Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Page 28
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri
DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
28 Umræða Helgarblað 6.–9. desember 2013
Hvað er
að gerast?
Ríkisvæðing kosningaloforðs
Íbúi í Hraunbænum vaknaði við skotbardagann. – DV
Í
sland braut reglurnar og komst
upp með það,“ er ein túlkun á því
hvernig íslensk stjórnvöld náðu
að lágmarka skaðann fyrir ís-
lenska skattgreiðendur til fram-
búðar með því að reyna ekki að
bjarga viðskiptabönkunum frá hruni
um haustið 2008. Ef þetta hefði ver-
ið reynt, til dæmis ef Seðlabanki Ís-
lands hefði lánað Glitni peninga til
að endurfjármagna lán sín í lok sept-
ember 2008 og svo haldið áfram lán-
veitingum til að reyna að stoppa í
frekari göt sem mynduðust í banka-
kerfinu, hefði tap skattgreiðenda af
hruninu orðið miklu meira. Tapið
af hruni íslensku bankanna lenti því
að stóru leyti á erlendu lánastofn-
unum sem fjármögnuðu þá en ekki
á íslenskum aðilum. Þetta er ein
af ástæðum þess að Ísland komst
merkilega fljótt á lappir aftur eft-
ir hrunið því stór hluti tapsins á því
lenti á öðrum en ríkinu.
Sem betur fer reyndi íslenska
ríkið og Seðlabankinn ekki að bjarga
þessum „bandíttabönkum“, eins og
breski sagnfræðingurinn Tony Judt
kallaði þá áður en hann lést; þeir
voru löngu orðnir morknir að inn-
an af misnotkun og hefðu sjálfsagt
hrunið hvort sem var með tilheyr-
andi aukatapi fyrir íslenska skatt-
greiðendur. Bankakerfið var orðið
allt of stórt til að ríkið gæti gert nokk-
uð. Með þessari aðgerð braut ís-
lenska ríkið hins vegar þá möntru í
alþjóðlegu fjármálakerfi heimsins að
stjórnvöld hlaupi undir bagga með
bankastofnunum sínum og berji í
brestina til að halda þeim gangandi.
Írar gerðu þetta til dæmis árið 2008
þegar þeir ábyrgðust skuldir bank-
anna sinna og þurftu að dæla tug-
um milljarða evra inn í kerfið til að
halda því gangandi og loks að fá lán
frá Evrópusambandinu. Bandaríkja-
menn gerðu þetta líka með hinni
svokölluðu TARP-aðgerð: Milljarða
innspýtingu af skattfé inn í banka-
kerfið til að styrkja innviði þess.
Nú ætlar íslenska ríkið að brjóta
annað lögmál í þeirri viðleitni sinni
að takmarka tap íslenskra skuldara af
hruninu á kostnað kröfuhafa bank-
anna sem féllu árið 2008: Nefnilega
að skattleggja eignir þrotabúanna
til að ná út úr þeim 80 milljörðum
króna til að borga niður húsnæðis-
skuldir Íslendinga. Öfugt við þá að-
gerð ríkisstjórnarinnar að láta kröfu-
hafa bankanna taka skellinn 2008
þá er afar ólíklegt að skattlagningin
á þrotabú bankanna standist lög.
„Við erum að brjóta áratuga göm-
ul, alþjóðleg lög um skattlagningu
á þrotabú. Þrotabú hafa aldrei verið
andlag sérstakrar skattlagningar. Til-
gangur þrotabúa er að skipta á milli
kröfuhafa þeim eignum sem eru í
búinu,“ segir lögmaður sem leiðar-
ahöfundur ræddi við.
Alveg sama hvað fólki finnst um
vogunarsjóði eða fjárfestingarsjóði
úti í heimi sem keyptu kröfurnar á
íslensku bankana fyrir lítið af lán-
veitendum þeirra eftir hrunið 2008
þá felst gríðarleg áhætta í þessari
boðuðu aðgerð ríkisstjórnarinnar.
Sú áhætta er bæði fjárhagsleg og
pólitísk. Ef kröfuhafar bankanna
fara í mál við íslenska ríkið fyr-
ir innlendum og jafnvel erlendum
dómstólum þá getur kostnaður-
inn við aðgerðina fyrir skattgreið-
endur hlaupið á milljörðum króna.
Íslenska ríkið þyrfti þá að greiða
þrotabúunum aftur þann skatt
sem innheimtur var með vöxtum
auk skaðabóta og væntanlega
málskostnaðar. Þannig mun allur
kostnaðurinn við niðurfærslurnar,
auk frekari kostnaðar, lenda á ís-
lenskum skattgreiðendum.
Íslenska ríkið er því í reynd að
ríkis væða skuldaniðurfærslur al-
mennings upp á tugi milljarða króna
með því að nota í þær peninga
annarra sem ekki er víst að megi taka
sem skatt. Ef þetta gerist, sem ekki er
ólíklegt þar sem að líklegt má telja að
bankaskatturinn standist ekki lög,
þá verður álagning skattsins að einu
stærsta pólitíska hneyksli síðustu
ára hér á landi. Hneyksli sem byggir
á áhættu sem tekin er til að efna
að hluta til stærsta kosninga loforð
Framsóknarflokksins; hneyksli sem
er ekkert annað en afleiðingin af rík-
isvæðingu á kosningaloforði. Með
þessari ákvörðun er tekin nánast
vítaverð áhætta því ríkið er ekki að-
eins að brjóta óskrifaða reglu eða
möntru eins í bankahruninu 2008
heldur líklega einnig lög. Hætt er
við því að íslenska ríkið komist ekki
upp með þessa skattlagningu og það
muni leiða af sér fjárhagslegt tjón
fyrir þjóðina. Þá munu Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni
Benediktsson þurfa að axla pólitíska
ábyrgð á tjóninu. n
Sofandi á RÚV
Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkis-
útvarpsins, er óhress með að
lögreglan skyldi ekki hafa vakið
fréttamenn hans þegar um-
sátrið í Hraunbænum stóð sem
hæst. Í síðustu viku rak Óðinn
næturfréttamenn sína en stað-
hæft var þá að fréttamaður yrði
samt á vaktinni yfir nóttina.
Nú virðist hann ekki hafa verið
vakandi yfir atburðum og Rík-
isútvarpið svaf örlaganóttina á
meðan einkamiðlar vöktu.
„365 tapar
áskrifendum“
Það gengur á ýmsu hjá fjöl-
miðlarisanum 365 sem á árinu
hefur verið í ólgusjó uppsagna.
Páll Vilhjálmsson bloggari gefur
fyrirtækinu ekki háa einkunn
og bendir á að áskrifendur séu
á flótta frá Stöð 2. „ Fréttablaðið
er auglýsinga-
bæklingur með
textabrotum og
afgangurinn af
365 miðlum tap-
ar áskrifendum
til netsjónvarps-
stöðva,“ bloggar
hann. Ekki er víst að Jón Ásgeir
Jóhannesson, skuggastjórnandi
365, sé ánægður með þessa
einkunn. Leiða má líkur að því
fjölmiðlarisinn stefni bloggar-
anum fyrir að vísa til rekstrar-
örðugleika.
Lúxushús Sigurðar
Útrásarmaðurinn Sigurður
Einarsson hef-
ur marga fjör-
una sopið frá því
hann baðaði sig
í vellystingum
sem æðsti maður
Kaupþings. Hann
er nú lögsóttur
vegna mála sem yfirvöld telja
vafasöm. Sjálfur hefur hann
sagt að fjárhagsleg staða sín sé
erfið. Það er þó eflaust huggun
harmi gegn að hann hefur að-
gang að sumarhúsi sínu á Veiði-
læk í Borgarfirði sem hann
byggði í góð ærinu. Sigurður
hefur undanfarið sést þar. Hús-
ið, sem er eitt hið dýrasta á Ís-
landi, er í eigu dansks fyrir-
tækis.
Barnalán Hemma
Það er ýmislegt í lífi Hermanns
Gunnarssonar
sem hefur legið
í þagnargildi.
Þess á meðal er
að hann eign-
aðist frumburð
sinn árið 1968
en ekki 1971 eins
og hann segir í ævisögu sinni,
Hemmi Gunn – sonur þjóðar.
Egill Helgason sjónvarpsmað-
ur þykir hafa hárfínan en um-
deildan húmor. Hann spyr á
bloggi sínu hvort bókin hefði
ekki átt að heita Hemmi Gunn
– faðir þjóðar.
Leiðrétting?
T
illögur ríkisstjórnarinnar um
leiðréttingu húsnæðisskulda
heimilanna vekja áleitnar
spurningar.
Skoðum verklagið fyrst. Ríkis-
stjórnin felur einkafyrirtæki, Ana-
lytica, að meta áhrif fyrirhugaðrar
leiðréttingar. Með því er ríkisstjórn-
in í reyndinni að lýsa því yfir, að hún
vantreysti stjórnkerfi ríkisins. Ríkis-
stjórnin hefði getað aflað tillögum
sínum trausts með því t.d. að leggja
strax fram umsögn AGS, sem hefur
lagt drjúgan skerf til hagstjórnar-
innar frá hruni auk lánsfjár, eða um-
sagnir annarra óháðra sérfræðinga,
en ríkisstjórnin virðist ekki held-
ur treysta AGS eða óháðum sér-
fræðingum. Það er ekki traustvekj-
andi verklag.
Skattgreiðendur bera
kostnaðinn
Ekki er annað að sjá en að 80 millj-
arðar króna lendi á skattgreiðend-
um næstu fjögur ár, þar eð ekkert
segir í tillögunum um fjármögn-
un lækkunar höfuðstóls húsnæðis-
lána um þessa 80 milljarða, þ.e. 20
milljarða á ári 2014–2017. Þessir 80
milljarðar hljóta að þurfa að skila
sér til heimilanna með auknum
niðurskurði ríkisútgjalda, aukinni
skattheimtu eða aukinni skuld-
setningu ríkisins, og er þó ekki á
neitt af því bætandi eins og sakir
standa.
Því vekur eftirtekt, að í skýrslu
Analytica stendur:
„Skv. tillögum sérfræðingahóps-
ins er gert ráð fyrir að skuldaleið-
réttingarhluti aðgerðanna verði
ekki fjármagnaður með peninga-
prentun og að ekki myndist halli á
ríkissjóði beinlínis vegna þessara
aðgerða. Hins vegar verður ríkis-
sjóður af framtíðartekjum af úttekt
séreignarsparnaðar sem nú rennur
til höfuðstólslækkunar lána. Ekki
er gert ráð fyrir að til þurfi að koma
ríkisábyrgð eða sérstök skuldsetn-
ing ríkissjóðs vegna aðgerðanna.“
Þessar forsendur Analytica fá
ekki staðizt, hvort sem 80 millj-
arðarnir skila sér eða ekki utan úr
heimi, t.d. frá erlendum vogunar-
sjóðum í gegnum þrotabú bank-
anna í samræmi við kosninga-
loforð Framsóknar í vor leið, en
um það er þó ekkert sagt í gögn-
um málsins. Analytica virðist sjást
yfir það lykil atriði, að fjármögnun
ríkissjóðs gegnum þrotabú bank-
anna er tæknilega ígildi peninga-
prentunar af hálfu Seðlabanka
Íslands og því ávísun á aukna verð-
bólgu og viðskiptahalla eins og
Gunnar Tómas son hagfræðing-
ur hefur ítrekað bent á. Mat Ana-
lytica á áhrifum leiðréttingarinnar
(engin teljandi áhrif á verðbólgu,
gengi o.s.frv.) er því ekki trúverð-
ugt. Fróðlegt væri að sjá mat AGS á
þessum atriðum – og ekki vanþörf
á, úr því að Þjóðhagsstofnun var
lögð niður fyrir meira en áratug.
Innlyksa
Kynningu á tillögum ríkisstjórn-
arinnar fylgir óljóst tal um skatt-
lagningu bankanna. Þetta tal er
ábyrgðarlaust, úr því að ríkisstjórn-
in hefur ekki lagt fram neinar tillög-
ur um framtíðarskipan bankamál-
anna. Bankarnir standa í rauninni
á brauðfótum vegna afskrifta, van-
skila og lögbrota á liðinni tíð, en
þeir græða samt sem stendur á tá
og fingri, þar eð þeir þurfa ekki nú
frekar en endranær að sæta erlendri
samkeppni. Þeir græða með gamla
laginu, þ.e. á kostnað viðskiptavina
sinna með því að greiða innstæðu-
eigendum hverfandi vexti og taka
háa vexti af útlánum undir verndar-
væng ríkisins. Bankaskattur er því
að óbreyttu fyrirkomulagi banka-
málanna skattur á venjulegt fólk og
fyrirtæki í innlyksa viðskiptum við
bankana.
Séreignarsparnaður
Að hluta snýst fyrirhuguð leiðrétting
um að leyfa skuldugum heimilum
að létta á skuldum sínum í þrjú ár
með því að greiða þær niður frekar
en að byggja upp séreignarsparnað.
Þennan hluta leiðréttingarinnar
þurfa heimilin sjálf að bera, þar eð
þau munu þá eiga minni lífeyri en
ella þegar fram í sækir. Þessu fylgir
þó svolítil meðgjöf frá ríkinu að því
leyti, að væri séreignarsparnaður-
inn leystur út jafnharðan til annarra
nota, þyrfti skv. lögum að greiða af
honum tekjuskatt. Ríkið verður því
af skatttekjum sem þessu nemur í
framtíðinni, og bilið þarf að brúa
með nýrri skattheimtu, skuldasöfn-
un eða niðurskurði útgjalda. Um-
fang þess hluta fjármögnunarinnar
er ekki auðvelt að meta löngu fyrir
fram.
Skammgóður vermir
Ríkisstjórnin hefði getað reynt að
afla trausts á tillögum sínum með
því að leggja einnig fram tillögur
um framtíðarskipan bankamála,
verðtryggingar, afnám gjaldeyris-
hafta o.fl., svo að fólkið og fyrirtæk-
in í landinu þyrftu ekki að óttast, að
allt sæki aftur fljótlega í gamla farið.
Engum slíkum tillögum er þó til að
dreifa. Enn hallar mjög á lántakend-
ur í bankaviðskiptum. Þessa slag-
síðu þarf að leiðrétta án frekari taf-
ar eins og m.a. Lýðræðisvaktin lagði
til fyrir kosningar. Sé það ekki gert,
getur aukin verðbólga með óbreyttri
verðtryggingu á skömmum tíma
étið upp allan hugsanlegan ávinn-
ing heimilanna af fyrirhugaðri leið-
réttingu, komi hún til framkvæmda
fyrir tilstuðlan Alþingis án nauðsyn-
legra viðbótarráðstafana. Fari svo,
mun leiðréttingin reynast skamm-
góður vermir. n
Þorvaldur Gylfason
skrifar
Kjallari
„Fari svo, mun
leiðréttingin
reynast skamm-
góður vermir.
Allt mitt líf hefur
verið í móðu
Við bætum
hvort annað
Gunnhildur Svava Guðmundsdóttir afplánar fangelsisdóm í Tékklandi. – DV Brynja Þorgeirsdóttur um samstarf sitt og Braga í Orðbragði. – DV
Einlægur með
eindæmum
Álitsgjafi DV um Pétur Jóhann Sigfússon, fyndnasta mann Íslands. – DV
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Leiðari „Við erum að brjóta
áratuga gömul,
alþjóðleg lög um skatt-
lagningu á þrotabú.