Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Qupperneq 30
Helgarblað 6.–9. desember 201330 Umræða
Þessir hægrimenn … Umsjón: Henry Þór Baldursson
Þ
egar Svarthöfði las frétt-
ir af tilraun hóps fólks til
þess að vanhelga hina til-
vonandi moskulóð í Soga-
mýri í Reykjavík þá varð hann
fyrir vonbrigðum. Ekki vegna
þess að það sé slæmt að dreifa
svínshausum á moskulóðir,
heldur vegna sorglegrar van-
þekkingar þeirra sem áttu hlut
að máli.
Nær hefði verið, að mati
Svarthöfða, að opna ham-
borgarastað í Sogamýrinni sem
býður eingöngu upp á svína-
borgara og beikon. Lokkandi
ilmurinn myndi þannig kvelja
sársvanga múslim-
ana hverja bæna-
stund, þar til
þeir myndu
gefast upp og
fara aftur til
Sádi-Arabíu.
Svarthöfði
tekur að
öðru leyti und-
ir með þeim sem
eru á móti moskubyggingunni.
Svarthöfði er ekki barnaleg-
ur og veit hvaða ógn stafar af
múslimunum. Múslimar eru
ábyrgir fyrir 60 af þeim 2.400
hryðjuverkaárásum sem gerðar
voru á bandarískri grund síð-
ustu fjóra áratugina rúma. Þetta
gera um 2,5 prósent af heildar-
fjölda.
„Yfirfærðu þetta yfir á fjölda
múslima á Íslandi,“ sagði
Svarthöfði við einn barnalegan
nágranna yfir rjúkandi bolla af
arabísku kaffi: „Af þessum 770
múslimum eru þá 2,5 prósent
hryðjuverkamenn – NÍTJÁN
hryðjuverkamenn!“ Svarthöfði
uppskar ekkert annað en
ruglingslegt augnaráð og flótta-
legar afsakanir, um að nágrann-
inn þyrfti nú að „fara að drífa sig
að sækja krakkann“. Já, þeir eru
fáir sem standast vitsmunalega
krafta Svarthöfða.
Svarthöfði gefur nefnilega
ekki mikið fyrir „pólitíska rétt-
sýni“. Hugtök eins og „trúfrelsi“
eða „mannréttindi“ eru bara
fyrir vinstri sinnaða vælukjóa,
sem elska greinilega múslima
meira en Íslendinga. Venjulegir
Íslendingar, eins og Svarthöfði,
eru eðlilega tortryggnir í garð
múslima, enda eru þeir oftast
öðruvísi á litinn og elda mat sem
lyktar skringilega. Þeir eru líka
grunsamlega líkir öðrum lituð-
um mönnum í öðrum lönd-
um, sem elda líka skringilega
lyktandi mat, og kúga konur og
drepa fólk í þokka-
bót. En á Íslandi
er ógnarstjórn
réttsýninnar
og rödd hins
venjulega Ís-
lendings heyrist
ekki. n
Svarthöfði
Ógnarstjórn
réttsýninnar
Ekki lögmál að ríkið reki Rás 2
Nefskattur óheppilegt form til að innheimta skatt, segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra
Einar Sigurðsson Hvers
vegna standa íslenskir
nemendur jafn illa að vígi
og raun ber vitni, samanber
niðurstöður PISA-könnunarinnar?
Illugi Gunnarsson Það er ekkert
eitt svar við þessari spurningu.
Við þurfum að skoða mennta-
kerfið okkar allt, frá grunni, og
reyna að átta okkur á þessum
vanda. Það þarf að leggja mat á
menntun kennara, námsgögnin
sem við notum, kennsluaðferð-
irnar, hvernig við prófum börnin
o.s.frv. Ég vara við því að dregin
sé sý ályktun að það sé eitthvað
eitt sem sé að hjá okkur og að
það sé hægt að kippa því í liðin
með einu átaki. Þetta er verkefni
sem mun taka langan tíma og
krefst úthalds.
Alma Guðmundsdóttir Nú
veit ég að þú sjálfur ert
menningarlega sinnaður.
Kostnaður við föst laun Rásar 1 eru
7% af heildar rekstrarkostnaði RÚV
en rekstrarkostnaður yfirstjórnar
RÚV 6%. Ekkert var skorið niður í
yfirstjórn en 50% niðurskurður
fastra starfsmanna á Rás 1. Ert þú
ánægður með þessa skiptingu? Ef
ekki hyggstu standa með fólkinu í
landinu og endurskoða þennan
hroðaverknað?
Illugi Gunnarsson Yfirstjórn
Ríkisútvarpsins ber ábyrgð á
starfsemi stofnunarinnar og því
að hún fari að lögum og sinni
þeim verkefnum sem henni er
ætlað samkvæmt sérstökum
þjónustusamningi. Framundan
er reyndar endurskoðun á
þjónustusamningi og nauðsyn-
legt að við þá endurskoðun
verði horft til þeirra fjármuna
sem Ríkisútvarpið hefur til
ráðstöfunar og hvernig tryggt
sé að unnið sé í samræmi við
það hlutverk sem lögin um
Ríkis útvarpið kveða á um. En ég
vil taka það fram að ég er ekki
sammála því að fólk hafi verið
rekið frá Ríkisútvarpinu með
einhverri skömm. Uppsagnirnar
eru komnar til vegna þess að
tekjur Ríkisútvarpsins dragast
saman þar sem möguleikar þess
til að afla tekna á auglýsinga-
markaði hafa verið skertar.
Þorgerður Sigurðardóttir
Styður þú það að helmingi
dagskrárgerðarfólks á Rás 1
hafi verið sagt upp á einu bretti, þú
sem lagðir sérstaka áherslu á sterka
Rás 1 í umræðu á þingi, aðeins
nokkrum dögum áður en
uppsagnirnar fóru fram?
Illugi Gunnarsson Ég á eftir
að sjá endalega útfærslu á því
hvernig uppbygging dagskrár-
stefnu Ríkisútvarpsins verður í
ljósi þeirra fjármuna sem stofn-
unin hefur úr að spila.
Reynir Traustason Ertu
hlynntur því að selja Rás 2 í
framtíðinni?
Illugi Gunnarsson Rás 2 gegnir
mikilvægu hlutverki, einkum
þegar kemur að útbreiðslu og
kynningu á íslenskri tónlist,
starfsmennirnir þar hafa unnið
frábært verk á undanförnum
árum og áratugum hvað þá
þætti varðar. En það er ekkert
lögmál að ríkið sinni sjálft slíku
hlutverki, þrátt fyrir að nauðsyn-
legt sé að slíkur stuðningur sé
til staðar að mínu mati. Ef hægt
er með sannfærandi hætti að
sýna fram á aðrar aðferðir sem
tryggja að sami árangur náist,
þá er ég reiðubúinn til að hlusta
á allar slíkar hugmyndir. Mestu
skiptir að hlutverk Ríkisútvarps-
ins sé skýrt og það geti sinni því
hlutverki vel.
Eyþór Jóvinsson Sæll Illugi,
árið 2008 ritaðir þú grein
ásamt Bjarna Ben um
mikilvægi þess að farið yrði í
aðildarviðræður við ESB, hefur
afstaða þín breyst? Hvernig vilt þú,
persónulega, að sambandi ESB og
Íslands verði háttað í framtíðinni?
Hvernig telur þú hagsmunum Íslands
best borgið?
Illugi Gunnarsson Ég tel að þró-
un mála innan ESB undanfarin
ár sýni að sambandið mun taka
miklum breytingum á næstu
árum. Evran mun knýja áfram
þær breytingar, aukinn samruni
ríkisfjármála evruríkjanna er t.d.
óhjákvæmilegur. Hver verður
t.d. þá staða þeirra ríkja sem
eru í ESB en ekki í evrunni?
Mun sambandið þróast í átt
að tveggja rása kerfi, annars
vegar evruríki sem vinna
nánar og nánar saman og hins
vegar þau sem eru utan? Með
öðrum orðum, það ESB sem við
horfðum á 2008 mun breytast í
grundvallaratriðum í átt til meiri
samruna. Sú staðreynd hefur
áhrif á afstöðu mína. Ég tel að
EES-samstarfið geti þjónað
okkur vel í nánustu framtíð og að
Ísland eigi mikil tækifæri m.a. í
formi fríverslunarsamninga við
ríki Asíu.
Páll Kristjánsson Sá haft
eftir þér í gær að námslán
væru í rauninni niðurgreidd
um 31%. Viltu útskýra þessa
niðurgreiðslu og hvernig þessi
niðurstaða er fundin?
Illugi Gunnarsson M.a. munur-
inn á þeim vöxtum sem LÍN þarf
að greiða annars vegar og þeim
vöxtum sem námsmenn greiða
sjóðnum til baka.
Heiða Heiðars Varst þú
hissa þegar ESB skrúfaði
fyrir IPA-styrkina?
Illugi Gunnarsson Ekkert
sérstaklega.
Daði Ingólfsson Alþingi
boðaði til þjóðaratkvæða-
greiðslu um nýja
stjórnarskrá 20. október 2012.
Yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda
vildi að tillögur stjórnlagaráðs yrðu
lagðar til grundvallar frumvarpi að
nýrri stjórnarskrá og lýsti stuðningi
við tiltekin álitaefni sem spurt var
um. Hver er þín afstaða? Ber
þingmönnum siðferðileg og pólitísk
skylda til að virða niðurstöðu
þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi
boðar til?
Illugi Gunnarsson Þingmenn eru
einungis bundnir af samvisku
sinni. Ég tel að margt megi nýta
af því sem unnið var á síðasta
kjörtímabili í þessum málum,
en jafnframt verð ég að segja
að margt af því sem lagt var til
var illa ígrundað að mínu mati.
Framundan er vinna við að ná
góðri samstöðu um afmarkaðar
og vel ígrundaðar breytingar á
stjórnarskránni sem hægt er að
klára á þessu kjörtímabili. Ég
hef góðar væntingar um að það
takist.
Hallur Guðmundsson
Samkvæmt reglugerð sem
gildir innan EES er óheimilt
að skerða nefskatt á borð við
útvarpsgjald til að brúa aðra liði sem
fé skortir í. Síðasta stjórn gerði þetta
og núverandi stjórn mun halda því
áfram. Hvað hvetur ykkur til að
ganga gegn þessari reglugerð og
brjóta þar með lög?
Illugi Gunnarsson Afmarkaðir
tekjustofnar eru langt í frá
heppilegt form skattheimtu.
Fyrir þá sem borga skatta skiptir
engu máli hvað ríkið kallar skatt-
inn, hann þarf að greiða. Alþingi
hefur síðan vald til að ákveða
hvernig sköttum er ráðstafað.
Heida Sigurdardottir Ríkis-
sjóður stendur illa og
ráðherra vill því bíða betri
tíma til þess að byggja upp vísindi og
fræði hér á landi. Vandamálið er að
það er ekki hægt að ýta á
pásutakkann og halda að
vísindafólk sitji bara og bíði átekta
þar til eitthvað breytist. Það verður
hér stórfelldur spekileki þar sem
hámenntað fólk annaðhvort flyst úr
landi eða kemur ekki aftur heim til
Íslands eftir nám. Þetta er fólk með
áratuga nám á bakinu og gífurlega
sérfræðiþekkingu og við missum það
í burtu. Hvað á að gera?
Illugi Gunnarsson Framlög til
Rannsóknasjóðs og Tækniþró-
unarsjóðs verða árið 2014 mun
hærri en þau voru árið 2012 og
öll árin þar á undan. Við erum
sammála um að fjárfestingar í
vísindum og þekkingu er aflvaki
hagvaxtar, en jafnframt mun
yfir skuldsettur ríkissjóður hækka
vexti og draga þannig mjög úr
hagvexti. Þetta er staðreynd
málsins, við aukum við framlögin
frá því 2012 en reynum um leið að
koma böndum á ríkissjóð.
Árelíus Þórðarson Sæll
Illugi og til hamingju með
útfærsluna á skuldavanda
heimilanna. Ein spurning? Hvers
vegna má þjóðin ekki kjósa um það
hvort halda eigi viðræðum við ESB
áfram. Ekki er þetta búið að vera
gæfulegt hjá okkur síðustu ár og
áratugi þar sem erfitt er að mynda
sér framtíðarsýn og væntingar með
mjög óstöðugri krónu.
Illugi Gunnarsson Ef kjósa á
um eitthvað þá ætti einungis
að kjósa um það hvort við
viljum ganga í ESB eða ekki.
Ef þjóðin vildi ganga inn þá er
hægt að halda áfram og ef ekki
þá er umsóknin að sjálfsögðu
dregin til baka. Aðalmálið er að
hvorugur þeirra flokka sem nú er
í ríkisstjórn vill að Ísland gangi
í ESB og stjórnarandstaðan er
klofin í málinu. Það er því mikill
meirihluti gegn málinu á nýkjörnu
þingi og allt bendir til þess að
meirihluti þjóðarinnar sé á móti
inngöngu.
Nafn: Illugi Gunnarsson
Aldur: 46 ára
Starf: Menntamálaráðherra
Menntun: MBA-gráða í
hagfræði