Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 40
40 Menning 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Róttæk sjónarhorn n Listasafn Reykjavíkur sýnir ljósmyndaverk Aleksander Rodchenkos á Kjarvalsstöðum S ýningin Bylting í ljósmyndun var opnuð á Kjarvalsstöðum í byrjun október en hún er opin til 12. janúar. Á sýn- ingunni eru ljósmyndir, klippimyndir og hönnun eftir Rúss- ann Aleksander Rodchenko sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar. Fáir hafa haft meiri áhrif á ljósmyndun og grafíska hönnun en Rodchenko. Hann hóf störf sem málari en fór síð- an aðallega að vinna með ljósmynd- ir. Starf hans sem ljósmyndari og grafískur hönnuður eru í brennidepli á sýningunni. Umbrotatímar á meginlandinu Eftir fyrri heimsstyrjöldina voru um- brotaár í listaheimi Evrópu. Lista- menn vildu rjúfa hefðina og hafna viðteknum gildum um fagurfræði. Dadaistar, súrrealistar og „fauvistar“ (hinir villtu) riðu á vaðið á megin- landinu þar sem lykilorðið var „ný- sköpun“. Í Rússlandi náði hin sam- félagslega ólga suðupunkti með Októberbyltingunni og var því glæ- nýtt samfélag í sjónmáli. Rússneskir listamenn, sem höfðu til þessa vana- lega þurft að híma í skugganum, voru skyndilega í brennidepli þar sem bol- sévíka vantaði liststefnu sem endur- speglaði pólitík þeirra og innihéldi framúrstefnulegar hugmyndir. Lenín setti meira að segja listamenn á list- ann yfir „hetjur byltingarinnar“. Brátt hafði ný rússnesk framúrstefnulist rutt sér til rúms – konstrúktívism- inn, þar sem ljóðskáldið Majakovskí og vinur hans Rodchenko voru í broddi fylkingar. Tilgangurinn var að hagnýta listina fyrir félagsleg markmið – hin sanna list væri þá t.d. síga rettuauglýsing eftir Majakov- skí og Rodchenko en ekki verk eftir Cézanne, vegna þess að auglýsingin væri fyrir alla. Á sýningunni má sjá fjölmargar bóka- og tímaritskápur ásamt auglýsingum eftir Rodchenko og Majakovskí, en hann samdi oft textann fyrir Rodchenko. Frægasta auglýsingin er án efa kápa LEF- tímaritsins, sem fjallaði um dada- isma og konstrúktívisma. Þar má sjá Lilyu Brik, músu Majakovskís, þar sem hún ber hönd upp að munni og hvetur rússneska bændur til lestrar. Færði ljósmyndun á næsta stig Eitt einkenni þessarar frægu myndar eru magnaðar skálínur og geó- metrísk form. Þetta var einfaldlega kölluð „Rodchenko-aðferðin“, sem einkennist af skálínuuppbyggingu og fleiri stílbrögðum. Hægt er að sjá þetta í flestum verkum hans, sama hvort um er að ræða klippi- myndir eða ljósmyndir. Þessi aðferð spratt upp úr næstum manískri þrá Rodchenkos til að brjóta blað og gera nýja hluti með list sinni. „Þannig vor- um við alin upp af gömlum myndum í gegnum aldirnar, okkur var kennt að sjá allt með augum ömmu okkar. En við verðum að gjörbylta sýn fólks, svo það geti séð frá öllum sjónar- punktum, og í öllum tegundum af birtu,“ ritaði hann. Rodchenko hafði dálæti á því að taka myndir frá mis- munandi sjónarhornum, í mismun- andi ljósi og aðstæðum. Hann taldi þessar aðferðir vera leið til að færa ljósmyndun á næsta stig, sem hann sannarlega gerði. Fram að hans tíma hafði ljósmyndun aðallega verið leið til að skrásetja það sem fyrir augu ljósmyndarans bar, til að endur- spegla raunveruleikann. Rodchenko færði rómantískar og heimspekilegar víddir inn í listformið, svo að mið- illinn var nú orðinn tjáningarform á sama hátt og málverkið. Byltingin fer í hringi Eins og eðlilegt getur talist er myndefni Rodchenkos mjög „ sovéskt“ en það kemur berlega í ljós í sýningunni á Kjarvalsstöðum. Verka- fólk, iðnvæðing og hið nýja samfélag eru helstu þemu í verkum hans. Það er á vissan hátt kaldhæðni örlaganna að þessi sósíalísku samstarfsverkefni Majakovskís og Rodchenkos í auglýs- ingalist áttu eftir að umbylta auglýs- ingum og hönnun í hinum vestræna heimi. Vestrænar og þar með kapítal- ískar auglýsingastofur fengu margar hugmyndir sínar frá kollegum sínum í austri. Byltingin fer í hringi. Eftir dauða Leníns höfðu Sovét- ríkin tekið örum breytingum sem konstrúktívistarnir héldu ekki í við. Majakovskí var vonsvikinn vegna þess hvernig stefna Stalíns þróaðist. Hann framdi sjálfsmorð árið 1930. Rodchenko fylltist einnig efasemd- um um ríkisstjórn móðurlandsins og síðustu ár ævinnar var honum meinað að vinna og sýna verk sín. Þrátt fyrir þennan kaldranalega endi á konstrúktívismanum eru áhrif hans og Rodchenkos á nútímalist ótvíræð. Það er því sönn ánægja að sjá yfir- lit á verkum Rodchenkos í Reykjavík og mælir undirritaður eindregið með sýningunni fyrir alla list-, ljósmynda- og jafnvel stjórnmálaunnendur. n Myndlist Þórður Ingi Jónsson thordur@dv.is Rodchenko Verk Alexanders Rodchenko, Stairs, 1930. PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA OG GÆÐI GANGA FYRIR VIÐ VEITUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR GÓÐ RÁÐ OG AÐSTOÐUM VIÐ VALIÐ KJÖT- OG FISKBORÐ SHIP-O-HOJ ER ALLTAF DEKKHLAÐIÐ AF FERSKRI GÆÐAVÖRU HEITUR MATUR Í HÁDEGINU WWW.SHIPOHOJ.IS HEITUR BAKKAMATUR ER Á BOÐSTÓLUM HJÁ SHIP-O-HOJ ALLA VIRKA DAGA Á MILLI KL. 11.30 & 14.00 HUMARSÚPA, ÚRVAL FISK- OG KJÖTRÉTTA – FRÁBÆR HEIMILISMATUR HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ 421-6070 // RNB@SHIPOHOJ.IS S K IS S A NÝTT HJÁ SHIP-O-HOJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.