Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 4
Helgarblað 6.–9. desember 20134 Fréttir Gagnrýndu bankaskattinn n Sjálfstæðismenn töldu skattinn óframkvæmanlegan n Hangir í lausu lofti S kattlagningin á fjármálafyrir- tæki í þrotameðferð sem á að fjármagna hluta af skulda- niðurfellingum ríkisstjórn- arinnar er ennþá í lausi lofti. Meðal þess sem ekki liggur fyrir er hvort skatturinn eigi að leggjast á lýstar kröfur í þrotabú fjármálafyr- irtækjanna eins og Glitnis og Kaup- þings eða samþykktar kröfur. Vinn- an við útfærsluna á skattlagningunni er því ansi skammt á veg komin en efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis hefur verið að velta skattlagn- ingunni fyrir sér. Í viðtali við DV í vikunni vildi Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, ekki segja blaðamanni hvenær ákveðið hefði verið að fjármagna hluta af skuldaniðurfærslunum með bankaskatti. Ekkert var fjall- að um þennan bankaskatt í glær- um eða skýrslu sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar sem vann skulda- tillögurnar. Miðað við þá vinnu voru hugmyndir um fjármögnun á til- lögunum með bankaskatti ekki hluti af vinnu nefndarinnar. Vinna við hugmyndirnar virðist auk þess vera afar skammt á veg komin á Alþingi. Sagði stjórninni að bíða Í umræðum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í október síðast- liðinn benti Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, á að í tíð síðustu ríkisstjórnar, árið 2010, hefði slíkur bankaskattur verið skoðaður. Erfitt hefði hins vegar verið að inn- heimta slíkan skatt af ýmsum ástæð- um: „Þegar þetta var skoðað á sín- um tíma var algjörlega ljóst að það var enginn efnahagsreikningur til og það yrðu missiri þangað til að búin yrðu komin í það ástand að þau gætu verið skattandlag. Þetta var lagt til hliðar og þar af leiðandi fór aldrei fram, svo ég kæmi að, skoðun á hin- um tæknilegu og lögformlegu álita- málum enda var ekki tilefni til. Það var augljóst mál að þetta lægi í fram- tíðinni, ef ætti einhvern tímann að reyna þetta.“ Í október tilkynnti ríkisstjórnin að hún ætlaði að loka fjárlagagatinu með því að leggja sérstakan bankaskatt á fjármálafyrirtæki í gjaldþrotameðferð eins og Glitni og Kaupþing og lét Steingrímur orð sín falla í umræðunni um þann þátt fjár- laganna. Benti hann stjórnar liðum auk þess á að bíða með að hrósa happi fyrr en fyrir lægi að skatturinn væri innheimtanlegur: „Ég mundi í sporum stjórnarsinna hafa örlít- inn fyrirvara á, áður en þeir fara að skamma okkur fyrir að hafa ekki gert þetta á einhverjum fyrri tímum þegar það var ómögulegt, þangað til að þeir eru búnir að sýna að þetta sé hægt. Þá skulum við tala aftur saman.“ Sjálfstæðismenn gagnrýndu bankaskattinn Athygli vekur að þegar Steingrímur lagði frumvarpið um bankaskattinn fram árið 2010 var frumvarpið gagn- rýnt nokkuð af sjálfstæðismönnum, meðal annars á þeim forsendum að það fæli í sér „mismunun“ og væri hugsanlega brot á „jafnræðisreglu“. Meðal annars sagði Bjarni Bene- diktsson í ræðu um frumvarp Stein- gríms að um væri að ræða skatt sem væri ekkert annað en tekjuöflun fyrir ríkið. „Maður fær á tilfinninguna að undir þessu flaggi sé einfaldlega ver- ið að tefla fram máli sem er ekki ann- að en tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Hér er verið að finna enn eina leið til að ná í einn milljarð fyrir ríkissjóð sem á að standa undir rekstri hans.“ Pétur Blöndal lét heldur ekki sitt eftir liggja og sagði um bankaskatt- inn að hann gæti hugsanlega brotið jafnræðislegu: „Þessi skattlagning sem hugsanlega brýtur jafnræðis- reglu.“ Pétur benti einnig á það að skattlagningin gæti falið í sér „mis- munun“ ef aðeins ætti að leggja skattinn á fjármálafyrirtæki yfir vissri stærð en ekki minni fyrirtæki. Gagnrýni á þessum forsendum barst meðal annars til Alþingis frá spari- sjóðum í október síðastliðinn. Nú er öldin hins vegar önnur: Sjálfstæðismenn eru núna í þeirri stöðu að hafa lagt fram tillögur sem ganga út á að slíkur bankaskattur sé innheimtanlegur, án þess að hægt sé að fullyrða að svo sé. n „Ég mundi í spor- um stjórnarsinna hafa örlítinn fyrirvara á, áður en þeir fara að skamma okkur. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Ekki framkvæmanlegur Steingrímur J. Sigfússon taldi bankaskattinn ekki fram- kvæmanlegan árið 2010. Hugsanlega brot á jafnræðisreglu Pétur Blöndal benti á að bankaskatturinn væri hugsanlega brot á jafnræðisreglu. Framsókn bætir fylgi sitt Framsóknarflokkurinn fengi 20,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til þingkosninga í dag ef marka má skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Morgunblað- ið. Samkvæmt henni fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 23,3 prósent atkvæða og ríkisstjórnarflokk- arnir því samanlagt 43,4 prósent atkvæða. Er það átta prósentustigum minna en flokkarnir fengu í þing- kosningum í apríl síðastliðnum. Umrædd könnun var fram- kvæmd dagan 2. og 3. desember síðastliðinn eftir að aðgerðir ríkis stjórnarinnar í skuldamálum voru kynntar. Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 15,8 prósenta fylgi, Vinstri græn 14,1 prósents fylgi, Björt framtíð 13,7 prósenta fylgi og Píratar 7,7 prósenta fylgi. Breytt útgáfa DV Á þriðjudag í síðustu viku breytt- ist útgáfa DV þegar mánudags- og miðvikudagsblaðið var sam- einað í eitt stórt þriðjudagsblað. Í stað tveggja 24 síðna blaða fær lesandinn stórt blað sem kemur út á þriðjudögum sem fyrr segir. Þess má einnig geta að á sama tíma er stóraukin þjón- usta á DV.is og meðal annars settur upp sérstakur vefur sem þjónar Suðurnesjum. Sú aðgerð að sameina tvö blöð nú er í hag- ræðingarskyni. Aðgerðin felur ekki í sér samdrátt á ritstjórn. Framleiðsla verður aukin og munu þess sjást merki í blaðinu og á vefnum. Banaslys á Mónakó Maður datt aftur fyrir sig og fékk höfðuhögg Þ etta er hörmulegt slys. Ekki meira en leiðindi fyrir alla aðila,“ segir Marge- ir Margeirsson, eigandi Mónakó við Laugaveg þar sem banaslys átti sér stað síðast- liðið miðvikudagskvöld. „Hann kom inn þessi ágæti maður, sam- kvæmt myndavélaklukkunni, tutt- ugu mínútur í ellefu. Hann gengur þarna um og rabbar við einhverja aðila sem voru kunningjar hans. Innan þriggja mínútna eftir að hann kemur inn þá er hann kominn upp í þriðju tröppu, er mér sagt, og dettur aftur fyrir sig og rekur höfuðið í,“ segir Margeir í samtali við DV. Mað- urinn var fluttur mikið slasaður með sjúkrabifreið á slysadeild Landspít- alans þar sem hann fór í aðgerð. Fréttastofa RÚV greindi frá því um hádegi á fimmtudag að maðurinn hefði látist. Margeir segir starfs- fólk sem var á vakt miðvikudags- kvöldið vera í áfalli eftir slysið. Að- spurður hvort starfsmenn hafi þekkt manninn segir Margeir: „Þekkt og þekkt ekki? Það vissi hvað hann hét og hafði séð hann eitthvað áður en hann var ekki vinur eða kunningi þeirra.“ Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu rannsakar málið sem slys. Barinn Mónakó hefur lengi vel verið þyrnir í augum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem og ná- granna; ítrekað hefur verið reynt að afturkalla starfsleyfi staðarins. Sam- kvæmt skýrslu lögreglustjóra sem tekur til tveggja ára mátti rekja fjöl- mörg afbrot á Laugavegi til annað- hvort Mónakó eða Monte Carlo, en báðir staðir eru í eigu Margeirs. Hann sagði á sínum tíma að slík gagnrýni ætti ekki við nein rök að styðjast. „Ég er ekkert að fara af Laugaveginum,“ sagði Margeir þá. n hjalmar@dv.is Eigandi Mónakó Margeir segir að mað- urinn sem lést hafi ekki verið fastagestur á Mónakó en starfsfólk hafi þó þekkt manninn. 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.