ekki að leggja allan peninginn fyrir því mögur ár virðast ekki í augsýn; á næsta ári kemur út Avengers: Age of Ultron þar sem Downey fer aftur í járnbún- inginn ásamt fleiri hetjum og berst við ofurskúrka. Síðasta myndin um Avengers-teymið er þriðja tekju- hæsta mynd sögunnar. n ritstjorn@dv.is The Rock Í öðru sæti listans situr glímugarpurinn fyrrverandi Dwayne Johnson – The Rock – með tæpa sex milljarða. Myndir kappans fá iðulega slæma útreið hjá gagnrýnendum en skila löngum biðröðum að miðasölunni. Bradley Cooper Í þriðja sæti er kyntröllið Bradley Cooper með ríflega fimm milljarða. Leikarinn sló í gegn í Hangover-myndunum en blómstraði fyrst sem listamaður í Silver Linings Playbook og American Hustle. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þeim báðum. Þessir þéna mest í HOLLYWOOD DiCaprio Í fjórða sæti er Leonardo DiCaprio með tæpa fimm milljarða. Á tímabilinu sem um ræðir sló hann í gegn með The Wolf of Wall Street, mynd sem var hans eigið hugarfóstur og hann framleiddi sjálfur. Chris Hemsworth Í fimmta sæti situr þrumuguðinn Þór sjálfur – Chris Hemsworth – en ofurhetju- myndirnar frá Marvel skila aðalleikurum þeirra iðulega ágætri summu í aðra hönd. Hann þénaði rúma fjóra milljarða. Fékk krókódíl í fæðingargjöf Georg prins hlaðinn gjöfum G eorg prins, frumburður þeirra Vilhjálms og Katrínar, hertoga og hertogaynju af Cambridge, átti eins árs afmæli á dögunum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur drengur- inn verið hlaðinn gjöfum frá fæðingu og eru þær svo sannarlega ekki af verri endanum, en gjafirnar koma frá hvorki fleiri né færri en 48 löndum. Þannig fékk prinsinn til að mynda krókódíls- unga í fæðingargjöf frá Norðursvæð- inu í norðurhluta Ástralíu. Krókó- dílsunginn, sem ber sama nafn og prinsinn, kom í heiminn sama dag og tilkynnt var um þungun Katrínar en þar eð ekkert náttúrulegt saltvatn er að finna í námunda við Kensington-höll mun krókódíllinn halda kyrru fyrir í Ástralíu. Georg litli prins mun svo fá árlegar fréttir af nafna sínum hin- um megin á hnettinum auk þess sem hægt er að fylgjast með krókódílnum á Facebook, enda kominn með sína eigin síðu á samskiptamiðlinum. Georg krókódílsungi er þó ekki eina dýrið sem prinsinn hefur feng- ið að gjöf síðastliðið ár. Jarðkettirnir Georg, Alexander og Lúðvík – sem saman mynda fullt nafn prinsins – voru til dæmis gjöf frá Dudley and West Midlands Zoological Society auk þess sem ættbálkur í Samburu í Kenía gaf Georg geit og naut sem, ásamt fjórum kvígum, verða notaðar til að stofna konunglega hjörð. n horn@dv.is Afmælisveisla Georg krókódíll hélt upp á eins árs afmæli nafna síns, en þessi mynd birtist á Facebook-síðu hins fyrrnefnda. Vinsæll Gjafirnar sem Georg litli hefur fengið síðastliðið ár eru ekki af verri endanum. North West tók sín fyrstu skref Hið mikla stjörnubarn North West, dóttir Kim Kardashian og Kayne West, vex fljótt úr grasi. „Stúlkan okkar var að klára vikulangt sundnámskeið í dag og eftir að því lauk tók hún sín fyrstu skref um leið og hún kom upp úr sundlauginni. Mamma og pabbi eru svo stolt af þér,“ sagði Kim í vikunni og bætti við ófáum upp- hrópunarmerkjum. Hún sagði heimsbyggðinni tíðindin með því að deila mynd af þeim mæðgum á Instagram, þar sem North West er umvafin gulu handklæði eftir sundnámskeiðið. Ólán Robins Thicke Hjónabandi tónlistarmanns- ins Robins Thicke virðist vera endanlega lokið. Hann og Paula Patton skildu að borði og sæng í febrúar á þessu ári vegna þess að Robin var sífellt að daðra við aðr- ar konur og klípa í afturendann á þeim. Þau virðast ekki hafa getað unnið úr þeim vandamálum því í vikunni var hús þeirra í Los Ang- eles í Bandaríkjunum sett á sölu. Paula hefur ekki búið í húsinu síðan í febrúar. Ekki er víst hvort þau hafi ráð- ið sér skilnaðarlögfræðinga til að sjá um málið. Thicke segir að hann verði ekki sá sem sækir um skilnað. Hún þurfi að gera það, vilji hún skilja við hann. Hann viðurkennir þó að hann sé hættur að biðja hana fyrirgefningar og ætlar að halda áfram með líf sitt. Robin Thicke virðist almennt ekki eiga sjö dagana sæla því auk alls annars selst nýjasta plata dónakarlsins, sem gerði garðinn frægan með lagi um þokukennd- ar línur, afar illa. Britney á stefnumóti Britney Spears gerði sér glaðan dag með kærastanum sínum, Dav- id Lucado, á miðvikudaginn. Parið skellti sér á rómantískt stefnumót og birti Britney meðfylgjandi mynd á Instagram-síðu sinni í til- efni þess. Britney og David hafa verið saman í nokkra mánuði og virðast hamingjusöm saman þrátt fyrir orðróm þess efnis að sambandið standi á brauðfótum. Það er nóg að gera hjá Britney um þessar mundir og má meðal annars vænta nærfatalínu hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.