Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Síða 14
Ó
lafs Ragnars Grímssonar, for-
seta Íslands, mun verða minnst
fyrir það, öðru fremur, að hafa
fært valdið til fólksins. Upp-
hafið má rekja til þess að spillt
stjórnvald vildi koma á fjölmiðlalög-
um í því skyni að koma höggi á einn
tiltekinn aðila. Alþingi samþykkti lög-
in en forseti Íslands greip í taumana.
Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni skyldi
vísa máli til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Gjá var milli þings og þjóðar og taldi
Ólafur Ragnar að þjóðin ætti að ráða.
Áður en til þess kæmi að þjóðin kvæði
upp úrskurð sinn var málið allt saman
dregið til baka. Forsetanum var for-
mælt af þáverandi forsætisráðherra og
fylgismönnum hans fyrir að voga sér
að grípa inn í ákvarðanir með þessum
hætti.
Nokkrum árum síðar var komin
ný stjórn og gamli forsætisráðherr-
ann farinn frá völdum. Þá voru gerð-
ir samningar um Icesave-skuldina
illræmdu. Forsetinn komst að sömu
niðurstöðu og í fjölmiðlamálinu og
vísaði málinu til þjóðarinnar sem
hafnaði samningnum. Sama mál
fór síðan í nýjum búningi til þjóðar-
innar sem sagði nei. Það merki-
lega var að þeir sem formæltu for-
setanum í fjölmiðlamálinu hófu
hann að þessu sinni nú til skýjanna.
Vinstrimennirnir sem höfðu fagn-
að í fjölmiðlamálinu tóku til við að
hallmæla þeirri útfærslu valdsins að
leyfa fólkinu í landinu að eiga síð-
asta orðið. „Bara ef það hentar mér,“
sungu Stuðmenn á sínum tíma.
Það var heimskulegt á sínum
tíma að djöflast í forsetanum fyrir að
vilja brúa gjána milli þings og þjóð-
ar. Þarna var stigið eitt stærsta skref
til aukins lýðræðis á síðari tímum.
Kjarni málsins liggur ekki í einstökum
málefnum heldur því að fólkið fengi
að ráða fremur en fulltrúarnir. Samn-
ingurinn um Icesave var ekkert að-
alatriði fremur en lögin um fjölmiðl-
ana. Byltingin lá í því að færa valdið
til almennings.
Með þessu markaði forsetinn spor
sín í íslenska stjórnmálasögu og verð-
ur hans lengi minnst fyrir. Óþægilegra
er að hann notaði ekki vald sitt þegar
umdeild breyting á veiðileyfagjaldi
átti sér stað. Tugþúsundir áskorana
skiptu ekki máli og gjáin milli þings
og þjóðar varð aukaatriði. Þá var
falskur tónn í lýðræðisbyltingunni.
Nú liggur í loftinu að ráðandi öfl í
landinu ætli að svipta fólkið réttin-
um til að velja á milli þess að vera
innan eða utan Evrópusambandsins.
Utanríkisráðherra og fleiri þunga-
vigtarmenn innan Framsóknarflokks
hafa lýst því að þeir telji ástæðulaust
að kjósa um það hvort aðildarferlið
að Evrópusambandinu haldi áfram.
Og þetta segja þeir þótt yfirlýsingar
beggja stjórnarflokkanna hafi verið
kristaltærar.
Yfirlýsingar valdamanna Fram-
sóknarflokksins boða valdníðslu
gagnvart fólkinu í landinu. Sömu
menn og töldu nauðsynlegt að þjóðin
greiddi atkvæði um Icesave segja nú
að þeir sjái ekki tilgang í því að fólkið
fái að útkljá það hvort Ísland heldur
áfram viðræðum við ESB. Allt í einu
skiptir þjóðarviljinn ekki máli. „Bara
ef það hentar mér,“ er söngurinn.
Það skiptir engu hvort menn vilja
vera innan eða utan Evrópusam-
bandsins. Fólkið á að ráða framgangi
málsins. Farvegurinn er aðalatriðið
og sú niðurstaða sem þannig fæst er
líkleg til að skapa frið um þetta deilu-
mál. Afstaða kjósenda til samning-
anna um Icesave skipti engu. Aðal-
atriðið var að knýja fram úrslit með
þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það varð
sátt um niðurstöðuna. Þannig er það
best. n
Sandkorn
Amma á biðlaunum
n Þingmaðurinn og ráðherr-
ann fyrrverandi, Siv Friðleifs-
dóttir, stendur á tímamótum
í lífi sínu eftir að hún hætti
þingmennsku. Siv, sem er á
besta aldri, varð amma fyrir
tveimur vikum þegar sonur
hennar Húnbogi Þorsteinsson
varð pabbi. Um það hefur ver-
ið rætt að Siv tæki að sér starf
á erlendri grundu en af því
hefur ekki orðið. Siv býr yfir
gríðarlegri þekkingu á stjórn-
sýslu og víst að hún mun fá
vinnu áður en biðlaunatím-
inn rennur út í nóvember.
Undrandi sjallar
n Gunnar Bragi Sveinsson
utan ríkis-
ráðherra á
ekki sjö dag-
ana sæla.
Yfirlýsingar
hans um að
ástæðulaust
sé að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu um
ESB hafa farið fyrir brjóstið
á áhrifamönnum í Sjálf-
stæðisflokknum. Ragnheiður
Ríkharðsdóttir og Vilhjálm-
ur Bjarnason hafa bæði lýst
undrun á stefnu Fram-
sóknarflokksins í þessum
málum. Reiknað er með að
Gunnar Bragi verði tekinn á
beinið og málið afgreitt.
Aðal hjá Davíð
n Davíð Oddsson, ritstjóri
Morgun-
blaðsins,
hefur ýmis-
legt við
fréttastofu
RÚV að
athuga eins
og fram
hefur komið í fjölmörgum
leiðurum blaðsins. Á mánu-
daginn fjallaði leiðarinn
um það að fréttamenn RÚV
fjölluðu af ástríðu um ESB
og settu þá gjarnan stuðn-
ingsmenn aðildar á oddinn.
Eins og margoft áður vitn-
aði Davíð þar í Pál Vilhjálms-
son fjölmiðlafulltrúa sem
rannsakaði tíðni ESB-frétta á
RÚV. Páll er greinilega einn
af helstu vitringum Íslands í
augum ritstjórans aldna.
Aldrei Samherji
n Björn Valur Gíslason, fyrr-
verandi þingmaður, er ókát-
ur með að Guðmundur Hörð-
ur Guðmundsson, bloggari
á DV.is, hafi nefnt stöðu
hans sem bankaráðsmaður
Seðlabanka og sjómennsku
hans undir flaggi Samherja
sem dæmi um samkrull
stjórnmála og atvinnulífs.
Samherji er til rannsóknar
hjá bankanum. Björn Valur
fór í veiðiferð á Birtingi NK
sem er í eigu Síldarvinnsl-
unnar sem aftur er í 45 pró-
senta eigu Samherja. „Ég hef
aldrei verið á launaskrá hjá
Samherja …,“ bloggar Björn
Valur en útilokar ekki að svo
verði síðar, „enda væri það
enginn glæpur“.
Ég man sárs-
aukann
Við erum ekki bara
að sýna okkur
Svavar Jóhannsson reyndi að svipta sig lífi með því að kveikja í sér. – DV Ari Edwald segir fjölmarga hafa haft samband vegna fjarskiptaþjónustu 365. – DV
„Bara ef það hentar mér“„Það var heimsku-
legt á sínum tíma að
djöflast í forsetanum
„Með því að stöðva
ferlið upp á sitt eins-
dæmi er utanríkisráðherra
að skapa hættulegt for-
dæmi lögleysuÞ
egar lögð er fram þingsályktun
á þingi og samþykkt, þá er
ríkisstjórninni falið að fram-
kvæma það sem ályktað er um.
Ekki er lögum samkvæmt hægt að
hunsa slíka ályktun án samþykktar
þingsins.
Þingsályktanir eru ekki bundnar
við ríkisstjórnir heldur þingið sjálft.
Þannig yfirfærist það sem ályktað
var á milli ríkisstjórna nema að lögð
sé fram ný ályktun þar sem farið er
þess á leit að þingið samþykki í hefð-
bundnu þinglegu ferli að fella úr gildi
það sem þingið áður ályktaði um og
samþykkti.
Allt undir
Það ferli sem núverandi utanríkisráð-
herra Gunnar Bragi Sveinsson hefur
sett í gang, sniðgengur algerlega vilja
þingsins og þá ályktun sem var sam-
þykkt árið 2009 um að Ísland myndi
hefja aðildarviðræður við Evrópu-
sambandið. Með því að stöðva ferlið
upp á sitt einsdæmi er utanríkisráð-
herra að skapa hættulegt fordæmi
lögleysu sem ekkert löggjafarþing í
lýðræðisríki ætti að sætta sig við. Ekki
nóg með það þá er ráðherrann með-
vitað eða ómeðvitað að setja fordæmi
sem að veikja hið þinglega ferli og
allar aðrar ályktanir sem þingið hef-
ur samþykkt. Það er í mínum huga
hættulegt fordæmi sem ég get ekki
sætt mig við.
Mér finnst því eðlilegt að þing-
menn ríkisstjórnarinnar leggi fram
þingsályktun um að slíta viðræðun-
um og fari með þetta mál í gegnum
ferli sem er lögformlega rétt því
annars má segja að verið sé að yfir-
færa vald til ráðherra sem stangast á
við grundvallarreglu okkar lagasetn-
ingaferlis og hlýtur að innibera stór-
kostlega hættu ef það nær fram að
ganga án aðkomu þingsins. Það er
mikilvægt að hafa í huga að í valdatíð
síðustu ríkisstjórnar tókst að endur-
heimta eitthvað af völdum löggjafans
sem áður hafði þróast í stimpilstofn-
un á lög sem komu úr ráðuneytun-
um. Þessi þróun er ekki bara aftur-
hald heldur skaðleg þeirri jákvæðu
þróun sem við urðum að fara í sem
þjóð til að fyrirbyggja að sérhags-
munaöfl myndu leiða okkur inn í
annað hrun.
Ég skora því á þingmenn stjórnar-
flokkanna að leggja fram þingsálykt-
un í september sem tekur af vafa um
hvort að þingið sé tilbúið að slíta við-
ræðunum á lögformlegan máta. Ljóst
er að ríkisstjórnin þorir ekki með
þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Kjósum bara um þetta
Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósend-
um sínum að kosið yrði um áfram-
hald á aðildarviðræðum okkar. Það
er spurning hvort að þingmenn ríkis-
stjórnarflokkanna séu ráðherrunum
hugrakkari. En yfirlýsingar utanríkis-
ráðherra um að það standi ekki til að
kjósa samhliða sveitarstjórnarkosn-
ingum eða á þessu kjörtímabili er
ekki í samræmi við það sem formað-
ur Sjálfstæðisflokksins hefur lofað.
Það ber að reyna á hvort að það sé
ekki vilji í þingheimum til að leyfa
þjóðinni að hafa síðasta orðið í þessu
ferli og afgreiða tillögu þar að lútandi
frá fyrrverandi utanríkisráðherra sem
liggur fyrir þinginu.
p.s. Ég vil taka það fram að ég hef
ekki gert upp hug minn gagnvart að-
ild að ESB. Það mun ég ekki gera fyrr
en þessu ferli er lokið. Það er ekki
hægt að vega og meta kosti og galla
nema að við klárum þetta ferli og sjá-
um svart á hvítu hvernig samningar
takast til. Ég kalla eftir umræðum um
ESB sem innibera ekki að sambandið
sé annað hvort algóður Frelsari eða
Satan, það er nefnilega hvorugt.n
Lögleysa
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 21. ágúst 2013 Miðvikudagur
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
M
y
n
D
: S
iG
tR
y
G
G
U
R
A
R
i
M
y
n
D
SiG
tR
y
G
G
U
R
A
R
i
Kjallari
Birgitta
Jónsdóttir