Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Qupperneq 4
4 Fréttir Vikublað 10.–12. desember 2013
Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið allar aðventuhelgar kl. 12-17
19. og 20. desember kl. 16-21 Þorláksmessu kl. 16-21
Dagskrá, myndir o.fl.
á Facebook
Þingmaður fær
ekkert afskrifað
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlaði að berjast fyrir þá sem skulda
E
lsa Lára Arnardóttir, þing
maður Framsóknarflokks
ins, mun líklega ekki fá
krónu afskrifaða í boðuðum
aðgerðum ríkisstjórnarinn
ar. Ein helsta ástæðan fyrir því að
hún settist á þing var til að berjast
fyrir leiðréttingum þeirra sem væru
með verðtryggðar skuldir. Leið
réttingin, eins og áætlun ríkisstjórn
ar Framsóknarflokks og Sjálfstæðis
flokks heitir, gerir ráð fyrir því að
færa niður verðtryggðar húsnæðis
skuldir einstaklinga sem nemur
verðbótum umfram 4,8 prósent á
ári. Þá koma fyrri aðgerðir stjórn
valda, þar á meðal sérstakar vaxta
bætur og 110% leiðin, til frádráttar
þeim rétti sem fólk á vegna nýju að
gerðanna.
Hefur þegar fengið afskrifað
Elsa Lára kom fram í sjónvarps
þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í
lok ágúst og talaði opinskátt um
skuldamál sín. Þar kom fram að hún
og eiginmaður hennar hafi tekið 26
milljóna króna lán árið 2006 fyr
ir fokheldri fasteign sem þau fluttu
inn í rétt fyrir jól sama ár. Lánið stóð
í 39 milljónum króna þegar viðtalið
var tekið en á þeim tímapunkti
hafði hún fengið 5,8 milljónir af
skrifaðar vegna 110% leiðarinnar.
Það kemur, eins og annað sem hún
kann að hafa fengið afskrifað, til
frádráttar þeim fjórum milljónum
sem hún á mögulega rétt á vegna
aðgerða ríkisstjórnarinnar.
Séreignarlífeyrissparnaðarleiðin
stendur Elsu Láru og manninum
hennar þó til boða. Sem þingmaður
hefur hún tekjur sem tryggja henni
fullan rétt til inngreiðslu sparnað
ar á lánin og getur hún því sett hálfa
milljón árlega inn í sjóðinn næstu
þrjú árin; samtals 1,5 milljónir
króna. Það gæti skilað henni lækk
aðri greiðslubyrði en eins og fjallað
var um í helgarblaði DV getur verð
bólguskot étið upp þá inngreiðslu á
stuttum tíma.
Margir fá ekki fulla leiðréttingu
Fyrri ríkisstjórn réðst í nokkrar að
gerðir sem voru mismunandi að
umfangi til að reyna að rétta hlut
skuldara. Aðgerðirnar sem um
ræðir eru áðurnefnd 110% leið,
greiðslufrestanir, sérstök vaxta
niðurgreiðsla, greiðslujöfnun
einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði og
sértæk skuldaaðlögun. Allar þær
aðgerðir koma til frádráttar. Aðeins
þeir sem ekki hafa skuldað nógu
mikið og verið of tekjuháir til að eiga
rétt á 110% leiðinni eða sérstakra
vaxtabóta fá það sem ríkisstjórnin
hefur metið sem sanngjarnar bætur
fyrir verðbólguna frá desember 2007
til ágúst 2010.
Samkvæmt yfirliti í kynningu sér
fræðingahóps ríkisstjórnarinnar um
höfuðstólslækkun húsnæðislána
hafa minnst 66 þúsund af þeim 70
þúsund heimilum sem skulda verð
tryggð fasteignalán fengið einhvers
konar leiðréttingu eða aðstoð vegna
skulda sinna. Langflestir fengu sér
stakar vaxtabætur árin 2011 og 2012.
Það eru því margir í sömu stöðu og
Elsa Lára og fá ekki það sem þeir
eiga rétt á samkvæmt forsendum
stjórnarinnar. n
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Íbúafundur
vegna tíðra
bilana
Boðað hefur verið til íbúafundar
á Akranesi á fimmtudag vegna
ástands í hitaveitumálum. Að
faranótt mánudags varð þriðja
bilunin í aðveituæð hitaveitunn
ar á skömmum tíma. Tíðar bilanir
hafa valdið bæjarbúum nokkrum
óþægindum og sagði Kjartan
Kjartansson, framkvæmdastjóri
hjúkrunar og dvalarheimilisins
Höfða á Akranesi, að nokkuð hafi
kólnað innandyra. „Þetta var ekki
alveg eins slæmt og það hefði get
að orðið,“ sagði Kjartan við DV.is
í síðustu viku þegar önnur bilun
in varð. Í tilkynningu sem orku
veitan sendi frá sér á þriðjudag
kemur fram að ákveðið hafi ver
ið að breyta framkvæmdaröð við
endurbætur á hitaveitunni þannig
að á næsta ári verði settur upp
stærri miðlunargeymir fyrir heitt
vatn í bænum. Með því munu
fyrirsjáanlegar bilanir á lögninni
hafa minni áhrif á afhendingarör
yggi á heitu vatni í bænum.
Geymirinn sem nú er í notkun
rúmar tvö þúsund tonn af vatni en
ráðgert er að byggja annan næsta
sumar sem tekur fimm til sex þús
und tonn.
Skuldaði Elsa Lára
steig fram í sumar og
sagði frá eigin skulda-
stöðu. Hún fékk aðstoð
vegna skulda í 110%
leiðinni og á því ekki rétt
á frekari aðstoð.
Fimm ákærðir
báru vitni
Skýrslur voru teknar af vitnum,
sakborningum og fórnarlömbum
í Stokkseyrarmálinu svokallaða
fyrir dómi á mánudag. Þar komu
fram lýsingar á fólskulegum lík
amsmeiðingum og misþyrming
um, sem stóðu yfir í hálfan sól
arhring. Fimm einstaklingar eru
ákærðir fyrir frelsissviptingu og
grófar barsmíðar; Stefán Logi Sí
varsson, Stefán Blackburn, Dav
íð Freyr Magnússon, Hinrik Geir
Helgason og Gísli Þór Gunnars
son. Aðalmeðferð heldur áfram í
dag, þriðjudag, en málinu verða
gerð ítarleg skil í helgarblaði DV.