Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Side 27
Fólk 27Miðvikudagur 21. ágúst 2013
Skúli um sambandið: „Lífið er gott“
n Rikka og Skúli virðast sátt við tilveruna
„Ég hef örugg-
lega sett met í
bjúgsöfnun“
Ragnheiður Ragnarsdóttir, sund
drottning og fyrirsæta, segist hafa
þyngst um 45 kíló er hún gekk með
fyrsta barn sitt. Mestu bætti hún á
sig síðasta mánuðinn, eða 20 kíló
um.
Ragnheiður var í ákaflega góðu
formi áður en hún varð barns
hafandi og lýsir því hvernig henni
gengur að koma sér í form á á
bloggi sínu á Smartlandi, mbl.is.
„Ég efast nú um að þetta sé það
mesta sem kona hefur þyngst um á
meðgöngu en jú, þetta er með því
meira sem maður hefur heyrt um,“
segir Ragnheiður.
„Ég hef örugglega sett met í
bjúgsöfnun. Ég stend í því núna að
ná af mér því sem eftir er af þess
um aukakílóum,“ segir Ragnheiður.
S
kúli Mogensen og Friðrika
Hjördís Geirsdóttir, betur
þekkt sem Rikka, eru glæsi
legt nýtt par. Þau sáust fyrst
saman á galaforsýningu 2 Guns og
þá sáust þau ganga saman í Esju
hlíðum nýlega. Skúli sjálfur vildi
lítið ræða um sambandið við blaða
mann DV en sagði þó sæll og glað
ur: „Lífið er gott.“
Einhverjir myndu eflaust kalla
þau Rikku og Skúla stjörnupar enda
bæði afar þekkt í íslenskum fjöl
miðlum og vekja alls staðar athygli.
Rikka hefur unnið við þáttagerð
á Stöð 2, en síðastliðinn vetur var
hún einn af dómurum þáttarins
Masterchef. Hún hefur einnig ver
ið með matreiðsluþætti undir eig
in nafni, skrifað bækur og fram
leitt eftirrétti á sömu forsendum. Þá
eru ógleymd bollakökunámskeið
hennar sem voru afar vinsæl.
DV greindi frá því fyrr í sumar
að Skúli Mogensen væri annar auð
ugasti maður landsins. Hann kom
eins og stormsveipur inn í íslenskt
viðskiptalíf í kjölfar hrunsins, en
hann hafði áður búið í Kanada og
byggði þar upp hugbúnaðarfyrir
tækið OZ að nýju. Hann seldi fyrir
tækið til Nokia árið 2008 og flutti
hingað heim. Hann keypti hlut í MP
banka og Advania en hefur undan
farið einbeitt sér að því að byggja
upp flugfélagið WOW air. n
Barnalán
sálufélaga
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og
Kristján Guy Burgess sem felldu
hugi saman í ríkisstjórnarsam
starfi Vinstri grænna og Samfylk
ingar eignuðust sitt annað barn
á dögunum, fallega dóttur. Rósa
Björk var nýlega í viðtali við DV
og sagðist hafa fundið sálufélaga í
unnusta sínum Kristjáni.
Fyrir eiga þau soninn Bjart og
Rósa á dóttur frá fyrra sambandi.
Parið á því miklu barnaláni að
fagna og mikil gleði á heimilinu
með nýjasta fjölskyldumeðliminn.
Mynd SigtRygguR ARi
Mynd thoRRi
K
itty VonSometime og
unnusta hennar, Yessi Alex
ander, festu ráð sitt á dögun
um og héldu afslappaða
brúðkaupsveislu við gömlu
höfnina í Reykjavík. Parið ástfangna
hafði ekki ráð á stórri veislu en þær
Kitty og Yessi voru hæstánægðar með
stóra daginn. „Við áttum ekki mikinn
pening, fjölskyldur okkar beggja búa
erlendis en nánustu vinir okkar voru
með okkur. Við ætlum svo að halda
stærri veislu að ári liðnu.“
Kitty var í skósíðum, plíseruðum
hvítum kjól. „Þetta er kjóllinn sem ég
klæddist á fyrsta stefnumótinu okk
ar.“
Vill ekki skilja að föður og
dóttur
Kitty er bresk listakona sem hefur
verið búsett á Íslandi í sjö ár og á
fjögurra ára dóttur frá fyrra sam
bandi með söngvaranum Dan
íel Ágústi. „Ættingjar mínir og vin
ir í Bretlandi spyrja mig oft hvers
vegna ég flytji ekki af landi brott, sér
í lagi í kjölfar efnahagshrunsins. En
dóttir okkar Daníels er ástæðan. Ég
vil ekki taka hana frá honum. Mér
líkar einnig vel að ala upp barn á Ís
landi.“
Varð fyrir rasisma
Hún vakti athygli á dögunum sem
sérstakur bjargvættur miðborgar
innar þegar hún kom upp um unga
skemmdarvarga sem gengu ber
serksgang á Ingólfstorgi. Tók hún
upp myndband af spellvirkjunum og
setti það á Facebook. Myndbandið
fór sem eldur í sinu um netheima
og rataði í fréttir landsmanna. Síðar
þakkaði sjálfur miðborgarstjórinn,
Jakob Frímann Magnússon, Kitty
fyrir vasklega framgöngu. „Ég var
ekki hissa á því hversu mikið mynd
bandinu var dreift, þetta er Ísland.
En ég vildi ekki heldur að þessum
drengjum liði illa. Vinkona mín benti
mér hins vegar á að ef ég hefði ekki
gert þetta þá hefðu þeir ekki séð eftir
þessu.“
Drengirnir gerðust uppvísir að
kynþáttahatri í hennar garð. Ég er
með þykkar augnabrýr og þeir gerðu
eins konar múslimagrín að mér. Mér
varð óglatt við það, ég hef aldrei lent í
rasisma á Íslandi áður.“
Konurnar í lífi Kitty
Þekktust er Kitty þó fyrir The Weird
Girls Project, sem er röð verka eða
myndbandsþátta þar sem konur eru
í forgrunni. Hver þáttur er einstakur
og byggist upp á ákveðinni hug
myndafræði. Nú er á lokastigum
heimildarmynd um Kitty og verk
efnið sem heitir I want to be Weird.
„Kvikmyndagerðarfólk hefur fylgt
mér eftir í verkefnum mínum síðustu
ár og úr varð þessi mynd um mig
og konurnar í lífi mínu,“ segir hún
og hlær en markmið verkefnisins er
meðal annars að styrkja sjálfstraust
kvenna og fá þær til að sleppa fram
af sér beislinu.
„Næst á dagskrá er að vinna
næsta verkefni The Weird Girls hér
á landi. Það er alltof langt liðið síðan
síðast og þær bíða óþreyjufullar eftir
að það fari í gang. Ég er einmitt núna
í Megastore í Smáralind að skoða
leikmuni í verkefnið,“ segir Kitty glöð
í bragði. n
Bjargvættur miðborgar
Kitty fékk þakkir frá Jakobi
Frímanni miðborgarstjóra
fyrir vasklega framgöngu.
Fallegar brúðir Kitty
gifti sig í kjólnum sem
hún klæddist á fyrsta
stefnumótinu með Yessi.
Afslöppuð brúðkaups-
veisla við höfnina
n Kitty Von-Sometime og Yessi giftu sig
María Lilja í
sjónvarpið
Miklar hræringar hafa verið á
Fréttablaðinu síðustu vikur. Mar
ía Lilja Þrastardóttir mun færa sig
um set af Fréttablaðinu og verð
ur í vetur fréttakona í fréttatíma
Stöðvar 2. María Lilja hefur fleiri
járn í eldinum en í vetur verður
hún einnig með útvarpsþáttinn
Barmageddon á Xinu í félagi við
Sunnu Ben ljósmyndara. Í þættin
um munu þær fjalla um tónlist
kvenna og rímar nafnið skemmti
lega við þáttinn Harmageddon á
sömu stöð.
glöð saman
Rikka og Skúli hafa sést saman
hér og þar undanfarið.