Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Qupperneq 36
Helgarblað 6.–9. desember 201336 Fólk Viðtal
L
árétt haglél lemur gluggana
á stúdíói Björgvins í Hafnar-
firði eins og hraður trommu-
sláttur. Björgvin er ekkert að
hafa fyrir því að fara úr yf-
irhöfninni í frostinu sem smeygir
sér inn fyrir veggina. Situr snún-
ingsstól í loðfóðruðum leðurjakka
í miðju stúdíóinu og ræðir við upp-
tökumeistara sinn.
Fréttafíkill
Það eru stórir jólatónleikar fram
undan en þeir ræða ekki um neitt
slíkt heldur fréttir dagsins. Skotárás í
Árbænum. Þeir sem þekkja Björgvin
vita að hann lætur fátt fram hjá sér
fara. Hann er sannkallaður fréttafíkill
og áskrifandi að öllum helstu stöðv-
um, bæði innlendum og erlendum.
Hann er með ástandið í Úkraínu á
takteinum og fylgist með látunum í
Norður-Kóreu. „Ég vil vera viss um
að heimsstyrjöld sé ekki skollin á
áður en ég leggst til hvílu á kvöldin,“
segir hann og glottir. „Ég vil hafa
heimsmyndina skýra og vil fylgjast
með öllu því sem er að gerast í heim-
inum. Ég vil lesa öll blöðin og horfa á
helstu fréttir.“
Jólatónleikar í hverju horni
Þetta er sjöunda árið sem Björgvin
heldur jólastórtónleika. Þeir eru í
hugum margra ómissandi hluti af
hátíðinni. Hann hefur safnað í kring-
um sig landsliði tónlistar manna og
fleira hæfileikafólki, þeirra á meðal
dóttur sinni Svölu, Helga Björnssyni,
Eivöru, Eyþóri Inga, Röggu Gísla,
Sigríði Thorlacius og Unnsteini
Manuel. Að auki stígur stórstjarnan
John Grant á svið. Þá mega gestir
eiga von á því að sjá og heyra stór-
sveit, strengjasveit, karlakór, barna-
kór, gospelkór. Í þessum góða hópi
er barnabarn Björgvins, Þórunn Lea,
sem hann er ákaflega stoltur af.
„Ég byrjaði í Laugardalshöllinni
2006 með stóra tónleika með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands. Ég byrjaði
með fjórar fullar hallir og fannst
svakalega gaman að vera með Mela-
bandið, stærstu sveit landsins á bak
við mig. Eftir þessa tónleika þá hugs-
uðum við sem stóðum að þessu að
það væri hreinlega gaman að gera
meira af þessu.
Erlendis er þetta fyrirkomulag
vinsælt og þegar við erum að fara af
stað þá er ekki eins mikið af þessu.
Nú eru í hverju horni jólatónleikar.
Það liggur við að þegar þú farir út í
sjoppu að kaupa þér kók og pylsu
sé þar síðhærður hippi með gítar
og kerti að halda jólatónleika,“ segir
Björgvin og skellir upp úr. „Þetta
hlýtur að vera svona góður bisness
fyrst svo margir vilja eiga hlut í
honum, en það má vara sig. Þetta er
gífurlega áhættusamt og svakalega
dýrt. Við vöndum okkur en förum
varlega. Tónleikarnir verða tvenn-
ir í ár. Að sjálfsögðu myndum við
halda fleiri tónleika ef fólkið bæði
um það.“
Enn stressaður fyrir tónleika
Hann verður enn stressaður áður
en hann stígur á svið. „Ef mað-
ur finnur ekki fiðringinn í magan-
um þá er þetta bara búið. Þá getur
maður bara farið heim að leggja sig
og láta sér leiðast. Það jafnast ekk-
ert á við lifandi tónleika. Þetta gerist
bara einu sinni. Upplifunin er sér-
stök, þú finnur töfrana í loftinu og
adrenalínið streymir.“
Hann segir lykilinn að velgengni
sinni vera að vinna með fólki sem
er betra en hann á vissum sviðum.
„Þetta gerist allt á þessari samsuðu
af fólki. Ég er engin díva, en það er
stuttur þráðurinn í mér samt. Ég
geri sömu kröfu til mín og fólksins
í kringum mig. Ég er alltaf að reyna
að meika það hjá sjálfum mér. Þar er
ég sko að reyna að meika það,“ seg-
ir hann og leggur áherslu á orð sín.
„Svo er ég með frábæra söngvara og
hljóðfæraleikara, landsliðið að mínu
viti, og við erum alltaf að reyna að
gera okkar besta.“
Alsannur gaflari
Talið berst að móður Björgvins, Sig-
ríði Þorleifsdóttur. Hún er orðin 92
ára og býr enn í húsi sínu á Álfa-
skeiði.
„Yngri systir mín býr með henni.Hún
vill ekki fara á elliheimili og verður á
sínu heimili eins og hún vill. Hún er
mjög hress, orðin svolítið þreytt í fót-
unum en með allt á hreinu.“
„Yngri systir mín býr með henni.
Hún vill ekki fara á elliheimili og
verður á sínu heimili eins og hún
vill. Hún er mjög hress, orðin svolítið
þreytt í fótunum en með fullu viti.“
Björgvin er fæddur og uppalinn í
Hafnarfirði og státar sig af því að vera
alsannur gaflari.
Ég er gaflari, eins og við Hafn-
firðingar montum okkur af. Ég er
sannur gaflari, af því ég fæddist
heima hjá mér í Álfaskeiðinu. Það er
æðsta stigið,“ segir hann og glottir.
Saga Björgvins sæfara
Faðir Björgvins var Halldór Baldvins-
son, sjómaður og skipstjóri. Hann
lést árið 1999. „Pabbi var sjómaður,
skipstjóri og stýrimaður. Hann var
alltaf á sjónum. Ég sigldi með honum
þegar ég var strákur. Þá fékk ég að
fara nokkra túra. Ætli ég hafi verði
ellefu eða tólf ára þegar ég fór í fyrsta
sinn. Þetta var svona ritjúal sem all-
ir bræður mínir gengu í gegnum líka.
Ég fór með honum á togara. Það er
svolítið gaman að því að hann skrifaði
sögu Björgvins sæfara í þessum túr.
Hann hélt litla dagbók þar sem hann
skrifaði um mig. Hvenær ég vaknaði,
hvort ég var sjóveikur og hvert ég
fór í höfn. Þetta var æðislega gam-
an. Hann var sniðugur og ritfær hann
pabbi..“
Tónlistin mallaði undir niðri
Björgvin er miðjubarn og á heim-
ili hans var ástin á tónlist flestu yfir-
sterkari.
„Það var mikil músík heima. For-
eldrar mínir hlustuðu mikið á tónlist
og við hlustuðum líka á Kanann og
svona og eldri systkinin héldu partí
og við yngri hlustuðum á tónlistina.
Þetta lá ekki beint fyrir mér, en undir
niðri bjó þetta kannski alltaf í mér án
þess að ég vissi af því.“
Lendir í hljómsveit
Tónlistin verður hlutskipti hans á
unglingsárum. Í Hafnarfirði á ung-
lingsárum Björgvins var tónlistarlíf-
ið í bænum líflegt. Þar hóf hann feril
sinn með hafnfirsku hljómsveitinni
Bendix. Í Flensborg steig hann fyrst
á svið með þeim og söng bítlalagið
Penny Lane. Þar með var tónninn
sleginn.
„Ég var í Flensborg og við
töffararnir í bænum vorum að fara
á dans æfingar í Alþýðuhúsinu og
Flensborg. Þar var hljómsveit oft að
spila sem hét Bendix. Ég lendi eigin-
lega í henni. Ég byrja að taka upp fyr-
ir þá texta og svoleiðis og fer fljót-
lega að finna eitthvað að söngnum
hjá þeim. Þeir sögðu mér þá bara
að syngja sjálfur og buðu mér svo í
bandið. Ég var í þessari hljómsveit
í tvö til þrjú ár. Kynnist þá Jónasi R.
Jónssyni. Pabbi hans var með sport-
vöruverslun hér í bænum sem hét
Sportval. Hann var eiginlega læri-
faðir minn, var í hljómsveit sem hét
Five Pence og ég fékk svona að hanga
með.“
Sætir strákar syngja cover-lög
Bendix þótti ansi efnileg og Björgvin
vakti athygli. Vinur hans Jónas varð
söngvari í Flowers en þegar aðrir
meðlimir sveitarinnar heyrðu í
Björgvini var Jónasi skipt út. „Írónískt
var það svo að mér var boðið að
ganga til liðs við Flowers. Flowers og
Hljómar voru aðalböndin á Íslandi á
þessum tíma. Jónas yfirgaf Flowers
og ég settur inn í staðinn. Við vorum
og erum perluvinir þrátt fyrir þetta.“
Sveitirnar tvær, Flowers og
Hljómar, sameinuðust og burða-
rásarnir í hvorri sveit stofnuðu
Ég er engin díva
Björgvin Halldórsson á stundum erfitt með
skapið. Það er stuttur í honum þráðurinn og hann á
það til að skeyta skapi sínu á öðrum. En hann segist
engin díva. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Björg-
vin um eldheita ást, lífið og tónlistar ferilinn. Björgvin
segir frá gæfunni í lífi sínu og fullkomnunaráráttunni,
syninum sem hann eignaðist tvítugur að aldri og tóm-
leikatilfinningunni sem hann fyllist um áramót.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
„Ég svaf einn
í rúminu með
öllum fjórum
„Ef ég sé eftir ein-
hverju þá er það
hversu erfitt ég á með
skapið í mér.
Á brúðkaupsafmæli í næstu viku Björgvin er hamingjusamlega giftur Ragnheiði Björk Reynisdóttur. Þau eru enn jafn ástfangin og
þegar þau hittust fyrst og í næstu viku fagna þau 35 ára brúðkaupsafmæli. Mynd SiGTryGGur Ari