Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 10.–12. desember 2013
Lögðu hald á
dóp og sverð
Talsvert af amfetamíni fannst
við húsleit sem lögreglan á
Suðurnesjum framkvæmdi um
helgina. Í tilkynningu frá lög-
reglunni á Suðurnesjum kem-
ur fram að þegar lögreglumenn
mættu á staðinn hafi mikil
kannabislykt verið í umræddri
íbúð. Þar voru fyrir karlmaður
og kona sem bæði voru í annar-
legu ástandi. Þau voru færð á
lögreglustöð þar sem maðurinn
viðurkenndi að eiga efnin. Jafn-
framt var haldlagt sverð í hans
eigu, sem fannst við húsleitina.
Þá hafði lögregla afskipti af
ökumanni vegna gruns um að
hann æki undir áhrifum fíkni-
efna. Hann viðurkenndi neyslu
og sýnatökur á lögreglustöð stað-
festu að hann hefði neytt kanna-
bisefna. Þrír farþegar voru í bif-
reiðinni og afhenti einn þeirra
lögreglumönnum kannabis-
blandaðan tóbaksvafning. Ann-
ar farþegi framvísaði smáræði
af kannabis sem hann var með í
krukku í úlpuvasa sínum.
Lögreglan minnir á fíkni-
efnasímann 800-5005. Í hann má
hringja nafnlaust til að koma á
framfæri upplýsingum um fíkni-
efnamál. Fíkniefnasíminn er
samvinnuverkefni lögreglu og
tollyfirvalda og er liður í barátt-
unni við fíkniefnavandann.
Söfnuðu 22
milljónum
Leikmenn í tölvuleiknum Eve On-
line, sem íslenska leikjafyrirtækið
CCP bjó til, söfnuðu 22 milljónum
króna fyrir íbúa Filippseyja í söfn-
unarátaki sem lauk um helgina.
Peningarnir sem söfnuðust verða
afhentir Rauða krossi Íslands.
Þetta er í fimmta skipti sem CCP
ýtir úr vör söfnunarátaki sem
þessu til að safna fé til mannúðar-
mála. Áður hafa leikmenn í Eve
Online stutt við fórnarlömb flóða
í Pakistan, fellibyljarins Sandy í
Bandaríkjunum, jarðskjálftans á
Haítí og kjarnorkuslyssins í Fukos-
hima í Japan. Aldrei fyrr hefur jafn
mikið fé safnast og að þessu sinni
og fór söfnunin fór langt fram úr
væntingum að sögn CCP.
830 ökumenn
voru stöðvaðir
Átta hundruð og þrjátíu öku-
menn voru stöðvaðir á höfuð-
borgarsvæðinu um helgina
í sérstöku umferðareftirliti
sem lögreglan heldur nú úti í
umdæminu. Fimm ökumenn
reyndust ölvaðir eða undir
áhrifum fíkniefna við stýrið og
eiga þeir ökuleyfissviptingu
yfir höfði sér. Tveimur til við-
bótar var gert að hætta akstri
sökum þess að þeir höfðu
neytt áfengis en voru þó undir
refsimörkum. Við umferðar-
eftirlitið um helgina naut lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu
aðstoðar félaga sinna frá emb-
ætti ríkislögreglustjóra.
Yfirmaður íþrótta
býr frítt í íbúð RÚV
n Er staðarhaldari á Vatnsendahæð n Fylgist með dóti RÚV og vararafstöð
K
ristín Harpa Hálfdánar-
dóttir, yfirmaður íþrótta-
frétta hjá Ríkisútvarpinu,
býr frítt í húsi RÚV á Vatns-
endahæð. Húsið er í eigu
ríkissjóðs en RÚV hefur umráða-
og ráðstöfunarrétt yfir því. „Ég er
staðarhaldari,“ segir Kristín Harpa
en húsvörður RÚV bjó áður í íbúð-
inni sem er í húsinu. Kristín Harpa
býr í húsinu ásamt manni sínum
og tveimur dætrum. Hún hefur
búið í húsinu í meira en þrjú ár
eða síðan húsvörðurinn flutti það-
an út eftir að hafa látið af störfum
hjá RÚV. Þegar Kristín Harpa er
spurð hvort hún greiði leigu segir
hún „nei“.
Kristín Harpa segir að íbúðin sé
ekki stór. „Nei, þetta er frekar lítil
íbúð en húsið er stórt […] Þetta er
engin höll.“ Hún segir að hún hafi
verið beðin um að taka að sér að
vera staðarhaldari í húsinu. „Ég
veit eiginlega ekkert annað um
þetta en það að ég er staðarhaldari
[…] Ég veit lítið annað um þetta en
hvað ég geri þarna.“ Að búa frítt er
líklega ágætis búbót fyrir flesta en
slíkur ráðahagur þýðir að viðkom-
andi getur haldið eftir þeim fjár-
munum sem annars færu í greiðslu
á húsnæði, leigu eða afborganir af
lánum, í hverjum mánuði. Ljóst er
að húsnæðiskostnaður er stærsti
einstaki útgjaldaliður flestra heim-
ila á Íslandi.
Kristín Harpa tók við stöðu yfir-
manns íþróttadeildar RÚV árið
2010 eftir að hafa áður starfað sem
bókhaldari innan stofnunarinnar.
Passar dót og vararafstöð
Aðspurð segir Kristín Harpa að
staðarhaldara þurfi í húsinu út af
„öryggishlutverki“. „Það er bara
að fylgjast með stórum sal sem er
þarna, sem er fullur af dóti frá RÚV,
það þarf að fylgjast með öryggis-
kerfinu og brunakerfinu og svo er
þarna dísilvél, sem þarf að fylgj-
ast með og starta reglulega, sem er
vararafstöð fyrir RÚV,“ segir Kristín
Harpa en hún flutti inn í íbúðina
eftir að húsvörðurinn lét af störf-
um hjá RÚV, líkt og áður segir.
Hvorki Kristín Harpa né eiginmað-
ur hennar eru hins vegar starfandi
húsverðir hjá RÚV og hún segir að
þau fái engin laun greidd fyrir að
vera staðarhaldarar, umfram það
að fá að búa frítt í húsinu.
Skráð annars staðar
Kristín Harpa er hins vegar ekki
skráð til heimilis í húsinu á Vatns-
endahæð heldur er hún skráð,
ásamt fjölskyldu sinni, í húsi hjá
foreldrum sínum í Álfkonuhvarfi,
sem er gata í nágrenni við Vatns-
endahæðina. „Það er vegna þess
að það er ekki borinn út póstur
þangað. Það var þægilegra að fá
póstinn bara til foreldranna.“
Ekkert í opinberum upplýsing-
um, til dæmis símaskránni eða
þjóðskrá, tengir Kristínu Hörpu
beint við húsið. Að sama skapi er
ekkert í opinberum upplýsingum
um húsið sem segir til um hversu
stórt það er í fermetrum og Kristín
Harpa veit ekki hversu stór íbúð-
in sem hún býr í er. Samkvæmt
fasteignamati hússins er það hins
vegar rúmlega 231,5 milljóna
króna virði. Íbúðin er hins vegar
aðeins lítill hluti af húsinu.
Kristín Harpa segist hafa
undirritað samning við rekstrar-
svið RÚV áður en hún og fjölskylda
hennar fluttu í húsið.
Adolf Ingi í mál
Nafn Kristínar Hörpu hefur komið
upp í fjölmiðlum síðustu daga
vegna umræðu um meint ein-
eltismál sem sagt er að tengist
Adolf Inga Erlingssyni, fyrrverandi
íþróttamanni RÚV, en honum var
sagt upp störfum í fjöldauppsögn
á RÚV í þar síðustu viku. Á frétta-
vefnum Vísi.is á föstudaginn var
frétt um að Adolf Ingi hefði sætt
einelti í starfi. Komið hefur fram
að Adolf Ingi ætli sér að höfða mál
gegn RÚV út af eineltinu.
Orðrétt sagði í fréttinni: „ Vísir
hefur talað við ýmsa sem til
þekkja, fyrrverandi samstarfs-
menn Adolfs Inga og fleiri, sem
ekki vilja koma fram undir nafni,
og öllum ber saman um að fljót-
lega eftir Kristín H. Hálfdánar-
dóttir tók við stöðu íþróttastjóra
deildarinnar, um 2010, hafi mjög
verið að honum þrengt. Verkefn-
um hans fór að fækka. Adolf Ingi
lýsti til að mynda fáum leikjum á
HM 2010 og hann hefur ekki lýst
leikjum karlalandsliðsins í hand-
knattleik frá árinu 2010, að sögn
eins heimildarmanna Vísis, og
hefur það vakið athygli út fyrir
veggi útvarpshússins.“
Tvö mál
Á netmiðlinum Pressunni á
þriðjudaginn kom svo fram í við-
tali við Adolf Inga að hann hefði
vilja hlífa fjölskyldunni sinni við
eineltinu á meðan hann vann hjá
RÚV en að hann gæti ekki annað
en farið í mál: „Vegna þess að ég
er ekkert einsdæmi. Þetta er mjög
alvarlegt. Þetta er eitthvað sem
hefur verið leyft að grassera þarna.
Inni á fréttastofunni eru tilvik sem
er ekki hægt að kalla neitt annað
en einelti. Og fólki hefur liðið mjög
illa. Það er mikilvægt að fólk sé
tilbúið að ræða þessi mál og ég hef
fengið mikil viðbrögð frá gömlum
vinnufélögum sem hvetja mig og
ýmist segja að þeir sjálfir hafi lent
í einelti eða viti af því hjá öðrum,“
sagði Adolf Ingi við Pressuna.
Nú hefur nafn Kristínar Hörpu
komið aftur upp í tengslum við
annað mál hjá RÚV. DV gerði
fjölda tilrauna til að ná tali af
Eyjólfi Valdimarssyni, forstöðu-
manni þróunarsviðs hjá RÚV, á
mánudaginn en blaðið náði ekki
tali af honum. Erindi DV við Eyjólf
var að spyrja hann út í hvernig og
af hverju það kom til að Kristín var
beðin um að vera staðarhaldari í
húsinu á Vatnsendahæð. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Býr frítt Kristín Harpa Hálfdánardóttir býr í íbúð RÚV á Vatnsendahæð. Myndin er tekin
þar sem Kristín reyndi að koma ljósmyndara Fréttablaðsins út af vellinum á handa-
boltaleik sem RÚV hafði sýningarleyfi á. Mynd HIlMAr Þór GuðMundSSon
„Öryggishlutverk“ Kristín segist meðal
annars hafa það hlutverk að fylgjast með
öryggis- og brunakerfinu. Mynd SIGTryGGur ArI
Á Vatnsendahæð Hér sést húsið á Vatnsendahæð sem Kristín býr í sem er í eigu RÚV.
Í mál Adolf Ingi Erlingsson ætlar í mál við RÚV út af einelti sem hann segist hafa orðið fyrir.
Nafn Kristínar Hörpu hefur komið upp í þeirri umræðu. Mynd SIGTryGGur ArI
„Þetta er engin
höll