Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 21
Fréttir 21 á viðeigandi stofnun eða heimili, þar sem mikið eftirlit hefði getað farið fram. „Við vorum alltaf að biðja um að eitthvað yrði gert í hans málum, en hann var aldrei nógu veikur. En svo var hann bara fárveikur,“ segir Sigríður. Þau systkinin gera sér grein fyrir því að Sævar hafði af- þakkað alla þjónustu og vildi ekki aðstoð. Sævar var reiður og bitur og vildi fá að vera í friði. Þau telja hins vegar að hann hafi ekki verið í þeim sporum að geta afþakkað að- stoðina og að fyrir löngu hefði átt að grípa inn í aðstæður hans. Hrakaði hratt „Í Árbænum var hann orðinn mjög veikur og ástand hans versnaði mjög hratt,“ segir Anna Jóna og Sig- ríður er sammála. „Ég held að það hafi bara allir verið búnir að gefast upp á honum,“ segir Sigríður og segir að hana hafi grunað að eitt- hvað mikið hafi verið að gerjast innra með Sævari, en þrátt fyrir viðvaranir hennar og annarra virð- ist ekkert hafa verið aðhafst í hans málum. Þá hafði Sævar verið lyfjalaus í rúmt ár og segir Sigríður að það hafi sýnt sig að þegar svo langur tími hafi liðið frá síðustu lyfja- gjöf hafi allt farið í óefni. And- legri heilsu hans hrakaði hratt og af vitnisburði nágranna hans að dæma hafði mikið gengið á, sér- staklega síðustu þrjár vikurnar fyrir andlát hans. Eins og niðursetningur Sævar hafði keypt sjö bíla og safnaði tölvum í gríð og erg. „Söfnunar áráttan sem við sáum á Barónsstígnum var komin aftur,“ segir Anna. „Ég er svo hissa á að maður eins og hann sé settur inn í svona íbúð á þessum stað,“ segir hún og seg- ist halda að útlit hans hafi jafnvel hrætt fólk og börn. Sævar var órak- aður með mikið hár og augljós- lega veikur. „Ég held að þetta hafi valdið því að honum leið enn verr. Fólk leit örugglega á hann bara eins og niðursetning,“ segir hún. Lítil lífsgæði Anna Jóna segir að lífsgæði Sævars hafi verið orðin mjög takmörkuð undir það síðasta. „Eftir langvar- andi lyfjaneyslu var líkami hans orðinn mjög illa farinn. Það sást á honum að hann var fársjúkur maður,“ segir hún. Sævar hafði smitast af lifrarbólgu C auk þess að glíma við þau augljósu and- legu veikindi sem hann átti við að etja og langvarandi lyfjaneysla hafði sett strik í reikninginn. Systr- um hans brá því báðum talsvert þegar þær heyrðu nágranna lýsa því að Sævar hefði verið á hlaup- um í íbúðinni. Þær töldu báðar að hann hefði ekki burði til þess, enda haltraði hann og var þrótt- laus. „Hann var orðin svo slæmur til gangs að mér finnst þetta mjög skrítið,“ segir Anna Jóna. Hræddi starfsfólk Sigríður hefur einnig fengið þær upplýsingar að þær reglubundnu heimsóknir sem Sævar átti að fá frá Reykjavíkurborg hafi hætt snögglega, eftir að Sævar hafði í hótunum við starfsfólk. „Þau hafa eðlilega orðið hrædd,“ seg- ir hún en segir að þarna hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllur. „Ef þau voru orðin hrædd við hann, hvernig leið þá fólkinu sem bjó þarna í kringum hann?“ Engin úrræði Fjölskyldu Sævars mætti mikið úrræðaleysi af hálfu kerfisins og upplifði hún mikla örvæntingu í baráttu sinni fyrir hjálp Sævari til handa. Þau komu oftar en ekki að lokuðum dyrum og var tjáð að Sævar væri hreinlega ekki nægi- lega veikur til að yfirvöld gætu gripið inn í. Sævar hafði þó tvisvar verið sviptur sjálfræði vegna veik- inda. Í fyrra skiptið kom fjölskylda hans að málinu, en í það seinna var ákveðið að fela ríkinu þá Helgarblað 6.–9. desember 2013 „Hann á alltaf stað í Hjarta mínu“ n Systkini segja sorgarsögu Sævars Rafns Jónassonar n Höfðu varað við því að Sævar væri með byssu n Sævar var ekki í aðstöðu til þess að afþakka aðstoð „Hans saga var í rauninni bara sorgarsaga Þ að er varasamt að ætlast til þess að nánustu aðstand- endur fari fram á sjálf- ræðissviptingu. Sjúklingar treysta á þá og það er hætta á að sambandið á milli þeirra rofni vegna þess að sjúklingar fari að líta á þessa aðstandendur sína sem andstæðinga,“ segir fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, og bætir við að slíkt hafi í mörgum tilvik- um hamlað bata. Þetta er með- al þess sem bent hefur verið á við endurskoðun laga um mál- efnið í innanríkisráðuneytinu. „Brýn þörf er á því að samvinna á milli heilbrigðiskerfisins og vel- ferðarkerfisins verði meiri. Gjá má ekki skapast þarna á milli og það kostar ekki pening aukalega að tryggja þessa samfellu. Svo þurfa ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök að vinna betur saman. Styrkja þarf þjónustuna, stuðla að aukinni samvinnu, fag- mennsku og samfellu í þjónustu. Hugarfarsbreyting er stærsti hluturinn í þessu.“ Finna þarf einhvern sem nær í gegn „Hann þurfti einhvern sem hafði mikla þolinmæði, og gat nálgast hann af hlýju og skilningi,“ sagði Anna Jóna, systir Sævars, í viðtali við DV. „Fólk sem býr sjálfstætt á rétt á stuðningi frá velferðarkerfi sveitarfélagsins. Það hefur hins vegar einnig rétt á því að hafna slíkum úrræðum og þá má kerfið ekki gefast upp of auðveldlega, ekki skilja viðkomandi eftir. Finna verður einhvern starfs- mann eða einstakling sem nær í gegn. Hafa þarf í huga að ef við- komandi neitar aðstoð getur það verið hluti sjúkdómsins. Ef aug- ljós einkenni eru um að fólk sé veikt, þá verður að huga að fólki,“ segir Anna Gunnhildur. Systkini Sævars eru þessu sammála, en í viðtali hér í umfjöllun greina þau frá því að Sævar hafi ekki verið í aðstöðu til þess að afþakka að- stoð. Hann hafi einfaldlega verið of veikur til þess. Þingsályktunartillaga lögð fram í haust Árið 2006 gaf félagsmálaráðu- neytið, sem í dag tilheyrir vel- ferðarráðuneytinu, út stefnu og framkvæmdaáætlun þar sem fjallað er um þjónustu við geð- fatlað fólk. Skjalið tilheyrir átaki ráðuneytisins í málaflokkn- um á árunum 2006–2010. Þar kemur meðal annars fram að stefnt skuli að því að samhæfa sem stærstan hluta félagslegr- ar þjónustu sveitarfélaga og rík- is, þannig að árið 2011 myndu sveitarfélögin sjá um þjónustuna að mestu leyti. Í skýrslunni seg- ir einnig: „Þeir sem búa á eig- in vegum eigi kost á reglulegri þjónustu stuðningsaðila sem sæki þá heim eða hitti þá þar sem notendur kjósa. Haft verður samband að fyrra bragði ef losn- ar um slík tengsl.“ Í þingsálykt- unartillögu sem lögð var fram á Alþingi í haust er lagt til að í nýrri geðheilbrigðisstefnu verði samfella tryggð í þjónustu frá fyrstu einkennum til meðferð- ar og annarra úrræða. Einnig að tryggja eigi réttindi einstaklinga með geðfötlun til sjálfstæðs lífs með viðeigandi stuðningi. rognvaldur@dv.is Finna þarf einhvern sem nær til einstaklingsins n „Brýn þörf á að samvinna á milli heilbrigðis- kerfisins og velferðarkerfisins verði meiri“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir „Þörf er á samvinnu á milli heilbrigðiskerfisins og velferðarkerfisins.“ „Það sást á honum að hann var fár- sjúkur maður 03.00 Klukkan þrjú aðfaranótt mánudags hafa íbúar í Hraunbæ í Árbænum í Reykjavík samband við lögreglu eftir að þeir heyra hvelli koma frá íbúð í blokkinni. Hvellirnir hafa þá heyrst í um klukkutíma. n Lögreglumenn og sérsveitarmenn eru sendir á vettvang og eru komnir þangað rúmlega þrjú. Með í för er lásasmiður. 04.00 Um klukkan fjögur hefur lögreglan ekkert heyrt úr íbúðinni. Sævar svarar ekki og lásasmiður er fenginn til þess að fá aðgengi að íbúðinni. Það tekur hann um hálftíma að opna, en þá færir hann sig til hliðar og sérsveitarmaður opnar dyrnar. Sævar skýtur þá að sérsveitarmönnunum og lásasmiður­ inn er í stórhættu. Sérsveitarmaður fær skot í hlífðarskjöld og kastast niður þrepin í stigagangi blokkarinnar og rotast. n Í kjölfarið er kallað eftir liðstyrk og lögregla mannar sjónpósta í nálægð við íbúðina. Um tuttugu lögreglumenn taka þátt í aðgerðunum. 05.00 Klukkan fimm eru íbúar í sömu blokk og Sævar bjó í fluttir úr húsinu og í Árbæjar­ kirkju í öruggt skjól. Íbúar í nærliggjandi íbúðum hafast við á heimilum sínum. Margir eru mjög hræddir og fylgjast með því sem er að gerast út um glugga. Sjúkrabílar eru kallaðir á vettvang. 05.30 Klukkan hálf sex hefur Sævar skot­ hríð út um glugga íbúðar sinnar. Nágranni sér hann hlaupa um í íbúðinni og gefur lögreglu upplýsingar um það hvar hann er. 06.00 Klukkan sex ákveður lögregla að reyna að ná stjórn á stöðunni með því að skjóta gassprengju inn í íbúð Sævars og afvopna hann þannig. 06.30 Klukkan hálf sjö fer lögregla aftur að íbúð Sævars og hann byrjar að skjóta á þá á ný. Í þetta sinn hæfir skot hjálm sérsveitar­ manns. Lögreglumenn yfirbuga Sævar með skotvopni. Hann er fluttur á sjúkrahús þar sem hann er úrskurðaður látinn. 07.00 Klukkan sjö er aðgerðum lokið og málið fært til ríkissaksóknara til rannsóknar. Byssur lögreglumanna eru meðal annars teknar til rannsóknar. 10.00 Klukkan tíu er aðstandendum Sævars tilkynnt um málið og fá þeir upplýsingar um andlát hans. Atburðir mánudagsins Umsátursástand 20 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Mynd SiGtryGGUr Ari Umsátur á Sauðárkróki Á miðvikudag þurfti lögregla að umkringja hús á Sauðárkróki vegna manns sem sagðist vera búinn að byrgja sig upp af skotvopnum og hótaði að skjóta lögreglumenn. Sérsveit ríkislögreglustjóra var send frá Akureyri til að yfirbuga manninn en þegar til kom reyndist maðurinn óvopnaður og náðu lögreglumenn að handtaka hann án þess að til átaka kæmi. Maðurinn hafði nýlega flutt í íbúð á vegum sveitarfé­ lagsins ásamt syni sínum, en hann á við geðræn vandamál að stríða og hefur áður komist í kast við lögin. Hótunin var tekin sérstaklega alvarlega í ljósi skotárásarinnar í Árbæ rúmum tveimur sólarhringum áður. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauð­ árkróki, sagði aðspurður hvort tengsl væru á milli þessara tveggja atburða að svona mál gætu haft eftirmála. rognvaldur@dv.is Reyndi að kveikja í Kleppi Árið 2012 greindi DV frá því að eldur hefði komið upp á Kleppi. Maður á fertugsaldri, sem var sjúklingur á Kleppi, reyndi þá að kveikja í geðspítalanum þar sem hann vildi útrýma hermanna­ veiki, berklum og holdsveikisýklum sem hann taldi leynast í húsnæðinu. Þetta gerðist á meðan hann var nauðungar­ vistaður á spítalanum. Tveir geðlæknar mátu manninn sakhæfan í málinu og var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi. Dóminn afplánar hann nú á Litla­ Hrauni en erfitt hefur reynst að finna úrræði fyrir manninn. Þannig veiktist hann alvarlega í fangelsinu og ógnaði samfanga. Í kjölfarið var hann vistaður í rúman mánuð í einangrun. Síðar fékk hann aftur inni á geðdeild, eftir að fangaverðir og móðir mannsins höfðu mótmælt harðri meðferð á manninum. rognvaldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.