Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Page 11
Helgarblað 6.–9. desember 2013 Fréttir 11
Sjö dagar til að
afgreiða fjárlög
Tvær umræður um fjárlögin eftir
Tvær umræður eru eftir vegna
fjárlagafrumvarps ríkisstjórnar-
innar fyrir næsta ár. Ágreiningur
er uppi um hvort starfsáætlun
Alþingis geri ráð fyrir nægum
tíma til að klára umræðu og af-
greiðslu frumvarpsins. Aðeins
sjö þingfundardagar eru eftir á
árinu samkvæmt starfsáætlun
þingsins fyrir veturinn. Síðari
umræða um fjárlagafrumvarpið
átti að eiga sér stað á miðvikudag
og þriðja og síðasta umræðan
næstkomandi þriðjudag. Fjár-
lagaumræðinni var frestað í byrj-
un vikunnar með
tilkynningu.
Ástæða
fyrir því
að fresta
þurfti um-
ræðu um
fjárlögin
eru miklar
breytingar sem
þau eiga að ganga
í gegnum. Bæði á að auka
fjárútlát til Landspítalans stór-
lega, miðað við ummæli Vigdís-
ar Hauksdóttur, formanns fjár-
laganefndar, og svo þarf að finna
út hvernig þrefalda eigi tekjur af
sérstökum bankaskatti. Síðar-
nefnda aðgerðin þarf að eiga sér
stað vegna tillagna stjórnarinnar
um aðgerðir í þágu þeirra sem
skulda verðtryggð
húsnæðislán.
Í fjárlaga-
frumvarp-
inu eins
og það var
lagt fram
í haust er
gert ráð fyrir
11,5 milljarða
tekjum af þessum
skatti en gert er ráð fyrir í
tillögunum að hann standi undir
20 milljarða útgjöldum á næsta
ári og gott betur. Í kynningu á
skuldaniðurfellingartillögum
stjórnarinnar talaði Bjarni Bene-
diktsson, fjármála- og efnahags-
ráðherra, um tekjur upp á hátt
í fjörutíu milljarða af þessum
skatti. Ljóst er að gefa þarf veru-
lega í ef það á að nást.
Alla jafna taka umræður um
fjárlög ríkisins mikinn tíma.
Sé umræða um síðustu fjárlög
skoðuð kemur í ljós að alls stóðu
önnur og þriðja umræða um
fjárlög ársins 2013 3.852 mín-
útur, eða rúma 64 klukkutíma.
Það jafngildir rúmum tveimur
og hálfum sólarhring af stans-
lausum ræðuhöldum. Þó er vert
að nefna að árið áður voru að-
eins 1.761 mínúta, eða rúmar 29
klukkustundir, sem fóru í aðra
og þriðju umræðu fjárlaga ársins
2012.
Ef þessir sjö
fundir duga
þinginu
ekki til að
taka tvær
umræð-
ur um
málið og
samþykkja
það sem lög
kemur upp sjaldgæf staða. Sam-
kvæmt stjórnarskrá kemur það
í hlut forseta Íslands, sem nú er
Ólafur Ragnar Grímsson, að setja
bráðabirgðafjárlög sé þing ekki
starfandi. Óljóst er hvaða áhrif
þetta hefur nákvæmlega á fjár-
hag ríkisins og starfsemi þess.
Leggja þarf bráðabirgðalög sem
forsetinn samþykkir fyrir þingið
þegar það kemur saman á ný.
Stefnt vegna bílaskuldar
Margrét Hrafnsdóttir keypti BMW sem hún borgaði ekki af í meira en ár
E
inum af forvígismönnum
Herbalife á Íslandi, Margréti
Hrafnsdóttur, hefur verið stefnt
fyrir nærri 3,8 milljóna skuld
við Íslandsbanka út af bílaláni sem
hún hætti að greiða af árið 2010.
Þetta kemur fram í stefnu frá Íslands-
banka sem birt er í Lögbirtingablað-
inu. Ástæðan fyrir því að stefnan er
birt i Lögbirtingablaðinu er sú að ekki
hefur tekist að birta Margréti stefnuna
persónulega þar sem hún er búsett í
Bandaríkjunum.
Skuldin er tilkomin vegna rekstrar-
leigusamnings sem Margrét gerði um
BMW-bifreið árið 2007 sem keypt
var af Bifreiðum og landbúnaðarvél-
um með fjármögnun frá Glitni í nóv-
ember það ár. Lánið var í japönskum
jenum, svissneskum frönkum og ís-
lenskum krónum.
Í stefnunni segir svo: „Leigutaki
greiddi umsamdar greiðslur til 15. júlí
2009 en frá og með þeim tíma hefur
hann ekki fengist til að greiða gjald-
fallnar greiðslur þrátt fyrir ítrekaðar
áskoranir þar um. Hinu leigða tæki
var skilað í lok samningstíma af leig-
utaka þann 15. desember 2010 og
miðast því uppgjör aðilanna við þann
dag. Er því skuld stefndu miðað við
15. desember 2010 reiknuð skv. 16. gr.
skilmála samningsins, sem hér segir.“
Margrét greiddi því ekki af bif-
reiðinni í tæpt eitt og hálft ár áður en
hún skilaði bílnum. Nú vill Íslands-
banki, arftaki Glitnis, fá þessa fjár-
muni til baka og stefnir Margréti því
og birtir stefnuna í Lögbirtingablað-
inu. Fyrir nokkru greindi DV frá því
að MP banki hefði stefnt Jóni Óttari
Ragnarssyni, eiginmanni Margrétar
og öðrum forvígismanni Herbalife, og
birt stefnuna í Lögbirtingablaðinu. n
ingi@dv.is
Báðum stefnt Forvígismönnum
Herba life á Íslandi, Jóni Óttari
Ragnarssyni og Margréti Hrafnsdóttur,
hefur báðum verið stefnt með skömmu
millibili út af skuldum á Íslandi.
Um fátt hefur meira
verið fjallað í þjóðmála-
umræðunni í meira en
heila öld en skatta og
gjöld. Sögu skattkerfis-
breytinga hefur þó ekki
verið gerð fræðileg skil fyrr en núna með
ritinu Í þágu þjóðar eftir Friðrik G. Olgeirsson
sagnfræðing. Tíundarkerfið forna var orðið
úrelt á 19. öld og þjóðina vantaði tilfinnan-
lega sameiginlegan sjóð, ríkissjóð, til að geta
byggt upp nútímasamfélag. Það var gert m.a.
með því að taka upp tekjuskattskerfi árið
1877. Allar ríkisstjórnir hafa síðan breytt
skattalögum og því er ritið hvort tveggja í
senn mikilvægt framlag til stjórnmálasögu
þjóðarinnar og grundvallarrit um sögu skatta
og skattkerfisbreytinga á árunum 1877–2012.
Sagan er sögð á ljósan og skilmerkilegan hátt
og margt kemur fram sem áhugafólki um
þjóðarsöguna mun þykja fengur að.
Saga skatta og skattkerfisbreytinga
á Íslandi 1877−2012
Friðrik G. Olgeirsson
Bækurnar fást í bókaverslunum Pennans/Eymundsson
og hjá Bóksölu stúdenta
Í þágu þjóðar