Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 38
„Flestir kennarar og foreldrar ættu að sjá þessa mynd“ Disconnect Leikstjóri: Henry Rubin 38 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Óvenjulegur leikþokki“ Sveinsstykki Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Vill ekki lifa hratt Söngkonan Sigríður Thorlacius vill finna fyrir sönnum anda jólanna. Hún sendi nýverið frá sér nýja jólaplötu þar sem yrkisefnið er ljós og friður. Það er í hennar anda, enda er hún gömul sál og gefur lítið fyrir markaðssetninguna sem einkennir jólavertíðina. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Sigríði um jóla- plötuna, söngferilinn, hljómsveitarlífið í Hjaltalín, uppvöxtinn og hvað hún lærði af erfiðum systurmissi. S igríður tekur á móti blaða- manni í íbúð sinni í mið- borginni. Íbúðin er agnarlítil en hlýleg og hlaðin persónu- legum munum í gömlum stíl. Hún segist enda gömul sál og býður ekki í að skreyta hjá sér fyrir jólin. „Ég læt mér nægja að kveikja á kerti,“ seg- ir hún og hlær. „Skrautinu yrði ofauk- ið hér. Það yrði bara eins og allt væri í drasli.“ Hún býður upp á espressokaffi úr forláta kaffivél og býður til sætis. Í námunda við hana er ferðataska. Allt er klappað og klárt fyrir tón- leikaferðalag til Kanada með félög- um hennar í Hjaltalín. Hún er rósemin uppmáluð þrátt fyrir að vera að leggja í hann inn- an fárra klukkustunda. „Við spilum í Toronto, Quebec og Montreal og svo endum við í New York, þar býr okkar ástkæra Rebekka, sem var með okkur í Hjaltalín.“ Er enginn púrítani Sigríður sendi nýlega frá sér jóla- plötu. Platan heitir Jólakveðja og lög- in eru samin af Guðmundi Óskari Guðmundssyni bassaleikara og Bjarna Frímanni Bjarnasyni, píanó- og fiðluleikara. „Þetta eru allt saman ný lög við gömul jólaljóð. Þetta er ekki dæmigerð jólaplata, hún er há- tíðleg en hún er lágstemmd,“ segir Sigríður og fær sér sopa af kaffi. „Ég er jólabarn og þykir vænt um jólin en á sama tíma finnst mér samfé- lagið fjarlægjast anda jólanna. Ég vil ekki hljóma eins og Skröggur en við ræddum um áherslurnar og vor- um sammála um að finnast fólk sem við umgöngumst þreytt á því hvern- ig andi jólanna er notaður í auglýs- ingar: Endilega kauptu þetta potta- sett af því að jólin eru tími kærleika,“ segir Sigríður og brosir út í annað. „Ég er enginn púrítani en mér leiðist að hlusta á jólalög í nóvember og myndi gjarnan vilja minni asa. Ég myndi vilja hverfa til baka í þessum efnum.“ Fundu gömul jólaljóð Lög plötunnar endurspegla þessa þrá eftir gamalli tíð. Textarnir eru ljóð – þau elstu frá aldamótum 1900 og þau yngstu frá árinu 2000. „Mér hefði aldrei dottið sjálfri í hug að gera jólaplötu en hugmyndin að baki plötunni fannst mér svo heillandi að ég ákvað að slá til. Við blöðuðum í gegnum ljóða- bækur og fengum aðstoð við það frá fólki. Ég hugsaði með mér að það yrði erfitt að finna gömul jólaljóð sem hafa ekki verið notuð. Það var ekki endilega hugmyndin að þetta væru ljóð sem hefðu ekki verið snert en við vildum samt gera eitthvað nýtt. Ég var glöð og hissa á hvað ég fann mikið af fallegum ljóðum og eft- ir konur líka.“ Fegurðin í einfaldleikanum Á meðal þeirra skálda sem eiga ljóð á plötunni eru Jóhannes úr Kötlum og Jakobína Sigurðardóttir. Eitt ljóð- anna fann Sigríður þegar hún fletti bókum í bókabúð og það er það ljóð sem henni finnst hvað fallegast á plötunni. „Ég hafði aldrei heyrt eitt ljóð sem mér fannst ótrúlega fallegt. Það er eiginlega eina ljóðið sem er ekki sannkallað jólaljóð, það heit- ir Frostrós á gleri og er eftir Höllu Eyjólfsdóttur. Ég rakst á ljóðabókina í bókabúð og heillaðist, ég henti pen- ing á borðið og keypti bókina og lagið við ljóðið er virkilega fallegt hjá Guð- mundi og Bjarna. Þeir hafa samið lögin út frá ljóðunum, þau eru mjög söngvæn og ég er hrifin af útkomunni. Það er ekki mikið um jólabjöllur eða slíkt, feg- urðin er í einfaldleikanum.“ Leiddumst Síðustu ár hafa verið annasöm hjá Siggu. Rétt fyrir síðustu jól gaf hún út plötuna Enter 4 með Hjaltalín. Platan fékk lofsamlega dóma og risti djúpt. Ekki að ósekju því platan var að ákveðnu leyti uppgjör við veikindi Högna Egilssonar, söngvara sveitar- innar, sem glímdi við geðhvarfasýki. Hljómsveitin þurfti að standa þétt saman og styðja við veikan félaga sinn. Sigríður minnist tímans með kærleika. „Við gáfum út plötu í fyrra sem kom öllum á óvart, hún kom út á skrýtnum tíma og hún var erfið í vinnslu. Högni var veikur og var fjarri við kynningu plötunnar. Við gátum ekki sagt frá því, veikindin lágu í loft- inu. Hann lá inni á meðan við fórum í viðtöl og auðvitað var tekið eftir því. Annaðhvort hefðum við hætt við eða gert þetta svona. Við leiddumst öll í gegnum þetta. Studdum við félaga okkar. Þetta var erfitt – stormur. En þessi tími er fallegur í minningunni. Hann steig svo sjálfur fram og sagði frá veikindum sínum. Þegar ró féll yfir allt saman fór fólk að hlusta á plötuna og við fengum góða dóma. Við fórum þessa leið og okkur fannst við vera að byrja upp á nýtt. Nú er það spurningin hvort við höld- um áfram á þessari braut eða förum enn aðra leið.“ Á eigið líf Nú fylgja þau í hljómsveitinni Hjalta- lín plötunni eftir. Sigríður segir allt hafa lukkast á besta veg. Þeim geng- ur vel að stilla saman strengi sína í sveitinni en eiga sér öll eigið líf í bransanum. „Okkur hefur tekist að vera í þessari hljómsveit en eiga samt okk- ar líf. Við eigum líf saman og í hvert í sínu lagi. Ég get bæði verið í Hjalta- lín og sinnt eigin verkefnum. Ef ég skipulegg mig get ég framkvæmt svona klikkaðar hugmyndir, eins og að búa til jólaplötu á nokkrum vik- um,“ segir hún og kímir og segir að þau hafi ekki hafið vinnsluna fyrr en í október. Guðfræði eða húsgagnasmíði Hún hefur yndi af því að starfa við tónlist. Hún hefur sungið frá blautu barnsbeini og er ánægð að fá að gera það sem hún er góð í. Ef henni dytti í hug að hætta í tón- list gæti hún hugsað sér að læra hús- gagnasmíði, gerast grænmetisbóndi eða læra guðfræði. „Mér finnst stundum gott að láta hugann reika um aðra hluti. Hvað gæti beðið mín ef svo ólíklega vildi til að ég fengi einn daginn nóg af tónlist. Ég myndi nefnilega hætta um leið og Tónlist Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Ég var svolítið rugluð á tímabili eftir að hún dó „Ég er enginn púrítani en mér leiðist að hlusta á jólalög í nóvember. „Við leiddumst öll í gegnum þetta“ Sigga segir síðustu jól hafa verið erfiðan tíma, en hún lítur til baka og minnist hans með kærleika. MynD SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.