Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 28. ágúst 2013 Miðvikudagur
Sefur í rjóðri
og safnar rusli
n Kona á sjötugsaldri sefur úti allan ársins hring n Haldin söfnunaráráttu n Vill fá að vera í friði
S
kammt frá skarkala miðbæj-
arins er trjárjóður. Himinhá
og vígaleg grenitré ramma
inn rjóðrið og í fyrstu virðist
ekkert óvenjulegt þar að sjá.
Þegar nánar er að gáð sést lítill göngu-
stígur inn í rjóðrið og þegar nær dreg-
ur glittir í nokkra litríka plastpoka.
Þar fyrir innan hefst við íslensk kona
á sjötugsaldri. Konan er heimilis-
laus og hefur undanfarin 1–2 ár búið
í rjóðrinu. Þar hefur hún sankað að
sér rusli en konan hefur um árabil
verið haldin söfnunaráráttu sem lýsir
sér í því að hún sankar að sér heimil-
issorpi. Konan er ekki fátæk en vegna
söfnunaráráttu sinnar fær hún ekki
íbúð leigða þar sem líklega fáir kæra
sig um að láta safna heimilissorpi
í íbúð sína. Flestir þeirra sem eru
heimilislausir á Íslandi eru það vegna
fíknivanda en konan stríðir ekki við
slíkan vanda og hefur aldrei gert.
Sefur í rjóðrinu
Vegna þessara aðstæðna hefur kon-
an komið sér fyrir í þessu trjárjóðri
hér í miðri Reykjavík. Hér vita fáir af
henni þrátt fyrir að rjóðrið sé staðsett
rétt við eina fjölförnustu umferðar-
götu landsins. Þar af leiðandi amast
enginn við ruslasöfnuninni sem hún
þó sjálf kannast ekki við að sé neitt
vandamál.
Konan stóð áður í áralöngum deil-
um við nágranna sína þar sem hún
bjó í lítilli kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi
í borginni. Þar sankaði konan að sér
drasli og rusli í íbúð sína og á sam-
eign hússins. Kerfið virðist ekki hafa
neinar lausnir fyrir konu í þessari
stöðu og því sér hún um sig sjálf, sef-
ur úti en hefst við á daginn í Dagsetri
fyrir heimilislausa. Fólk tengt kon-
unni, bæði ættingjar og aðrir, sem
DV hefur rætt við segir allt hafa verið
reynt til þess að hjálpa henni en hún
vilji ekki hjálp og engin úrræði virð-
ist duga. Það sé því lítið hægt að gera,
henni virðist líða ágætlega utangarðs
í samfélaginu.
Vill fá að vera í friði
„Ég bý ekki beint hér, ég sef bara
hérna. Ég vil bara fá að vera í friði,
af hverju fæ ég ekki bara að vera í
friði?“ segir konan þegar blaðamað-
ur og ljósmyndari heimsóttu hana í
rjóðrið. Nákvæm staðsetning verður
ekki gefin upp hér af virðingu við ósk
konunnar um að fá að vera í friði.
Í rjóðrinu hefst hún við í öllum
veðrum og segist ekki vanta neitt. „Þó
að auðvitað myndi ég vilja hafa skjól
yfir höfuðið,“ segir hún. Hún segir
vera skjólgott í rjóðrinu og hún kvarti
ekki, nema þá helst yfir því að hún
geti ekki átt neina fína hluti þar sem
allt sé tekið frá henni og á þá við að
einhverjir komi á svæðið þegar hún er
ekki þar og taki það sem verðmætt er.
Á peninga en fær ekki leigt
Konan er góðleg í fasi, myndar-
leg með sérstaklega blá augu. Hún
er kappklædd, í allavega tveimur
úlpum, þykkum buxum og striga-
skóm. Henni segist ekki verða kalt,
það sé skjól undir trjánum en hún
myndi gjarnan vilja hafa þak yfir höf-
uðið. Hún hafi peninga til þess að
leigja, það skorti hana ekki en íbúð
fær hún ekki til leigu. „Vegna þess að
það er búið að eyðileggja mannorð
mitt með röngum sögum um mig,“
segir hún og vísar þar í fréttaumfjöll-
un, meðal annars í DV, um það þegar
fjarlægt var úr íbúð hennar mikið
magn sorps og þegar henni var gert
samkvæmt dómsúrskurði að selja
íbúð sína.
Heimilissorp í miklu magni
Í rjóðrinu er að finna hundruð rusla-
poka í alls kyns litum sem virðast hafa
að geyma heimilissorp af ýmsum
toga. Á víð og dreif má sjá umbúðir;
drykkjarfernur, matarílát, plast, skó
og hjól svo eitthvað sé nefnt. Einnig
hanga ruslapokar í trjám og konan
hefur gert sér einhvers konar fleti úr
trjágreinum og ýmsum hlutum og
Rjóðrið
Konan hverfur í
rjóðrið þar sem hún
hefst við og hefur
gert í 1–2 ár.
M
y
n
d
ir
K
r
iS
ti
n
n
M
a
g
n
ú
SS
o
n
„Ég bý ekki
beint hér,
ég sef bara hérna
Þorleifur gunnlaugsson segir borgina hafa skyldu gagnvart konunni:
„Þarf að fá skjól“
Það gengur auðvitað ekki að
konan skuli sofa úti í öllum veðrum,
hún þarf að fá skjól yfir höfuðið,“
segir Þorleifur Gunnlaugsson,
varaborgarfulltrúi Vinstri grænna
og nefndarmaður í velferðarráði.
Þorleifur þekkir til málefna konunn-
ar og telur að borginni beri skylda til
þess að útvega henni húsaskjól.
„Það sem ég hef lagt til er að það verði sett
upp færanlegt hús eins og er úti á Granda.
Það yrði þá fylgst með því ef hún væri að
safna og ruslið þá tekið inn á milli,“ segir
hann. Fjögur hús eru úti á Granda en þau eru
hugsuð sem búsetuúrræði fyrir heimilislausa
sem glíma við fíknivandamál. Þorleifur sér
fyrir sér sambærilega lausn fyrir konuna en
þó yrði húsið staðsett annars staðar þar sem
hún er ekki með fíknivandamál. „Ég held
að venjuleg úrræði henti ekki þessari konu.
Þarna gæti hún safnað inn til sín en það yrði
bara séð til þess að það yrði tekið reglulega
og fylgst með henni,“ segir hann.
„Borgin hefur skyldur gagnvart fólki í hús-
næðismálum og við eigum að leysa
ákveðin félagsleg vandamál þó við
sinnum ekki geðheilbrigðismálum
sem slíkum. Þetta dæmi er undan-
tekning sem þarf að sinna en borgin
er bara svo ósveigjanleg í öllu svona
– það þurfa allir að passa í einhverja
kassa. Þarna er verkefni fyrir borgina
að horfa út fyrir kassann og leysa,“
segir hann.
„Auðvitað er ekki hægt að horfa upp á
konuna þarna, hún sefur þarna úti í öllum
verðum, það er bara í verstu veðrum sem hún
fer í Konukot,“ segir hann. „Ég er búinn að
ræða þetta við borgarstjóra, formann velferð-
arráðs, mannréttindastjóra og fjöldann allan
af fólki. Ég hef sett mér það að reyna stuðla
að því að málið verði leyst áður en það vetrar,“
segir Þorleifur. „Auðvitað viljum við frekar
vita af henni inni í húsnæði þar sem er hiti og
rafmagn heldur en undir berum himni. Borgin
ber mjög sterkar skyldur til þess að allir hafi
þak yfir höfuðið.“
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Fólkið á götunni
2.hluti
12. júlí 2013
DV hefur kynnt sér
líf fólksins á götunni.
Þann 12. júlí síðast-
liðinn var umfjöllun
um útigangsfólk í
Reykjavík.
180
Um 180 manns
teljast til
heimilislausra á
Íslandi. Flestir
þeirra stríða við
fíknivandamál og flestir njóta úrræða á
vegum borgarinnar en fjölmörg eru í boði.
hefur lagt yfir það ábreiður og plast.
Hér virðist hún hafa skapað sér sína
eigin veröld þar sem hún hefur rað-
að rusli alls staðar í kringum sig. Að-
spurð um ruslið gefur konan lítið fyrir
það en segist stundum hafa safn-
að flöskum og tekið með sér brauð
í poka en vill þó ekki viðurkenna að
hún safni sorpi þó að ummerki um
það séu skýr. Hún tekur það fram að
hún hafi ekkert við okkur að ræða
og vilji bara fá að vera í friði. Greini-
legt er þó að hún hefur borið hingað
rusl og það líklega í talsverðan tíma
miðað við magn þess.
gat ekki hætt að safna
Konan bjó áður í húsi í miðbænum
en Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi hana árið 2011 til þess að
selja eignarhlut sinn í húsinu en
fyrir dómsúrskurðinn hafði henni
verið meinað að búa í húsinu. Í tæp-
lega þrjátíu ár safnaði hún rusli sem
myglaði í íbúðina og lagði mikla
ólykt frá henni. Ruslinu fylgdu
meindýr sem fóru einnig inn í hin-
ar íbúðir hússins. Þrátt fyrir ítrekuð
tilmæli þess efnis að konan skyldi
hætta að safna rusli varð hún ekki
við þeirri beiðni. Heilbrigðiseftirlit