Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 62
Helgarblað 6.–9. desember 201362 Fólk GusGus spilar á Sónar Tónlistarhátíðin Sónar var haldin í fyrsta skipti á Íslandi í febrúar síðastliðnum. Fjölmargir sóttu hátíðina sem þótti afar vel heppnuð. Einn af hápunktum hátíðarinnar var þegar GusGus tróð upp fyrir framan troðfullan sal í Silfurbergi. Það braust því út mikil gleði í vikunni þegar að­ standendur Sónar tilkynntu að Daníel Ágúst og félagar í GusGus komi til með að leika á hátíð­ inni á nýju ári. Sónar 2014 mun standa yfir í Hörpu frá fimmtu­ deginum 13. febrúar til laugar­ dagsins 15. febrúar og er miða­ salan komin á fullt flug. Markmaður bloggar um tísku Ásgeir Þór Magnússon, aðstoðar­ verslunarstjóri Dressmann í Smáralind og markmaður í knattspyrnu, hefur opnað blogg­ síðu þar sem hann skrifar um allt á milli himins og jarðar. Áhuga­ svið Ásgeirs nær að stórum hluta yfir tísku og má finna nytsam­ legar upplýsingar um nýjustu tískustrauma hjá karlmönnum á síðu hans. Í sumar vermdi hinn 22 ára Ásgeir varamannabekk Vals í efstu deild og kom við sögu í þremur leikjum. Undanfarið hefur hann æft með liði Fram í Safamýrinni. Skemmtileg tísku­ ráð Ásgeirs má lesa á asgeirmag. wordpress.com. Ekki enn búinn að fá draumastúlkuna Tónlistarmaðurinn Steinar Baldursson segist ekki hafa orðið var við skítkast M örg lögin fjalla um eina stelpu,“ segir Steinar Baldursson, þekktur sem Steinar, um um­ fjöllunarefni nýútgefinn­ ar plötu sinnar. Steinar er í miðjum próflestri þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. „Við erum ekki saman í dag, því miður. Ég held að hún viti ekki að lögin eru um hana.“ Eftir stutta umhugsun segir Steinar hins vegar að það kæmi honum ekki á óvart ef stelpuna sé farið að gruna eitthvað. „Hana er pottþétt farið að gruna að það sé hún sem um ræðir,“ bætir Steinar við. „Það er hins vegar ekki þannig að öll lögin á plötunni séu um hana.“ En hvernig er að afhjúpa sig með þessum hætti gagnvart hlustendum sínum? „Ef ég vildi ekki að fólk heyrði þetta þá væri ég náttúrulega að spila þetta inni í herberginu mínu. Mig langaði að tjá mig,“ segir Steinar hugsi og segist hafa verið ansi hrifinn af stúlkunni þegar hann samdi lögin. Honum líður þó ekki eins og hann hafi afhjúpað sig fyrir alþjóð, kannski er það eitthvað sem hann muni upplifa síðar. Fór ekki sjálfur til Senu „Í rauninni var það ekki ég sem bankaði upp á hjá Senu,“ segir Steinar um tilurð plötunnar. „Ég fór upphaflega til Kristins Snæs Agnarssonar [eins af stofnendum Hjálma] sem ég hafði kynnst í gegn­ um annan aðila. Ég ræddi við hann um að mig langaði til að gera plötu. Ég valdi því níu lög sem ég hafði samið. Kristinn Snær þekkti aðeins til í Senu og fór síðan með plötuna til þeirra. Þeir höfðu síðan áhuga á að gefa hana út,“ útskýrir Steinar en platan, sem heitir Beginning, hefur slegið í gegn í vetur. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Ég hef að minnsta kosti ekki séð mikið skítkast. Ég er ótrú­ lega þakklátur fyrir hversu vel þetta hefur gengið. Ég bjóst alls ekki við því að fólk tæki svona vel í þetta,“ segir Steinar. Mikil upplifun til að byrja með Steinar er átján ára tónlistarmaður sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrr í vetur. Fyrsta lag Steinars, Up, hefur hljómað á útvarpsstöðvum landsins og notið mikilla vinsælda. Steinar gaf nýverið út sitt annað lag, sem ber titilinn You Know, og er jafnframt uppáhaldslagið hans á plötunni. „Ég er búinn að heyra lögin svo oft,“ segir Steinar. „Þetta var frekar mikil upplifun til að byrja með. Þá var maður aðeins að hækka í græj­ unum en núna er maður kannski búinn að venjast þessu.“ Velgengni Steinars hefur orðið til þess að hann er orðinn þekktur í samfélaginu á skömmum tíma. Fólk er farið að þekkja hann á förnum vegi og vinabeiðnirnar á Facebook hrannast inn. „Já, og pókin líka.“ Var búinn að gleyma að hægt væri að „póka“ „Fólk var að hvísla í kringum mig svo ég heyrði til,“ útskýrir Steinar. „Ég fann fyrir því fljótlega eftir að ég gaf út lagið. Ég er ekki enn bú­ inn að átta mig á þessu, en þetta er mjög skrítið og óvanalegt,“ bætir tónlistar stirnið hógvært við. Hann segist ekki hafa breyst eftir skyndi­ legan frama sinn og að hann hagi sér ekki öðruvísi. Enda engin ástæða til. „Vinabeiðnirnar eru byrjaðar að raðast inn eftir að lagið kom út,“ viðurkennir Steinar. „Ég þarf að fara að tékka á því hversu marga vini ég á í dag. Ég hef samt aðallega fengið skilaboð. Ég var líka búinn að gleyma því að það væri hægt að póka, en ég uppgötvaði það aftur eftir að lagið kom út!“ Emmsjé Gauti vill samstarf „Ég heyrði aðeins í Emmsjé Gauta og hann vill endilega tékka á ein­ hverju,“ svarar Steinar aðspurður hvort einhverjir tónlistarmenn hafi haft samband við hann og viðrað hugmyndir um samstarf. „ Síðan verð ég með tónleika með Jóni Jónssyni 19. desember. Það verða ekki beint jólatónleikar. Ég held að þetta verði meira þannig að ég byrji og hiti aðeins upp fyrir Jón. Planið er að ég taki mín lög og Jón sín lög, en hver veit nema jólaandinn svífi yfir vötnum og taki völdin,“ segir Steinar skáldlega. Steinar segist vera með fullt af efni í skúffunni. Hann er með mikið af hugmyndum að lögum sem eru þó enn á vinnslustigi. Steinar vonar að með tíð og tíma geti tónlistin orðið að lifibrauði hans. „Þetta er mín ástríða og það sem ég elska að gera,“ segir viðkunnan­ legi tónlistarmaðurinn að lokum. n ingosig@dv.is Efnilegur Steinar er í hópi efnilegustu tónlistarmanna landsins. Mynd SiGtryGGur Ari E ddu Sif Pálsdóttur, dóttur útvarpsstjórans Páls Magn­ ússonar, var vikið úr starfi í síðustu viku sem íþrótta­ fréttamaður Ríkisútvarps­ ins. Edda skrifaði pistil á Facebook­ síðu sína nokkrum dögum síðar þar sem hún lýsti undrun á hörð­ um viðbrögðum samfélagsins. Þar sem engar fréttir bárust af því hvort Edda hefði haldið starfi sínu eður ei gerðu flestir ráð fyrir því að hún starfaði áfram á RÚV. Margir jusu úr skálum reiði sinnar og Edda sagðist þurfa gjalda þess að vera dóttir föður síns. „Það sem ég hef hins vegar mestar áhyggjur af er samfélags­ umræðan,“ skrifaði Edda á Face­ book­síðu sína. „Ég hef aldrei tek­ ið hana nærri mér eða tjáð mig um hana en í dag er mér ofboðið. Sér­ staklega þegar ég áttaði mig á því að ég hætti mér varla út fyrir hússins dyr.“ Í jólablaði NUDE magazine greinir Edda frá því að hún hyggist verja hátíðunum í Svíþjóð. Hvort það er til þess að fá að vera í ró og næði fjarri dómshörðum Íslending­ um kemur ekki fram. „Þessi jólin verð ég í sumarhúsi í Svíþjóð þar sem ég ætla að slappa rækilega af,“ segir Edda í stuttu við­ tali í blaðinu. Hún segir að jólin gefi sér eitthvað til að hlakka til og ætlar hún að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum og borða góðan mat. Ekki kemur fram hvort Páll Magnússon, faðir hennar, verði með í för. n ingosig@dv.is Edda í Svíþjóð um hátíðarnar Hætti sér varla út fyrir hússins dyr meðan á uppsögnum stóð rekin frá rÚV Edda skrifaði pistil á Facebook í síðustu viku. Mynd SiGtryGGur AriSorg Vigdísar „Bróðir minn drukknaði um verslunarmannahelgi í Hreða­ vatni og hans var lengi leit­ að. Þetta var gríðarlegt áfall. En seinna sem fullorðin manneskja þá hefur mér verið ákveðinn styrkur að vita af honum. Við vorum svo miklir vinir,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver­ andi forseti lýðveldisins í viðtali í nýjasta tölublaði MAN magasín. Hún segir að sorgin fyrnist ekki þó maður læri að lifa með henni. „Hún er þarna og því verður ekki breytt. Maður verður að halda áfram.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.