Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Qupperneq 2
2 Fréttir Helgarblað 6.–9. desember 2013 Útigangsmaður fékk húsaskjól n Fékk smáhýsi afhent á afmælisdaginn n Var einn án heimilis á Selfossi Í þessu tilviki hentuðu ekki þau félagslegu úrræði sem voru til staðar,“ segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar. Dagskráin – Fréttablað Suður­ lands greindi frá því í blaði sínu að þann 15. nóvember síðastliðinn hefði Jóhann B. Guðmundsson fengið þak yfir höfuðið. Jóhann hefur ekki átt fastan samastað undanfarin ár og segja má að hann hafi verið eini heimilislausi íbúinn á Selfossi um nokkurt skeið. Í Dagskránni kemur fram að á fundi bæjarráðs þann 15. nóvember hafi verið samþykkt að kaupa eða leigja smáhýsi fyrir manninn. Húsinu var komið fyrir að Sigtúni 1b en þar er afar gott útsýni yfir Ölfusá. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Eyþór Arnalds ásamt Jóhanni, daginn sem húsið var af­ hent, 24. nóvember. Eyþór segir að með þessu úrræði sé öryggi einstak­ lingsins sem um ræðir tryggt auk þess sem húsið veiti honum skjól. Því er spáð að mjög kalt verði í veðri á næstu dögum, svo húsnæð­ ið kemur sér sjálfsagt afar vel núna yfir kaldasta tímann. Mikilvægt að styðja þá sem minna mega sín Eyþór segir aðspurður að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða. Samfélagið hafi fylgst með Jóhanni um nokkurt skeið. Bæjarráð hafi viljað finna lausn á málum hans. „Það er mikilvægt að styðja þá sem minna mega sín til að styrkja sig. Það er hugsunin að baki þessari aðgerð,“ segir Eyþór. Hann segir að málið hafi fyrst komið til umræðu í bæjarráðinu fyrir um ári. Þegar ljóst hafi verið að önnur úrræði hentuðu ekki í þessu tilviki hafi verið gripið til þessa ráðs. Hann segir aðspurður að húsið sem fengið var sé ekki ósvipað þeim sem sett hafi verið upp fyrir úti­ gangsmenn úti á Granda í Reykja­ vík. „Í því er sturta og aðstaða til eldunar,“ segir hann. Einhugur var í bæjarráði um þessa lausn, að sögn Eyþórs. Einstakt úrræði Eyþór á ekki von á því að þeir sem ekki hafi húsnæði flykkist austur yfir heiðina, í leit að lausn sem þessari. „Svona mál verða alltaf skoðuð út frá aðstæðum hvers og eins. Þetta varð í þessu tilviki loka­ niðurstaðan, eftir að búið var að reyna önnur.“ Kostnaður bæjarfélagsins vegna úrræðisins er nokkrar milljónir, að sögn Eyþórs, en samkvæmt upp­ lýsingum DV er gert ráð fyrir því að leigutekjur komi á móti. Afhending á afmælisdeginum Í Dagskránni er greint frá því að Jóhann, eða Jói, hafi verið hæst­ ánægður með nýju húsakynnin og að hann hafi ekki átt orð yfir her­ legheitin. Þar kemur einnig fram að svo skemmtilega hafi viljað til að þeir Jóhann og Eyþór hafi báð­ ir átt afmæli 24. nóvember síðast­ liðinn, daginn sem Jóhanni var af­ hent húsið. Að því tilefni hafi Eyþór fært Jóhanni afmælisköku og mjólk – sem hann einmitt heldur á á myndinni. n „Það er mikil- vægt að styðja þá sem minna mega sín til að styrkja sig Kátir kappar Eyþór og Jóhann eiga sama afmælisdag. Afhendingu hússins bar upp á þann dag, 24. nóvember. Mynd dAgsKráin sElfossi Baldur guðmundsson baldur@dv.is Allt að 60% afsláttur af matvöru A llt að 60% afsláttur er veittur af matvöru á sérstökum af­ sláttarkvöldum sem stóru matvörukeðjurnar halda fyrir starfsmenn sína. Í sumum til­ fellum er starfsmönnum samstarfs­ fyrirtækja einnig boðið til herlegheit­ anna, sem oft eru nefnd birgjakvöld. Í vikunni voru til að mynda haldin slík kvöld hjá Norvik, sem rekur með­ al annars Krónuna og Intersport, þar sem afsláttur var upp á 5–30% af völdum vörum. „Það er gefinn út listi yfir ýmsa vöru svo sem kjöt og gos og þessar helstu jólavörur sem fólk er að kaupa og við veitum góð­ an afslátt af því,“ segir Kristinn Skúla­ son, rekstrar stjóri krónunnar. Hann segir meiri afslátt á starfsmanna­ kvöldunum en gefnir eru út sérstak­ ir aðgöngumiðar að þeim. „Þetta er svona eins og viðbótarjólagjöf til starfsmanna,“ segir Kristinn. Svipað fyrirkomulag er á starfsmannakvöldi Hagkaupa samkvæmt upplýsingum frá Högum, þar fá starfsmenn að­ gangsmiða senda með launaseðlun­ um sínum. Hjá Högum fengust þær upp­ lýsingar að starfsfólki Bónuss væri ekki boðið upp á slík afsláttarkvöld. „Álagningin þar er svo lág að hún býður ekki upp á það,“ sagði tals­ maður fyrirtækisins. Birgjakvöld Haga var haldið í Smáralind í vikunni. Þá voru all­ ar verslanir fyrirtækisins opnaðar aftur hálftíma eftir að þeim hafði ver­ ið lokað, fyrir sérstaka gesti, starfs­ menn fyrirtækisins og birgja þess. Húsasmiðjan og Blómaval höfðu einnig opið fyrir viðskiptavini sína á fimmtudagskvöld sem fengu 25% afslátt af völdum vörum. n fifa@dv.is Sérstök afsláttarkvöld stóru matvöruverslananna voru í vikunni Mótmæltu refsiaðgerð- um ESB Á fundi Vestnorræna ráðsins og Evrópuþingsins nýlega voru makrílveiðar Íslands og Færeyja ræddar sem og ákvörðun ESB um refsiaðgerðir gegn Færeyjum vegna síldveiða. Formaður ráðsins, Unnur Brá Konráðsdótt­ ir, og varaformaður, Bill Justinus­ sen, sátu fundinn auk fulltrúa Evrópuþingsins. Þau mótmæltu harðlega þessum refsiaðgerð­ um auk þess sem hótanir ESB um refsiaðgerðir vegna markríl­ veiða voru fordæmdar. „For­ sætisnefndin undirstrikaði það við sendinefnd Evrópuþingsins, að fyrri aðgerðir hefðu haft mikil áhrif í vestnorrænu löndunum, eins og þegar ESB lagði innflutn­ ingsbann við selafurðum,“ var haft eftir Unni Brá eftir fundinn í tilkynningu frá Vestnorræna ráðinu. Sú aðgerð hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir smá­ ar selveiðibyggðir í Grænlandi. Vestnorræna ráðið er formleg­ ur samstarfsvettvangur Færeyja, Grænlands og Íslands og fundar árlega með fulltrúum Evrópu­ þingsins. Lýsa þungum áhyggjum Stéttarfélagið Drífandi í Vest­ mannaeyjum sendi frá sér ályktun í gær þar sem þungum áhyggjum er lýst vegna þróun­ ar samningaviðræðna á milli atvinnurekenda og launafólks undanfarna daga. „Enn eina ferðina á að skammta almennu verkafólki skammarlegar upp­ hæðir á meðan hálauna fólk fær hundruð þúsunda á mánaðar­ hækkanir á sín laun,“ segir í til­ kynningunni. Einnig kemur fram að ljóst sé að atvinnugreinar í útflutningi þoli launahækkanir í ljósi tugmilljarða afkomu þeirra undanfarin ár. Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.