Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 12
Dramatískur enDir á áratuga samstarfi n Kristján Loftsson og viðskiptafélagar greiddu um 2,6 milljarða fyrir hlutabréf Árna Vilhjálmssonar heitins og systur hans n Fengu bréfin á hagstæðu verði K ristján Loftsson, Birna Loftsdóttir, eiginkona hans, og Sigríður Vilhjálmsdóttir greiddu um 2,6 milljarða króna fyrir 31,44 prósenta hlut sem fjölskylda Árna Vilhjálms- sonar heitins og systir hans, Kristín Vilhjálmsdóttir, áttu í Fiskveiða- hlutafélaginu Venusi, sem meðal annars er stór hluthafi í HB Granda og Hampiðjunni. Þetta herma heimildir DV. Greint var frá við- skiptunum í lok ágúst síðastliðinn en kaupverðið hefur ekki áður kom- ið fram. Tekið skal fram að Kristján átti forkaupsrétt að bréfunum. Ljóst er að Kristján, Birna og Sigríður fengu hlutabréfin á hagstæðu verði. Seljendur hlutabréfanna eru ekkja Árna Vilhjálmssonar, Ingi- björg Björnsdóttir, og systir hans, Sigríður Vilhjálmsdóttir. Báðar áttu þær 15,72 prósent í félaginu og saman 31,44 prósent. Verðið á hlutabréfunum verður að teljast lágt í ljósi þess hvert ætlað markaðsvirði þeirra gæti verið. Venus á tæplega 40 prósenta hlut í Hval hf. sem aft- ur á eignarhaldsfélagið Vogun sem er stærsti hluthafi HB Granda með tæp 40 prósent. Venus á því 16 pró- sent hlutafjár í HB Granda í gegnum Hval og á svo sjálft tæp 3,43 prósent í HB Granda. Venus á því á endan- um, í gegnum hlutdeildarfélög, tæp 20 prósent í HB Granda. Dramatískar hræringar Árni Vilhjálmsson lést sem kunn- ugt er fyrr á árinu. Hann og Kristján Loftsson höfðu unnið saman um áratugaskeið þegar hann féll frá og meðal annars stundað hvalveiðar saman í gegnum Hval hf. Kristján var alltaf andlit hvalveiðanna út á við en Árni var hluthafi í félaginu. Faðir Árna hafði stofnað Hval hf. árið 1947. Félagið er því fjölskyldu- fyrirtæki. Saman keyptu þeir Árni og Kristján svo Granda af Reykja- víkurborg árið 1988 og er það í dag stærsta útgerð landsins miðað við úthlutaðar aflaheimildir á Íslandi. Þegar Árni féll frá lá fyrir að ann- aðhvort myndi eftirlifandi eigin- kona hans eiga áfram hlutabréfin í þeim fyrirtækjum sem Árni átti með Kristjáni eða selja þau. Hún valdi seinni kostinn og seldi hlutabréfin. Í stað þess að bíða og selja hlutabréf- in á markaði eða reyna að hámarka verðmæti þeirra með einhverjum hætti var Kristjáni gert tilboð. Þetta herma heimildir DV. Kristján hafn- aði hins vegar tilboðinu sem upp- haflega var gert þar sem hann taldi það of hátt en gerði Ingibjörgu og Kristínu svo gagntilboð upp á þá fjárhæð sem greint er frá hér á und- an – 2,6 milljarða króna. Þær Ingi- björg og Kristín gengu að því tilboði þó ljóst sé að undirliggjandi verð- mæti hlutabréfa þeirra er líklega umtalsvert hærra en þetta. Þannig má segja að áratuga löngu og góðu viðskiptasambandi Kristjáns og Árna hafi lokið með sölunni, en þeir Kristján og Árni voru sömuleiðis góðir vinir. Vildi fyrst ekki kaupa Sala erfingja Árna Vilhjálmssonar á hlutabréfunum í Venusi vekur tals- verða athygli í ljósi þess að upphaf- lega stóð ekki til að Kristján myndi kaupa bréfin. Til að mynda neit- aði hann því í viðtali við DV í júní að hann ætlaði sér að kaupa bréf- in. „Það stendur ekkert svoleiðis til,“ sagði hann. Erfingjar Árna vildu hins vegar selja hlutabréfin sem fyrst og þar sem Kristján átti forkaupsrétt að bréfunum lá beinast við að leita til hans. Kristján átti því ekki frum- kvæði að viðskiptunum með bréf- in, líkt og ívitnuð orð hans hér að ofan gefa til kynna, heldur voru það erfingjar Árna sem vildu ólmir selja. Kristján vildi hins vegar ekki kaupa á því verði sem erfingjar Árna og systir hans vildu fá fyrir bréfin held- ur á öðru lægra og því fór svo að hann fékk hlutabréfin á því verði. Deilt um hvalveiðar Salan á hlutabréfunum í Venusi átti sér stað eftir orðaskipti erfingja Árna og Kristjáns í fjölmiðlum þar sem þeir tókust á um hvalveiðar. Ein af dætrum Árna, Birna Björk Árnadóttir, skrifaði til dæmis harð- orða grein í Fréttablaðið eftir and- lát föður síns þar sem hún deildi á Kristján fyrir hvalveiðarnar, líkt og vitnað er til hér annars staðar á síð- unni. Hafði sú umræða yfir sér þann blæ að skyldmenni Árna hafi ekki viljað opinbera andstöðu sína við veiðarnar fyrr en að honum liðnum. Grein Birnu var reyndar skrifuð eftir að tillaga hafði verið lögð fram á aðalfundi Hvals um að skipta upp rekstri félagsins í tvær einingar: Annars vegar hvalveiðieiningu og hins vegar einingu utan um annan rekstur en hvalveiðar. Sú tillaga var ekki samþykkt. Kristján gagnrýndi málflutning Birnu í viðtali við DV í júní, sama viðtali og hann hafnaði því alfarið að hann væri að fara að kaupa hlutabréf Árna í Venusi. „Nú hef ég stundað þetta í 30 ár og það heyrast alltaf gagnrýnisraddir. En þessi grein hennar Birnu kom mér veru- lega á óvart. Hennar krítík beinist alveg jafn mikið að föður hennar og að mér, svo maður á eiginlega ekki til orð.“ Þannig benti Kristján á að Birna væri með grein sinni einnig að gagnrýna föður sinn þar sem hann hafi verið fylgjandi hvalveiðum áður en hann lést. Þar stóð hnífurinn í kúnni þegar hlutabréfaviðskiptin á milli fjöl- skyldnanna áttu sér stað: Hluti erfingja Árna Vilhjálmssonar var á móti hvalveiðum en Kristján ekki, líkt og Árni sjálfur á meðan hann var á lífi. Þessi grundvallarmunur á sjónarmiðum til hvalveiða skapaði því eðlilega núning á milli þessara stóru hluthafa og varð eitthvað að gerast í eignarhaldinu á Venusi og Hval hf. þar sem ljóst var að fjöl- skyldan gæti ekki haldið áfram sam- vinnunni við Kristján eftir andlát Árna. Því fór sem fór. Á hlutabréfamarkað Verðmæti HB Granda er rúmir 30 milljarðar króna, samkvæmt verð- mati á félaginu sem greint var frá á Vísi nú í nóvember. Boðað hef- ur verið að HB Grandi verði sett á hlutabréfamarkað og tæplega þriðj- ungur hlutafjár boðinn út á næsta ári. HB Grandi er nú skráð á First North markað Kauphallar Íslands en ekki Aðalmarkaðinn þar sem verðmæti félagsins mun líklega stökkbreytast. Kristján Markús Bragason, yfir maður hlutabréfagreiningar Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Nánir vinir og samstarfsfélagar Kristján Loftsson minntist Árna í minn- ingargrein í Morgunblaðinu í mars á þessu ári. Grein Kristjáns varpar ljósi á hversu náið samstarf þeirra var og kallaði hann Árna „stóra bróður“ sinn. Orðrétt sagði í greininni: „Okkar samstarf í atvinnulífinu hófst er ég hóf störf á skrifstofu Hvals hf. hjá föður mínum 1966. Kallaði pabbi Árna oft til skrafs og ráðagerða um hin ýmsu mál er tengdust rekstrinum. Árni varð formaður stjórnar Hvals hf. 1979. Árni kom með þá hugmynd, hvort ekki væri rétt að við gæf- um okkur fram við Reykjavíkurborg með það í huga að gera tilboð í hlut Reykja- víkurborgar í Granda hf. Reykjavíkurborg vildi selja sinn hlut. Leiddi Árni þær við- ræður og var gengið frá samningi í ágúst 1988. Fjögur félög komu að kaupunum og var Hvalur hf. afgerandi stærst. Það áraði ekki vel í útgerð og fiskvinnslu á þessum árum og voru þessi kaup ansi djörf að áliti margra. Árni tók þá við forystu í stjórn Granda hf. og hefur hann leitt félagið alla tíð síðan. Hann sá til þess að hlutabréf félagsins voru skráð á markaði, hlutaðist til um sameiningar við útgerðarfélög og kaup á öðrum útgerðarfélögum. Þannig var hann potturinn og pannan í eflingu félagsins alla tíð. Jóhann Hjartarson, stjórnarmaður í HB Granda hf., orðaði það svo í tölvupósti til mín: „Það er einhvern veginn erfitt að hugsa um HB Granda án Árna.“ Svipuðu gegndi um aðkomu Árna að Fiskveiðahlutafélaginu Venus, Hval, Hampiðjunni, Stofnfiski og Nýherja. Þar sat hann ekki með hendur í skauti. Sam- starf okkar hefur verið náið alla tíð. Þar hef ég frekar verið þiggjandi en gefandi enda Árni mikill viskubrunnur og auðsótt alltaf að leita í smiðju til hans.“ „Hennar krítík beinist alveg jafn mikið að föður hennar og að mér Vildi ekki bréfin Kristján sagði við DV í sumar að hann vildi ekki hlutabréf erfingja Árna Vilhjálmssonar í Venusi. Á endanum keypti hann hins vegar bréfin eftir að honum voru boðin þau. MynD DV 12 Fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.