Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Auglýsingin ögrar launafólki „Þetta er bara sögufölsun. Annars vegar á þróun launa og verðlags og hins vegar á því sem Seðlabankinn var að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, í sam- tali við DV um nýja auglýsingu Samtaka atvinnulífsins þar sem launþegar eru hvattir til að stilla kröfum sínum um kjarabætur í hóf vegna verðbólgu. Gylfi segir óskiljanlegt að SA fari fram með auglýsingu þar sem ábyrgð verð- bólgunnar er sett algjörlega á herðar launþega. Samtök atvinnulífsins segja í auglýsingu sinni að launa- hækkanir síðustu sjö ára hafi engu skilað fyrir launafólk. Rök- in sem færð eru fyrir því eru að kaupmáttur launa sé lægri nú en hann var árið 2006. Í auglýs- ingunni eru dregin upp línurit sem sýna þróun launa hér og í samanburðarlöndum hvað kaupmátt varðar. „Of miklar launahækkanir hafa valdið verð- bólgu sem hefur étið upp ávinn- inginn,“ segir í auglýsingunni og vísað til þess að Norðurlöndin Svíþjóð, Danmörk og Noregur, hafi farið aðrar leiðir með hóf- legri launahækkunum. Gylfi segir auglýsingarnar ögra launþegum. „Ég þykist nokkuð viss um það að þetta muni ögra mönnum mjög verulega. Þannig er það með sögufalsanir, þær ögra mjög verulega. Þú heyrir það á við- brögðum mínum,“ segir hann. Í auglýsingunum er talað um að tveggja prósenta launahækkun sé góð niðurstaða fyrir launþega, þannig sé hægt að halda verð- bólgu í skefjum og koma í veg fyrir auknar skuldir heimilanna. Gylfi segir auglýsingu sam- takanna alvarlega. „Mér finnst þetta vera mjög alvarlegt, þegar að gagnaðilar okkar í miðjum fasa þess að ná fleti á þessar við- ræður, setja fram auglýsingar og auglýsingaherferð sem meira og minna byggir á afskræmingu sögunnar og reyna að skrifa söguna eftir eigin hentugleika, túlka tillögur Seðlabankans eftir eigin hentugleika og telja það vera innlegg í það að leysa úr flóknu viðfangsefni kjarasamn- inga,“ segir hann. Kærir Guðjón fyrir að sparka í hunda n Tennur losnuðu úr hvolpinum Breka n „Ég varð bara mjög hrædd“ S if Vilhjálmsdóttir hundaeig- andi hefur lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu á hendur knattspyrnuþjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni. Sif segir að Guðjón hafi sparkað í hunda sem hún á og var með á Geldinganesi á sunnudag. Guðjón vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og sagði kæruna byggða á ósannindum. Hittast oft Málsatvik voru þau að Sif var í fjör- unni á Geldinganesi á sunnudaginn með vinkonu sinni. Þar er heimilt að vera með lausa hunda. „Við hittumst þarna oft vinkon- urnar og leyfum þeim að hittast,“ segir Sif sem var með tvo hunda og hvolp, en vinkona hennar með tvo hunda. Hvolpinn er Sif að venja við að vera í kringum fólk og var hann því í fanginu á henni. Þær vinkonurnar voru því með fjóra fullvaxta hunda og hvolp, en Sif lagði hvolpinn frá sér þegar að átökin brutust út. Svaraði ekki „Við vorum þarna í fjör- unni að spjalla og vorum nýbúnar að hittast,“ segir hún. „Þá kom þarna mað- ur að okkur, Guðjón, sem ég hafði tekið eftir þegar ég kom þangað, vegna þess að hann var með svo fallegan hund. Ég bauð honum góðan daginn, en hann svaraði mér ekki, heldur gekk beint að hundunum og byrjaði að sparka í þá,“ segir Sif. „Hann byrjaði á stærsta hundinum, Úlfi, og sparkaði í hann. Ég setti þá hvolpinn niður og hljóp að honum og bað hann um að hætta. Ég var í svo miklu sjokki,“ segir hún. Sif segir að hundarnir hafi farið að Guðjóni, en þeir hafi ekki verið ógn- andi, heldur glaðlegir og greinilega viljað leika við hund Guðjóns. „Við fyrsta spark fældust hundar vinkonu minnar og hlupu í burtu,“ segir Sif. Þegar Sif kom að hundunum fór Guðjón að hvolpinum, að hennar sögn. „Þá hljóp hann að hvolpinum og sparkaði í hann. Eftir þetta urðu orða- skipti okkar í milli og Guðjón sagðist hafa haldið að hvolpur- inn ætlaði að ráðast á sig,“ segir hún og segir að ef Guðjón hafi verið hræddur hefði hann vel getað valið aðra leið fram- hjá þeim vinkonunum og hundunum, en þarna sé leyfilegt að hafa hundana lausa. Lausar tennur Í kærunni kemur fram að sparkað hafi verið í hundana, en sá sem hafi orðið allra verst úti hafi verið hvolpurinn Breki. Í kærunni segir að Breka hafi verið veitt „þung högg með fótleggj- um […] í andlit og kvið hvolps- ins, með þeim afleiðingum að hvolpurinn rak upp hávær öskur og kastaðist aftur á bak.“ Kærunni fylgdi áverkavott- orð fyrir Breka, sem er af tegundinni Terrier Boston. Þar segir: „Tönn í efri góm (i1) hægra megin datt úr og önn- ur tönn (i1) vinstra megin er laus. Hvolpurinn var dasaður og greinilega skelkaður eftir árásina.“ Sömu sögu er að segja um áverkavottorð fyrir hundinn Dexter (Terrier Boston) sem dýralæknir segir að hafi ver- ið „[…] greinilega skelk- aður eftir árásina og lemstraður.“ Í áverkavott- orði fyrir hund- inn Úlf (Border Collie) segir að hann hafi ekki verið lemstrað- ur en „greini- lega skelkaður og hræddur eft- ir árásina.“ Kveðst hafa sannleika að segja Sif segist vera mikill dýravinur og segir atvikið hafa skotið henni skelk í bringu. „Ég varð bara mjög hrædd,“ segir hún í samtali við DV. Guðjón var sjálfur með hund á svæðinu. Þegar blaðamaður DV hafði samband við Guðjón sagði hann að segja þyrfti sannleikann í málinu. Þegar blaðamaður óskaði eftir því að Guðjón segði sína sögu vildi hann ekki gera það. Hann sagði Sif ekki hafa mátt vera með hundana á svæðinu en gat ekki farið nánar út í það. Hann var þó aug- ljóslega ekki sáttur við að Sif og vin- kona hennar hefðu verið með fimm hunda. Þegar blaðamaður spurði hann hvort hann teldi að hundarnir hefðu ætlað að ráðast á hann vildi Guðjón ekkert segja. „Þetta fer bara sína leið,“ sagði Guðjón og vildi ekki leiðrétta það sem hann sagði annars vera rangfærslur. Mega vera þarna Sif telur að málið sé ekki forgangsmál hjá lögreglunni, en hún hefur lagt fram kæru og bíður átekta. Hún hafði samband við lögreglu sem síðar hitti hana á vettvangi. Lögreglan ræddi við Sif en tók ekki af henni skýrslu. Það getur tekið nokkurn tíma að mati lögmanns Sifjar, að hefja rann- sókn, en kalla þarf þau þrjú í skýrslutöku; Sif, Guðjón og vinkonu Sifjar. Ítrekað skal að heimilt er að leyfa hundum að vera lausum á Geldinganesi, Geirsnefi og við Rauðavatn í Reykjavík. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Skelkuð Hér sést Sif með hundun- um, þeim Úlfi, Breka og Dexter. Breki með lausar tennur Hvolpurinn Breki er með lausar tennur og ein datt úr. „ Þetta fer bara sína leið Vildi segja sannleika Guðjón sagð- ist vilja segja sannleik- ann, en gat ekki rætt við blaða- mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.