Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Qupperneq 52
52 Menning
H
ljómsveitin Mammút var
stofnuð árið 2003 en með
limir hennar eru þau
Katrína Mogensen, Alex
andra Baldursdóttir, Arnar
Pétursson, Vilborg Ása Dýradóttir
og Andri Bjartur Jakobsson. Sveitin
sigraði í Músíktilraunum árið 2004
og sendi frá sér sína fyrstu plötu árið
2006. Önnur platan, Karkari, kom
út árið 2008 og naut vinsælda en
lög eins og Svefnsýkt og Rauðilækur
slógu í gegn. Platan þótti kraftmik
il og náði hinum eftirsótta gullplötu
titli.
Nú fyrir skömmu sendi Mammút
frá sér sína þriðju breiðskífu en
hún heitir Komdu til mín svarta
systir og er alls ólík Karkari. Kröftug
framkoma þeirra á tónleikum vekur
strax athygli, söngkonan Katrína
Mogensen, teygir raddsviðið á óhefð
bundinn máta í anda Bjarkar og stíg
ur á svið hulin svartri andlitsmáln
ingu undir áhrifum ljóða Davíðs
Stefánssonar.
Undir áhrifum
„Hún er búin að spila nokkrum sinn
um svona svartmáluð. Viðbrögðin
eru góð. Augun og svipbrigðin kalla
svo mikið fram. Titillinn er einmitt
sprottinn út frá línu úr ljóði Davíðs
Stefánssonar,“ útskýrir Alexandra
Baldursdóttir, gítarleikari sveitarinn
ar.
„Komdu til mín svarta systir er
brot úr ljóði eftir skáldið, það er að
allega söngkonan Kata sem sökkti
sér ofan í ljóðin, sem fjalla mörg um
þroska og breytingar, það var ekk
ert ákveðið fyrr en við vorum kom
in með plötuna í hendurnar. Nafnið
þótti okkur viðeigandi því það er í
sama anda og platan og margt í text
anum sem vísar í þessa stemningu.“
Lífið breytist hratt
Platan hefur verið nokkuð lengi í
fæðingu en fimm ár eru liðin frá því
að sveitin sendi síðast frá sér plötu.
Upptökur á plötunni hófust sumarið
2011 í Kóngsbakka. „Við tókum okk
ur góðan tíma í að nostra við plötuna,
vorum í heila viku í Kóngsbakka og
tókum þar upp efni. Eftir það unnum
við efni á plötuna í skorpum, í Orgel
smiðjunni þar sem Magnús Øder
var með yfirumsjón með upptökum
ásamt því að hljóðblanda plötuna.
Ástæðan fyrir því er bara lífið og allar
þær breytingar sem við höfum verið
að ganga í gegnum,“ segir Alexandra.
„Platan er þyngri en annað efni sem
við höfum gefið út. Við leituðum
meira inn á við.
Þegar við gáfum út hina plötuna
þá vorum við bara unglingar. Núna
erum við á tímabili í lífi okkar þar sem
allt gerist hratt. Við erum í námi, mörg
búin að lúka námi. Ég er í grafískri
hönnun, einn er orðinn húsgagna
smiður, Andri trommari er að læra
að verða kennari. Kata er að útskrif
ast í myndlist og Ása er myndlistar
kona. Við höfum af þessum ástæðum,
einnig hent miklu af efni. Það hefur
úrelst á meðan vegna hraðans.“
Leiddist á Laugarnesinu
Mammút var upphaflega stofnuð
sem stúlknatríó árið 2003 undir
nafninu ROK. Mammút nafnið var
þó tekið upp fljótlega og bættust
strákarnir í hópinn. Sveitin tók þátt
í Músík tilraunum 2004 og fór með
sigur af hólmi og sló rækilega í gegn
hjá tónlistarunnendum.
„Við vorum þrjár stelpur sem
byrjuðum, 14 ára vinkonur úr
Laugarnesinu sem vorum í sama
grunnskóla. Við stelpurnar hugs
uðum þetta aldrei svona á stelpu
forsendum. Þessi bransi er karllæg
ur, en við vorum ekkert að spá í þetta.
Við ætluðum ekki að sigra heiminn,
við vorum bara aktífir unglingar sem
vantaði eitthvað að gera. Við vorum
ekki í íþróttum eða neinu svoleiðis en
í Laugarnesinu var mikið af íþrótta
starfi. Okkur leiddist, við vorum í leit
að einhverju að gera og vorum allar
með brjálaðan áhuga á tónlist.“
Hrökkva eða stökkva
Það má segja að sveitin eigi tíu ára
starfsafmæli nú í desember enda
voru þær enn á barnsaldri þegar þær
byrjuðu að spila. Sigurinn í Músík
tilraunum árið 2003 kom þeim á
kortið en nú árið 2013 virðist lán
ið ætla að leika við sveitarmeðlimi
enda hefur platan nýja fengið góð
ar viðtökur. Nú þegar hafa tvö lög
af plötunni fengið töluverða spil
un, Salt og Blóðberg, og verður ekki
annað sagt en að þau gefi fögur fyrir
heit um verkið í heild sinni. Alex
andra segir að nú sé það að hrökkva
eða stökkva. „Við getum eiginlega
ekki lengur verið að bíða og sjá. Við
erum að keyra á þetta, sjá hvert við
komumst með þetta. Erum spennt
og fáum góð viðbrögð úr öllum átt
um. Okkur langar í tónleikaferðalag
og það er ákveðið markmið að kom
ast með þetta sem lengst.
Við erum mjög ánægð með út
komuna. Þroskinn hefur skilað
okkur lengra. Við höfum ekki tekið
okkur of alvarlega og ég held að það
skili sér.“ n
Helgarblað 6.–9. desember 2013
Hljómsveitin Mammút kemur á óvart með dimmri og kröftugri plötu
Lífið á ógnarhraða
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
„Þroskinn hefur skilað okkur lengra“ Alexandra segir nýju plötuna hafa tekið langan tíma í vinnslu, að hluta til vegna þess hversu miklar breytingar sveitarmeðlimir voru að ganga í gegnum. Platan endurspeglar breytingarnar.
Kraftmikið Söngkonan Katrín er svartmáluð og undir áhrifum ljóða Davíðs Stefánssonar.
Ung Hér eru meðlimir Mammút frá árdögum sveitarinnar. Þau fagna tíu ára afmæli í
desember.
Leita inn á við Nýja platan hefur vakið
eftirtekt, hún er dimmari og þyngri en annað
útgefið efni sveitarinnar.
„Við höfum ekki
tekið okkur of
alvarlega og ég held að
það skili sér.