Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Síða 15
Tel að stjórnin hafi
farið vel af stað
Þið eruð ekki
heimsk, eða hvað?
Fannst eins og hjart-
að væri að springa
Bjarni Benediktsson gefur stjórninni góða einkunn. – SprengisandurSighvatur Björgvinsson snuprar Evrópusinnaða Sjálfstæðismenn. – FréttablaðiðElfari Þór Erlingssyni var nauðgað á skólaballi. – DV
Öfugsnúin tilvera
Spurningin
„Ég hef nú ekki alveg myndað mér
skoðun á því en tel auðlegðar-
skatt þó óréttlátan fyrir marga.“
Ester Brynjólfsdóttir
upplýsingastjóri hjá Höfuðborgarstofu
„Mér finnst réttlátt að þeir sem
eiga miklar eignir greiði aðeins
meira til samfélagsins.“
Ólafur Ingi Eiríksson verslunarmaður
„Ég er ekki nógu vel inni í hvað
þessi ákveðni skattur felur í sér.
Heilt yfir er ég samt mótfallinn
aukasköttum hvers kyns.“
Sigurkarl Rúnarsson
ferðaþjónustuaðili
„Ég hef alla tíð verið á móti þess-
um skatti og er á móti núna.“
Valdimar Þór Haraldsson bílstjóri
„Ég hef bara ekkert kynnt mér
um hvað þetta snýst. Betra samt
ef allir greiða jafnt.“
Daníel Sigmundsson nemi
Hvað finnst þér
um afnám auð-
legðarskattsins?
1 Flúði skólann eftir nauðgun Elfar var ofurölvi á skólaballi þegar
stúlka misnotaði hann kynferðislega.
2 Mjúkar konur eru eins og eiturlyf
Athyglisverðar niðurstöður könnunar í
Bandaríkjunum.
3 Reykjanesbraut lokuð eftir harðan árekstur
Umferðarslys við Vellina í Hafnarfirði á
mánudagskvöld.
4 Tiger féll niður á hnén vegna verkja
Kylfingurinn knái fann fyrir sárum
verkjum á lokadegi Barclays-mótsins
á sunnudag.
5 Hvatti til „léttra“ barsmíða á þingmönnum
Óskari Helga var hent út af Mogga-
blogginu fyrir að hvetja til ofbeldis.
6 Toll stjóri: Ekki láta gabba þig Einstaklingar, búsettir erlendis, bjóð-
ast til að kaupa varning fyrir Íslendinga
og senda gegn þóknun.
7 Solla: „Við erum bara öll í sjokki“
Spergilkáli stolið úr garði foreldra
Sólveigar Eiríksdóttur á Gló.
Mest lesið á DV.is
Þ
egar ég var í Menntaskólanum
við Hamrahlíð á seinni hluta
áttunda áratugarins og í Há-
skóla Íslands árin þar á eftir
voru vinstri róttæklingar fjölmennir,
bæði í hópi nemenda og kennara.
Þeir ýmist kenndu sig við Karl Marx
eða sómamennina Lenín, Stalín,
Trotsky og Mao. Gengu með komm-
únistastjörnuna í barminum eða húf-
unni og boðuðu sósíalíska byltingu
með góðu eða illu, enda ekki tekið
mark á „Moggalyginni“ um fyrir-
myndarríkin í austri. Þá var helst
talað um auðvaldið og arðránið á ör-
eigum þessa lands. Þjóðnýta skyldi
eignir auðvaldsins í nafni réttlætis.
Svo merkileg þótti þessi hugmynda-
fræði um langt árabil, að úr varð
fræðigrein, hinn vísindalegi sós-
íalismi, og kennd víða við háskóla
á Vesturlöndum í allnokkrum til-
brigðum, enda ekki einföld fræði.
Meðal kennsluefnis í menntaskól-
anum mínum voru valdar greinar úr
tímaritinu Rétti, sem ritstýrt var út af
Einari Olgeirssyni, einum helsta leið-
toga íslenskra kommúnista í áratugi.
Það tímarit var eins konar Pravda ís-
lenskra vinstri róttæklinga í hálfa öld,
ásamt auðvitað dagblaði þeirra Þjóð-
viljanum.
Auðvitað voru flestir þessara
vinstri róttæklinga hinir mætustu
menn þótt mikils ofstækis gætti hjá
hinum heittrúuðustu eins og geng-
ur og gerist. Við hugmyndafræði-
legt og efnahagslegt hrun komm-
únismans í lok níunda áratugarins
breyttist umræðan sjálfkrafa hér á
landi, nánast eins og hendi væri veif-
að. Engin eftirspurn var eftir öreiga-
byltingunni lengur. Nú skilgreindu
gamlir róttæklingar á vinstri vængn-
um og aðrir vinstri menn sig sem
félagshyggjufólk, hvað sem það nú
þýðir. Hafa þeir reynt að sameinast í
einum flokki alla tíð síðan. En vanda-
málið við þá sameiningu er að stór
hluti „félagshyggjufólksins“ hefur
aldrei almennilega getað falið andúð
sína á hinu klassíska vestræna mark-
aðshagkerfi og frelsi einstaklingsins.
Vinstri róttæknin hvarf hins vegar
ekki, heldur lagðist í dvala. Og svo
kom bankahrunið og kreppan eft-
ir tuttugu erfið ár í þögninni. Því-
lík himnasending! Og nú var lag hjá
þeim, sem engu höfðu gleymt. Gamlir
aðdáendur Marx og þeirra félaga tóku
að gera sig gildandi í umræðunni á
ný og rykið var dustað af gömlu frös-
unum úr menntaskólanum um auð-
valdið, arðránið og öreigana. Þeir
sem stunda viðskipti eru aftur orðn-
ir braskarar og þeir sem eiga og reka
stórfyrirtæki eru glæpamenn svo ekki
sé nú talað um hin skelfilegu fjár-
málafyrirtæki.
Í kjölfar bankahrunsins þurfti
ekki að gera byltingu. Vinstri menn
komust til valda í lýðræðislegum
kosningum, með niðurstöðu sem
átti sér enga hliðstæðu í Íslands-
sögunni. Og hvað gerðist? Allar auð-
lindir áttu að verða eign ríkisins þótt
notuð væri hugtök eins og „sameign
þjóðar“. Taka átti hagnað heimila og
fyrirtækja í ríkissjóð til að eiga fyr-
ir allri samneyslunni í stað þess að
haga útgjöldum í samræmi við tekjur.
Hugarfarið var þannig að sá hagn-
aður fólks og fyrirtækja, sem ekki var
tekinn í ríkissjóð væri gjöf. Sjálfsagt
þótti að þjóðnýta nettóeignir fólks
umfram 75 milljónir með auðlegðar-
skatti, þótt viðkomandi hefði engar
tekjur til að greiða slíkan skatt. Það
er enginn munur á því að þjóðnýta
eignir með ofursköttum eða með
einu pennastriki í stjórnarráðinu. Hér
var strax farið í smiðju sósíalismans
í efnahagsmálum, þótt fyrir lægi að
sú hugmyndafræði væri dæmd til að
mistakast og leiddi í raun til örbirgðar
á endanum og sameiginlegrar eymd-
ar. Þetta ágæta fólk hafði í reynd engu
gleymt og ekkert lært.
Það var kannski ekkert skrítið að
þessi hugmyndafræði sósíalismans
ætti greiða leið að fólki í kjölfar
kreppu og þrenginga vegna banka-
hrunsins. En auðvitað áttaði fólk
sig fljótlega á því að þessi gamla og
löngu úrelta hugmyndafræði var
ekki lausnin á vandanum. Því var
fyrstu tæru vinstri stjórninni hafn-
að strax í næstu kosningum og það
með slíkum stæl og tilþrifum að met
var slegið. Vonbrigði og reiði vinstra
manna varð hins vegar mikil vegna
þeirrar niðurstöðu. Svo mikil er
reiðin og heiftin að byltingin er aft-
ur komin í umræðuna. Skipulagðar
eru rógsherferðir gegn ríkisstjórn-
inni og borgaralegum frjálslyndum
öflum og hliðhollir fjölmiðlamenn
og bloggarar eru allir virkjaðir. Nú er
hamrað á því að þeir sem reynt hafa
að vernda vestrænt lýðræði og frelsi
einstaklingsins séu öfgafullir, gjarn-
an kallaðir hægri öfgamenn. Sumir
ganga svo langt að tengja þá við fas-
isma þrátt fyrir að sú hugmynda-
fræði sé nú upphaflega afsprengi
kommúnismans. Eru það helst þeir
sem boðuðu marxísku byltinguna
á menntaskólaárum mínum og það
með ofbeldi ef ekki vildi betur. Svona
getur tilveran verið öfugsnúin. n
Notaleg stund Þessir erlendu ferðamenn nutu góða veðursins í höfuðborginni síðdegis á þriðjudag og tylltu sér á bekk við Reykjavíkurhöfn.
MyNd KristiNN MagNússoNMyndin
Kjallari
Brynjar Níelsson
þingmaður Sjálfstæðisflokks
Umræða 15Miðvikudagur 28. ágúst 2013
„Vinstri róttæknin
hvarf hins vegar
ekki, heldur lagðist í
dvala.