Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 22.–24. nóvember 2013 Þ rjár járnstangir sem stóðu lóðréttar upp úr jörðinni í hlíðum skíðasvæðisins við Jafnasel í Breiðholti voru fjar­ lægðar eftir athugasemd af hálfu blaðamanns DV. Stangirnar voru staðsettar fyrir miðju skíðasvæðisins og ollu mikilli hættu fyrir þau fjöl­ mörgu börn sem þangað koma að leika sér. Blaðamaður ræddi við áhyggju­ fulla móður sem kom auga á um­ ræddar járnstangir. „Ég var með strákinn minn þarna og mér blöskraði að sjá krakka leika sér í kringum þetta því það þarf lítið til að alvarleg slys eigi sér stað,“ segir móðirin. Hún segir óskiljanlegt að ekki hafi eitthvað verið gert til að minnka slysahættu ungra barna sem sækja í þessa vinsælu skíðabrekku. „Þetta hefur ekki verið girt af og það eru ekki nema tveir metr­ ar í næsta stökkpall svo krakkar eru að renna sér niður á einmitt þessu svæði,“ segir hún og bendir á að stangirnar séu nokkuð faldar í snjó­ num og því sé ekki auðvelt að koma auga á þær. Þegar blaðamaður hafði samband við Hafstein Hrafn Grétarsson, starfs­ mann frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar, brást hann strax við og setti sig í samband við Ásberg K. Ingólfsson hjá verkfræðistofunni VSÓ Ráðgjöf. Að sögn Ásbergs voru járnteinarnir notaðir til að útbúa línu fyrir undirstöðu timburpalls sem þarna er í smíðum og var þetta steypt fyrir tveimur til þremur vik­ um. Járnstangirnar höfðu því staðið ógirtar í meira en hálfan mánuð og skapað mikla hættu fyrir börn sem þarna eru að leik en þær voru fjar­ lægðar eftir ábendingu blaðamanns og segir Ásberg að svæðið umhverfis undirstöður fyrirhugaðs timburpalls verði hér eftir betur afmarkað. „Verktaki harmaði þá yfirsjón sína að teinar hafi ekki verið fjarlægðir að lokinni steypuvinnu við undirstöðu timburpalls og hann mun merkja og girða svæðið eftir þessa ábendingu fréttamanns,“ segir meðal annars í svari Ásbergs. n horn@dv.is Járnstangir fjarlægðar eftir ábendingu DV n Stangirnar stóðu ógirtar í meira en hálfan mánuð n Foreldrar áhyggjufullir Hættulegt Járnstangirnar sköpuðu tals- verða hættu fyrir þau fjölmörgu börn sem koma í brekkuna til að leika sér. Slægi ekki hendi á móti skuldalækkun „Nú get ég alveg játað að ég er í þeim hópi sem gæti fengið skuldalækkun. Við keyptum íbúð á versta tíma, árið 2007. Borguðum út í henni, það fé brann upp í hruninu,“ skrifar Egill Helgason samfélagsrýnir. „Eftir standa verðtryggðar skuld­ ir sem nema um það bil því sem mögulegt væri að selja íbúðina á. Við fengjum varla neitt umfram það, þótt íbúðaverð hafi verið að hækka. Fórum samt hina svokölluðu 110 prósenta leið. Staðan væri auðvitað verri án hennar.“ Egill skrifar pistil á Eyjunni þar sem hann segist ósammála Stefáni Ólafssyni prófessor, sem segist ekki skilja andstöðu fólks við skuldaniður­ fellingum. Egill segir að andstaðan sé ekki við skuldaniðurfellingar, heldur fremur við skort á upplýsingum um hvernig þeim verði hagað, ef þær verða yfirleitt. „Lengi var talað um að þessir pen­ ingar yrðu teknir af erlendum kröfu­ höfum bankanna – sú leið virðist ekki vera fær núorðið. Eða það skilst manni. Þess vegna bíður fólk spennt eftir niðurstöðum starfshóps um skuldalækkanirnar – fyrr er eiginlega ekki hægt að vera á með eða móti,“ skrifar Egill. „Ekki slægi ég hendinni á móti því að skuldir mínar lækkuðu. En það getur líka verið að hægt sé að gera eitthvað skynsamlegra við pen­ ingana. Óvissan er enn svo mikil að ég get ekki metið það.“ Alþingi kærir borgina Alþingi hefur lagt fram kæru á hendur Reykjavíkurborg fyrir meint stjórnarskrárbrot. Þing­ ið kærir ákvörðun borgarstjórnar um að samþykkja deiliskipulag við Landssímareit í Kvosinni. Telur forsætisnefnd Alþingis að deiliskipulagið brjóti gegn 36. grein stjórnarskrárinnar, þar sem stend­ ur: „Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.“ RÚV greindi frá kærunni á fimmtudag en meirihluti Alþingis telur að borgin sé að leyna raunverulegum áformum um byggingu á Landssímareitnum, að í deiliskipulagi sé talað um að ef hótelstarfsemi fari fram á reitnum þá eigi inngangur hótelsins að vera frá Kirkjustræti. „Áform Reykja­ víkurborgar eru skýr og augljós – byggja á hótel í Landssímahúsun­ um með tengingu við nýbyggingu að Kirkjustræti,“ segir í kærunni að því er RÚV greinir frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.