Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 20
20 Fréttir 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Koss páfa gladdi fílamann n Vinicio Riva átti innilega stund með páfa E ins og frægt er orðið kyssti Francis páfi hinn afmyndaða Vinicio Riva – sem stundum er kallaður fílamaðurinn – á torgi heilags Péturs í Vatíkaninu. Riva, sem hefur lengi glímt við ættgengan sjúk- dóm sem veldur afmyndun líkam- ans, hefur nú lýst upplifun sinni af platónskri stund þeirra páfa. „Hjarta mitt sló svo hratt, að ég hélt að ég dæi,“ sagði Riva í samtali við breska blaðamenn, en hann er kaþólskur, og bætti við: „Mér leið eins og ég væri staddur í paradís. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um, þrátt fyrir ófrýnilegt útlit mitt. Ég smita ekki, en hann vissi það ekki.“ Francis páfi, sem er Argentínu- maður, hefur gegnt stöðunni í átta mánuði. Hann hefur vakið athygli fyrir frjálslyndar áherslur og alþýð- lega framkomu. Sem dæmi hefur hann þvegið fætur heimilislausra, boðið fátæklingum í mat og hr- ingt persónulega í sjúka og veitt þeim blessun sína. Eftir að hann var kjörinn af kardínálum hefur fjöldi kaþólikka aukist verulega í Bretlandi, Ítalíu, Spáni, Frakklandi, Bandaríkj- unum og víðar og hafa menn kallað fjölgunina „Francis áhrifin“. Riva er ekki hissa á vinsældum páfa og segir nærveru hans guðdóm- lega. „Hann nálgaðist mig án þess að mæla orð frá munni. Mér leið eins og hjarta mitt yfirgæfi líkama minn. Fyrst kyssti ég hönd hans og á með- an strauk hann mér um höfuðið. Síð- an hallaði hann sér að mér, faðm- aði mig og kyssti. Faðmlagið varaði sennilega í mínútu en fyrir mér virt- ist það eilíft.“ n Frægur koss Francis páfi veigrar sér ekki við að handfjatla afmyndað andlit Riva. Myndin er tekin rétt fyrir kossinn fræga. 13 ára nauðgaði 10 ára stúlku 13 ára drengur játaði fyrir velskum dómstól að hafa nauðgað 10 ára stúlku og misnotað hana á marg- víslegan hátt yfir tveggja ára tímabil. Sökum lágs aldurs var hann ekki dæmdur til fangelsis- vistar, en þarf þess í stað að dúsa á endurhæfingarheimili fyrir unga brotamenn og hefur auk þess ver- ið settur á lista breskra yfirvalda yfir kynferðisafbrotamenn. Dreng- urinn, sem er frá Llandudno í Wales, hafði um langt skeið verið háður internet-klámi og skoðaði ýmiss konar klámefni í hverjum degi. Þá voru leiddar líkur að því við aðalmeðferð málsins að hann hafi, hugsanlega oftar en einu sinni, séð móður sína hafa kyn- mök við sambýlismann sinn. Dómarinn í málinu, Niclas Parry, skaut föstum skotum að móður drengsins og að það væri henni að kenna að hann þekkti ekki muninn á réttu og röngu. Lögmaður drengsins bar að hann hafi orðið fyrir barðinu á líkam- legri og andlegri misnotkun; van- ræktur af móður sinni og barinn af sambýlismanni hennar. Óeðlileg tölvunotkun drengsins hafi hún látið óáreitta. Strákurinn þiggur nú sálfræðimeðferð á unglinga- heimilinu. Búist er við að móðirin og sambýlismaður hennar verði ákærð fyrir meðferðina á honum. Skilin eftir að hafa unnið tugi milljarða n Hjónabandið varð fyrir óbætanlegum skaða n Unnu risapott í Euromillions H jónin sem hrepptu risa- lottópott í Euromillions í fyrra eru skilin. Hjónin heita Adrian og Gillian Bayford en fyrir fyrsta vinning fengu þau 148 milljónir punda, sem sam- svara um 29 milljörðum íslenskra króna. Peningarnir hafa sannarlega ekki gert þau hamingjusöm hjón því fjölmiðlar í Bretlandi greina frá því að þau séu nú skilin eftir að hjóna- band þeirra varð fyrir óbætanlegum skaða. Þau neita alfarið að tjá sig um málið við breska fjölmiðla en þau komust í heimsfréttirnar eftir að þau gáfu sig fram eftir að hafa hreppt þennan risapott. Það er breska dagblaðið The Daily Mail sem greinir frá málinu en þar kemur fram að Gillian búi nú í húsi sem kostar sex milljónir punda, eða um einn milljarð íslenskra króna, en það er húsið sem hjónin fyrr verandi fjárfestu í eftir að hafa hreppt lottó- vinninginn. Adrian býr í íbúð sem kostar um 98 milljónir íslenskra króna. Vildu verja meiri tíma með fjölskyldunni Áður en þau duttu í lukkupottinn starfaði Gillian á næturvöktum á sjúkrahúsi en Adrian rak litla hljóð- færabúð þar sem hann seldi einnig notaðar hljómplötur. „Hvorugt okkar nær að fanga hve há upphæð þetta er,“ sagði Adrian í fyrra þegar þau hrepptu vinninginn. „Við höfum ávallt unnið fyrir okkar og safnað fyrir ferðalögum. Við höfum ekki farið fram úr okkur þegar kemur að eyðslu og höfum unnið eins og hestar fyrir því sem við eigum,“ sagði Adrian fyrir ári og bætti við að þessi vinningurinn myndi gera það að verkum að þau gætu varið meiri tíma með fjölskyldunni. „Þessi peningur kom á réttum tíma fyrir okk- ur og mun öll fjölskyldan njóta góðs af honum. Við munum deila þessum peningi svo að líf þeirra sem standa okkur næst muni batna.“ Meðal þeirra ríkustu í Bretlandi Þegar þau fögnuðu þessum vinningi pöntuðu þau pítsu frá Domino‘s og ákvað Bayford að halda áfram með rekstur verslunar sinnar. Hann neyddist þó síðar til að loka versl- uninni eftir að hafa orðið fyrir miklu áreiti vegna nýfengins auðs. Athyglin virðist hafa haft mik- il áhrif á þau en þau komust á lista yfir ríkasta fólk Bretlands þar sem þau sátu í 488. sæti, rétt á eftir Bítl- inum Ringo Starr og voru 23 milljón- um punda ríkari en tónlistarmaður- inn Eric Clapton. Þeir sem þekkja til þeirra segj- ast hafa fundið fyrir óhamingju í hjónabandi þeirra um nokkurt skeið eftir að þau eignuðust þessa pen- inga. „Það er mikil synd því þetta var yndisleg fjölskylda. Það glöddust allir yfir því þegar þau duttu í lukku- pottinn,“ hefur breska dagblaðið The Sun, sem einnig fjallaði um skilnað- inn, eftir nánum vini hjónanna á vef sínum. n Meðan allt lék í lyndi Gillian og Adrian Bayford hér með lottó­ vinninginn. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is „Þessi peningur kom á réttum tíma fyrir okkur og mun öll fjölskyldan njóta góðs af honum. Aldraður í haldi í Norður-Kóreu 85 ára Bandaríkjamaður, Merrill Newman, er sagður vera í haldi yfir valda í Norður-Kóreu. Frá þessu greindi bandaríski fjölmið- illinn Bay Area News á fimmtudag. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Newman hafi komið til Norður- Kóreu sem ferðamaður í gegnum kínverska ferðaskrifstofu. Er hann sagður hafa verið leiddur frá borði flugvélar sem var á leið frá landinu fyrir þremur vikum. Hvorki yfir- völd í Bandaríkjunum né Norð- ur-Kóreu hafa staðfest tíðindin en yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð vera að skoða málið. Flugvél föst á of litlum flugvelli Ein stærsta flutningaflugvél heims situr föst á flugvelli í Wichita í Bandaríkjunum. Vélin lenti á flug- vellinum fyrir mistök og síðar kom í ljós að flugbraut vallarins er of stutt fyrir vélina til að hún kom- ist á loft með öruggum hætti. Vél- in sem um ræðir er af gerðinni Boeing 747 Dreamliner og er talin þurfa að minnsta kosti 2.780 metra langa braut. Brautin á flug- vellinum í Wichita er hins vegar einungis 1.860 metra löng. Óvíst er til hvaða bragðs verður gripið til að koma vélinni burt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.