Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 16
Helgarblað 6.–9. desember 201316 Fréttir Íslenskir nemendur hrapa n Ísland undir meðaltali OECD n Stærðfræðilæsi hrakar n Asíuþjóðir bæta sig N okkuð hefur verið fjallað um frammistöðu íslenskra nemenda í könnun PISA, sem framkvæmd var árið 2012, en segja má að niður­ stöðurnar séu fremur sláandi. Ís­ lendingar eru fyrir neðan meðal­ tal OECD á öllum þremur sviðum könnunarinnar og getur um þriðj­ ungur íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngunn­ ar. Frammistaða íslenskra nemenda hefur þó ekki alltaf verið svona slæm, en Ísland hefur fallið um 22 stig á síð­ ustu tíu árum, og það sama er uppi á teningnum hjá hinum Norðurlanda­ þjóðunum, sem fallið hafa um að meðaltali 18,4 stig í stærðfræðilæsi frá árinu 2003. Ísland undir meðaltali Í könnun ársins 2012 var lögð áhersla á stærðfræðilæsi en auk þess var bæði lesskilningur og náttúrufræðilæsi kannað. Stærðfræðilæsi íslenskra nemenda er upp á 493 stig en það er rétt undir meðaltali OECD, sem er 494 stig, og situr Ísland því í 27. sæti yfir frammistöðu þátttökuríkja. Það er talsverð afturför frá árinu 2003, en þá sátu Íslendingar í 11. sæti með 515 stig, og hafa íslenskir nemendur því hrapað um 22 stig á þessum níu árum. Árangur Íslendinga í lesskilningi er einnig talsvert lakari nú en þegar könnun PISA var fyrst framkvæmd árið 2000. Þá var Ísland í 10. sæti með 507 stig en er nú í 36. sæti með 483 stig, en það er 13 stigum undir meðal­ tali OECD og jafnframt hrap um 24 stig. Lökust var þó frammistaða ís­ lenskra nemenda í náttúrufræðilæsi. Ísland situr í 39. sæti með 478 stig í þeim flokki, en það er 20 stigum undir meðaltali OECD og jafnframt 13 stig­ um minna en Ísland hlaut árið 2000. Norðurlandaþjóðirnar hrapa Þrátt fyrir lakari árangur er Ísland á svipuðum stað og hin Norður­ löndin, sem öll hafa hrapað nokkuð síðan árið 2000. Líkt og undanfarin ár komu finnskir nemendur best út af Norðurlandaþjóðunum í stærð­ fræðilæsi en árangri þeirra hefur þó einnig hrakað. Finnar sitja nú í 12. sæti listans með 519 stig en árið 2003 voru þeir efstir allra þátttökuríkja með 544 stig. Danir eru ofar en Ís­ lendingar, með 500 stig í 22. sæti, en 2000 470 475 480 485 490 495 500 505 510 515 2003 2006 2009 2012 Árangur Íslands 2000–2012 bæði Norðmenn og Svíar eru neðar. Norðmenn sitja í 30. sæti með 489 stig en Svíar í því 38. með 478. Er það talsverð afturför frá árinu 2003 en þá voru Danir í 12. sæti með 514 stig, Svíar í 14. sæti með 503 stig og Norð­ menn í 19. sæti með 495 stig. Finnar og Svíar hafa því hrapað um 25 stig á þessu tímabili, Íslendingar um 22 stig, Danir 14 og Norðmenn 6 en Norður­ landaþjóðirnar hafa að meðaltali fall­ ið um 18,4 stig á þessum tíu árum. Á meðan hafa aðrar þjóðir hafa sótt í sig veðrið og bætt árangur sinn. Asíuþjóðir bæta sig Í sjö efstu sætum listans yfir stærð­ fræðilæsi eru Asíulönd en flest þeirra hafa bætt árangur sinn um­ talsvert á síðustu árum. Langbestum árangri náðu nemendur í Shang­ hai í Kína með 613 stig, en það er 40 stigum meira en nemendur frá Singapúr sem skipa annað sætið og jafnframt 119 stigum, eða um þremur árum af kennslu, fyrir ofan meðal tal OECD. Í þriðja sæti eru nemendur frá Hong Kong í Kína, sem mældust með 561 stig en það er einu stigi meira en Taívan, sem skipar fjórða sæti listans. Í fimmta sæti er Suður­ Kórea með 554 stig, í sjötta sæti er kínverska sjálfstjórnar héraðið Macau með 538 stig og í því sjöunda er Japan með 536 stig. Öfugt við Norðurlöndin hafa allar þess­ ar þjóðir, sem tóku einnig þátt árið 2003, bætt árangur sinn á undan­ förnum áratug. Til dæmis hefur Suður­Kórea hækkað um 12 stig frá árinu 2003, Macau og Hong Kong um 11 stig og Japan um tvö. n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is n Lesskilningur n Stærðfræðilæsi n Náttúrufræðilæsi Mikið fall Íslenskir nemendur hafa fallið um 22 stig í stærðfræðilæsi frá árinu 2003. OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta 25% afsláttur af völdum vörum í Lifandi markaði og af öllum bætiefnum frá NOW 25% afsláttur aföllum NOWbætiefnum HEILSUSPRENGJA 25% afsláttur af völdum vörum Ti lb o ð ið g il d ir 5 . - 1 2. d es em b er . Ekki gleym a heilsunni u m jólin! Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári www.lifandimarkadur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.