Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 27
Hræddur um að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur Þetta hefur vaxið mikiðKlámið er lygi Eiður Smári Guðjohnsen. – DVÓmar Þröstur Hjaltason um Keyrðu mig heim. – DVStefán Máni, rithöfundur. – DV Spurningin „Nei, það er ekki hægt að flokka heila þjóð undir einn hatt.“ Arnar Tómas Valgeirsson 24 ára leiðbeinandi „Já, því það hefur alltaf verið þannig.“ Andri Þór Snæbjörnsson 29 ára vinnur hjá Ösp „Já, þó að það sé inni á milli ein- hver sem trúir á eitthvað annað þá eru við í heildina kristin.“ Ágústa Tryggvadóttir 17 ára nemi „Við erum frekar kristin en það er allt í lagi að trúa á eitthvað annað.“ Valdís Erla Björnsdóttir 17 ára nemi „Nei, því ég get ekki skilgreint þjóðina sem einnar trúar.“ Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir 17 ára nemi Er íslenska þjóðin kristin? 1 Jónína Ben mætir fyrir dóm vegna ölvunaraksturs Sögð hafa ekið á járngrind á bílastæði við Reykjavíkurflugvöll. 2 Í bobba fyrir að flokka Biblíuna sem skáldsögu Bókstafstrúarmenn vilja sniðganga heildsalann Costco í Bandaríkjunum. 3 „Mjög krípí“ hulduapparat ríkislögreglustjóra Krefjast svara um hulduapparatið GRPO sem ríkislögreglustjóri er í samstarfi við. 4 „Því er engin ástæða fyrir því að ég skaut hana“ Tuttugu og eins árs Svíi ákærður fyrir morð á ungri konu. 5 „Ekki slægi ég hendinni á móti því að skuldir mínar yrðu lækkaðar“ Egill Helgason segir fólk gagnrýna óvissu, en ekki áform um skulda- lækkanir. 6 Lögmenn orðlausir yfir leka ráðuneytis á persónuupplýs- ingum Upplýsingarnar vörðuðu Evelyn Glory og Tony Omos. Mest lesið á DV.is Sófi gleypir mann S tundin var að renna upp; leik- urinn í sjónvarpinu. Hreinn úr- slitaleikur. Ómar hafði gert allt rétt; konan var í kaffi hjá Stínu í næsta húsi og synirnir voru í sundi. Allt á hreinu, samloka og kaldur bjór í ís- skápnum. Einungis eitt atriði böggaði Ómar; dauður mávur. Hugsunin magnaðist: -Hvert get ég hringt? Hvað gerir maður við dauð- ann máv? Fjandinn hafi það! Maður setur ekki dauðan fugl í plastpoka og kastar honum í tunnuna. Meindýraeyð- ir getur kannski sagt mér hvað er réttast að gera í stöðunni. Mér finnst einsog mávurinn sé rangstæður á meðan hann er í tunnunni, jafnvel þótt hann hafi lok- ið keppni. Leikurinn, bjórinn og samlokan gleymdust. En mynd af krossfestum mávi sveif yfir sófanum. Ómar mundi eftir því að einhverju sinni hafði maður á golfvelli sagt honum að hér í eina tíð hefðu menn sett dauða máva í varplönd fugla til þess að fæla aðra máva frá. -Hvað ef einhver fer að gramsa í tunnunni og kemur auga á pokann? Og hvað ef tunnan fyki um koll og ná- grannarnir sæju dauðan máv gægjast útúr plastpoka í námunda við tunnu- stæðið? Ein spurning tók við af annarri. -Kannski er sárið á bringunni skotsár. Auðvitað hefði ég átt að velta fuglinum við og athuga hvort skotið hefði farið út um bakið. Kannski er ein- hver í hverfinu að leika sér … og skjóta máva að gamni sínu. Hann hugsaði ýmist upphátt eða í hljóði. -Nei, ég hef ekki heyrt neinn skot- hvell. En það heyrist ekki hátt í loftbys- su. -Ég hefði átt að skoða hræið. Núna lá mávurinn ekki lengur einn í vítateig kartöflugarðsins eða var rang- stæður í tunnunni. Garðurinn hafði breyst í vígvöll og þar lágu mávahræ á víð og dreif. En þegar hugurinn magn- aði hildarleikinn enn frekar, mátti sjá hræ í hrúgum. Fiðrinu snjóaði og blóð- pollar þöktu garðinn. Ómar beit í samlokuna og fékk sér bjórsopa. Pælingarnar fylltu höfuðið og bolt- inn sveif frá manni til manns, hann sveif marka á milli og svo hátt til himna að hann breyttist í máv. Mávurinn flaug útúr skjánum, flögraði um stofuna hrifs- aði til sín samviskubit Ómars og flaug með það út í garð og yfir blóðugan og fiðraðan vígvöllinn þar sem helsærðir mávar görguðu í þúsundatali. Og aðrir mávar lágu sundurtættir í blóðpollum en krossfesti mávurinn hafði breitt úr sér og gnæfði nú yfir borginni. Ómar sá þetta allt svo vel. Hann hafði leyft samviskunni að narta í hjarta sitt. Samlokan var á sínum stað, ölglasið var nánast fullt, leikurinn fór nú fram í óræðri vídd á vígvelli blóðugra máva. Nú kom löng þögn. Garðurinn var þakinn þykkum snjó. Leiknum var lokið. Og engu var líkara en sófinn hefði gleypt Ómar með húð og hári. n Ekkert fær því fári breytt sem forlög hafa skapað og sá sem eignast ekki neitt fær aldrei neinu tapað. Þau nálgast Óðum nálgast jólin og ekki er laust við að spennu sé tekið að gæta hjá smáþjóðinni sem bíður jólasveina og jólagjafa með óþreyju. Mynd Sigtryggur AriMyndin Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 27Helgarblað 22.–24. nóvember 2013 Vegagerðin veltir rútu Í vikunni valt rúta við Þingvelli. Þarna fara daglega rútur með hundruð og stundum þúsundir ferðamanna. Það er alltof algengt að teflt sé á tvær hættur eða fleiri á fjölförnum leiðum, líkt og leiðinni að Geysi og Gullfossi. Sjálfur hef ég ekið með farþega við þær aðstæður að ég var nær því að vera skjálfandi og skíthræddur en auð- vitað máttu farþegarnir ekkert af því vita. Keðjur skemma vegi Sífróðir sérfræðingar geta auðvitað sagt að menn eigi bara að keyra á keðj- um en slíkt er bara bull, það var hægt í gamla daga þegar ekkert lá á. Nú- tíminn býður ekki upp á að keyra á keðjum hundruð kílómetra. Svo geta menn reynt að átta sig á því hvernig vegirnir færu ef tugir rútu- og flutn- ingabíla keyrðu á keðjum í hvert skipti sem hálka væri á vegum. Eina vitræna lausnin er að Vega- gerðin standi sig betur við að salta þessar leiðir, þetta eru leiðirnar sem eru að mala inn milljónir í útlendum peningum og því fráleitt að Vegagerðin skuli halda að sér höndum og gera ferðalög um þessa vegi að hættuspili. Ónóg viðbrögð Ábyrgð Vegagerðarinnar er mjög mik- il þegar slys verða eins það sem varð í vikunni. Jafnvel er hægt að segja að ónóg viðbrögð Vegagerðarinnar við hálkunni hafi velt þessari rútu. Það er ekki hinu opinbera að þakka að slys urðu ekki á fólki. n Af blogginu Guðmundur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.