Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Ríkisstarfsmaður fyrir dómi n Yfirmenn á Hagstofunni vita ekkert um málið M ikil dulúð hvílir yfir máli starfsmanns Hagstofu Íslands en karlmaður á sextugsaldri, sem starfar hjá stofnuninni, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara og er málið nú fyrir dómi. Þinghald er lokað og fást því engar upplýs- ingar um málið hjá embætti ríkissak- sóknara. Maðurinn er enn við störf en yfirmönnum hans hjá Hagstof- unni var ekki kunnugt um málið þegar blaðamaður náði af þeim tali. „Ég hef heyrt einhvern orðróm en það hefur ekki komið neitt staðfest inn á mitt borð,“ segir Ólafur Arnar Þórðarson, starfsmannastjóri Hag- stofunnar í samtali við blaðamann. Manninum verður ekki vikið úr starfi á meðan málið er til með ferðar en Ólafur segir slíkt ekki gert nema menn hafi hlotið dóm. Samkvæmt Gunnari Björnssyni hjá fjármála- og efnahagsráðu- neytinu, sem sér um mál opinberra starfsmanna, ber hvorki ráðuneytinu né öðrum skylda til að upplýsa yfir menn innan opinberra stofn- ana um dómsmál sem höfðuð eru gegn starfsmönnum þeirra. Hvort slíkt sé gert ráðist aðallega af tilefni ákærunnar. „Það er ekki hægt að svara þessu almennt því þetta ræðst af aðstæð- um; hvers konar brot er um að ræða, við hvaða aðstæður og á hvaða tíma það var framið og líka hvers konar starfi viðkomandi gegnir, hvort ákæran hefur áhrif á hans starf eða ekki,“ segir Gunnar. „Ef þetta er eitt- hvað sem gerist utan starfs þá veit yfirmaður sjaldnast af því frekar en aðrir Íslendingar.“ n Ákærður Mál mannsins er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Misnota kerfi Félagsbústaða n Þekkt er að leigjendur félagslegra íbúða áframleigi íbúðirnar E ndurleiga félagslegs leigu- húsnæðis þekkist vel og hef- ur DV heimildir fyrir því að endurleigjendur séu svo bí- ræfnir að gera bæði leig- usamning og tvískrá bæði leigj- anda og leigusala í sömu íbúðina. „Það er ástæðulaust að fólk sem á ekki rétt á að búa í félagslegu hús- næði sé að ryðja frá fólki sem er í brýnni þörf. Að annað fólk sé svo að leigja á markaði og sé svo að borga á okkar verðlagi, að hafa okkur að féþúfu, það er ekki meiningin,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða hf. Leiguverð mikið lægra en á almennum markaði Leiguverð félagslegs húsnæðis er umtalsvert lægra en gengur og ger- ist á almennum leigumarkaði. Til marks um það hefur leiguverð hjá Félagsbústöðum aðeins hækkað um tæp þrettán prósent frá ár- inu 2011, samanborið við um þrjá- tíu prósenta hækkun á almennum markaði á sama tíma. Leiguverð hefur hækkað umtalsvert síðast- liðin misseri og aðeins frá upp- hafi síðastliðins sumar hefur vísi- tala leiguverðs tekið mikinn kipp upp á við. „Það er húsnæðisneyð í borginni, það er bara staðreynd,“ segir Sigurður. Leigjandi og leigjendur skráðir í sama húsnæði DV hefur heimildir fyrir því að mað- ur sem hefur leigt félagsíbúð í hart- nær átta ár hafi síðastliðið ár endur- leigt pari íbúðina, sem er þó nýlega flutt úr íbúðinni. Svo bíræfin voru þau að bæði parið og maður voru skráð í sömu íbúðina. Ekki er um að villast því í þeirri tilteknu blokk eiga Félagsbústaðir hf. aðeins eina íbúð. Birgir Ottósson, forstöðumaður þjónustudeildar Félagsbústaða hf., kannaðist ekki við það tiltekna mál er DV lagði það undir hann, en bað þó um upplýsingar um málið svo hægt væri að rannsaka það. „Hann hefur leigt frá árinu 2005 og hefur verið fyrirmyndarleigjandi, aldrei kvartað og alltaf borgað á réttum tíma,“ segir Birgir. Erfitt að sanna endurleigu „Það kemur fyrir annað slag- ið að við fáum ábendingar um svona og þá eru þær kannaðar. Við reynum allt til að stöðva slíkt. Þetta er svolítið aug- lýst á Barnalandi. Við reynum að rekja það ef við fáum fregnir af því,“ segir Birgir. Hann segir að komist upp um slíkt sé viðkomandi krafinn um endurgreiðslu og gert að flytja úr íbúð- inni. Mjög sjaldgæft sé þó að hægt sé að sanna slíkt og raunar hafi aðeins eitt slíkt mál farið fyr- ir dóm. „Í því máli var það svo bí- ræfið að það var gerður leigu samningur við annan aðila og sá hafði haldið eftir afriti af greiðslukvittunum. Við fórum með það í lögfræðing og lét- um það fara alla leið, viðkomandi greip til varna en við unnum það auðvitað,“ segir Birgir. Hann segir að þó þetta sé eina málið sem hafi far- ið alla leið þá hafi komið önnur mál upp. Í þeim tilvikum hafi sá sem var grunaður um endurleigu oftast bakkað aftur og sagst hafa lánað vini eða félaga íbúðina vegna einhverra ástæðna. Hann ítrekaði að það væri mikilvægt að al- menningur fylgdist með. „Við biðjum fólk um fylgjast með. Og ef það veit af endurleigu að láta okkur vita,“ segir Sigurður. n Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is Misnotkun Endurleiga á félagslegu húsnæði ryður frá fólki sem er í brýnni þörf, segir fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða hf. Erfið sönnunarbyrði Sigurður segir að aðeins eitt mál hafi farið fyrir dóm. Erfitt sé að sanna endurleigu á félagslegu hús- næði. Athygli er vakin á að meðfylgjandi mynd tengist fréttinni ekki beint. MYnd RakEL Ósk siguRðaRdÓttiR „ Í því máli var það svo bíræfið að það var gerður leigusamning- ur við annan aðila og sá hafði haldið eftir afriti af greiðslukvittunum. Þörf á hjálp afar mikil Fjöldi barna á Filippseyjum sem er á vergangi hefur nú náð 1,7 millj- ónum og eru fjölskyldur að flýja þau svæði sem verst urðu úti. Felli- bylurinn Hayian var einn öflugasti fellibylur sem gengið hefur á land í sögunni. Meira en ein milljón heimila eyðilögðust í hamförunum og yfir fimm milljónir barna urðu fyrir verulegum áhrifum. Neyðin er mikil og mikilvægt er að koma hjálp til fólks sem allra fyrst að mati UNICEF á Íslandi, en samtök- in segja að hjálparstarfi miði vel. Síðustu daga hefur verið stöðug dreifing hjálpargagna til þeirra sem eiga um sárt að binda. „Mikill gangur er í hjálparstarf- inu og við náum sífellt að koma fleiri börnum til hjálpar. Þörfin er hins vegar gríðarleg og mikið starf óunnið,“ segir Stefán Ingi Stefáns- son, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi er enn í fullum gangi. Hægt er að leggja hjálparstarfi UNCEF lið með því að senda smáskilaboð- in BARN, í númerið 1900 og styrkja þannig söfnunina um 1.900 krónur. Slösuðust í hálkunni Tveir voru fluttir á slysadeild seint á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags eftir að hafa dottið illa í hálkunni sem var á höfuðborgar- svæðinu. Slysin áttu sér stað í austurborginni og meiddust báð- ir á fæti. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að líklega hafi hinir óheppnu brákast eða brotnað. Lögreglan hafði í ýmsu að snú- ast aðfaranótt fimmtudags og að kvöldi miðvikudags. Einn var handtekinn í Hafnarfirði grunaður um sölu fíkniefna. Þá var ökumað- ur stöðvaður í Kópavogi grunaður um ölvun við akstur og annar á Vesturlandsvegi sem talinn er hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Þá var tilkynnt um innbrot í Hafnarf- irði en þjófurinn hljóp burt þegar íbúar urðu hans varir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.