Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 34
34 Sakamál 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað F yrir hálfri öld, í dag, var for- seti Bandaríkjanna, Kennedy, myrtur. Föstudaginn, 22. nóv- ember, 1963, klukkan 12.31 að staðartíma í Dallas í Bandaríkj- unum var hann skotinn tveimur skot- um, öðru í höfuðið og hinu í hálsinn, þar sem honum var ekið um götur Dallas í opinni bifreið. Enn þann dag í dag lifa góðu lífi vangaveltur og samsæriskenningar um hvað raunverulega átti sér stað og hvað lá að baki morðinu á Kennedy. Rétt fyrir klukkan tólf á hádegi þennan örlagaríka dag lagði bílalest forsetans af stað frá Love-flugvelli í Dallas. Sem fyrr segir var Kennedy, JFK eins og hann gjarna var nefndur, í opinni bifreið og var í aftursæti henn- ar ásamt eiginkonu sinni, Jackie, sem sat honum á vinstri hönd. Fyrir framan þau voru ríkisstjóri Texas, John Connally, og eiginkona hans. Við stýrið var fulltrúi leyniþjón- ustu forsetaembættisins (e. Secret Service) og við hlið hans einn kollega hans. Orð að sönnu Í kjölfar bifreiðar Kennedy komu átta fulltrúar Secret Service, fjórir inni í bifreið sinni og fjórir á stigbrettum bifreiðarinnar. Í þriðja bíl bílalestar- innar var varaforseti Bandaríkjanna, Texas-búinn Lyndon B. Johnson, ásamt eiginkonu sinni og lestina ráku hin ýmsu fyrirmenni, lögregla og fjöl- miðlafólk. Var það mat margra að Kennedy þyrfti nauðsynlega á stuðningi Lyndons B. Johnson að halda ætti hann að bera sigur úr býtum í Texas í komandi kosningum, 1964. Sagan segir að forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, J. Edgar Hoover, hafi varað Kennedy við því að þvæl- ast á þessum slóðum: „Haltu þig fjarri suðrinu.“ En sú viðvörun virtist í ljósi fagnaðarláta almennings ekki eiga rétt á sér og ríkisstjórafrúin ku hafa sagt við Kennedy: „Herra Kennedy, þú getur ekki sagt að íbúar Dallas elski þig ekki.“ Svo mörg voru þau orð. Riffill og sjónauki Haft var eftir einum aðstandenda Kennedy að forsetinn hefði fyrr þenn- an morgun sagt: „Ef einhver hefði hug á að skjóta forsetann þá væri það ekki erfitt – eina sem viðkomandi þyrfti að gera væri að koma sér fyrir í hárri byggingu með sjónaukariffil í farteskinu og það væri ekkert sem nokkur gæti gert við því.“ Lítið vissi forsetinn á þeirri stundu hve raunsætt mat hans var, enda átti ekki fyrir hon- um að liggja að sjá sólina setjast þennan nóvemberdag í Dallas. Bíla- lestin mjakaðist um götur Dallas og um hálf eitt leytið lá leið hennar fram hjá Texas School Book Depository- byggingunni, sjö hæða húsi sem nú hýsir sýsluskrifstofur Dallas-sýslu. Skothvellur glumdi við, en drukkn- aði nánast í fagnaðarlátum mann- fjöldans. Kennedy. greip um hálsinn: „Ég hef verið skotinn.“ Ríkisstjórinn leit skelfingu lostinn aftur fyrir sig og í sömu andrá kvað við annar skothvell- ur – Connally hafði einnig orðið fyrir skoti. „Guð minn góður,“ veinaði ríkis- stjórinn, „þeir ætla að drepa okkur öll.“ Þriðja skotið Vart hafði Connally sleppt orðinu er þriðja skotið hitti mark; forseti Bandaríkjanna lá sem lífvana í kjöltu eiginkonu sinnar. Jackie skreið aftur í bílinn til að hjálpa leyniþjónustumanni að kom- ast að forsetanum. Síðan lyppaðist hún niður í sætið og tók utan um eigin mann sinn og skeytti engu þótt blóð hans litaði fatnað hennar. Þegar þarna var komið sögu ríkti ringulreiðin ein við götuna og ann- ar leyniþjónustumannanna frammi í bílnum öskraði í talstöðina: „Á næsta sjúkrahús, strax!“ Það sjúkrahús sem næst var staðnum reyndist vera Park- land Hospital og voru Kennedy og Connally settir á börur og bornir inn. Tilraunir til að bjarga lífi forset- ans hófust undir eins og tók um tylft lækna þátt í aðgerðinni. Jackie var sagt að bíða fyrir utan sjúkrastofuna. Þrátt fyrir alla viðleitni lækna varð fljótlega ljóst að honum yrði ekki lífs auðið. „Það er of seint,“ muldraði einn læknanna og nánast í sömu andrá hóf annar hjartahnoð. Nýr hjartariti var tengdur við líkama Kennedy en hann sýndi sömu flötu línuna og sá fyrri. Forsetinn var allur og prestur var fenginn til að veita honum síð- asta sakramentið á meðan forsetafrú- in hélt um hönd lífvana eiginmanns síns. Lee Harvey Oswald Eins og við var að búast úði og grúði brátt af lögreglumönnum og fulltrú- um alríkislögreglunnar, FBI, sem fóru inn í hverja byggingu á fætur annarri við götuna. Skyndilega birtist maður, sem var mikið niðri fyrir, og benti á sjö hæða byggingu – Texas School Book Depository. Sagðist maður- inn hafa séð riffilhlaup standa út um einn glugga á sjöttu hæð og manninn sem hélt á rifflinum sem hann sagði „grannvaxinn og ágætlega myndar- legan“. Lögreglan hóf þegar leit á öllum hæðum hússins og á sjöttu hæð fannst riffill með sjónauka og mátti enn finna púðurlykt úr hlaupinu. Lögreglan framkvæmdi manntal á meðal starfs- manna hússins og í ljós kom að einn vantaði, Lee Harvey Oswald, 24 ára, sem í öngþveitinu hafði látið sig hverfa, einfaldlega rölt út um aðaldyrnar og horfið í mannfjöldann fyrir utan. Tippit skotinn Lýsing á Lee Harvey var nú gefin út. Síðar kom í ljós að hann hafði tek- ið strætó og stigið af honum smá- spöl frá heimili sínu og gengið þaðan heim til sín. Leigusalinn, Earlene Ro- berts, mundi síðar að mikill asi hefði verið á Lee Harvey. Hann hafði rok- ið beint inn á herbergi sitt, skipt þar um föt og síðan rokið út á ný. Ekki hafði hann farið langt þegar lögreglu- bíl var ekið upp að honum. Lögreglu- maðurinn J. D. Tippit var einn í bíln- um og eitthvað varð þess valdandi að hann grunaði að um væri að ræða hinn eftirlýsta mann. Vart hafði Tippit yrt á Lee Harvey þegar hann dró upp skammbyssu og skaut Tippit sem féll helsærður á gangstéttina. Lee Harvey sá sitt óvænna og laumaðist inn í Texas-kvikmynda- húsið. En fas hans kom upp um hann og gjaldkerinn hafði samband við lögregluna sem von bráðar hafði um- kringt bygginguna. Lánsamur lögregluþjónn Á meðal þeirra lögreglumanna sem fóru inn í kvikmyndahúsið var Nick McDonald. Að hans sögn virtist sem Lee Harvey væri reiðubúinn til að gef- ast upp. „Jæja, þetta er búið spil,“ sagði Lee Harvey, en vart hafði hann sleppt orðinu þegar hann dró upp skamm- byssuna, beindi henni að höfði Nicks og tók í gikkinn. Nick McDonald sagði síðar að hamar byssunnar hefði lent á skinn- inu á milli þumals og vísifingurs á Lee Harvey og skotið því ekki riðið af. Lee Harvey sló þá til Nicks, sem svar- aði í sömu mynt og náði að afvopna Lee Harvey. Klukkan rúmlega sjö um kvöldið var búið að kæra Lee Harvey fyrir morðið á J. D. Tippit og klukkan hálf tvö eftir miðnætti var hann kærð- ur fyrir morðið á forseta Bandaríkj- anna. Þess má geta að skömmu eftir að Lee Harvey hafði verið handtekinn mætti honum skari fréttamanna í anddyri kvikmyndahússins og vísaði hann öllum ásökunum til föðurhús- anna: „Ég skaut engan. […] Þeir hand- tóku mig því ég hef búið í Sovétríkjun- um. Ég er bara blóraböggull.“ Ekki hafði liðið sólarhringur frá morðinu á Kennedy þegar ríkissak- sóknari Texas, Henry Wade, lýsti því yfir að allt benti til að Lee Har- vey Oswald bæri ábyrgð á morðinu á Kennedy. Púðurleifar og fingraför Lee Harvey var yfirheyrður nokkrum sinnum þá tvo daga sem honum var haldið í höfuðstöðvum lögreglunnar í Dallas. Hann neitaði að hafa myrt Kennedy og Tippit; neitaði að eiga yf- irhöfuð riffil og sagði að ljósmyndir sem sýndu hann með riffil og skamm- byssu væru falsanir – í stuttu máli neitaði hann flestu sem á hann var borið. En sönnunargögn sögðu aðra sögu. Fingraför Lee Harvey voru úti um allt á rifflinum sem hafði fund- ist í Texas School Book Depository og bókunum þar í kring. Púðurleifar á höndum hans sýndu svo ekki varð um villst að hann hafði nýlega hleypt af skotvopni og rannsókn leiddi í ljós að kúlunum tveimur, sem höfnuðu í Kennedy, og þeirri einu sem hafnaði í Connally, hafði verið skotið úr ítölsk- um riffli af Carcano-gerð sem Lee Harvey átti. Til að bæta um betur höfðu fingra- för Lee Harvey fundist á innri bún- aði riffilsins og þræðir úr skyrtu hans höfðu með einhverjum hætti náð að festast á vopninu. Jack Ruby lætur að sér kveða Sunnudaginn 24. nóvember stóð til að flytja Lee Harvey Oswald í sýslufangelsið og rétt fyrir hádegi þann dag var hann leiddur í gegn- um kjallara lögreglustöðvarinnar. En aldrei yrði réttað yfir Lee Harvey – hann hafði sagt sitt síðasta í þessu máli – því klukkan 11.21 steig Jack nokkur Ruby út úr þvögunni og skaut Lee Harvey einu skoti. Ein byssukúla getur sannarlega valdið miklum skaða og sú varð raun- in í þetta sinn. Lee Harvey var fluttur meðvitundarlaus á sama sjúkrahús og Kennedy tveimur dögum fyrr. Læknar reyndu að bjarga lífi hans en skaðinn var skeður og Lee Harvey skildi við klukkan rúmlega eitt eftir hádegi. Kolbeinn Þorsteinsson blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is Kennedy myrtur n Heimsbyggðin stóð á öndinni fyrir hálfri öld n Einn dáðasti forseti Bandaríkjanna féll fyrir morðingja hendi„Þeir ætla að drepa okkur öll Forsetahjónin Glaðbeitt í bifreið sinni skömmu áður en ósköpin dundu yfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.