Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Síða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 28. ágúst 2013
Norðmenn á
móti ESB
Sjö af hverjum tíu Norðmönnum
myndu segja nei í þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðild að Evrópu-
sambandinu. Þetta kemur fram í
niðurstöðum skoðanakönnunar
sem rannsóknarfyrirtækið Sentio
framkvæmdi fyrir skemmstu.
Niðurstöðurnar vekja athygli í
ljósi þess að Íhaldsflokkurinn nýt-
ur mests fylgis í skoðanakönnun-
um fyrir þingkosningarnar sem
fram fara 9. september næstkom-
andi. Flokkurinn styður aðild
að Evrópusambandinu. Norð-
menn felldu aðild að Evrópusam-
bandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu
árið 1972 þegar 53,5 prósent
landsmanna kusu gegn aðild en
46,5 prósent með aðild. Í þjóðarat-
kvæðagreiðslu um sama mál árið
1994 var mjórra á mununum; 47,8
prósent vildu ganga í sambandið
en 52,2 prósent vildu það ekki.
Heilbrigðiskerfi
í lamasessi
Spænskir sjúklingar hafa sjaldan
eða aldrei þurft að bíða jafn lengi
eftir aðgerðum á sjúkrahúsum
landsins. Á síðasta ári voru
571.395 sjúklingar settir á biðlista
sem er mesti fjöldi frá árinu 2004
þegar farið var að taka upplýs-
ingarnar saman. Meðalbiðtími
lengdist úr 76 dögum í júní 2012
í 100 daga í desember 2012. Lög-
um samkvæmt eiga sjúklingar
ekki að þurfa að bíða lengur en
sex mánuði eftir vissum aðgerð-
um. Má þar nefna mjaðmaskipta-
aðgerðir en 27 prósent sjúklinga
þurfa að bíða lengur en í sex
mánuði eftir slíkum aðgerð-
um. Spánverjar hafa fengið að
kenna á efnahagsniðursveiflunni
undanfarin ár og glíma við mik-
inn skuldavanda. Af þeim sökum
hefur verið skorið niður í heil-
brigðisþjónustu landsins með
fyrrgreindum afleiðingum.
Hæsta blokk
N-Evrópu
Til stendur að reisa 75 hæða
íbúðabyggingu í suðurhluta
Stokkhólms, höfuðborg Svíþjóðar.
Þegar framkvæmdum lýkur verður
hún hæsta íbúðabygging Norður-
Evrópu. Sten Nordin, borgarstjóri
Stokkhólms, kynnti bygginguna
á blaðamannafundi sem haldinn
var á mánudag. Hæsta íbúða-
bygging Svíþjóðar er í Malmö,
Turning Torso, en hún er 54 hæð-
ir og 190 metra há. Borgaryfirvöld
í Gautaborg tilkynntu svo fyrir
skemmstu að framkvæmdir við
60 hæða íbúðablokk muni hefjast
brátt en byggingin verður í Lind-
holmen. Áætlanir gera ráð fyrir að
hún verði tilbúin árið 2021.
Kúba beitt þrýstingi
n Ástæðan fyrir því að Edward Snowden var ekki um borð í flugvélinni
Á
stæða þess að uppljóstrarinn
Edward Snowden fór ekki til
Kúbu eftir að hann lenti á flug-
vellinum í Moskvu í júní síð-
astliðnum er sú að bandarísk yfirvöld
beittu yfirvöld á Kúbu þrýstingi. Frá
þessu greinir breska blaðið Guardian
og vitnar í umfjöllun rússneska dag-
blaðsins Kommersant.
Þann 24. júní síðastliðinn var
greint frá því að Snowden ætti pant-
aða ferð til Kúbu og yrði um borð í
flugvél sem færi þangað sama dag.
Af hingað til ókunnum ástæðum var
Snowden ekki um borð í vélinni eins
og til stóð. Svo fór að Snowden fékk
hæli í Rússlandi til eins árs.
Að sögn Kommersant var hætt við
fyrirhugaða ferð Snowdens til Kúbu
á síðustu stundu. Var yfirvöldum í
Rússlandi sagt að hleypa Snowden
ekki um borð í vélina eftir að banda-
rísk yfirvöld höfðu samband við yfir-
völd í Kúbu. Ekki kemur fram hvers
konar þrýstingi bandarísk yfirvöld
beittu. Sem kunnugt er lak Snowden
upplýsingum um persónunjósnir
Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkj-
anna til fjölmiðla og hafa bandarísk
yfirvöld viljað fá hann framseldan til
Bandaríkjanna.
Að sögn Kommersant var
Snowden í nokkra daga í sendi-
ráði Rússa í Hong Kong í Kína áður
en hann flaug til Moskvu. Hafði
Snowden, að sögn Kommersant, lýst
áhuga á að fara til Suður-Ameríku frá
Rússlandi. „Sú leið sem hann ákvað
að velja kom okkur á óvart þar sem við
buðum honum ekki að koma til Rúss-
lands,“ segir ónafngreindur embættis-
maður í samtali við blaðið. n
Fékk hæli Að lokum fór svo að yfirvöld í Rússlandi veittu Snowden hæli. Hætt var við
ferðina til Kúbu á síðustu stundu.
T
vær breskar konur hafa ver-
ið fastar í Kína í meira en tvo
mánuði eftir að draumafríið
þeirra breyttist í martröð.
Modupe Idowu, 59 ára,
og vinkona hennar, Esther Jubril
Badmos, 48 ára, voru handteknar eft-
ir að hafa flækst inn í deilur í skóbúð
í borginni Guangzhou. Þær þurftu
að dúsa í ömurlegum aðstæðum í
gæsluvarðhaldsfangelsi í 38 daga
og þrátt fyrir að þeim hafi nú verið
sleppt eru þær enn fastar í landinu
þar sem að vegabréfsáritanir þeirra
runnu út meðan á fangelsisvistinni
stóð. Kínversk yfirvöld neita að láta
þær hafa nýjar áritanir.
Réðust á hana
Dóttir Modupe segir í samtali við
Daily Mail að upphaf vandræð-
anna hafi verið þegar konurnar
voru staddar í skóbúð. Þar hafi önn-
ur konan, Esther, beðið um að láta
breyta pöntun sem hún hafði gert
fyrr í ferðinni í þessari búð. Starfs-
menn búðarinnar brugðust illa við
þessu af einhverjum ástæðum og
réðust að konunni. „Þó að Ester hafi
reynt að verja sig þá var henni hrint
í gólfið, sparkað í hana og hún bar-
in. Það var líka rifið í hárið á henni og
heilu hárflyksurnar með,“ segir dóttir
Modupe og heldur áfram: „Öryggis-
vörður læsti þær inni í herbergi inn
af búðinni og annar maður, sem við
teljum vera bróður búðareigandans,
kom inn í herbergið og kýldi Esther.“
Þegar konurnar sluppu úr búð-
inni og fóru á lögreglustöðina voru
vegabréf þeirra tekin og þær látnar
skrifa undir skjöl sem þær skyldu
ekki, áður en þær voru settar í klefa
án matar í heila nótt. Daginn eftir
voru þær svo færðar í gæsluvarð-
haldsfangelsi. Frú Idowu, var sett í
klefa með sex öðrum konum, neydd
til að sofa á tréplötu og fara á kló-
settið fyrir framan aðra fanga. Á
meðan var farið með Esther á spítala
þar sem var gert að sárum hennar.
Komast ekki úr landi
Síðan þetta gerðist hafa börn
Modupe gert allt sem í þeirra valdi
stendur til þess að hjálpa móður
sinni en það hefur gengið illa. Þau
hafa borgað um fjögur þúsund pund
í lögfræðiaðstoð til þess að reyna fá
hjálp fyrir móður sína auk þess sem
tvö þeirra hafa flogið til Kína. Báð-
um konunum var sleppt úr haldi
29. júlí en síðan þá hafa þær staðið
í stappi við kínversk yfirvöld um að
fá vegabréfsáritun til þess að kom-
ast úr landi auk þess sem búðareig-
andinn heimtaði 20 þúsund pund
fyrir skemmdir sem konurnar höfðu
átt að hafa valdið í búðinni en á end-
anum var samið um upphæðina og
þær borguðu 4.500 pund. Þær munu
ekki fá vegabréfsáritanir fyrr en þær
geta framvísað gögnum um að kær-
ur gegn þeim hafi verið felldar niður.
Hræddar um móður sína
Ekki hefur enn tekist að afla þeirra
gagna sem þarf til þess að koma
konunum úr landi. Dóttir Modupe
segist varla hafa þekkt móður
sína þegar hún kom úr fangels-
inu. „Þegar ég sá hana fannst mér
hún líta út eins og gömul kona.
Hún gat ekki gengið almennilega.
Hún var svo brothætt og horuð
enda hafði hún misst nokkur kíló
þar sem hún borðaði nánast ekki
neitt meðan hún var þarna inni.“
Dóttirin er nú komin aftur til
Bretlands og bíður þess að móð-
ir hennar komist aftur heim. Hún
segir það hafa verið hryllilegt að
horfa upp á móður sína í þessum
aðstæðum. „Ég get eiginlega ekki
lýst þessari reynslu með orðum.
Við erum algjörlega ráðvillt. Þetta
er eins og að horfa á hryllings-
mynd.“ Systir hennar, Julie, tek-
ur í sama streng. „Sársauki okkar
er mjög raunverulegur. Ég er búin
að gráta upp á hvern einasta dag.
Ég er búin að þurfa að vera mik-
ið frá vinnu því ég hef svo miklar
áhyggjur af mömmu.“
Breska utanríkisráðuneytið
vinnur að lausn málsins. n
n Breskar konur komast ekki frá Kína n Flæktust í deilur í skóbúð
Draumferðalagið
varð að martröð
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Þó að Ester hafi
reynt að verja sig
þá var henni hrint í gólf-
ið, sparkað í hana og hún
barin. Það var líka rifið
í hárið á henni og heilu
hárflyksurnar með.
Breyttist í martröð
Ferðalag kvennanna
breyttist í martröð.