Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Qupperneq 3
Fréttir 3Vikublað 10.–12. desember 2013
Iðnbúð 2, Garðabæ | Strikinu 3, Garðabæ | Sími 565 8070 | www.okkarbakari.is
Jólabrauðin
eru komin
Vestfirsk jólabrauð
Ítölsk jólabrauð
Þ
ú og þið standið ekki með
auðlindinni sem er fólkið
sem vinnur „á gólfinu“. Þú
sem MANNAUÐSSTJÓRI
ættir að skammast þín,“
sagði tæknimaður á RÚV í svari við
tölvupósti starfsmannastjóra stofn-
unarinnar í síðustu viku. Tæknimað-
urinn brást þar við tölvupósti frá
starfsmannastjóranum, Berglindi
Bergþórsdóttur, þar sem hún hafði
rakið ástæður fjöldauppsagnanna
hjá stofnuninni í þar síðustu viku.
Pósturinn vakti hörð viðbrögð
nokkurra starfsmanna stofnunar-
innar sem létu í sér heyra í svari til
Berglindar og annarra starfsmanna
sem fengið höfðu fjöldapóstinn,
líkt og DV greindi frá í síðustu viku.
Meðal annars var um að ræða þau
Ævar Kjartansson, Unu Margréti
Jónsdóttur, Jórunni Sigurðardóttur
og Elísabetu Indru Ragnarsdóttur.
Beðinn um að halda áfram
Tæknimaðurinn lagði þessi orð í
belg á eftir hinum starfsmönnunum
sem nefndir eru hér að framan.
Athygli vekur að hann var einn af
þeim starfsmönnum RÚV sem sagt
var upp störfum hjá RÚV í fjölda-
uppsögnunum en hann var beðinn
um að halda áfram störfum hjá
stofnuninni vegna skorts á tækni-
mönnum og vinnur því út upp-
sagnarfrest sinn. Ekki er vitað til þess
að þessi orð hans hafi breytt neinu
þar um enda eru þeir starfsmenn
sem gagnrýndu réttlætingu starfs-
mannastjórans ennþá allir starfandi
hjá stofnuninni. Fjölmargir núver-
andi starfsmenn RÚV eru hins vegar
mjög ósáttir með fjöldauppsagnirn-
ar og hvernig staðið var að þeim.
Á suðupunkti
Ástandið innan RÚV eftir að upp-
sagnirnar voru tilkynntar er alls
ekki gott, líkt og komið hefur fram
í fjölmiðlum. Eiginlega má segja að
ákveðið upplausnarástand ríki þar
sem stjórnendur stofnunarinnar eru
vændir um að stjórna með „pólitísk-
um klækjabrögðum“ til að reyna að
lægja öldur innan stofnunarinnar.
Hörð gagnrýni hefur komið fram
á stjórnendur RÚV frá fyrrverandi
og núverandi starfsmönnum, bæði
opinberlega og eins í tölvupóstun-
um sem um ræðir hér.
Fullyrða má að í ár hafi aldrei
skapast viðlíka ástand innan
veggja ríkisfjölmiðilsins og sáust
víglínurnar ágætlega í þeirri stað-
reynd að á samstöðufundi um RÚV
í síðustu viku voru meira en þús-
und manns mættir til að sýna sam-
stöðu með hinum brottreknu og
ræða um vanda og hlutverk stofn-
unarinnar. n
„Þú ættir að
skammast þín“
n Tæknimaður hjólar í mannauðsstjóra RÚV n Upplausnarástand
Gagnrýndi starfs-
mannastjórann Ástandið á
RÚV er við suðumark þessa dag-
ana og gagnrýndi tæknimaður
starfsmannastjóra fyrirtækisins
harkalega í tölvupósti. Framtíð
Páls Magnússonar sem útvarps-
stjóra mun skýrast á næstu
vikum. Mynd SiGtryGGur Ari
„Sæl öll
Spurningar hafa vaknað um þá aðferð
sem valin var í hópuppsögninni í síðustu
viku. Það kemur ekki á óvart að margir
séu hugsi eftir þessa ömurlegu upp-
sagnarhrinu og það er sjálfsagt að skýra
hvernig þessi niðurstaða var fengin.
Áhersla var lögð á að sama regla gilti
fyrir alla sem áttu í hlut. Því var lokað
fyrir aðgang að húsnæði og tölvukerfum
samdægurs. Með þessu var ekki verið að
lýsa yfir vantrausti á einn né neinn, heldur
þurfti að taka tillit til umfangs aðgerðar-
innar og þeirra öryggisferla sem unnið er
eftir. Einnig hafa vaknað spurningar um
hvers vegna fólki gafst ekki kostur á að
vinna uppsagnarfrestinn. Þar gildir hið
sama, þ.e. að vegna umfangs aðgerðar-
innar varð eitt yfir alla að ganga. Það
þótti verri kostur gagnvart öllum hlutað-
eigandi að nær fjörutíu starfsmenn sem
sagt var upp ynnu út uppsagnarfrestinn.
Lokað var á netföng þeirra sem sagt var
upp. Ætlunin var að starfsmenn fengju
lesaðgang að tölvupóstinum sínum en
þeir gætu ekki sent tölvupóst. Því miður
er sá möguleiki ekki fyrir hendi. Þeir sem
látið hafa af störfum hafa hins vegar, í
samráði við næsta yfirmann, aðgang að
sínum pósti og geta jafnframt sett inn
upplýsingar um sitt eigið netfang.
Að lokum og þessu tengt þá hefur skap-
ast umræða um Facebook-síðu RÚVara,
tilgang hennar og tilurð. Síðan var opnuð
með það að markmiði að styrkja tengsl
starfsfólks og bæta upplýsingaflæðið
hér innanhúss. Raunin hefur orðið sú
að þarna skiptist fólk á skoðunum og
gjarnan um vinnutengd málefni. Frá
byrjun hefur aðgangur að síðunni fallið
niður við starfslok, enda ýmislegt sem
þarna kemur fram sem varðar eingöngu
starfsemi RÚV.
Í gegnum þetta erfiða ferli hefur það verið
leiðarljós allra sem komu að undirbún-
ingnum að vanda hann eins og mögulegt
er og gera hlutina eins fagmannlega
og nokkur kostur var. Vel má vera að
eitthvað hefði mátt gera öðruvísi eða
jafnvel betur og er það þá miður. Í svona
stórum aðgerðum er eflaust erfitt að gera
allt rétt, enda útséð að útkoman yrði því
miður alltaf áfall fyrir okkur öll.
Með kveðju,
Berglind.“
ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Tölvupósturinn umdeildi
frá starfsmannastjóra RÚV
„Þú og þið standið
ekki með auð-
lindinni sem er fólkið sem
vinnur „á gólfinu“.
Flestir treysta
gæslunni
82 prósent landsmanna bera
mikið traust til Landhelgisgæsl-
unnar samkvæmt niðurstöðum
könnunar sem MMR fram-
kvæmdi á dögunum á trausti
almennings til helstu stofnana
á sviði réttarfars og dómsmála.
Í ljós kom að traust til flestra
stofnana sem könnunin náði til
minnkaði frá síðustu könnun í
nóvember 2012.
Traust á dómskerfinu í heild
hefur dregist nokkuð saman og
sögðust 38,1 prósent bera mik-
ið traust til þess, samanborið
við 44,5 prósent í fyrra. Ríkis-
lögreglustjóri nýtur trausts 55,1
prósents landsmanna saman-
borið við 64,9 prósenta í fyrra.
Þá nýtur sérstakur saksóknari
trausts 64,9 prósenta lands-
manna. Þeim fækkar nokk-
uð sem segjast bera traust til
Útlendingastofnunar. 36,1 pró-
sent sögðust nú bera lítið traust
til stofnunarinnar saman borið
við 26,3 prósent í nóvember í
fyrra.
963 svöruðu könnun MMR
sem framkvæmd var dagana 26.
til 28. nóvember síðastliðinn.
n Er staðarhaldari á Vatnsendahæð n Fylgist með dóti RÚV og vararafstöð