Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 24
Helgarblað 6.–9. desember 201324 Fréttir Sparnaðurinn gæti horfið í steinsteypu Á kveði skuldarar að nýta sér séreignarlífeyrisleiðina sem ríkisstjórnin hefur lagt til að verði notuð til að lækka skuldir heimilanna hætta þeir um leið á að tapa lögvörðum réttindum. Séreignarsparnaður er lögverndaður alla jafna sem þýðir að sama hvað á bjátar geta kröfu­ hafar ekki gengið að fjármununum í skuldauppgjöri. Það breytist hins vegar ef skuldarar ákveða að nýta þessa fjármuni til að greiða inn á höfuðstól fasteignalána en ekki til að greiða í séreignarlífeyris­ sjóð. Verðbólguskot gæti auðveld­ lega étið upp sparnaðinn á stutt­ um tíma og ef skuldarar missa íbúð sína eftir aðgerðirnar er ekkert sem stoppar lánardrottna í að taka eign­ ina óháð framlagi úr séreignarlíf­ eyrissparnaði. Á að gilda fyrir alla Tillögurnar ganga út á það að þeir sem skulda húsnæðislán, óháð því hvort um sé að ræða verðtryggt lán eða ekki, geta valið að greiða inn á lánin sín samtals sex prósent af launum sínum mánaðarlega án þess að greiða skatt af upphæð­ inni. Þessi lausn takmarkast við þá sem skulduðu húsnæðislán fyrir 1. desember 2013. Leigjendum á hins vegar að bjóðast þessi kostur líka án þess að það hafi verið útfært ná­ kvæmlega. Tillögurnar gera ráð fyrir því að hjón og sambýlisfólk geti ekki greitt meira en 500 þúsund krónur á ári inn á lánið með þessum hætti og á aðgerðin að vara í þrjú ár. Sam­ tals verður því skuldurum og leigj­ endum boðið að leggja 1,5 milljónir króna inn á fasteignalán eða sérs­ taka fasteignareikninga í stað sér­ eignarlífeyrissjóðs og safna þannig auknum lífeyrisréttindum. Tillögurnar hafa þó verið gagn­ rýndar fyrir að gera ekki ráð fyrir því að fólk geti niðurgreitt aðrar verð­ tryggðar skuldir sem urðu fyrir sömu áhrifum og þau lán sem ríkisstjórn­ in vill leiðrétta. Bandalag háskóla­ manna hefur til að mynda farið fram á að sömu lausnir verði boðnar þeim sem vilja greiða niður námslán sem ríkið veitir en þau eru verðtryggð. Hámarkið ekki hátt Það hámark sem sett er á mögulegar greiðslur séreignarlífeyrissparnaðar inn á húsnæðislánin er ekki hátt. Hjón geta samtals verið með rúm­ lega 694 þúsund krónur í mánaðar­ tekjur, eða um 347 þúsund hvort um sig, til að fylla hámarkið. Sex prósent af þessum launum ná 500 þúsund krónum á ársgrundvelli. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru meðallaun á síðasta ári 488 þúsund krónur, miðað við greidd heildarlaun. Enginn er þvingaður til að greiða lífeyrissparnaðinn inn á fasteigna­ lán sitt eða í sértækan fasteigna­ sparnaðarsjóð, eins og leigutökum á að bjóðast. Það er líkt og beinu niðurfellingarnar sem fólk þarf að sækja sérstaklega. Ekki kemur hins vegar skýrt fram í tillögum sér­ fræðingahópsins eða kynningu for­ ystumanna ríkisstjórnarinnar hvort þeir sem áfram hyggjast greiða sparnaðinn inn í séreignarlífeyris­ sjóðinn njóti sama skattaafsláttar og þeir sem gera það ekki. Áætl­ aður kostnaður ríkisstjórnarinn­ ar af þessum aðgerðum, það er séreignar lífeyrisleiðinni, er metinn 40 milljarðar. Kostnaðurinn felst í töpuðum skatttekjum á næstu ára­ tugum en greiddur er tekjuskattur af greiðslum sem koma úr séreignarlíf­ eyrissjóðum líkt og öðrum lífeyris­ réttindum. Fólk á leigumarkaði setji sparnað á íbúðareikning en ekki í sjóð Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Svona lítur dæmið út Sparnaður reiknar út aðgerðirnar n DV leitaði til sérfræðinga hjá fyrirtækinu Sparnaði til að reikna út mögulega útkomu boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar á verðtryggð lán einstaklinga. Rétt er að taka fram að enn á eftir að útfæra nokkra hluti í tillögum stjórnvalda og ekki liggja allar upplýsingar fyrir. Þessi dæmi eru reiknuð út frá þeim forsendum að viðkomandi hafi ekki fengið aðstoð stjórnvalda áður, en frá hruni hafa lang- flest heimili í landinu notið einhverrar aðstoðar, ýmist í formi 110% leiðarinn- ar, sérstakra vaxtabóta eða einhverra hinna aðgerðanna sem gripið var til. Forsendur útreiknings Lán tekið árið 2002 Nafnverð eftirstöðva í dag 8.120.000 Staða láns á gjalddaga 15.100.000 Allt notað Bara niðurfelling Bara sparnaður Greiðslubyrðin getur lækkað um rúmar 34 þúsund krónur á mánuði ef hjón eða sambýlisfólk á rétt á fullri niðurfellingu og geta nýtt sér viðbót- arlífeyrissparnaðarleiðina að fullu. Til þess þurfa þau meira en 670 þúsunda króna tekjur á mánuði samanlagt. Greiðslubyrði getur lækkað um tæpar 22 þúsund krónur á mánuði ef hjón eða sambýlisfólk á rétt á fullri niðurfærslu frá ríkisstjórninni. Það krefst þess hins vegar að þau hafi aldrei fengið aðstoð frá ríkinu vegna skulda frá hruni. Öll slík aðstoð kemur til frádráttar. Greiðslubyrði getur lækkað um tæpar níu þúsund krónur á mánuði ef hjón eða sambýlisfólk nýtir sér viðbót- arlífeyrissparnaðarleiðina að fullu. Til þess þurfa þau meira en 670 þúsunda króna tekjur á mánuði samanlagt. Greiðslu- byrði í dag 81.274 Greiðslu- byrði í dag 81.274 Greiðslu- byrði í dag 81.274 Greiðslu- byrði 01.01.17 47.130 Mismunur 34.144 Mismunur 21.508 Greiðslu- byrði 01.01.17 59.766 Mismunur 8.506 Greiðslu- byrði 01.01.17 72.768 Sparnaðurinn Sigmundur Davíð er einn helsti talsmaður aðgerðanna sem fela í sér að fólki er gert kleift að leggja séreignarlífeyrissparnað að veði í húsnæði. Sparnaðurinn gæti étist upp í verðbólguskoti. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.