Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Page 22
22 Menning 28. ágúst 2013 Miðvikudagur
Ríkir og fátækir í framtíðartrylli
n Handritið að Elysium varð til í hruninu
L
eikstjórinn Neil Bloomkamp sló
í gegn með myndinni District 9
fyrir nokkrum árum. Myndin var
vísindaskáldsaga sem fjallaði þó
öðrum þræði um „apartheit“-tímabil-
ið í sögu Suður-Afríku. Myndin fékk
fjórar óskarsverðlaunatilnefningar,
meðal annars sem besta myndin, og
kom Neil Bloomkamp á kortið sem
einum af efnilegri leikstjórum sinnar
kynslóðar.
Elysium er, líkt og District 9, vís-
indaskáldsaga. Myndin gerist árið
2154 þegar Jörðin er orðin handónýt,
allt of fjölmenn og íbúar hennar fá-
tækir og vesælir. Flestir vilja komast
til Elysium sem er sérhönnuð paradís
hinna ríku, en Rhodes ráðherra (Jodie
Foster) heldur jarðlingum frá geim-
stöðinni hvað sem það kostar.
Þegar jarðarbúinn Max (Matt
Damon) er kominn á endastöð í
sínu lífi, ákveður hann að leggja allt
undir og heldur af stað í háskaför til
Elysium. Þar með setur hann af stað
æsispennandi atburðarás sem sker úr
um framtíð plánetunnar.
Neil Bloomkamp hefur sagt í við-
tölum að hann hafi fengið hug-
myndina að myndinni í efnahags-
hruninu og verið fljótur að skrifa
handritið.
Stórleikararnir Matt Damon og
Jodie Foster fara með aðalhlutverk-
in í myndinni sem hefur fengið mis-
jafna dóma í erlendum fjölmiðlum.
Reyndar hafa flestar stórmyndir sum-
arsins ekki átt góðu gengi að fagna
í kvikmyndahúsum. Disney tapaði
til að mynda hundruðum milljóna á
myndinni The Lone Ranger, sem er
eitt stærsta flopp síðustu ára.
Elysium er frumsýnd á miðviku-
daginn, 28. ágúst, í Smárabíói, Há-
skólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói
Akureyri. n
Stórkostleg
vonbrigði„ Kick-Ass 2 tekur upp þráðinn nokkurn veginn þar sem frá var horfið
þótt persónurnar séu
orðnar aðeins eldri.
Myndasögunni er fylgt áfram en dæmið
sem gekk svo fullkomlega upp áður
gengur ekki upp núna. Ferskleikinn er
farinn af þessu öllu
saman. Myndin er
þvæld og langdregin,
grínið er ekki lengur
fyndið og þótt rudda-
legt ofbeldið sé enn á
sínum stað þá þjónar
það einhvern veginn
ekki sama tilgangi og
áður og gerir ekkert
fyrir mann. Miðað við þær væntingar sem
Kick-Ass byggði upp er því ekki hægt að
lýsa framhaldinu sem öðru en stórkost-
legum vonbrigðum.“
Þórarinn Þórarinsson blaðamaður –
kvikmyndavefurinn Svarthöfði
Ljúffengir ostar„ Ostasalinn í götunni opnaði eftir sumarfrí áðan. Nú sit ég og
reyni að klára greinina
fyrir Fréttatímann en
er mest í því að háma í mig geðveikslega
góðan Cantal, frábæran Sainte-Maure
de Touraine og er farinn að teygja mig í
settlegan Roquefort Carles. Það vantar
ekki að þetta eru eðalostar en þeir hafa
líka verið geymdir við
hárréttar aðstæður
og eru seldir akkúrat
tilbúnir til neyslu; í sínu
allra besta formi.“
Gunnar Smári
Egilsson nýtur lífsins
– Facebook
Vont ár í
Hollywood„ Sá Elysium í gær og þvílík vonbrigði. Ef heldur fram sem horfir
þá verður þetta versta
ár í sögu Hollywood.
Það er eins og fólkið sem vinnur þarna sé
algerlega ólæst á handrit. Vantar upp á
uppbyggingu, samhengi, persónusköp-
un og allt hitt sem
gerir sögur þess virði að
segja þær. Ég hlakkaði
gríðarlega til þess að
sjá þessa mynd þar sem
síðasta mynd þessa
leikstjóra, District 9, var
alveg frábær. Þar náði
hann að tvinna saman
spennandi heimsmynd, magnaðri ádeilu,
flottum persónum og hugmyndum um
heiminn sem sjaldgæft er að sjá í mynd af
þessari stærðargráðu.“
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri um
nýjustu mynd Neil Bloomkamp, Elysium
– Facebook
Tvífari Dr. Gunna„ Þrjár bandarískar konur buðu mér í löns í gær. Þeim fannst bara svona
æðisleg túrista-bókin
sem ég gerði fyrir
nokkrum árum og vildu endilega hitta mig.
Ég reyndi að vera voða skemmtilegur og
landi og þjóð til sóma. Það verða allir að
leggjast á eitt í túristavertíðinni, ha? Þær
voru búnar að gera bakgrunns-tékk á mér,
m.a. að leita að “„Fart Song“ á Itunes. Því
héldu þær að ég kæmi fram á ensku undir
listamannsnafninu Crabmeat Thompson.
Svo virðist vera að það sé einhver náungi
sem kallar sig Crabmeat Thompson í
barnalagabransanum. Enn vandast málið
þegar það kemur í ljós að þessi Crabmeat
er svo sem ekkert sláandi ólíkur mér: og
enn verra er til þess að vita að Krabbakjöt-
ið er jú, með lag sem heitir The Fart Song.
Stundum verður ruglið í veruleikanum
alveg á pari við ruglið í draumunum.“
Doktor Gunni um amerískan tvífara sinn
– drgunni.wordpress.com
L
ókal – alþjóðleg leiklistarhá-
tíð í Reykjavík – var haldin í
fyrsta skipti árið 2008. Á hátíð-
inni hefur Íslendingum gefist
færi á að sjá erlendar leiksýn-
ingar og erlendum leikhúsgestum
að sjá það nýjasta í íslenskri leiklist.
Þannig svipar hátíðinni til Airwaves-
tónlistar hátíðarinnar sem flestir
þekkja.
Margar af þeim sýningum sem
sýndar hafa verið á Lókal hafa farið
sigurför um heiminn. Til dæmis
sýndi Vivavarium Studio hópur-
inn verkið L´Effet de Sérge á fyrstu
Lókal-hátíðinni. Hópurinn átti síð-
ar eftir að fara með sýningar sínar út
um allan heim og nýverið var leik-
húsmaðurinn Snæbjörn Brynjars-
son í fréttum þar sem hann fékk
hlutverk í nýjustu sýningu hópsins á
Wiener Festwochen-hátíðinni. Sýn-
ing Richard Maxwell, Ode to the Man
Who Kneels, á fyrstu Lókal-hátíðinni
er einnig minnisstæð.
Hátíðin hefur einnig verið stökk-
pallur fyrir íslenska listamenn. Út-
sendarar Wiener Festwochen buðu
til að mynda leikhópnum Kviss
Búmm Bang á listahátíðina í Vínar-
borg eftir að hafa séð verk hópsins
Eðlileikarnir á Lókal-hátíðinni. Lókal
er nú haldin sjötta sinn. Hátíðin er
orðinn fastur liður á menningar-
dagatalinu. DV skoðar þau atriði sem
í boði eru á hátíðinni í ár.
Íslensk fjölskylda á svið
Friðgeir Einarsson og Ragnheiður
Harpa Leifsdóttir voru bæði við nám
í Fræði og framkvæmd við Listahá-
skóla Íslands og eiga verk á hátíðinni.
Verk Ragnheiðar Hörpu heitir Tómið
– Fjölskylduskemmtun. Ragnheiður
býður fjölskyldu sína velkomna á
svið. Fjölskyldan stendur á tímamót-
um. Börnin eru að flytja að heiman og
ákveðið uppgjör stendur fyrir dyrum.
Ragnheiður hefur áður sýnt á
Lókal og hefur frá því hún útskrif-
aðist vakið athygli fyrir gjörninga og
leikverk. Verk hennar dansa á mörk-
um myndlistar og leiklistar og hún
hefur einnig sýnt verk sín erlendis.
Friðgeir Einarsson titlar sig sem
sviðslistamann. Hann er bæði leikari
og leikstjóri og hefur einnig komið
fram í fjölda dansverka – bæði með
hópnum Ég og vinir mínir, Shalala
grúppu Ernu Ómarsdóttur og sviðs-
listahópnum 16 elskendum. Verk
Friðgeirs heitir Lítill kall. Í kynn-
ingartexta verksins segir Friðgeir að
eftir ítarlegar rannsóknir á manns-
heilanum hafi hann komist að þeirri
tímamótaniðurstöðu að manneskjan
sé of löt til þess að hugsa.
Nýtt verk eftir Guðberg
Grindvíska atvinnuleikhúsið – GRAL
frumsýnir leikverk eftir rithöfundinn
Guðberg Bergsson og mun þetta vera
fyrsta leikritið sem hann hefur skrif-
að. Leikritið heitir: Eiðurinn og eitt-
hvað. Bergur Þór Ingólfsson er leik-
stjóri og listrænn stjórnandi GRAL
en leikhúsið hefur einbeitt sér að
verkum sem byggja á sögu og um-
hverfi bæjarins. Í kynningartexta um
verkið segir að sýningin sé „óvænt og
öðruvísi leiksýning skreytt gullkorn-
um úr hugarheimi Guðbergs sem oft
á tíðum [sic] getur verið ólíkindatól
og kemur alltaf á óvart.“
Danshöfundurinn Brogan Davi-
son og leikstjórinn Pétur Ármanns-
son sýna verkið Dansaðu fyrir mig.
Verkið fjallar um föður Péturs, Ár-
mann Einarsson, sem er skólastjóri
tónlistarskóla en hefur þó alltaf alið
með sér þann draum að dansa nú-
tímadans á sviði. Hann og Brogan,
tengdadóttir hans, sömdu dans-
verk sem þau sýndu á Akureyri fyrr
á þessu ári og nú er verkið komið til
Reykjavíkur á Lókal-hátíðina.
Krónískur ótti við hljóð
Það er alltaf kærkomið að fá tækifæri
til að sjá erlend leikverk á sviði hér á
Íslandi. Myndlistar- og leikhúsmað-
urinn Diederik Peeters sýnir verkið
Red Herring á hátíðinni. Verkið fjall-
ar um tilraunir höfundarins til að
yfirstíga þráhyggju og vænisýki sína
á sviðinu en höfundurinn er haldinn
krónískum ótta við hljóð af ýmsu tagi
– og af hljóðum er yfirleitt nóg í leik-
sýningum.
Sýningin Winners & Losers eftir
leikhópinn Theatre Replacement
frá Vancouver í Bresku Kólumbíu og
Neworld Theatre og fjallar um sam-
kvæmisleik sem fer úr böndunum.
Leikurinn felst í því að nefna staði
eða hluti og færa rök fyrir því hvort
viðkomandi staður eða hlutur sé
flottur eða glataður.
Verkinu er lýst sem djörfum
og eldfimum samræðum um „hin
n Fjöldi erlendra viðburða á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal
Alþjóðleg leiklistar-
veisla í Reykjavík
Leiklist
Símon Birgisson
simonb@dv.is
Guðbergur Bergsson Höfundur verksins
Eiðurinn og eitthvað sem frumflutt verður á
Lókal-hátíðinni í ár.
VERK Produksjoner frá Noregi Úr verkinu Build me a Mountain.
Lítill kall Friðgeir Einarsson býður áhorfendum
upp á lausn úr viðjum letinnar.
Matt Damon í Elysium Myndin
hefur fengið misjafna dóma í
erlendum fjölmiðlum.