Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Side 11
 Reykjavíkur, byggingarfulltrúi, borgarlæknir, landlæknisembættið og aðrir opinberir aðilar höfðu þá þurft að hafa afskipti af konunni. Húsfélagið í húsinu hafði ítrekað skorað á hana að láta af söfnun­ inni og sinna eðlilegu viðhaldi, án árangurs. Því fór svo að hún þurfti að selja eignarhlut sinn í húsinu. Nokkrum sinnum á þeim tæplega þrjátíu árum sem konan bjó í íbúð­ inni var hreinsað úr henni gegn hennar vilja. Árið 2000 var 170 svörtum ruslapokum af sorpi hent úr íbúðinni sem var 30 fermetrar. Þegar íbúðin var að lokum tæmd var hún gjörsamlega ónýt, veggir og gólf gegnsósa og hún úrskurðuð óíbúðarhæf. Harkalegar aðgerðir Aðspurð viðurkennir konan að um­ gengi hennar hafi ekki verið góð í íbúðinni en ekkert í líkingu við það sem sagt hafi verið og henni finnst aðgerðirnar gegn sér hafa verið harkalegar. „Að ryðjast inn til mín rétt fyrir jól, taka allt út, henda öllu dótinu mínu, persónulegum mun­ um. Það finnst mér ekki rétt að gera,“ segir hún og þvertekur fyrir að rottugangur hafi verið í húsinu vegna söfnunaráráttu hennar. „Það er bara ekki rétt,“ segir hún. Konan vill þó ekki mikið ræða þetta og seg­ ir óþarft fyrir fólk að hafa áhyggj­ ur af henni þar sem hún bjargi sér sjálf og það er það sem hún vill. Fá að vera í friði. Ruslaveröld í rjóðrinu Eftir að konan flutti úr íbúðinni fékk hún íbúð frá Félagsmálastofn­ un gegn því að hún yrði undir eftir­ liti. En hún stoppaði stutt þar við þar sem hún hélt upp sama vana, safnaði rusli í íbúðina og missti hana. Síðan þá hefur hún verið hér í rjóðrinu sínu þar sem hún hefur byggt upp sína eigin ruslaveröld. Hér fær hún að vera í friði og segir það vera það eina sem hún biðji um. Hún eigi ættingja sem hún er ekki í reglulegu sambandi við en hér líði henni bara ágætlega. „Ég gæti alveg fengið að sofa í Konu­ koti en ég vil vera hér,“ segir hún og kveður okkur. „Ég ætla að fara gera mig tilbúna fyrir daginn,“ segir hún og afþakkar far. „Mér finnst gott að labba bara, ég fæ mér súrmjólk eða eitthvað á leiðinni,“ segir hún og hverfur inn í rjóðrið sitt og klárar morgunverkin áður en hún heldur af stað inn í daginn. Í DV á föstudag verður haldið áfram með umfjöllun um fólkið á götunni. Þá kynnumst við „ná­ grönnum“ konunnar, útigangs­ fólki sem hefst við í öðru rjóðri við hliðina á henni. n Fréttir 11Miðvikudagur 28. ágúst 2013 Björgvin fallinn frá n Glímdi við erfið veikindi strax frá fæðingu B jörgvin Arnar Atlason, sex ára drengur sem barðist alla tíð við marga illvíga sjúkdóma, lést á mánudag á sjúkrahúsi. Fyrirhuguð styrktarhátíð til handa móður hans mun fara fram á sunnu­ daginn kemur eins og til stóð. Björgvin litli glímdi við mikil veikindi strax frá fæðingu en hann fæddist með afar sjaldgæfan gena­ galla, Geleophysic dysplasia, sem olli margvíslegum afbrigðileika. Hann gekkst meðal annars undir þrjár hjartaaðgerðir og fimm hjarta­ þræðingar auk þess sem fjarlægja þurfti annað lungað vegna sýkingar. Þá þurfti Björgvin að fá sonduhnapp í magann vegna næringarleysis fyrir ári og þurfti á súrefni að halda allan sólarhringinn. Veikindi Björgvins hafa kostað tíma og mikla fjármuni af hálfu ein­ stæðrar móður hans, Ásdísar Gott­ skálksdóttur, og hafði verið skipulögð fjölskylduskemmtun í íþróttahúsinu að Sunnubraut í Keflavík á sunnu­ daginn kemur henni til styrktar. Að­ standendur ætla að halda sínu striki og halda skemmtunina þrátt fyrir andlát Björgvins en þar koma fram ýmsir þekktir listamenn á borð við Björgvin Halldórsson, Sveppa, Eirík Fjalar, Valdimar og Jón Jónsson svo fáir séu nefndir. Miðaverð er 1.000 kr. og fá yngstu börnin frítt inn en frjálst er að láta meira af hendi rakna. n B irgir Þór Runólfsson, fjárfest­ ir og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk afskrif­ að erlent lán til hlutabréfa­ kaupa á meðan hann var stjórnarmaður í Sparisjóði Keflavíkur fyrir hrunið 2008. Þetta kemur fram í svartri skýrslu um Sparisjóðinn í Keflavík sem endurskoðunarfyrir­ tækið PwC vann um starfsemi sjóðs­ ins. Fjölmiðillinn Kjarninn gerði skýrsluna opinbera fyrir helgi. Birgir Þór var sá háskólakennari á Íslandi sem var hvað umsvifa­ mestur í atvinnulífinu á árunum fyrir hrunið 2008. Félög hans skilja eftir sig skuldir upp á mörg hund­ ruð milljónir króna. Orðrétt segir um afskriftina í skýrslunni: „Birgir Þór Runólfsson fékk niðurfellingu á erlendu láni sem aðrir viðskipta­ vinir sparisjóðsins hafa almennt ekki fengið.“ Ekki er tekið fram hvaða hlutabréf Birgir Þór keypti fyrir lánin en í skýrslu PwC kemur fram að hann hafi verið skráður persónulega fyrir lánum upp á tæp­ lega 30 milljónir króna við spari­ sjóðinn. Rúmlega 550 milljóna afskrift DV greindi frá því í apríl síðastliðinn að Íslandsbanki og Landsbanki þyrftu að afskrifa samtals ríflega 554 milljóna króna kröfur sínar í þrotabú fjárfestingafélagsins H­60 ehf. sem var í helmingseigu Birgis Þórs og eigin konu hans. Engar eignir fund­ ust í búinu við gjaldþrotaskiptin. Lánveitingar til þessa félags voru meðal þeirra sem Fjármálaeftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við í skýrslu sinni um störf Sparisjóðs Keflavíkur. Einungis voru veð fyrir um þriðjungi lána félaga Birgis Þórs við Sparisjóðinn í Keflavík sam­ kvæmt skýrslu PwC. Birgir Þór svaraði ekki fyrirspurn­ um DV varðandi gjaldþrot félagsins. Félagið H­60 ehf. var stofnað utan um stofnfjárbréfakaup í Sparisjóði Keflavíkur árið 2007 en það var úr­ skurðað gjaldþrota þann 13. sept­ ember 2012 með úrskurði Héraðs­ dóms Reykjaness.. Skuldaði meira en 800 milljónir Í skýrslu PwC kemur fram að skuldir Birgis Þórs, og félaga sem tengdust honum, við sparisjóðinn hafi numið rúmlega 814 milljónum króna árið 2010. Lánveitingar til Birgis Þórs og félaga hans voru ekki skilgreind sem ein áhættuskuldbinding samkvæmt skýrslunni. Samtals átti Birgir Þór sex eignarhaldsfélög sem fengu lán hjá sparisjóðnum og fengu þessi fé­ lög einnig afskrifuð lán þar sem Birgir var sjálfur í persónulegum ábyrgðum, samkvæmt skýrslunni. Félag í eigu Birgis Þórs, Fuglavík ehf., fékk til dæmis 150 milljóna króna af­ skrift af lánum sínum hjá sparisjóðn­ um árið 2010 þrátt fyrir að Birgir Þór væri persónulega ábyrgur fyrir þeim. Ljóst er því að heildarafskriftir til félaga Birgis Þórs Runólfssonar, og hans persónulega, hjá Sparisjóðn­ um í Keflavík nema mörg hundruð milljónum króna. Þar að auki fékk hann niðurfelldar persónulegar ábyrgðir vegna lána sem hann hafði tekið hjá sjóðnum. Ekki náðist í Birgi Þór við vinnslu fréttarinnar. n Fékk afskrift sem aðrir fengu ekki n Lán til Birgis Þórs frá SpKef var afskrifað Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Birgir Þór Runólfs- son fékk niðurfell- ingu á erlendu láni sem aðrir viðskiptavinir spari- sjóðsins hafa almennt ekki fengið. Fékk afskrifað Stjórnarmaður í Spari- sjóðnum í Keflavík, Birgir Þór Runólfsson, fékk afskrifað erlent lán sem honum hafði verið veitt til hlutabréfakaupa. n Kona á sjötugsaldri sefur úti allan ársins hring n Haldin söfnunaráráttu n Vill fá að vera í friði Heimilissorp Umbúðir utan af mat og annað almennt heimilissorp er að finna á víð og dreif um rjóðrið. Ruslið Eins og sést er mikið rusl í rjóðrinu. Árið 2000 Fjallað var um það þegar að 170 svartir ruslapokar af sorpi voru bornir út úr 30 fermetra íbúð konunnar. Lítil hetja Fyrirhuguð fjölskyldu- samkoma á sunnudag mun fara fram þrátt fyrir andlát Björgvins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.