Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Page 40
40 Menning 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Róttæk sjónarhorn n Listasafn Reykjavíkur sýnir ljósmyndaverk Aleksander Rodchenkos á Kjarvalsstöðum S ýningin Bylting í ljósmyndun var opnuð á Kjarvalsstöðum í byrjun október en hún er opin til 12. janúar. Á sýn- ingunni eru ljósmyndir, klippimyndir og hönnun eftir Rúss- ann Aleksander Rodchenko sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar. Fáir hafa haft meiri áhrif á ljósmyndun og grafíska hönnun en Rodchenko. Hann hóf störf sem málari en fór síð- an aðallega að vinna með ljósmynd- ir. Starf hans sem ljósmyndari og grafískur hönnuður eru í brennidepli á sýningunni. Umbrotatímar á meginlandinu Eftir fyrri heimsstyrjöldina voru um- brotaár í listaheimi Evrópu. Lista- menn vildu rjúfa hefðina og hafna viðteknum gildum um fagurfræði. Dadaistar, súrrealistar og „fauvistar“ (hinir villtu) riðu á vaðið á megin- landinu þar sem lykilorðið var „ný- sköpun“. Í Rússlandi náði hin sam- félagslega ólga suðupunkti með Októberbyltingunni og var því glæ- nýtt samfélag í sjónmáli. Rússneskir listamenn, sem höfðu til þessa vana- lega þurft að híma í skugganum, voru skyndilega í brennidepli þar sem bol- sévíka vantaði liststefnu sem endur- speglaði pólitík þeirra og innihéldi framúrstefnulegar hugmyndir. Lenín setti meira að segja listamenn á list- ann yfir „hetjur byltingarinnar“. Brátt hafði ný rússnesk framúrstefnulist rutt sér til rúms – konstrúktívism- inn, þar sem ljóðskáldið Majakovskí og vinur hans Rodchenko voru í broddi fylkingar. Tilgangurinn var að hagnýta listina fyrir félagsleg markmið – hin sanna list væri þá t.d. síga rettuauglýsing eftir Majakov- skí og Rodchenko en ekki verk eftir Cézanne, vegna þess að auglýsingin væri fyrir alla. Á sýningunni má sjá fjölmargar bóka- og tímaritskápur ásamt auglýsingum eftir Rodchenko og Majakovskí, en hann samdi oft textann fyrir Rodchenko. Frægasta auglýsingin er án efa kápa LEF- tímaritsins, sem fjallaði um dada- isma og konstrúktívisma. Þar má sjá Lilyu Brik, músu Majakovskís, þar sem hún ber hönd upp að munni og hvetur rússneska bændur til lestrar. Færði ljósmyndun á næsta stig Eitt einkenni þessarar frægu myndar eru magnaðar skálínur og geó- metrísk form. Þetta var einfaldlega kölluð „Rodchenko-aðferðin“, sem einkennist af skálínuuppbyggingu og fleiri stílbrögðum. Hægt er að sjá þetta í flestum verkum hans, sama hvort um er að ræða klippi- myndir eða ljósmyndir. Þessi aðferð spratt upp úr næstum manískri þrá Rodchenkos til að brjóta blað og gera nýja hluti með list sinni. „Þannig vor- um við alin upp af gömlum myndum í gegnum aldirnar, okkur var kennt að sjá allt með augum ömmu okkar. En við verðum að gjörbylta sýn fólks, svo það geti séð frá öllum sjónar- punktum, og í öllum tegundum af birtu,“ ritaði hann. Rodchenko hafði dálæti á því að taka myndir frá mis- munandi sjónarhornum, í mismun- andi ljósi og aðstæðum. Hann taldi þessar aðferðir vera leið til að færa ljósmyndun á næsta stig, sem hann sannarlega gerði. Fram að hans tíma hafði ljósmyndun aðallega verið leið til að skrásetja það sem fyrir augu ljósmyndarans bar, til að endur- spegla raunveruleikann. Rodchenko færði rómantískar og heimspekilegar víddir inn í listformið, svo að mið- illinn var nú orðinn tjáningarform á sama hátt og málverkið. Byltingin fer í hringi Eins og eðlilegt getur talist er myndefni Rodchenkos mjög „ sovéskt“ en það kemur berlega í ljós í sýningunni á Kjarvalsstöðum. Verka- fólk, iðnvæðing og hið nýja samfélag eru helstu þemu í verkum hans. Það er á vissan hátt kaldhæðni örlaganna að þessi sósíalísku samstarfsverkefni Majakovskís og Rodchenkos í auglýs- ingalist áttu eftir að umbylta auglýs- ingum og hönnun í hinum vestræna heimi. Vestrænar og þar með kapítal- ískar auglýsingastofur fengu margar hugmyndir sínar frá kollegum sínum í austri. Byltingin fer í hringi. Eftir dauða Leníns höfðu Sovét- ríkin tekið örum breytingum sem konstrúktívistarnir héldu ekki í við. Majakovskí var vonsvikinn vegna þess hvernig stefna Stalíns þróaðist. Hann framdi sjálfsmorð árið 1930. Rodchenko fylltist einnig efasemd- um um ríkisstjórn móðurlandsins og síðustu ár ævinnar var honum meinað að vinna og sýna verk sín. Þrátt fyrir þennan kaldranalega endi á konstrúktívismanum eru áhrif hans og Rodchenkos á nútímalist ótvíræð. Það er því sönn ánægja að sjá yfir- lit á verkum Rodchenkos í Reykjavík og mælir undirritaður eindregið með sýningunni fyrir alla list-, ljósmynda- og jafnvel stjórnmálaunnendur. n Myndlist Þórður Ingi Jónsson thordur@dv.is Rodchenko Verk Alexanders Rodchenko, Stairs, 1930. PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA OG GÆÐI GANGA FYRIR VIÐ VEITUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR GÓÐ RÁÐ OG AÐSTOÐUM VIÐ VALIÐ KJÖT- OG FISKBORÐ SHIP-O-HOJ ER ALLTAF DEKKHLAÐIÐ AF FERSKRI GÆÐAVÖRU HEITUR MATUR Í HÁDEGINU WWW.SHIPOHOJ.IS HEITUR BAKKAMATUR ER Á BOÐSTÓLUM HJÁ SHIP-O-HOJ ALLA VIRKA DAGA Á MILLI KL. 11.30 & 14.00 HUMARSÚPA, ÚRVAL FISK- OG KJÖTRÉTTA – FRÁBÆR HEIMILISMATUR HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ 421-6070 // RNB@SHIPOHOJ.IS S K IS S A NÝTT HJÁ SHIP-O-HOJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.