Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 27
Helgarblað 6.–9. desember 2013 Fréttir Erlent 27
Fastur í flakinu ofan
á látnum vini sínum
n Richard Koester lifði af ótrúlegt umferðarslys n Sat fastur í bílnum í sex daga
R
ichard Koester hringdi
í dóttur sína að kvöldi
11. október síðastliðinn.
Dóttir hans varð þrettán
ára degi síðar og Richard
sagði henni að vera vakandi á
miðnætti svo hann gæti hringt aft-
ur og óskað henni til hamingju
með daginn. Það er síðasta minn-
ing Richards frá þessum örlagaríka
degi því nokkrum klukkustundum
síðar lenti hann í alvarlegu um-
ferðarslysi ásamt vini sínum, Ron-
ald Lee Mohr.
Fékk hjartaáfall
Richard sagði ótrúlega sögu sína
í viðtali við fréttamiðilinn 9News
í Colorado á dögunum en hann lá
ofan á látnum vini sínum í sex daga
áður en hjálp barst.
Eftir að Richard hafði talað við
dóttur sína steig hann upp í bif-
reið vinar síns og voru þeir á leið
til smábæjarins Cripple Creek í
Colorado. Eins og fram hefur kom-
ið man Richard ekkert eftir því að
hafa stigið upp í bifreiðina eða í
hvaða erindagjörðum þeir voru.
Talið er að Ronald hafi fengið
hjartaáfall undir stýri með þeim
afleiðingum að hann missti stjórn
á bifreiðinni. Svo óheppilega vildi
til að bifreiðin féll ofan í gil og var
ekki með nokkru móti hægt að sjá
bifreiðina frá veginum. Talið er að
Ronald hafi látist skömmu síðar
en Richard stórslasaðist. Hann sat
sat fastur í bifreiðinni, ofan á vini
sínum og þurfti hann að bíða í sex
daga eftir björgun.
Vissi að hann fyndist
Í umfjöllun 9News kemur fram að
fjölskylda Richards hafi strax vitað
að eitthvað óeðlilegt hafi verið í
gangi. Richard hafði alla tíð verið
mikill fjölskyldumaður og talað
við sína nánustu á hverjum ein-
asta degi. Þegar ekkert heyrðist frá
honum grunaði fjölskyldu hans að
eitthvað hefði komið fyrir enda var
hann ekki vanur að láta sig hverfa.
„Ég keyrði út um allt og leitaði að
honum og vissi það innst inni að ég
myndi finna hann,“ segir Michaelle
Woolery, systir Richards.
Öll fjölskyldan tók þátt í leitinni
að honum í samvinnu við lög-
regluna en útlitið var ekki bjart
þegar tæpir sex dagar voru liðnir
frá hvarfi Richards.
Báðir fótleggir fjarlægðir
Á meðan fjölskylda Richards leit-
aði hans sat hann fastur í flaki bif-
reiðarinnar, án matar og vatns. „Ég
man ekki svo glatt eftir þessu og satt
best að segja hélt ég að mig væri að
dreyma,“ segir Richard þegar hann
er beðinn um að lýsa reynslu sinni.
Það var ekki fyrr en þann 17.
október að starfsmaður CDOT, sem
mætti líkja við Vegagerðina á Ís-
landi, kom auga á bifreiðina ofan
í gilinu fyrir einskæra tilviljun.
Richard var fluttur í skyndi á
sjúkrahús og var ástand hans mjög
alvarlegt. Læknar þurftu meðal
annars að fjarlægja báða fótleggi
hans og tvo fingur af hægri hönd.
Þrátt fyrir það segist Richard reyna
að líta á björtu hliðarnar enda sé
ekki annað hægt eftir að hafa bjarg-
ast úr þessum hörmungaraðstæð-
um. „Læknirinn sagði að ég ætti
ekki að vera á lífi. Guð lítur greini-
lega svo á að ég hafi enn verk að
vinna. Ég get verið þakklátur fyrir
margt, get enn verið í kringum
börnin og þarf ekki að hafa áhyggj-
ur af því að kaupa skó aftur,“ segir
hann æðrulaus í viðtalinu. n
Æðruleysi Richard segir
að hann geti þakkað fyrir
margt. Hann fái meðal
annars að vera í kringum
börnin sín áfram og þurfi
ekki að hafa áhyggjur af
skókaupum í framtíðinni.
„Guð lítur greinilega
svo á að ég hafi
enn verk að vinna.
Erfiðar aðstæður Bifreiðin fór ofan í gilið sem sést á þessari mynd. Ómögulegt var að sjá
bifreiðina og það var fyrir einskæra tilviljun að hún fannst.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Milljarðar í
spilakassa
Bretar eyddu 46 milljörðum
punda, tæplega níu þúsund
milljörðum króna, í spilakassa
á síðasta ári. Þetta er 50 pró-
senta aukning á fjórum árum. Í
umfjöllun Daily Mail um málið
kemur fram að eigendur þessara
spilakassa hafi þénað rúmlega
þrjú þúsund milljarða króna á
tímabilinu frá apríl 2012 og til
loka mars 2013. Þá kemur fram
að 600 þúsund börn hafi verið
stöðvuð í spilasölum víða um
landið, eða sex sinnum fleiri en
árið 2009. Bresk yfirvöld vilja
stemma stigu við þessa auknu
ásókn í spilakassa. Meðal annars
hefur nú þegar verið lagt til að
upphæðirnar sem hægt er að
leggja undir verði takmarkaðar
verulega.
Of góðar
einkunnir
Harvard-háskóli í Massachusetts
í Bandaríkjunum glímir við það
einkennilega vandamál að þar fá
of margir góðar einkunnir. Þetta
er mat Harvey Mansfield, pró-
fessors við Harvard-háskóla, sem
kennt hefur við skólann í rúm 50
ár. Harvey telur að auknar kröf-
ur verði að gera til nemenda og
skólanum hafi ekki tekist að halda
ákveðnum staðli – afburðanem-
endur verði að fá þá viðurkenn-
ingu sem þeir eiga skilið. Bendir
hann á að algengasta einkunninn
sem gefin er í skólanum sé A en
meðaltalið sé A-.
Eitraðar mýs
til bjargar
Yfirvöld í Gvam í vesturhluta
Kyrrahafs hafa ákveðið að nota
eitraðar mýs til að berjast gegn
snákaplágu sem þar geisar. Tvö
þúsund dauðar mýs, sem fylltar
hafa verið með tylenol, verkjalyfi
sem hingað til hefur verið best
þekkt sem gagnlegt vopn í barátt-
unni gegn höfuðverk og öðrum
verkjum, voru sendar til Gvam á
dögunum.
Snákarnir sem um ræðir,
svokallaðir brúnir trésnákar (e.
brown tree snakes), hafa í gegn-
um tíðina valdið miklu tjóni á
fjölskrúðugu dýralífi Gvam. Ekki
nóg með það heldur valda þeir
einnig fjárhagslegu tjóni þegar
þeir skríða inn í tengivirki með
þeim afleiðingum að rafmagni
slær út. Tilraunir hafa sýnt að
snákarnir þola illa tylenol og er
vonast til þess að hægt verði að
fækka þeim verulega.
Klám í stað Disney-myndar
Brot úr kynlífsmyndinni Nymphomaniac sýnt á barnasýningu
N
okkur börn, gestir í kvik-
myndahúsi í borginni
Tampa í Flórída í Bandaríkj-
unum, áttu sér einskis ills
von þegar þau komu sér fyrir með
forráðamönnum sínum í sýningar-
sal í Pinellas Park-kvikmyndahús-
inu til að horfa á Disney-myndina
Frozen.
Áður en Disney-myndin hófst
sýndi kvikmyndahúsið „trailer“, eða
stiklu, úr mynd sem á ekkert erindi
við börn. Um var að ræða nýjustu
afurð leikstjórans Lars Von Trier,
Nymphomaniac. Myndin fjallar á
sérstaklega opinskáan hátt um kyn-
lífsfíkn og inniheldur margar grófar
kynlífssenur. Furðu lostnir foreldrar
gripu fyrir augu barna sinna á með-
an sumir reyndu að hraða sér út úr
salnum hið snarasta. Lynn Greene
var ásamt barni sínu í kvikmynda-
húsinu. Haft er eftir henni á banda-
ríska miðlinum My Fox Tampa Bay
að tæknilegir örðugleikar hafi gert
vart við sig svo nokkur frestun varð
á því að sýningin hæfist. Önnur
mynd hafi verið sett í tækið á með-
an en þá hafi kynlífssenurnar birst
á hvíta tjaldinu „Fyrst settu þeir
af stað gamla teiknimynd í anda
Mikka músar og Steamboat Willie.
Skyndilega var slökkt á því og
Nymphomaniac birtist á tjaldinu.“
Sagt hefur verið um Nymphoman-
iac að þar fari grófasta kvikmynd
sem tekin hafi verið til opinberra
sýninga í vestrænum kvikmynda-
húsum.
Greene segir að öryggisráð-
stafanir hljóti að verða gerðar í
kvikmyndahúsinu í ljósi atviksins.
„Ég hafði ekki nógu margar hendur
til að hylja bæði augu og eyru,“ segir
hún og bætir við að tíminn sem
myndin var sýnd hafi verið sérstak-
lega lengi að líða. n
baldur@dv.is
Nymphomaniac Lars Von Trier hefur síst af öllu haft börn í huga við gerð myndarinnar.