Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Page 14
Helgarblað 6.–9. desember 201314 Fréttir alltaf liðið eins og ég sé utangarðs, eins og geimvera innan um annað fólk. Ég hélt alltaf að ég væri kannski bara svona hrokafullur eða ruglaður en þá var ástæðan kannski sú að ég var í helvíti á mótunarárum. Það er svo mikilvægt að börn upplifi sig ör­ ugg og þurfi ekki að vera hrædd í skól­ anum, en þegar einhver hefur einu sinni farið yfir mörkin þá bíður maður alltaf eftir því að hann geri það aftur.“ Fjórar sjálfsvígstilraunir Skólagangan gekk illa og í gagnfræða­ skóla byrjaði Valgarður að drekka og nota eiturlyf. Hann hefur þó meira og minna haldið sér allsgáðum síðustu þrettán ár. Í viðtölum við fagfólk á Vogi og geðdeild Landspítalans hefur ítrekað komið fram að ástæða vanlíðunar hans sé meðal annars ofbeldið sem hann var beittur í Landakotsskóla. Í vottorði frá Stígamótum segir að hon­ um hafi verið kennt að líta upp til og virða manninn sem var að beita hann ofbeldi, þar sem hann var skólastjóri, kennari og staðgengill biskups á þess­ um árum. „Valgarður hefur vegna þessa átt erfitt uppdráttar, flosnað úr skóla, farið ítrekað í meðferð og búið við skert lífsgæði sem rekja má beint til þess kynferðisofbeldis sem framið var á honum.“ Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að ofbeldi af hálfu þess sem er í valda­ stöðu eða í trúnaðarsambandi við þol­ anda, svo sem trúarleiðtoga, prests, skólastjóra eða kennara, hafi nokkra sérstöðu. Við ofbeldið noti fagaðili sér það óskilyrta traust sem þolandi beri til hans og það vald sem stöðu hans fylgir. Við þessar aðstæður eigi þolendur mjög oft erfitt með að segja frá ofbeldinu sem getur varað í langan tíma. Ofbeldið geti haft langvarandi og alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfsmynd og félagsþroska barna. „Það sem mér finnst sorglegast er að ég hélt alltaf að orsök vanlíðunar, ótta og feimni og myrkra hugsana væri erfiðar heimil­ isaðstæður. Ég skildi það ekki því for­ eldrar mínir voru báðir yndislegt fólk, réttlátt, ástríkt og anda auðgandi þegar ég var að alast upp. Samt leið mér svona frá sex ára aldri og það var ekki fyrr en ég fór að setja minningarnar í samhengi við umræðuna um Landakot að ég sá samhengið og gerði mér grein fyrir því að þetta var bara eins og helvíti á jörðu.“ Í læknabréfi segir að Valgarður hafi verið kominn með sjálfsvígshugsan­ ir strax á unglingsárum og eru fjórar sjálfsvígstilraunir skráðar, síðast árið 2012. Valgarður segir hins vegar að hann hafi aldrei raunverulega viljað deyja heldur hafi hann gert sjálfsvígs­ tilraunir undir áhrifum og þá í ölæði. Braut rúður í reiði Umræðan um ofbeldið innan veggja Landakotsskóla hófst árið 2011. Hún var Valgarði erfið en reiðin helltist yfir og hann fékk útrás með því að dúndra steinum í safnaðarheimili kirkjunnar og braut alls 21 rúðu áður en yfir lauk. „Ég var svo reiður yfir því að enginn hefði gert neitt. Að þeir hefðu alltaf vitað af þessu. Fram að þessu vissi ég aldrei að þeir vissu þetta. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ein­ hver hafi vitað hvað var verið að gera þarna en leyft því að viðgangast. Það er það ljótasta í þessu máli, að svona illmennum hafi verið leyft að brjóta á börnum í friði.“ Þetta mikla tilfinningaumrót end­ aði með því að Valgarður datt í það og þurfti að fara aftur í meðferð nokkrum vikum síðar. Í upphafi var stefnt á að fagráðið lyki störfum í júní 2013. Það dróst en Valgarði var ekki tilkynnt um það fyrr en í ágústlok. Í byrjun septem­ ber óskaði lögmaður hans eftir fundi með biskupi en fékk ekki svör fyrr en í nóvemberbyrjun. Það var svo mið­ vikudaginn 13. nóvember sem Val­ garður fór með lögmanni sínum á fund biskups, Péturs Bürcher Reykja­ víkurbiskups, séra Patricks Breen og Ólafs Kristinssonar lögmanns. Þar gerði lögmaður Valgarðs alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð og upplýsingagjöf í þessu máli. Ábyrgð kirkjunnar á að kalla eftir upplýsing­ um en draga síðan að veita nánari upplýsingar um hvar málið væri statt væri mikil. Biskup sagði hins vegar að Landa­ kotsskóli væri ekki lengur á ábyrgð kirkjunnar en hann hefði af sjálfsdáð­ um farið í mikla vinnu til að komast til botns í þessum málum og útbúa regl­ ur til að taka á slíkum málum. Bréf biskups Það var svo þann 14. nóvember sem hann fékk bréf frá kirkjunni, þar sem segir: „Í nafni Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi beinist hugur okkar að yður persónulega og til allra þeirra sem segja á sér brotið sem þolendum, sem og til fjölskyldna þeirra. Hin hörmu­ lega kynferðislega misnotkun á börn­ um af hendi kristinna manna, einkum þegar vígðir þjónar kirkjunnar eiga í hlut, er afar skammarleg og fram úr hófi hneykslanleg. Á þeim sem ábyrgð bera hvílir sú brýna og lífsnauðsynlega        Hvað gekk á í Landakotsskóla? 9 sögðu frá kynferðisofbeldi 16 töldu að nemendur hefðu sætt andlegu ofbeldi eða höfðu heyrt af því 27 sögðu frá andlegu ofbeldi Rannsóknarnefnd Kaþólsku kirkjunnar ræddi við 30 fyrrverandi nemendur skólans Rannsóknarnefndin ræddi við 20 fyrrverandi kennara við skólann Í hópi þessara níu eru sex piltar og tvær stúlkur, auk einnar sem sagði frá grun um að Margrét hefði byrlað henni svefnlyf og hún beitt kynferðisofbeldi. Hún hefði staðið fyrir utan skrifstofu séra Georg og heyrt vinkonu sína biðja hann um að hætta. Margrét hafi komið að, leitt hana inn í kennslustofuna og gefið henni drykk. Stúlkan hafi liðið út af og rankað við sér þar sem hún lá á bekk, aum í endaþarmi þannig að það blæddi úr í nokkra daga. Skýring Margrétar var sú að stúlkan hefði misst stjórn á sér, verið andsetin og dottið niður stiga. Fyrsta frásögnin var frá 1956 og sú síðasta 1988. 27 sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því, tólf drengir og 15 stúlkur. Þessar frásagnir vörðuðu börn sem voru í skólanum á tímabilinu frá 1954–2003. Nemendur grétu, voru óttaslegnir og kvíðnir, með höfuðverk, magaverk, jafnvel uppköst eða magabólgu. Sumir leituðu til læknis. Einn aðstandandi sagði að þegar hann hefði leitað með barn sitt til læknis vegna streitueinkenna hefði læknirinn spurt að fyrra bragði hvort barnið væri í 3. bekk í Landakotsskóla hjá Margréti Müller. Þetta væri ekki fyrsta barnið úr bekk Margrét- ar sem hann hitti með slík kvíðaeinkenni. Óréttlát tjúlluð í skapinu klikkuð geðveik sadisti tvíklofin grimm ónærgætin dyntótt ógeðfelld sálarmorðingi illmenni bölvuð skepna skylda að biðjast fyrirgefningar. Í ljósi þessa viljum við biðja þig persónulega fyrirgefningar.“ Í bréfinu var jafnframt tekið fram að kirkjan væri ekki bótaskyld að mati fagráðs, nema í einu tilviki, sem þó sé fyrnt. „Kæmi til greiðslu af hálfu kirkj­ unnar engu að síður væri það að mati fagráðs umfram lagaskyldu.“ Reykjavíkurbiskupsdæmi hafi síð­ ustu þrjú ár varið miklum tíma, vinnu og orku í þessi mál og lagt áherslu á að komast til botns í þessu máli. „Þrátt fyrir það erum við staðráðnir að sýna yður vott um velvilja okkar og erum reiðubúnir að greiða eingreiðslu á næstu dögum af frjálsum vilja inn á bankareikning yðar. Framlag okkar er frjálst og hefur ekki í för með sér viðurkenningu á bótaskyldu.“ Með þessum aðgerðum vildu kaþ­ ólsk kirkjuyfirvöld „staðfesta endan­ leg lok“ þessara mála. Eins og ofbeldið haldi áfram Valgarður er hins vegar allt annað en sáttur við þessi málalok og segir þau út úr kú. „Mér finnst að kaþólska kirkj­ an geti ekki komið svona fram við fólk. Í fyrsta lagi þá báðu þeir um að þolendur gerðu kröfu og þá þýðir ekki að halda því fram að kirkjan sé ekki bótaskyld og að brotin séu fyrnd. Þú biður fólk ekki að fara í gegnum allt þetta ferli, rifja upp ofbeldið og lýsa því í smáatriðum ef þú ætlar þér ekki að axla ábyrgð gagnvart því. Afsökunarbeiðnin er einskis virði ef hún er bara hluti af verklagsreglum. Þetta var eins og ég hefði verið beðinn afsökunar og sleginn utan undir strax á eftir. Ofan í það láta þeir einhverja tíu þúsund kalla detta í vasann hjá manni. Í svona málum eru greiddar bætur og þá felst í því ákveðin yfirlýsing. Ef þeir ætla á annað borð að blanda einhverj­ um peningum í þetta þá verða þeir að gera það almennilega. Annars er eins og maður sé einskis virði, í raun lítils­ virtur. Það er eins og ofbeldið haldi áfram. Ekki það, peningarnir skipta minnstu máli. Það skiptir meira máli hvernig komið er fram við fólk. Ef þú lendir í þessum aðstæðum þá viltu að allt sé gert til að koma í veg fyrir að sagan geti endurtekið sig. Þú vilt fá það á tilfinninguna að þrátt fyrir allt sé heimurinn að verða að betri stað. En ég fæ ekki þessa tilfinningu gagnvart kaþólsku kirkjunni.“ Ábyrgð ríkisins Frá hans sjónarhóli virðist þetta ferli fyrst og fremst hafa verið hvítþvottur. „Þegar fagráðið var stofnað var sagt að það væri óháður aðili. Engu að síð­ ur er það kaþólska kirkjan sem borg­ ar fagráðinu laun. Og biskupinn sem velur fólkið í fagráðið. Þannig að það er ekki hægt að halda því fram að það séu engin tengsl á milli fagráðsins og kirkjunnar. Þegar ég horfi yfir þetta ferli þá sé ég að þetta var bara þvottur. Þeir eru náttúrulega að verjast ásökunum um kynferðislegt ofbeldi af hálfu kirkj­ unnar þjóna víða um heim og þetta ferli er örugglega hluti af verklags­ reglum. Og kirkjan ver sitt fólk. Þetta er eins og Hells Angels­klúbbur þar sem þeir eru lokaðir inni í safnaðarheimilinu og níðast á fólki. Þetta er alveg fárán­ legt.“ Til þess að mótmæla niðurstöðunni ætlar Valgarður á fund biskups. „Hann benti mér á að ríkið hefði eftirlitsskyldu, sem er rétt. Grunnskólarnir voru á ábyrgð ríkisins fram til ársins 1997 að mér skilst. En það þýðir ekki fyrir kirkjuna að benda á ríkið. Eftir sem áður var séra Georg kaþólskur prestur. Kirkjan var látin vita af háttsemi hans í kringum árið 1960 en það var ekki brugðist við því. Það var í síðasta lagi 1964 sem kirkjan vissi hvað hann var að gera. Athafn­ ir hans fóru því fram í skóli kirkjunn­ ar. Þú sérð að það var ekki fyrr en 1977 sem ég byrja í skólanum. Að því sögðu þá ber ríkið auðvitað ábyrgð líka og verður að axla hana. Ríkið verður að grípa inn í þetta og koma í veg fyrir að málinu ljúki með þessum hætti. Það verður að fara ofan í saumana á því hvað klikkaði og hvernig hægt er að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Það er það sem skiptir mig mestu máli. Af því að þegar þú hefur lent í svona ofbeldi þá óttast þú alltaf að ofbeldið sé enn til staðar, að enn séu börn að lenda í því sama og þú lentir í sjálfur. Og það er vond tilhugsun.“ n Þessi orð notuðu fyrrverandi nem- endur skólans um Margréti Müller fyrir rannsóknarnefndinni. Hún var sögð mismuna nemendum gróflega. Á meðan sumir voru í náðinni hafi hún hunsað aðra og niðurlægðt enn aðra með kerfisbundnum hætti. n Rétt tæplega helmingur þeirra sem sögðu frá andlegu ofbeldi Margrétar sögðu einnig frá andlegu ofbeldi séra George eða þátttöku hans í athöfnum Margrétar. Voru þau sögð refsiglöð og ströng. Hann hafi verið ógnandi og stjórnað með augnaráðinu, glímt við skapsveiflur og var lýst sem grimmum, ofsafengnum manni og illmenni. n Einn sagði að séra George hefði grætt sig á hverjum degi. Annar sagði að nokkrum sinnum hefði liðið yfir hann af ótta við séra George og hafi hann legið á spítala í þrjá daga vegna þess. n Tveir sögðu að börn hefðu verið þvinguð til að borða hafragraut og einn sagði að sex ára barn hefði verið látið borða grautinn sinn eftir að hafa kastað upp á diskinn. „Þá lét hann mig sitja í skammar- krók heila önn, sem var mjög niðurlægjandi. Valgarður 7 ára Á þeim tíma er ofbeldið hófst í Landakotsskóla. Borin þungum sökum Fyrrverandi nemendur, foreldrar og kennarar segja að Margrét hafi starfað undir verndar- væng séra Georgs. MYND LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Einráður Séra Georg var valdamikill innan kirkjunn- ar og ekki verður séð að nokkuð eftirlit hafi verið haft með störfum hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.