Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Side 25
Sport 25Helgarblað 22.–24. nóvember 2013 voru nískir á boltann,“ sagði Eiður í viðtali við Morgun­ blaðið eftir Spánarferðina. Hann lýsti því í viðtali við DV 7. maí 1994 að hann væri ákveðinn í að ger­ ast atvinnumaður. „Ég er ekkert að stressa mig á því hvenær það verður. Ég hugsa núna fyrst og fremst um að spila hérna heima og ætla að láta sumarið líða og sjá síðan til hvað gerist í haust. Það yrði í fyrsta lagi þá sem ég færi út,“ sagði Eiður. Samdi við PSV Raunin varð sú því hol­ lenska liðið PSV samdi við Eið eftir fyrsta sum­ ar hans með Val. Fyrsta tímabilið spilaði Eiður með varaliðinu en annað tímabilið var Eiður kallaður inn í aðal­ liðið eftir að Brasilíu­ maðurinn Rona­ ldo, sem síðar átti eftir að verða besti knattspyrnumaður heims, meiddist. Eið­ ur skoraði 3 mörk í 13 leikjum þetta tímabil og var þegar þarna var komið sögu farinn að banka upp á hjá A­ landsliðinu. Í apríl 1996 voru bæði Eiður og faðir hans valdir í hópinn fyrir vináttuleik gegn Eistum og var Arnór í byrjunarliðinu en Eið­ ur á bekknum. Hefðu þeir verið báðir inni á samtímis hefðu þeir orðið fyrstu feðgarn­ ir í sögunni til að spila landsleik saman, en þess í stað kom Eið­ ur inn á fyrir föður sinn. Þessi ákvörðun landsliðsþjálfarans, Loga Ólafssonar, vakti mismikla kátínu og lofaði hann að þeir fengju að spila saman í fyrsta leik undankeppni HM þegar Íslendingar mættu Makedóníumönnum 1. júní 1996. Áður en kom að því meiddist Eiður illa í leik með U21 árs lands­ liðinu er hann ökkla­ brotnaði og varð því aldrei neitt úr því að þeir lékju saman með lands­ liðinu. Eiður var lengi að glíma við meiðslin og það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að hann lék aftur knattspyrnu. Útlitið var ekki bjart Eiður gafst ekki upp og í maí 1998 fór hann á láni frá PSV til KR og er óhætt að segja að hann hafi ekki verið í sínu besta formi eftir að hafa glímt við meiðslin. Guðmundur Benediktsson íþróttaf­ réttamaður spilaði með Eiði Smára í U21 árs landsliðinu og var í KR þegar Eiður sneri til baka eftir meiðslin. Þó að Eið­ ur hafi ekki verið í sínu besta formi segist Guðmundur alltaf hafa haft trú á að hann myndi ná langt. „Ég átti alveg von á að hann færi langt ef hann næði sér af meiðsl­ unum. Það var aldrei spurning hvert hann var að fara og það voru bara meiðslin sem gátu komið í veg fyrir það. Auðvitað var útlitið ekkert sérstaklega bjart á þessum tímapunkti en hann hafði tímann til að koma sér í form. Hæfileikarnir sem voru og eru þarna til staðar eru engu líkir,“ segir Guðmundur og bætir við að hann útiloki ekki að meiðslin hafi hjálpað Eiði. „Þeir íþróttamenn sem hafa náð einna lengst hafa margir lent í áföllum, jafnvel stórum snemma á ferlinum, og þá er eins og menn verði þakklátari fyrir það að vera heilir og gera meira í því að sjá til þess að haldast heilir. Ég er ekki frá því að þetta hafi hjálp­ að honum þótt þetta hafi verið leiðinlegt á sínum tíma.“ Eiður lék ekki marga leiki þetta sum­ ar en var þrátt fyrir það boðið til æfinga hjá Bolton í Englandi. Þar stóð hann sig nægjanlega vel til að vera boðinn samn­ ingur. Bolton fékk Eið frítt og er óhætt að segja að forsvarsmenn Bolton hafi dottið í lukkupott­ inn þótt þeir hafi vissu­ lega tekið áhættu. Menn brostu út í annað Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðs­ maður, var í Bolton þegar Eiður kom til fé­ lagsins sumarið 1998. „Við vorum í æfingabúð­ um á Írlandi þegar hann kom til móts við liðið. Ég man að menn brostu út í annað þegar þeir sáu lík­ amlegt atgervi hans. Það entist þar til eftir fyrstu æfinguna þegar menn sáu hvað hann gat,“ rifj­ ar Arnar upp. Eiður kom sér hægt og bítandi í form og var farinn að spila reglulega eftir ára­ mót tímabilið 1998/1999. Liðið lék á þeim tíma í næstefstu deild Englands. Í septem­ ber 1999 skoraði Eiður fyrsta landsliðs­ mark sitt fyrir Ísland og í kjölfarið sló hann rækilega í gegn með Bolton og skoraði 21 mark í 55 leikjum á sínu öðru tímabili. Forsvarsmenn Bolton ákváðu að selja Eið sumarið 2000 vegna fjárhagsvandræða og fór svo að Chelsea, sem lenti í 5. sæti úr­ valsdeildarinnar árið áður, keypti Eið á fjórar milljónir punda. Það er í raun óþarfi að fara mörgum orðum um glæstan fer­ il Eiðs hjá Chelsea. Hann myndaði eitt hættulegasta framherja par deildarinn­ ar með Jimmy Floyd Hasselbaink og varð Englandsmeistari með liðinu árin 2005 og 2006. Eiður skoraði samtals 75 mörk fyr­ ir Chelsea á sex tímabilum og skipaði sér sess meðal bestu leikmanna áratugarins í ensku úrvalsdeildinni. Arnar segir að margir geri sér ekki al­ mennilega grein fyrir því hversu góður Eiður var í Englandi. „Hann var að keppa við stórstjörnur hjá Chelsea og halda þeim út úr liðinu. Dæmi um það er Gianfranco Zola sem þurfti að sætta sig við að vera á bekknum þegar Eiður kom þangað,“ seg­ ir Arnar en Zola er af mörgum talinn einn besti útlendingurinn sem spilað hefur í úrvalsdeildinni. „Fyrra árið undir stjórn Mourinho, tímabilið 2003/2004, var hann einn af þrem­ ur lykilmönnum Chelsea,“ segir Arnar en það tímabil varð Chelsea Englandsmeistari. Aftur til Barcelona Tólf árum eftir að hafa æft með Barcelona sem stráklingur kom spænska stórliðið og gerði Chelsea tilboð í Íslendinginn sem ómögu­ legt var að hafna. Á þeim tíma, árið 2006, var Roman Abramovich búinn að eignast Chelsea og kaupa hvern leikmanninn á fætur öðrum til félagsins. Eið­ ur ákvað því að ganga í raðir Barcelona þar sem honum var ætlað að leysa sænska marka­ hrókinn Henrik Larsson af hólmi. Talið er að Barcelona hafi greitt tólf millj­ ónir evra fyrir Eið Smára. Hann byrjaði frábærlega með Börsungum og skoraði sigurmark þremur mínútum fyrir leiks­ lok í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann skoraði svo gegn sínum gömlu félögum í Chelsea í Meistaradeildinni í október 2006 og hélt áfram að skora mikilvæg mörk fyrir félagið. Hann skoraði tólf mörk á sínu fyrsta tímabili og aðeins Samuel Eto'o, Ronaldinho og Lionel Messi skor­ uðu fleiri mörk. Síðasti leikur Eiðs Smára í treyju Barcelona var úrslitaleikur Meist­ aradeildarinnar gegn Manchester United vorið 2009. Eiður var ónotaður varamað­ ur þegar Barcelona vann 2–0 sigur en varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að vinna Meistaradeildina. Erfiðir tímar Sumarið 2009 tilkynnti Josep Guardi­ ola, stjóri Barcelona, að Eiður mætti yf­ irgefa félagið. Svo fór að Eiður samdi við Monaco og við tóku erfiðir tímar hjá okk­ ar manni. Eiður átti erfitt uppdráttar í Monaco sem átti í tómu basli í frönsku deildinni. Eftir 11 leiki og ekkert mark var Eiður lánaður til Tottenham þar sem hann sýndi ágæta takta. Á lokadegi félaga­ skiptagluggans 2010 fór Eiður á frjálsri sölu til Stoke. Eiður passaði engan veg­ inn inn í leikskipulag stjórans, Tony Pulis, og lék í það heila aðeins fimm leiki þar til hann var lánaður til Fulham í janúar 2011. Eftir að lánssamningurinn var búinn var Eiður látinn fara frá Stoke og samdi hann við AEK í Aþenu á frjálsri sölu í júlí 2011. Í október það ár fótbrotnaði Eiður og var frá keppni fram í apríl 2012. Í júlí komst hann að samkomulagi við stjórn AEK um að vera leystur undan samningi vegna fjárhagsvandræða Aþenu liðsins. Eiður fór í kjölfarið á kunnug legar slóð­ ir, til Belgíu, þar sem hann samdi við Cercle Brugge. Eiður var einn besti mað­ ur liðsins og skoraði 7 mörk í 14 leikj­ um áður en hann samdi við nágranna­ liðið, Club Brugge, í janúar á þessu ári. Eiður hefur verið inni og út úr liðinu undanfarnar vikur og er alls óvíst hvað tekur við hjá þessum besta knattspyrn­ umanni Íslandssögunnar að tímabili loknuw. Þó að Eiður hafi átt erfitt upp­ dráttar hjá félagsliðum sínum undanfar­ in misseri hefur hann notið þess að spila með landsliðinu og spilað vel. Miðað við frammistöðu hans og líkamlegt form á Eiður nóg eftir og aldrei að vita nema hann klæðist treyju landsliðsins aftur. Það er að minnsta kosti alltaf pláss fyrir góða leik­ menn í íslenska landsliðinu – skiptir þá engu hvort viðkomandi er 35 ára. n „Ég man að menn brostu út í annað þegar þeir sáu lík- amlegt at- gervi hans Evrópumeistari Eiður fagnar hér Meist- aradeildartitlinum vorið 2009. Mynd rEutErS Síðasti heimaleikurinn? Eiður gengur af velli eftir jafnteflið gegn Króatíu á Laugardalsvelli fyrir viku. Mynd Sigtryggur Ari 20.júní 2000 Finndu þinn tón ...og leiktu af fingrum fram! Þú finnur þinn tón í Hagkaup, Lyfju, Lyfjum & Heilsu og víðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.