Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 35
Sakamál 35Helgarblað 22.–24. nóvember 2013 H inar ýmsu kenningar hafa lif- að góðu lífi síðan Kennedy var myrtur. Ásakanir gengu á víxl, hreinar lygar fengu vængi, hálfsannleikur, ill- kvittnisleg plott voru upphugsuð og jafnvel fölsuð gögn skutu upp koll- inum. Svo virtist sem nánast allir sem með einhverju móti var hægt að bendla við málið hefðu einhverju að leyna. Ein þeirra samsæriskenninga sem lengst hafa loðað við morðið á Kenn- edy tengjast mafíunni en áður en lengra er haldið er vert að geta úr- skurðar Warren-nefndarinnar árið 1964. Í hnotskurn var niðurstaðan einföld; morðið á Kennedy tengdist engu samsæri. Sagan segir að sumir nefndarmenn hafi skammast sín fyrir niðurstöðuna og haft var eftir einum þeirra: „Svörin sem við fengum voru ófullnægjandi, en við sóttum málið ekki fastar því þá hefðum við þurft að bera brigð- ur á niðurstöður alríkislögreglunnar, og árið 1964 gerðum við það einfald- lega ekki.“ Annar nefndarmaður var ómyrkari í máli: „Forstjóri FBI, J. Edgar Hoover, laug sig máttlausan fyrir nefndinni; hann laug um Oswald, um Ruby, um vini þeirra, byssukúlurnar, byssuna, bara nefndu það …“ Persónuleg launungarmál Það má leiða líkur að því nefndin hafi tekið rétta ákvörðun í ljósi valda al- ríkislögreglunnar og einkum og sér í lagi J. Edgars Hoover á þessum tíma. Í valdatíð hans sankaði alríkislögreglan að sér upplýsingum um helgustu leyndarmál nánast allra áhrifamanna bandarísku samfélagi og að sjálfsögðu voru þungavigtarmenn í ríkisstjórn Kennedys ekki undanskildir. Með vitneskju sinni gat Hoover mýlt hvern þann sem ógnaði veldi hans og ef samsæriskenningar kæmust á kreik væri hætta á að stoðir alríkislögreglunnar riðuðu til falls og Hoover í kjölfarið. Nefndarmenn gátu vart hugsað til enda afleiðingar þeirra hefndarráð- stafana sem Hoover kynni þá að grípa til. Hvað sem heljartaki Hoover leið þá sveif andi efasemda yfir niðurstöðu nefndarinnar og efasemdaraddir urðu æ háværari. Árið 1979 þegar Hoover var allur og ógnin sem af honum stóð að engu orðin var sett á laggirnar þingnefnd sem gert var að endurskoða niður- stöður Warren-nefndarinnar. Niður- staðan; um samsæri hafði verið að ræða og margt studdi þann úrskurð. Þrátt fyrir þá niðurstöðu má leiða líkur að því að hvað samsæriskenningar áhrærir sé nú aðeins að finna glæður þar sem fyrr meir brunnu eldar. Óvefengjanlegar staðreyndir Ekki hefur verið deilt um að skotum var hleypt af út um glugga á 6. hæð Texas School Book Depository, þar með talið það skot sem banaði Kenn- edy. En við endurmat þingnefndar- innar 1979 komu fram vitni sem sögðu að fleiri skotum hefði verið hleypt af til hægri og fyrir framan bifreið forset- ans; af svæði sem nú kallast „grassy knoll“ eða grösugi hóllinn. Á meðal vitnanna var hermaður í orlofi, Gordon Arnold, sem sagði að einu skoti hefði verið hleypt af fyrir aftan hann, af grösuga hólnum. Hann sagðist hafa rekist á leyniþjónustu- fulltrúa þar sem hefði vísað honum á brott – skotið kom úr þeirri átt. Lögreglumaður nokkur, Joseph Smith, studdi frásögn Gordons, hann hafði rekist á mann að baki hólsins og sagðist sá vera leyniþjónustufulltrúi. En fyrirspurnir nefndarinnar leiddu í ljós að enginn fulltrúi Secret Service hafði verið staðsettur þar. Hvaða mað- ur var þar á ferð? Maður hér og menn þar Fleiri manns báru vitni fyrir nefndinni og sögðust hafa séð eitthvað grun- samlegt; tvo menn á þessum stað rétt fyrir skotárásina; mann á hlaupum frá vettvangi sem síðar settist inn í svarta bifreið og brunaði á brott. Fjöldi skota var einnig eitthvað á reiki, aðeins þrjú skothylki fundust í byggingu bókageymslu Texas en þeir voru til sem sögðust hafa heyrt fjóra skothvelli. Við endursköpun atburða- rásarinnar kom í ljós að Lee Harvey hefði aðeins haft góða yfirsýn í 5 eða 6 sekúndur – nægði sá tími honum til að hleypa af þremur skotum og þar af tveimur með þeirri nákvæmni sem raun bar vitni? Hvað þá fleiri? Endurkast Margt af þessu fór þvert á kenningu Warren-nefndarinnar árið 1964. Sam- kvæmt hennar kenningu hafði einn maður haft ráðrúm til að hleypa af þremur skotum. Svo kenningin stæð- ist leiddu þeir líkur að því að fyrsta skotið hefði lent í aftanverðum hálsi Kennedys, farið út að framan og end- að í bringu Connally ríkisstjóra. Sú kúla sem hafnaði í Connally fannst síðar á sjúkrabörum hans en var nánast óskemmd – hverjar voru líkurnar á því? Sama kúlan hefði ekki getað farið í gegnum háls Kennedy og endað í Connally nema ef hún hefði endurkastast af bílnum, og þá hefði kúlan afmyndast. Sjálfur trúði Conn- ally því ekki að um sömu kúlu hefði verið að ræða; hann heyrði skothvell og hafði samt tíma til að snúa sér til hægri og síð- an örlítið til vinstri áður en hann lyppaðist niður, skotinn í bringuna. Sovéttengingin Þeirri spurningu af hverju Lee Harvey myrti Kennedy hefur aldrei verið svar- að, þökk sé Jack Ruby, sem einhverra hluta vegna var aldrei yfirheyrður al- mennilega. Margt var á huldu hvað Lee Harvey varðaði, en tengsl hans við Sovétríkin, sem þá voru, höfðu ekki farið fram hjá FBI. Reyndar fór um menn innan FBI þegar Lee Harvey var nefndur til sögunnar sem morðingi Kennedy. Maður sem þeir þekktu vel til, sem þeir vissu að hafði á sínum tíma hlaupist undan merkjum og dvalið í Sovétríkjunum, og þeir, í ljósi atburða 22. nóvember, höfðu greinilega að því er virtist ekki fylgst nógu vel með. Inn í vangavelturnar blandaðist Rússagrýlan því Lee Harvey hafði dvalið í Sovétríkjunum í hálft annað ár og haldið dagbók um drauma sína og væntingar til lífsins þar. Sagan segir að sú dagbók hafi verið fölsuð – skrifuð í tveimur áföngum sennilega rétt áður en Lee Harvey sneri aftur til Banda- ríkjanna. Samsæri leyniþjónustunnar Hvaða gerðist eftir að Lee Harvey kom til Moskvu er á huldu. En eitthvað olli því að þegar hann sneri til Bandaríkj- anna og settist að í Dallas hafði hann umbreyst og var þegar þar var komið sögu orðinn annaðhvort fyrirsvars- maður eða leppur samtaka sem vildu fjarlægja Kennedy af hinum pólitíska vettvangi. Samsæriskenning sem bendlaði CIA við morðið á Kennedy varð til. Samkvæmt henni höfðu ákveðnir menn af hægri væng innan leyniþjón- ustunnar ráðið Lee Harvey til að fyrir- koma forsetanum. Enn þann dag í dag er einungis um kenningu að ræða, enda ekkert kom- ið fram sem treyst getur stoðir hennar. Kúba og Castro Í ljósi sambands Kennedy og Castro, leiðtoga Kúbu á þessum tíma, varð nánast óumflýjanlegt að Kúba yrði bendluð við morðið á forsetanum. Leyniþjónustan réð menn úr röðum mafíunnar til að koma Castro yfir móðuna miklu, enda var mafíós- um mörgum hverjum í mun að hefja mafíuna til fyrri vegs og virðingar á Kúbu. En leyniþjónustan hafði ekki er- indi sem erfiði og greip til þess ráðs að setja saman her brottfluttra Kúbu- manna sem skyldi gera innrás á Kúbu. Þeirri innrás, sem kennd er við Svínaflóa, lyktaði hörmulega hvað Bandaríkin áhrærði og leiddi síðar til þráteflis þjóðanna vegna kjarnorku- vopna sem komið var upp á Kúbu með fulltingi Sovétmanna, en það er önnur saga. Sama dag og Kennedy var ráðinn af dögum hitti fulltrúi CIA, Rolando Cubella, ráðherra í ríkisstjórn Castro, í París í Frakklandi. Cubella var orðinn fráhverfur Castro og hafði boðið fram þjónustu sína til að koma Castro fyrir kattarnef. Cubella fékk í hendurn- ar sérhannaðan penna. Penninn var þannig úr garði gerður að sá sem skrif- aði með honum þyrfti ekki að kemba hærurnar. Ekkert varð af tilræði Cubella því Lee Harvey myrti Kennedy áður en til þess kom, og vaknar þá sú spurning hvort það hafi, eftir allt, verið Kúbumenn sem réðu Lee Harvey til að myrða forseta Bandaríkjanna. Vinsælasta kenningin Mafíukenningin hefur löngum notið mestra vinsælda. Hún er í reynd ekki flókin; mafían vildi forsetann feigan vegna þess að hann hafði boðið skipulagðri glæpastarfsemi birginn. Mafían vildi einnig koma forsetanum undir græna torfu því honum hafði mistekist að bola Castro frá völd- um á Kúbu, og var Salvatore „Sam“ Giancana sérstaklega nefndur í því samhengi. Fyrir valdatöku Castro hafði starfsemi mafíunnar á Kúbu verið arðbær með eindæmum. Mafían taldi að ef Kennedy heyrði sögunni til yrði bróðir hans, Bobby, sem gegndi stöðu dómsmálaráð- herra, hornreka ger og sviptur áhrif- um. Bobby fór eðli málsins samkvæmt fyrir stríðinu gegn skipulagðri glæpa- starfsemi. Fræðilega er kenningin ekki fá- ránleg fyrir margra hluta sakir. Í kjöl- far morðsins á Kennedy einangraðist Bobby og lítillar aðstoðar var að vænta frá J. Edgar Hoover. Hoover hafði ávallt verið í nöp við Bobby og alla tíð afneitað tilvist mafíunnar. Með- al þeirra manna sem nefnd- ir voru til sögunnar í tengslum við þátt Bobby að málinu öllu voru mafíósinn Sam Gian cana og stéttarfélagsleiðtoginn Jimmy Hoffa. Sagan segir að augu Bobby hafi einkum og sér í lagi beinst að þessum tveimur dáða- drengjum. Stútfull mappa Í sannleika sagt hafði Hoover örlög Bobby í höndum sér, og slíkt hið sama hafði gilt um Kenn- edy meðan hann var á lífi. Á meðal þess sem Hoover sankaði að sér voru leyndarmál nafntogaðra Bandaríkjamanna; leyndarmál sem vörðuðu kynlífsathafnir þeirra, kyn- hneigð og rekkjunauta. Innihald möppu hans um Kennedy-bræðurna var þvílíkt að hún var við að springa, ef svo má að orði komast. J. Edgar Hoover hafði gögn sem vörðuðu hverja þá konu sem bræðurnir höfðu sofið hjá og sannanir þar að lútandi. Að baki mafíukenningunni liggur sú hugmynd að Lyndon B. Johnson varaforseti hefði gefið Bobby reisupassann að Kennedy gengnum, enda ríkti gagnkvæmt hatur á milli þeirra. Valdalaus gagnvart mafíunni Enginn gat hins vegar rekið J. Edgar Hoover án þess að eiga á hættu að óhreinn þvottur yrði hengdur upp á almannafæri. En Hoover átti sín eig- in leyndarmál; samkynhneigð, klæð- skiptablæti og áfergju í kynsvall – en þau leyndarmál voru mafíunni vel kunn. Því gat hann lítið aðhafst gagn- vart mafíunni sem myndi ekki hika við að svipta hulunni af huliðsmálum Hoovers, ef ástæða krefði. Í raun var mafían hæstánægð með Hoover við stjórnvölinn hjá alríkislög- reglunni og jafnvel áfjáð í að svo yrði áfram svo lengi sem alríkislögreglan héldi sig á mottunni. Giancana var ekki eini mafíustór- bokkinn sem hafði horn í síðu Kenn- edy því Santo Trafficante í Flórída hafði haft á orði að Kennedy „fengi það sem hann átti skilið,“ og þurfti enginn að efast um að hann hugsaði Kennedy þegjandi þörfina. Enn einn mafíósi, Carlos Marcello, var nefndur til sögunnar og talið nokkuð ljóst að hann bjó yfir vitneskju um Lee Harvey Oswald. Seint á 8. áratug síðustu aldar, eftir að Jimmy Hoffa hvarf af yfirborði jarð- ar, heyrðist Trafficante segja: „Carlos Marcello og ég erum nú þeir einu sem þekkja sannleikann um það sem átti sér stað í Dallas,“ og mun hann eiga lokaorðin í þessari yfirreið um það sem gerðist í Dallas fyrir hálfri öld, og eftirmála þess. n Mafíutengingin lífseig Kennedy myrtur n Heimsbyggðin stóð á öndinni fyrir hálfri öld n Einn dáðasti forseti Bandaríkjanna féll fyrir morðingja hendi Skipulögð glæpastarfsemi Hvað vakti fyrir Jack Ruby hefur aldrei komist á hreint en sjálfur sagði hann síðar að hann hefði ver- ið í öngum sínum vegna morðsins á Kennedy og engan veginn getað á sér heilum tekið. Að eigin sögn hafði hann ráðið Lee Harvey bana „til að hlífa frú Kennedy við þeirri raun að vera viðstödd réttarhöld.“ Mörgum árum síðar sagði G. Robert Blakey, yfirmaður sér- stakrar nefndar vegna morðanna á Kennedy og Martin Luther King, sem starfaði frá 1977 til 1979, að líklegasta skýringin hvað varðaði morðið á Lee Harvey væri tengsl við skipulagða glæpastarfsemi, „… Ruby hafði elt hann […] reynt að ná í hann að minnsta kosti þrisvar sinnum á tveimur sólarhringum, áður en hann þaggaði endanlega niður í honum.“ Enginn annar Parkland-sjúkrahúsið í Dallas varð síðasti íverustaður Johns F. Kennedy, Lee Harvey Oswalds og Jacks Ruby. Sá síðastnefndi fór yfir móðuna miklu 3. janúar 1967 á sjúkrahúsinu á sama tíma og undirbúningur vegna nýrra réttarhalda yfir honum voru í fullum gangi. Associated Press hafði eftir ónafngreindum heimildarmanni að Jack Ruby hefði gefið sína síðustu yfirlýsingu 19. desember 1966, af sjúkrabeði sínum á Parkland-sjúkra- húsinu. Hann hefði staðið einn á bak við morðið á Lee Harvey Oswald: „Það er ekkert að fela … Það var enginn annar bendlaður við það.“ Hver sem tilgangur Jacks Ruby var og hvað sem lokaorðum hans líður, hefur nú, hálfri öld síðar, ekki enn fennt yfir morðið á Kenn- edy. Tveggja daga atburðarás lagði grunninn að samsæriskenningum sem ekki sér enn fyrir endann á og kennir þar margra grasa. Heimildir: truelibrary.com, wikipedia.org og fleiri miðlar - þýtt og endursagt n Enn er margt á huldu varðandi morðið n Hafsjór samsæriskenninga Lee Harvey Oswald Vopnaður riffli með komm- únískt rit í hægri hönd. Forsetinn skotinn Tvö skot af þremur hæfðu John F. Kennedy.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.