Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 41
Helgarblað 6.–9. desember 2013 Lífsstíll 41 Hættu að „snúsa“ Í skammdeginu freistar að ýta á svokallaðan „snús“-takka þegar vekjaraklukkan glymur í morgunsárið. Þú finnur fyrir þreytu og þegar þú lætur það eftir þér að ýta á takkann streymir um þig vellíðunartilfinning í sama mund og þú fellur aftur í vær- an svefn. Því miður gerir „snús- ið“ þér engan greiða til lengri tíma litið. Það hefur slæm áhrif á líkams klukkuna og riðlar inn- byggðu kerfi líkamans. Auk þess finnur þú fyrir mun meiri þreytu heldur en þegar þú ferð á fætur á sama tíma, dag eftir dag. Vaknaðu og hættu þessum leiðindasið. H U G V E K J A S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þeirra þágu. Sölutímabil 5. – 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð Gallerí i8 – Tryggvagötu Hafnarborg - Hafnarfirði Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Around Iceland – Laugavegi Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is D r. Eric Schweiger húðlæknir hefur tekið saman algeng- ustu mistök sem fólk á öll- um aldri gerir í meðferð húðar. Hann segir algeng- ustu mistökin almenn og bendir á að bæði konur og karlar geri þau. Fólk getur haft ama af bólum fram á full- orðinsaldur og samkvæmt dr. Eric er ýmislegt að varast. 1 Að nota rangar hreinsivörur Sumir nota hreinsiefni á húðina sem innihalda efni á borð við salicylic acid til þess að koma í veg fyrir bólur til viðbótar við önnur krem með svipaða virkni. Dr. Eric bendir á að það sé of mikið af því góða og húðin líði fyrir það. Of mikið af efnum með virkum efnum sem eiga að vinna bug á bólum eykur hættuna á bólgum í húð. Notið fremur mild hreinsiefni á húðina sem að þurrkar hana ekki um of. 2 Of lítill rakiSamkvæmt dr. Eric gleyma konur á tvítugs- og þrítugsaldri að nota rakakrem á húðina. Húðin verður þá of þurr og framleiðir þess vegna umframolíu. Umframolían eykur hættu á bólum. Leitið að raka- kremi sem er án olíu og forðist mjög rakagefandi krem nema um hávetur eða ef húðin er virkilega þurr. 3 Breyttu um aðferðStærstu mistök kvenna á þrítugs- og fertugsaldri eru að nota sömu vörur og á tvítugsaldri. Það er ekki sniðugt að halda áfram að nota húðhreinsiefni sem henta ungu fólki. Konur átta sig ekki á að ávaxtasýru- krem getur haft góð áhrif á öldrun húðar og á bólur og bólgur. 3 Of lítið vatnÞeir sem þjást af húðvanda- málum eiga það oft sameiginlegt að drekka of lítið af vökva á hverjum degi. Húðin líður fyrir það og varn- irnar falla. Þeir sem huga að því að drekka nóg af vatni geta bætt mikið úr vandanum. 4 Óstöðugt og lélegt mataræði Lélegt mataræði, ofnæmi og óþol geta ýtt undir húðvandamál. Sumir fá bólur af osti eða lakkrís, aðrir af rauðvíni eða salti. Prófaðu að breyta mataræðinu og borðaðu mat sem dregur úr bólgum. Ef húðvandinn er mikill skaltu íhuga listann hér fyr- ir neðan yfir mat og krydd sem á að hafa góð áhrif á húðina. n ritstjorn@dv.is Burt með bólurnar n 3 algengustu mistökin í húðumhirðu n Mikilvægt að drekka vatn Túrmerik Túrmerik er skærgult krydd sem hefur verið notað í lækningaskyni víða í Asíu gegn hinum ýmsu meinum. Virka efnið í túrmerik heitir curcumin, og hefur það töluvert verið rannsakað sambandi við liðagigt. Curcumin hefur bólgueyðandi áhrif og getur gagnast vel í baráttunni við bólur. Hægt er að nota kryddið í mat en einnig fæst það í hylkjum í heilsuvörubúðum. Omega 3 fitusýrur Omega 3 fitusýrur hafa góð bólguminnkandi og mýkja fitu í fitukirtlunum. Því er sjálfsagt að taka fitusýrur eða lýsi daglega. Grófar trefjar Mikið af góðum trefjum í fæðu hefur afar góð áhrif á húðina. Grænt te Í grænu tei eru bæði andoxunarefni og A-vítamín sem hvort tveggja gagnast gegn bólum. Það dregur úr uppþembu og inniheldur efni sem draga úr öldrun húðarinnar. Prófið að leggja kalda tepoka beint á húðina til þess að draga úr bólgum og þrota. Andoxunarefni og íslenskir heilsutómatar Tómatar innihalda andoxunarefni á borð við lycopene sem er samkvæmt rannsóknum eitt öflug- asta andoxunarefnið. Það ver húðina fyrir sólarskemmdum og dregur úr líkum á t.d. krabbameini og hjartasjúkdómum. Lycopene nýtist líkamanum betur þegar búið er að elda tómatinn þannig að þá er tilvalið að fá sér einn grillaðan, steiktan eða bakaðan tómat með kvöldmatnum. Rautt kjöt Fitusnautt og hreint rautt kjöt inniheldur mikið magn próteins og járns. Próteinið í rauðu kjöti inniheldur mikið magn glycine og proline en þau efni auka framleiðslu kollagens í húðinni. Nýlegar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að rautt kjöt getur haft góð áhrif á óhreina og bólótta húð. Zink og selen Þeir sem þjást af bólum geta prófað að taka inn sink og selen sem bætiefni, hvort tveggja vinnur gegn bólgu- myndun í húð. Matur og krydd sem hefur góð áhrif á húðina Almenn og út- breidd mistök Dr. Erik segir algengustu mistökin almenn og bendir á að bæði konur og karlar geri þau. Kamillute og lofnarblóm Þeir sem glíma við kvíða ættu að reyna að fá sér kamillute til að slá á angistina. Teið þykir virka afar róandi og ekki skemma fyrir góð áhrif á maga. Svo virðist sem virk efni kamillublómahnapp- anna bæti virkni þarmanna og rói magann. Lofnarblómið er annað blóm sem hefur sefandi áhrif og er bólgueyðandi. Grísk rannsókn leiddi í ljós að sjúklingar á tann- læknastofu reyndust rólegri ef biðstofan ilmaði af olíu úr lofnarblómi (lavender). Margfalt fleiri með elliglöp Fjöldi fólks með elliglöp með þre- faldast áður en árið 2050 geng- ur í garð. Þetta segja öldrunarsér- fræðingar en upplýsingarnar voru gefnar út í aðdraganda ráðstefnu G8-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, sem haldin verður í næstu viku. Elliglöp geta verið af mörgum toga en algengasta tegund þeirra er hinn alræmdi Alzheimers-sjúk- dómur. Engin lyf eru til sem geta spornað við elliglöpum en þó eru til lyf sem geta létt fólki lífið sem þjást af þessari tegund hrörnunar. Sem fyrr segir er Alzheimers- sjúkdómurinn algengasta tegund elliglapa. Auknar lífslíkur fólks, sam- hliða auknum lífsgæðum, mun gera það að verkum að þrefalt fleiri munu þjást af elliglöpum árið 2050 miðað við stöðuna í dag ef fram heldur sem horfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.