Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 60
60 Fólk
Þ
etta var mjög erfitt í byrjun,“
sagði leikkonan Megan Fox
í viðtali við US Weekly um
óléttuna. Megan eignaðist
sitt fyrsta barn fyrir rétt tæp-
lega einu og hálfu ári, dreng að nafni
Noah Shannon, og á haustmánuðum
var opinberað að hún væri barnshaf-
andi á ný. „Til að byrja með reyndi
óléttan mikið á mig. Með tímanum
varð þetta hins vegar fínt.“
Aðspurð um muninn á þessum
tveimur þungunum sagðist Megan
ekki haft svigrúm til þess að velta því
fyrir sér.
„Ég hef ekki haft tíma til þess að
hugsa um það. Ég er nú þegar með
eins árs gamlan strák. Þegar þú ert
auk þess að vinna hátt í 16 klukku-
tíma á dag þá er enginn tími fyrir þig
til þess að velta þér upp úr hlutun-
um,“ sagði Megan. Leikkonan er
27 ára og giftist leikaranum Brian
Austin Green árið 2010. Hún hefur
vakið athygli fyrir leik sinn í mynd-
unum Transformers og notið mikilla
vinsælda. Skömmu eftir að hafa fætt
sitt fyrsta barn fór hún aftur á vinnu-
markaðinn og gat því ekki eytt mikl-
um tíma með frumburði sínum.
„Þegar ég var heima, þá var ég
ekki að hvíla mig – ég var að reyna
að njóta þess að vera með barninu
mínu og eyða tíma með honum.
Þetta var mjög erfitt tímabil,“ sagði
Megan. n ingosig@dv.is
Megan Fox vann mikið og eyddi litlum tíma með frumburði sínum
Þungunin var erfið
Helgarblað 6.–9. desember 2013
Vinsælustu
slúðursíðurnar
topp 5
1 Oh No They Didn't Blogg-síðan ONTD er uppfull af slúður-
sögum um stjörnurnar vestanhafs. Það
sem gerir síðuna jafn framúrskarandi og
raun ber vitni er ótrúlegt tengslanet sem
höfundar hennar hafa. Þarna kemur
slúðrið fyrst.
2 Perez Hilton Allir Íslendingar þekkja Perez
Hilton – þann sem
kallar sjálfan
sig Drottningu
fjölmiðla. Hvort
það er réttnefni skal
ekki segja. Bloggsíða
Hilton varð til á sínum
tíma vegna þess að kappinn hafði lítið
fyrir stafni og sér hann væntanlega ekki
eftir þeirri ákvörðun.
3 Gawker Langar þig að vita hvað er að frétta í New York?
Gawker er í innsta hring
stjarnanna í New York
og flytur fréttir af
þeim á sinn einstaka
hátt. Skemmtileg
síða þar sem er nýtt
efni í hvert sinn sem
hún er heimsótt.
4 Dlisted Michael K. sér um bloggsíðuna
Dlisted sem færir
fjölmörgum lesendum
sínum skemmtilegar
slúðursögur af
stjörnunum. Húmorinn
er hafður að leiðarljósi
og dregin er upp skemmtileg
mynd af stjörnunum.
5 The Superficial Gríðarlega vinsæl bloggsíða um daglegt líf
stjarnanna með ýmsum
myndum sem hafa
náðst af þeim. Ef
þú ert hrifinn af
myndaalbúmum, og
þá sérstaklega frá
verðlaunahátíðum, þá
er The Superficial rétta
síðan fyrir þig.
Karlmenn sem
kunna að klæða sig
T
ískutímarit heimsins keppast við að velja best
klæddu karlmennina á árinu sem er senn á enda.
DV tók saman þá menn sem flestar tilnefn-
ingar fengu og eru svo sannarlega karlmenn sem
kunna að klæða sig.
Klassískur Beckham Fyrrverandi
knattspyrnustjarnan David Beckham er ekki
aðeins þekktur fyrir afrek sín á vellinum. Hann
hefur einstaklega næmt auga fyrir laglegum
klæðaburði og hefur ýtt úr vör ýmsum vöru-
merkjum sem bera nafn hans. Þar
ber helst að nefna samstarf hans
við verslunarkeðjuna H&M sem
gefur út nærfatalínu í samvinnu
við Beckham. Samstarfið
hefur vakið mikla athygli og
varð það til þess að önnur
lína Beckhams kom í búðir
í haust. Hér má sjá Beck-
ham í stórglæsilegum
bláum jakkafötum,
í hvítri skyrtu með
einföldu sniði og
með grænt bindi
með hvítum
smáatriðum
í. Klassískt
yfirbragð.
Víkingaútlit upp á
sitt besta Það segir enginn
Johnny Depp fyrir verkum.
Hann sér um sig sjálfur og
er óhræddur við að fara
ótroðnar slóðir í klæðaburði.
Stíll leikarans á sér fáar hlið-
stæður og eru þeir teljandi á
fingrum annarrar handar sem
myndu þora að feta í fótspor
hans. Til þess þarf hugrekki. Á
þessari mynd skartar Johnny
Depp „íslenska víkingaút-
litinu“ sem er svo vinsælt
um þessar mundir – síðu hári
með góða skeggrót. Flottur
jakki hans tónar skemmti-
lega við smekklegan hatt
kappans og dökk umgjörðin á
gleraugum hans fullkomnar
klæðaburðinn.
Töffaralegur
tónlistarmaður
Það hefur ekki farið
framhjá aðdáendum
tónlistarmannsins
Justins Timberlake
að þar er á ferð algjör
töffari. Á þessari mynd
sýnir Justin að hægt er
að vera með töffaralegt
yfirbragð þrátt fyrir ein-
faldan klæðaburð. Svört
leðurstígvél, gallabuxur,
ljósblá skyrta og svört
golla. Hann ber svartan
hatt á höfði og meðferð-
is er hann að sjálfsögðu
með regnhlíf. Justin
hefur slegið í gegn sem
leikari undanfarin ár en
tók nýverið upp á því að
búa til tónlist að nýju.
Allir fagna því og eru lög
hans strax komin í efstu
sæti vinsældalista um
allan heim. Mynd ReuTeRs
Íslandsvinur upp á tíu Íslendingar eiga það til að kalla ýmsar
stjörnur Íslandsvini, þrátt fyrir að þær hafi aðeins millilent í Keflavík
með örstuttri viðkomu í Bláa lóninu. Það má hins vegar kalla Ryan Gosling
Íslandsvin í orðsins fyllstu merkingu, en eins og alþjóð veit dvaldi hann hér
á landi í allt sumar við vinnslu nýrrar myndar. Ryan er einstaklega vinsæll
meðal kvenþjóðarinnar og stór ástæða þess er hvernig leikarinn klæðir sig.
Hann kann það upp á tíu. Hér má sjá kappann mæta á kvikmyndahátíð í Toronto
í þessum stórglæsilega brúna jakka með flottum smáatriðum. Innanundir er
hann í hvítri skyrtu. ingosig@dv.is
Hamingjusöm
Megan Fox og Brian
Austin Green eru yfir
sig ástfangin.
Sögusagnir fóru á flug eftir frá-
fall leikarans Pauls Walker um að
hann hafi ver-
ið í kappakstri
ásamt vini
sínum þegar
bílslysið átti
sér stað. Vin-
ur hans og
ökumaður
bílsins hét
Roger Rodas
og var frægur
kappakstursbílstjóri. Lögreglan
hefur gefið það út að engar vís-
bendingar hafi fundist um að
annar bíll hafi verið viðriðinn
slysið. Vitni segja að þeir hafi ver-
ið einir á ferð en óku hins vegar
mjög hratt. Þegar slökkviliðið
kom á slysstað voru þeir báðir
látnir. Mikil sorg ríkir vestanhafs
vegna fráfalls þeirra.
Voru ekki í
kappakstri